Tíminn - 30.09.1973, Blaðsíða 1
llGNISl
FRYSTIKISTIIR
RAFIÐJAN SÍMI: 19294
v J
Hálfnað
erverk
þá hafið er
í
j
sparnaður
skapar
verðmæti
Samvinnubankinn
Forn ýsumið Akurnesinga hrá-
efnalind sementsverksmiðjunnar
1 SUMAR hefur Orkustofnun
rannsakað skeljasandslög á botni
Faxaflóa á vegum Sementsverk-
smiðjunnar til þess að kanna það
hráefni sem þar leynist. Botninn
hefur verið kannaður á tiu fer-
kilómetra svæði, og er áætlað að
þar sé að finna 2-3 milljónir rúm-
metra af sandi, sem dygðu verk-
smiðjunni i 2-3 áratugai.
— Við sækjum aðalhráefni
okkar út I Faxaflóa, sagði Guð-
mundur Guðmundsson, tækni-
legur framkvæmdastjóri
Sementsverksmiðjunnar, þegar
Timinn talaði við hann um þessar
rannsóknir, en við höfum aldrei
verið fyllilega ánægðir, og okkur
hefur fundizt sandurin of misjafn
að gæðum. Þess vegna gerðum
við I vor samning við Orkustofnun
þess efnis, að sérfræðingar
hennar rannsökuðu skeljalög á
botni flóans til þess að reyna að
kanna það hráefni, sem þar er að
finna.
Stefán Arnórsson jarðfræð-
ingur hjá Orkustofnun hefúr haft
yfirumsjón með athuguninni, en
sjálfa rannsóknina hefur Halldór
Kjartansson jarðfræöingur
annazt. Til rannsóknarinnar
hefur verið notaður 30 lesta bátur
I eigu Kristbjarnar Þórarinsson-
ar kafara. Báturinn er búinn góð-
um staðsetningartækjum og
krabba til sýnatöku, og Orku-
stofnun lét setja á hann borunar-
útbúnað.
2-3 milljónir rúmmetra
af sandi
Rannsóknin tók yfir tiu ferkiló-
metra svæði á Syðra-Hrauni, sem
svo er kallað, en það eru gömul
ýsumið Akurnesinga, um það bil
átta milur suðaustur af Akranesi.
Dýpi er þarna um 25 metrar, og
sandurinn er dreifður um allt
svæðið. Lögin eru mjög misþykk.
Sums staðar eru þau allt að
tveggja metra þykk, en annars
staðar standa klappir upp úr.
Það er ekki f jarri lagi að áætla,
að meðalþykkt sandlagsins sé
einhvers staðar á milli 20 og 30
sentimetra, og samkvæmt þvi eru
2-3 milljónir rúmmetra af skelja-
sandi á þessum tiu ferkilómetrum
og það ætti að endast verksmiðj-
unni i 20-30 ár, varlega áætlað.
Frumrannsokn
Þessi rannsókn i sumar var
einungis frumrannsókn, og
Framhald á bls. 37.
þýddi útrýming refa meiri
ágang gæsa og rýrara fé?
ÖLDUM saman hafa tslendingar
haft næsta illan bifur á refum, og
miklu veriö kostað til þess að
höggva skörð I refastofnin.
Keppikeflið hefur verið að út
rýma tófum með öllu. Fáir hafa
senniiega spurt sjálfan sig þeirr-
ar spurningar, hvort það kynni að
hafa óæskilegar afleiðingar. En á
þvi er tæpt I nýrri bók um vist-
fræði og liffræði, Lifi og landi,
eftir dr. Sturlu Friðriksson.
— Það er rétt, sagði dr. Sturla,
er við ræddum við hann — ég
varpa þvi fram i bókinni, hvort
útrýming refa kynni að hafa i för
með sér fjölgun grasbita, sem
keppa við búfénaðinn um gróður-
inn I bithögunum. Það drægi svo
aftur þann dilk á eftir sér, að
fækka yrði fénaði, ef hann ætti að
skila eðlilegum arði og ekki
ganga of nærri beitilandinu.
Það er einkum grágæs, sem ég
hef I huga, hélt Sturla áfram, og
mér flaug þetta i huga, þegar ég
kynnti mér. skýrslur Sveins
Einarssonar veiðistjóra um refa-
dráp. Refaskyttur i sumum
héruðum hafa gengið mjög rösk-
lega fram við starf sitt, og ég
gerði mér uppdrátt, byggðan á
þessum skýrslum, er sýndi út-
breiöslu refa. Mér virðist það
haldast nokkuð i hendur, hvar fátt
er um refi og mikið af grágæsum.
En ég tek það skýrt fram, að
þetía er aðeins hugmynd, sem ég
kasta fram til umhugsunar og at-
hugunar. Það er ókannað, hversu
mikin toll refir kunna að taka af
gæsastofninum, þar sem þeir eru
i sambýli við hann. Það er ekki
heldur sannað, hversu mikið
aðrir þættir, svo sem aukin ný-
rækt, eiga i fjölgun grágæsa. En
mér finnst ekki með öllu útilokað,
að mikil skerðing á refastofnin-
um, svo að ekki sé talað um al-
gera útrýmingu, kunni að stuðla
að fjölgun fugla, sem nærast á
jurtafæðu.
Hér gildir það að minnst kosti,
sagði dr. Sturla að lokum, að
jafnan ber að hafa hringrás nátt-
úrunnar i huga, áður en haggað
er við hfskeðjunni.
Nú eftir að vita, hvað bændur
segja um það, hvort útrýming
refa getur leitt til þess, að
dilkarnir verði rýrari til frálags.
Eins kynnu fuglafræðingar einnig
að vilja leggja orð i belg.
SIÐUR I DAG
Brúðhjón mónaðarins
bls. 10— n
Vestmannaeyjar
bls. 28—30
Kristbjörn Þórarinsson kafari tók þessamynd á 20-30
metra dýpi á botni Faxaflóa. Hér hreýkir sér kross-
fiskur á steini og er likast til að leita að einhverju æti-
legu.
Stafnsrétt í Svartárdal - bls.
20-21