Tíminn - 30.09.1973, Blaðsíða 31

Tíminn - 30.09.1973, Blaðsíða 31
Sunnudagur 30. september 1973 TÍMINN 31 Undrakonu ar í Uzdin rn- A niálverkum Kloriku Puja er fólkift alltaf í þjóAbúningum. l»ví miftur kemur litaskrúft þessa málsverks ekki fram hcr. Takift eftir hanan um i vinstra horninu, hann hefur sina siigu aft segja...., eins og raunar hvert atrifti myndarinnar. Myndir af hinu daglega lifi eru vinsælar hjá listakonunum i Uzdin. Khet Florika hefur merkt málverk sin meft Chet Florica, cn hún vissi lengi vel ekki, hvernig nafn hennar var skrifaö! Ibúar þorpsins eru einangraður, rúmenskur minnihluti, sem árum saman hefur talað sitt móðurmál og haldið fast við gamla siði föðurlandsins, siði eins og þá, að konan þarf i einu og öllu að beygja sig undir vald eiginmanns sins, — hún fæðir og elur upp börnin, býr til matinn og innir af hendi öll venjuleg heimilisstörf, en vinnur einnig úti á ökrunum. Svo farið sé hratt yfir sögu, þá gerðist það eitt vetrarkvöld fyrir einum 10 árum i Uzdin, er karl- mennirnir höfðu safnazt saman til spilamennsku, að Florika Puja fór inn i herbergi sitt og byrjaði að mála, nokkuð sem hafði aldrei hvarflað að henni áður og hún vissi nánast ekkert um. Hún gekk að þessu með mestu leynd, þvi hvað myndu karlmennirnir á heimilinu segja, hvað myndi fólkið i þorpinu segja? Vegna slæ- legrar skólagöngu i æsku, — skólinn var einkum ætlaður drengjunum, — gat Florika Puja varla skrifað nafnið sitt á málverkin sin. Og hún hélt áfram að mála, en eftir nokkurn tima hafði hún trúað tveim vinkonum sinum fyrir ,,leyndarmálinu óttalega”, þeim Khet Florika og Mariu Balan.Og allar þrjár köstuðu þær sér út i málaralistina af mikilli hrifningu og innlifun. Með aðstoð kennarans i þorpinu tókst þeim að útvega sér almennilega oliuliti og allt annað, sem þær þörfnuðust til leyndariðju sinnar. Engin vandræði með fyrirmyndir. Boðið til New York Þær áttu ekki i vandræðum með að velja sér fyrirmyndir. Þær máluðu allar svipmyndir af þorpslifinu, máluðu vini og ættingja, starfið á ökrunum, fólk við hátiðleg tækifæri, fólk i sorg. En fyrst og fremst máluðu þær kirkjur. Af þolinmæði og nákvæmni festu þær öll minnstu smáatriði á léreftið með sterkum litum. Myndirnar voru einfaldar og án dyptar, en töfrar þeirra voru ósviknir og lifandi. Brátt bættust tvær konur til við- bótar i hópinn, þær Motorojescu Marioara og Taran Stálutza, Smám saman barst það til eyrna þorpsbúa, hve „forkastan- lega og gagnslausa” iðju þessar konur fengust við Allar urðu þær að striða við gamla fordóma hjá nánuslu ættingjum og nágrönnum, jafnvel innan eigin fjölskyldna. Eina hjálpin barst þeim frá þorpskennaranum og lækninum. Og þessir tvimenningar réðust i það að halda sýningu á verkum kvennanna i samkomuhúsi þorpsins. Með þessari sýningu fór skriðan l'yrst af stað fyrir alvöru. Nokkur málverkanna á sýning- unni bárust til höfuðborgarinnar, Belgrad. Ahugi fólks hraðóx. Bandariskur kaupsýslumaður. sem var á l'erð i borginni, varðsvo ylir sig hrilinn, að liann bauð tveimur af konunum fimm aö koma til New York. Jú, þær fóru þangað, en hvernig þeim tókst að telja um fyrir eiginmönnum sinum, það skilur enginn, eins og andinn er i þorpinu eða var alla vega þá. Hvorug þessara kvcnna hal'ði komið út fyrir Uzdin-héraðið, hvaðþá meira! t New York fengu þessar vinnulúnu og fákunnandi sveitakonur heila ,,svitu” á stóru hóteli til umráða, og þar borðuðu þær, sváfu, — og máluftu um mánaðarskeið. Allt var „ókeypis”, og þær fengu góð laun að auki, en málverkin urðu nú brátt þekkt, sem og lista- konurnar, um allan heim. Sólin gengur sinn vana- gang þrátt fyrir Paris Þær mála allar enn i dag af miklum móði, og auðvitað hafa þær hagnazt af verkum sinum. En það virðist vera ánægjan ein af iðjunni, sem þeim gengur til. Þær vinna nú ekki nema af og til á ökrunum, og sumar þeirra hafa jafnvel fengið rafmagnsljós i húsið sitt. A moldargólfinu i húsi Khet Florika stendur meira að segja sjónvarpstæki. Florika Puja, sem kom þessu Framhald á bls. 39. Og hvernig upphófst kúnstin hjá blessuðum konunum? Jú, Florika fann sér þetta til meft þaft i huga að hafa ofan af fyrir sér á löngurn vetrar- kvöldum. Fyrir um 10 árum gerðist fá- heyrður atburður i litla þorpinu Uzdin i Júgóslaviu. Kona nokkur fór að mála málverk, — með mestu leynd — þvi hvað myndu eiginmaðurinn og nágrannarnir segja um slikt og þvilíkt, ef upp kæmist? Nú eru málverkin heimsfræg, og fleiri af konum þorpsins fylgdu fordæmi hennar. Svo rtánar sé greint frá helztu málavöxtum, þá er þorpið Uzdin i frjósömu landbúnaðarhéraði norður af Belgrad. Þorpið er engu siður rúmenskt, en það kemur til af stöðugum landamæraþrýstingi gegnúm rás timans, af hálfu Júgóslaviu á kostnað Rúmeniu. Khet Florika, Taran Stálutza og Maria Balan. Þetta cru þrjár af þeim fimm konum, sem nú eru heims- frægar fyrir málverk sin. ósviknir, lifandi töfrar cinkcnna málverkin. Svo er og mcft þetta, sem Maria Balan liefur gert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.