Tíminn - 30.09.1973, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Sunnudagur 30. september 1973
„lléldum lengi vel, aft þetta væri bara gabb’
siman n„".
....Kn svo kom blaðiö, — og hamingjuóskum rigndi um
„Brúðhjón ógústsmánaðar":
„Á Ólafsfirði?"
„Hvergi betra!"
— Ég varö oft var viö þaö, er ég
var hér fyrir sunnan, að fólk vissi
alls ekki fyrir víst, livar ólafs-
fjörður er. Ef til vill rugluöu
menn ólafsvík á Snæfellsnesi og
Ólafsfiröi fyrir noröan saman.
...Atvinnuástand hefur veriö
mjög gott á Ólafsfiröi á þessu ári.
Ilúsnæðisskortur er mikill, en þó
um ieiö gróska i byggingariönaöi.
...Mjög mikiö er um, aö unga
fólkiö dveljist hér áfram, og fólk
flyzt lika nokkuð hingað.
l>etta eru brot úr ummælum
„Brúöhjóna mánaöarins” —
„Brúöhjóna ágústmánaðar”, cn
viötaliö við þau var tekið snemma
i vikunni, er þau komu i bæinn til
aö taka á móti vinningnum.
BKÚÐHJÓN mánaöarins, „brúö-
hjón ágústmánaðar”, eru, eins og
grcint var frá I blaðinu fyrir
helgi, þau Gunnlaugur Magnús-
son og Asta Siguröardóttir, sem
búsctteruá Ólafsfirði. Þau gcngu
i þaö heilaga 10. júni i sumar, en
ekki varð af myndatöku fyrr en
nokkrum vikum siöar og þá á
Akureyri, þar sem engin ljós-
myndastofa er á Ólafsfiröi.
Vigslan fór fram i kirkjunni að
Hjarðarholti i Dölum „Við getum
sagt, að við höfum farið þarna
meðalveginn”, sagði Gunnlaugur
og brosti, en hann er fæddur og
uppalinn i Ólafsfirði, — Asta 4
Patreksfirði.
„Vissi lengi vel
ekki af Gunnlaugi"
Foreldrar Astu heita Sigurður
Jónasson, starfsmaður á
Reykjavikurflugvelli, og Hildur
Bjarnadóttir. Þau hjónin fluttust
til Reykjavikur frá Patreksfirði
siðastliðið vor. Foreldrar Gunn-
laugseru Magnús Stefánsson raf-
verktaki og Helga Eðvarösdóttir,
búsett á Ólafsfirði.
Gunnlaugur er 21 árs að aldri.
Hann er gagnfræðingur að mennt,
en var auk þess á námskeiði i
Verzlunarskóla Islands einn vet-
ur. Hann gegnir tveim störfum
norður á Ólafsfirði, — hálfu starfi
á skrifstofu bæjarins — og
iþróttafulltrúi Ólafsfjarðarbæjar,
en það starf er einkum i gangi á
veturna i tengslum við skólana.
Er þá m.a. starfrækt „opið hús”.
Eins og fyrr sagði er Asta fædd
og uppalin á Patreksfirði. Samt
var henni ólafsfjörður snemma
kunnur, þar sem hún dvaldist þar
flest sumur i æsku hjá frænku
sinni. Þá var hún þar einn vetur, i
fjórða bekk gagnfræðaskólans, en
fimmtabekkjarnám stundaði hún
við Lindargötuskólann i Reykja-
vik. Ungu hjónin hafa þvi bæði
nasasjón af höfuðborginni.
— Ég vissi ekki, að Gunnlaugur
væri til, þessi sumur min á Ólafs-
firði, segir Asta, er við spyrjum
hana af gömlum sið um fyrstu
„Mikið skrambi hlýtur annars aö vera gaman og gott að sofa i þessu rúmi”, — gæti maöur lesiö út úr
svip þeirra félaga. En Asta virðist bara feimin og annars hugar. Hvað um það: Gunniaugur hefur
hugsað sér aö smiöa hjónarúmið sjálfur.
Tviburarnir, Jóna Kristin, til vinstri, og Anna Kristin, þær áttu eins árs
al'mæli i gær, 29. september.
(Timamyndir: Ilóbert Agústsson)
kynnin. — Við kynntumst fyrst
vorið 1971, þegar ég lauk fjórða
bekkjarprófi á Ólafsfirði, en þann
sama vetur var Gunnlaugur við
nám i Reykjavik.
— Já, ætli við höfum ekki
kynnzt á balli, er það algengast,
segja þau hlæjandi. — Svo slóg-
umst við og rifumst fram að jól-
um 1971, þegar við opinberuðum.
//Tvíburar?"
/,Það er þó ómögulegt"
Asta fæddi tvibura 29.
september i fyrra, þá átján ára.
Geri aðrar betur! Þetta eru ein-
eggja tviburar, stúlkur. — Jú,
þær voru anzi likar fyrst i stað, að
manni fannst, en nú finnst mér
bara ættarmótið þeim sameigin-
legt. Ef til vill kemur þar að ein-
hverju leyti til, hve stærðarmun-
urinn er mikill. Telpurnar heita
Anna Kristin og Jóna Kristin. —
Mig minnir, að það hafi verið
gamall siður, að siðara nafn tvi-
bura væri það sama.
Svo skemmtilega vill til, að
þessi greinarstúfurbirtist einmitt
á prenti á eins árs afmæli tvi-
buranna.
— Það hvarflaði ekki að nein-
um, að Asta gengi með tvibura,
segir Gunnlaugur. — Sizt okkur
sjálf. — Ljósmóðirin var þó að
furða sig á þvi, hve þetta blessaða
barn virtist hafa marga anga,
bætir Asta hlæjandi. En svo kom
á daginn, að angarnir voru ekki
fleiri, en eðlilegt var.
Við spyrjum þau, hvort þeim
þætti það miður, að hafa eignazt
tvibura, ekki sizt svona snemma
á „framleiðslubrautinni”. —
Þegar orðið er, er ekki hægt að
láta sér þykja miður, segja þau.
— Hinu er ekki að neita, að það
hefði eflaust verið þægilegra fyrir
okkur að eiga bara eitt barn,
meðan maður er að koma undir
sig fótunum.
Hvað um fjölskyldustærð? —
Tvö börn er hæfilegt. En þegar
maður á tvibura, er freistandi að
bæta einu við. — En það verður
ekki neitt þriðja barn hjá okkur
fyrr en eftir svona 4-5 ár, — eða
það er alla vega ósk okkar.
Héldu þetta gabb
Hamingjuóskum rignir
— Það var hringt i mig frá ykk-
ur um hádegið á fimmtudag, 20.
september, og mér tjáð, að við
hefðum verið dregin út sem
„brúðhjón mánaðarins”. Ég trúði
þessu hreinlega alls ekki. Hélt
þetta væri bara gabb. Það var
ekki fyrr en daginn eftir, þegar
viö sáum blaðið með frásögn af
þessu og mynd af okkur, að ég
hlaut að láta mér segjast, segir
Asta.
— Og þá tók mig góða stund að
sannfæra Gunnlaug. Og frá þess-
um morgni hefur ekki linnt hring-
ingunum, þar sem fólk er að óska
okkur til hamingju. Og það sama
tók við, þegar við komum hingað
suður, en við eigum hér fjölda
ættingja og vina.
— Sjálf vorum við auðvitað i
Deildarstjórinn i húsgagna- og heimilistækjadeiid Vörumarkaðsins,
Kristján ólafsson, bauð hjónunum að skilnaöi að velja sér vasa sem
gjöf frá fyrirtækinu. Asta valdi þennan, sem er úr þýzkum kristal, blár
að lit.