Tíminn - 30.09.1973, Blaðsíða 19
Sunnudagur 30. september 1973
TÍMINN
19
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón He^gason, Tómas Karlsson,
Augiýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuöi innan lands,
I iausasölu 22 kr. eintakiö.
Blaöaprent h.f
> ■ i —. ..................
Fullt tillit
Af hálfu Morgunblaðsins, sem telur sig aðal-
málgagn Sjálfstæðisflokksins, er nú lagt á það
höfuðkapp að rægja saman sjórnarflokkana og
einstaka ráðherra þeirra. Alveg sérstaklega
leggur blaðið þó stund á þann áróður, að ráð-
herrar Framsóknarflokksins séu of undanláts-
samir við ráðherra Alþýðubandalagsins.
í tilefni af þessum áróðri Morgunblaðsins, er
ekki úr vegi að rifja upp eftirfarandi ummæli
úr siðustu áramótagrein formanns Fram-
sóknarflokksins, Ólafs Jóhannessonar for-
sætisráðherra, þar sem hann ræddi um Fram-
sóknarflokkinn og stjórnarstarfið:
„Þegar litið er yfir sögu Framsóknarflokks-
ins frá þvi að hann var stofnaður á Alþingi árið
1916 og skoðuð þau spor, sem hann hefur
markað i islenzku þjóðlifi, þá getur engum
dulizt, hvern þátt Framsóknarflokkurinn hefur
átt i framfaraþróuninni á Islandi.
Þaðhefur orðið gerbreyting á lifskjörum
. íslendinga siðustu 50 árin. Um það leyti, sem
Framsóknarflokkurinn var stofnaður, var
tekju-, eigna- og gæðaskiptingin i landinu mjög
misjöfn og óréttlát. Fyrir tilstilli Framsóknar-
flokksins og pólitiskra bandamanna hans,
ásamt þeim félagshreyfingum, sem næst
honum hafa staðið, svo sem bændasam-
tökunum og samvinnusamtökunum, hefur
mikil framsókn átt sér stað á öllum sviðum
þjóðlifsins. Gildir þetta ekki aðeins um hin ein-
földustu efnahagslegu gæði svo sem launa-
tekjur, fæði, klæði og húsnæði, heldur lika á
sviði menningarmála og félagsmála, svo sem
um aðgang að menntun, tryggðum hvildartima
og orlofi, öryggi i veikindum og fleira af þvi
tagi. í þessu öllu á auðvitað verkalýðs-
hreyfingin einnig sinn stórkostlega og ómælda
þátt, þó að hún hafi verið tengdari öðrum
flokkum...
Þó að Framsóknarflokkurinn sé i stjórn-
málasamvinnu við aðra flokka, má ekkert lát
verða á að vinna að eflingu hans. Ég held að
sjaldan hafi rikt meiri eining i Framsóknar-
flokknum en einmitt nú. Stefnum þvi fram og
öll sem eitt.
Hinu skulum við ekki gleyma, að við verðum
að sýna samstarfsflokkunum fulla sanngirni og
taka til þeirra fullt tillit. Og i þvi efni vil ég
segja, að sérstök skylda hvili á Framsóknar-
flokknum sem stærsta flokknum og þess, sem
hefur forstöðu i stjórninni. Yfirgangur i sam-
starfi verður aldrei neinum til framdráttar,
þegar til lengdar lætur. Ég veit.að það er ein-
dreginn vilji i Framsóknarflokknum að standa
traustan vörð um stjónarsamstarfið. Eflum
þvi samheldni stjórnarflokkanna og eyðum
tortryggni”.
1 samræmi við þessa yfirlýsingu formanns
Framsóknarflokksins mun flokkurinn haga
vinnubrögðum. sinum. Hann mun nú sem
endranær taka fullt tillit til samstarfsmanna
sinna, þvi að það er undirstaða heilbrigðs sam-
starfs. Hann mun jafnhliða efla og treysta
starfsemi sina, enda er styrkur hans trygging
fyrir áframhaldandi vinstri stjórn, þar sem
forustan hvilir á herðum hans. Þessum vinnu-
brögðum mun Framsóknarffokkurinn fylgja,
hvað sem liður Marðprgreinum i Mbl.
ERLENT YFIRLIT
Verður Wang Hung-wen
eftirmaður AAaos?
Hann virðist njóta sérstaks trausts formannsins
m -«*
Wang Hung-wen
Þaö vakti sérstaka athygli i
sambandi við Kinaför Pompi-
dous Frakklandsforseta, að
maðurinn, sem kom til dyra
og bauð hann velkominn, þeg-
ar hann heimsótti Maó for-
mann á einkaheimili hans,
var Wang Hung-wen, sem ný-
lega var kjörinn einn af vara-
formönnum Kommúnista-
flokks Kina. Wang fylgdi
Pompidou til Maos og var sið-
an Viðstaddur viðræður
þeirra. Þetta þykir sýna, að
Wang njóti sérstakrar tilrúar
flokksformannsins og hefur
það styrkt þann orðróm, að
Wang sé nú næstur þvi að
verða aðalleiðtogi Kina, þeg-
ar þeir Mao og Chou En-lai
falla frá. Þess getur hins veg-
ar ekki verið langt að biða, þar
sem Maó er 79 ára og Chou 75
ára.
ÞAÐ ER ekki nema réttur
mánuður siðan, að Wang
skaut upp á himni kinverskra
stjórnmála sem liklegum eft-
irmanni þeirra Maós og Chous.
Þangað til hafði honum ekki
verið veitt sérstök athygli.
Þetta gerðist á 10. þingi kin-
verska kommúnistaflokks-
ins, sem var haldið siðustu
dagana í ágúst, en fréttir frá
þvi voru ekki birtar fyrr en I
byrjun september. Þá kom I
ljós, að kosnir höfðu verið
fimm varaformenn flokksins,
en áður hafði ekki verið kosinn
nema einn varaformaður, en
sannazt hafði á tvo hina sið-
ustu þeirra, að þeir hefðu báð-
ir reynt að steypa Maó úr stóli.
Maó mun þvi hafa talið sig
vera búinn að fá næga reynslu
af þvi, að ekki væri heppilegt
að hafa einn varaformann,
sem færi fljótlega að lita á sig
sem sjálfkjörinn eftirmann
leiðtogans. Varaformennirnir
voru þvi hafðir fimm, og eiga
þeir augljóslega að gæta hvers
annars. Þeir eru þó jafnan
taldir upp i sömu röð og þykir
það sýna, að þeir séu ekki al-
veg jafnir. Chou er jafnan tal-
inn fyrstur, en næstur honum
kemur Wang. Hinir þrir eru
gamlir flokksleiðtogar, sem
ekki þykja liklegir til að erfa
rikið, þegar Maó fellur frá.
Samkvæmt þessu er ályktað,
að Chou verði eftirmaður
Maós, ef hann fellur frá fljót-
lega, en Wang komi svo i
næstu röð. Af þessu er farið að
draga þær ályktanir, að Wang
sé nú þriðji valdamesti leið-
togi Kina.
í KÍNVERSKUM blöðum er
yfirleitt sagt litið frá leiðtog-
um flokksins, þó að þau birti
ræður þeirra öðru hverju.
Upplýsingar þær, sem vestræn
blöð hafa reynt að afla sér um
Wang, eru þvi bæði sundur-
leitar og ósamhljóða. Þannig
ber heimildum illa saman um
aldur hans. Hann er oft sagð-
ur 35 ára eða fertugur, en al-
gengast er þó að telja hann 37
ára. Hann er þannig lang-
yngstur helztu leiðtoga Kina,
en flestir þeirra eru komnir á
sjötugsaldur eða meira.
Heimildir eru einnig ósam-
hljóða um uppruna hans og
menntun. Oftast er hann tal-
inn kominn af verkamanna-
ættum og hafa hlotið tiltölu-
lega litla bóklega menntun.
Aðrar heimildir telja hann
vel menntaðan. Flestum
heimildum ber saman um, að
hann sé fæddur i Kirin-héraði,
sem er i norðaustur hluta
Kina, en hafi flutzt þaðan til
Shanghai. Þar byrjar fyrst að
segja frá honum sem verka-
manni i bómullarverksmiðju,
en einstaka heimildir segja,
að hann hafi verið pólitiskur
eftirlitsmaður i verksmiðj-
unni. Fyrst kemur hann að
ráði við sögu eftir að menning-
arbyltingin svonefnda hófst.
Sagan segir, að hann hafi i
fyrstu verið talinn endurbóta-
sinni og verið kærður a‘f rót-
tækustu mönnum flokksins
fyrir þá afstöðu sina, en fengið
syndakvittun á hærri stöðum
og siöar orðið einn vaskasti
baráttumaður menningar-
byltingarinnar. Nokkuð er
það, að það er alda hennar,
sem lyftir honum til forustu i
flokknum i Shanghai. Þegar
henni slotar, er hann orðinn
einn af þremur helztu leiðtog-
um flokksins i Shanghai, eða
næstur þeim Chang Chun-
chiao, sem hefur verið aðal-
leiðtogi flokksins i Shanghai,
og Yao Wen-yuan, sem oft
hefur verið nefndur, sem lik-
legasti eftirmaður Maós.
Hann var svo kosinn i mið-
stjórn Kommúnistaflsins á
flokksþinginu 1969. Síðan
hefur hann hækkað ótrúlega
fljótt i tign, þar sem hann er
nú ekki aðeins endurkosinn i
miðstjórnina, heldur einnig i
framkvæmdastjórnina og i
stjórn hennar, og þvi til við-
bótar kjörinn annar varafor-
maður flokksins. Það er algert
einsdæmi, að menn öðlist svo
skjótt hinn mesta frama i kin-
verska kommúnistaflokknum.
Sumir reyna að finna á
þessu skýringu, að Wang sé
aðeins leppur fyrir annan
hvorn þeirra Chang Chun-
chiao og Jao Wen-yuan, sem
stefndi að þvi, að hljóta sess
Maós, þegar þar að kemur.
Aðrir telja hins vegar, að
Wang hafi komizt fram úr
þeim sökum hæfileika sinna,
sem hafi vakið aðdáun Maós.
Vist er það, að Wang hefur
unnið sér mikið orð fyrir ein-
beitni og dugnað og skarpa
greind. Þá spillir útlitið ekki
fyrir honum, en hann er hár
vexti, velvaxinn og friður sýn-
um, og er sagður hafa við-
felldna og virðulega fram-
komu. Ef sögusagnir um hann
eru réttar, hefur hann flesta
þá eiginleika, sem foringja
þykja prýða.
EKKI eru fréttaskýrendur á
einu máli um, hvort Wang er
að finna i hinum róttækari
armi flokksins, sem hefur ver-
ið talinn undir forustu Chiang
Chings, konu Maós, eða i hin-
um hófsamari armi flokksins,
sem hefur verið undir leiðsögu
Chou En-lais. í þessu sam-
bandi má þó ef til vill draga
nokkra ályktun af þvi, að
flokksdeildin i Shanghai hefur
yfirleitt verið talin mjög rót-
tæk. Þá vekja ýmsir, sem
þykja mestir sérfræðingar um
málefni Kina, athygli á þvl, að
dulbúinn skoðanamunur hafi
komiðfram i ræðum, sem þeir
Chou og Wang fluttu á 10.
flokksþinginu, en þeir fluttu
aðalræðurnar þar og einu ræð-
urnar, sem hafa verið birtar.
Chou ræddi um stjórnmál yfir-
leitt, innlend og útlend, en
Wang ræddi um lög og skipu-
lagsmál flokksins. Wang lagði
áherzlu á þörfina fyrir stöðug-
ar menningarbyltingar, en
Chou varaði við of miklum
breytingum með stuttu milli-
bili, þá lét Chou i það skina, að
Kina stafaði enn meiri árásar-
hætta frá Sovétrlkjunum en
Bandarikjunum, en ummæli,
sem Wang lét falla, mátti
túlka þannig, að hann legði
árásarhættuna frá þessum
tveimur stórveldum aö jöfnu.
Mjög hafa vestrænir
fjölmiðlar reynt að afla
upplýsinga um einkalif
Wangs, en gengið það illa. Þó
virðast þeir telja það fullvist,
aö hann sé piparsveinn.
Þ.Þ.
Þ.Þ.