Tíminn - 30.09.1973, Blaðsíða 9
Sunnudagur 30. september 1973
TÍMINN
9
jr / ',,i|
, w
lii, / ..iill
Ú
Frá herradeildinni, Ráðhústorgi 3.
enga stráka i Reykjavik, en ég
eignaðist fljótt vini i iþróttunum.
Framhaldsnám
i Sviþ.ióð
— Aftur norður
til Akureyrar
Ég hélt áfram að vinna hjá
Braga Brynjólfssyni, eftir að ég
lauk námi. Árið 1947 kvæntist ég
konu minni, Huldu Jónatansdótt-
ur frá Akureyri. Hulda var dóttir
Guðnýjar Jósepsdóttur og Jóna-
tans M. Jónatanssonar skósmiða-
meistara, er þá voru kunnir
borgarar á Akureyri. Guðný var
systir Jóhannesar á Borg. Ég
sigldi til framhaldsnáms i Sviþjóð
og var hálft ár við Stokkhólms til-
skaarere academy, sem er fræg-
ur klæðskeraskóli. bar lærði
maður snið, teikningu og hönnun
á fatnaði, sem reyndist siðar
ómissandi kunnátta. Heldur voru
fjármunir af skornum skammti.
Ég hafði sparað og fengið lán að
nokkru leyti til fararinnar, en
mjög erfitt var að fá gjaldeyri á
þeim árum. Maður keytpi sér
jarðarber fyrir 25 aura á morgn-
ana, og svo varð það að duga
manni til kvölds. Þetta var ágætt
og vöxturinn eftir þvi.
Til starfa á Akureyri
á ný; sjálfstæður rekstur
Árið 1950 flutti ég norður aftur.
Mér bauðst vellaunuð staða sem
forstöðumaður fyrir saumastofu
Kaupfélags Verkamanna á Akur-
eyri. Fékk ég 3000 krónur á mán-
uði i kaup. Kaupfélagið hafði rek-
ið myndarlega saumastofu frá
árinu 1942 og mikið var að gera.
Við saumuðum herraföt með
hefðbundnum hætti. Ég kom
norður 13. október 1949 og fékk
strax kauphækkun um áramótin.
Þarna voru starfandi 6-10 stúlk-
ur. Við saumuðum jakkaföt og
skreðarsaumaða vetrarfrakka,
einnig mikið af kjólfötum og
smokingfötum, þótt undarlegt
megi virðast að kaupfélag verka-
manna hafi ekki undan við gerð
slikra fata, en þetta var nú Akur-
eyri, og velmegunin var farin að
segja til sin.
Það kom að þvi, að ég vildi
hefja sjálfstæðan rekstur. Samt
varð nú á þvi nokkur bið, en ég
keypti samt helminginn af
saumastofunni eftir að hafa rekið
hana i 3 ár fyrir kaupfélagið. Sið-
an eignaðist ég hana alla, og er
þvi með nokkrum rétti hægt að
segja, að rekstur hefjist hjá mér
hérna fyrir norðan árið 1950, þvi i
raun og veru er það alltaf sama
fyrirtækið sem er að þróast.
Fatagerð i
alþjóðlegum stil
Fatagerðin hefur tekið miklum
framförum á Islandi. Að visu lita
allir klæðskerar niður á „hrað-
saumuð” föt, eða gerðu. En hvað
sem þvi líður, þá hefur vél-
væðingin leyst handiðnaðinn af
hólmi. Ég held.að ég sé eini aðil-
inn, sem saumar eftir máli á
Akureyri. Ég geri það siður en
svo af fúsum og frjálsum vilja.
Þetta er miklu frekar skyldu-
rækni við gamla og góða kúnna,
sem bókstaflega taka ekki annað i
mál. Búðirnar eru fullar af inn-
lendum og erlendum karlmanna-
fötum af beztu gerð, sem fram-
leidd hafa verið i nýtizku klæða-
gerðum. Fatnaðurinn er i alþjóð-
legum stil. Það er sama tizka á
íslandi og I öðrum löndum, alveg
á sama hátt og alþjóðlegur still,
eða London, réð öllu á Akureyri i
fatnaði fyrir fimmtiu árum. Und-
ir þetta verða menn að játast,
hvort sem þeim likar það betur
eða verr. Nú er enginn að læra til
klæðskera á Akureyri, og ég veit
ekki hvort það eru bara nokkrir
nemendur i þessu hér á landi yfir
höfuð. Fatagerðin er komin i
hendurnar á teknikerum og
iðnaðarsérfræðingum.
Vélvæðing i
fataiðnaði
Fyrstu afskipti min af vél-
væðingu i fatnaði voru þau, að við
Magnús bróðir minn, sem einnig
er klæðskeri, keyptum vinnufata-
gerðina BURKNA i Reykjavik, af
Rolf Johansen stórkaupmanni.
Fluttum við BURKNA norður til
Akureyrar og höfum rekið hann
þar siðan og nú undir firmanafn-
inu Jón M. Jónsson hf.
40.000 buxur ár ári
— Sauma ekki færri
en þúsund
Við byrjuðum með Burkna i
húsnæði við Glerárgötu, en árið
1946 fluttum við starfsemina i
Gránufélagsgötu 4,1 húseign, sem
við höfðum þá fest kaup á. Þarna
framleiðum við kannski 30.000-
40.000 buxur yfir árið, vinnubux-
ur, unglingabuxur og krakka-
gallabuxur og ótalmargt annað.
Við saumum helzt ekki minna en
1000 buxur i einu. Annað borgar
sig ekki, og við seljum vinnufatn-
að i samvinnu við Vinnufatagerð
fslands. Þetta var athyglisverð
nýjung. Við tókum upp samstarf
við Vinnufatagerðina i ársbyrjun
1972, að undirlagi Sveins Valfells,
sem er mjög framsýnn iðnrek-
andi. Þetta skapar aukna hag-
ræðingu. I stað þess að vera að
framleiða sömu vöruna i tveim
verksmiðjum, þá skiptum við
með okkur verkefnum, og Vinnu-
fatagerðin sér svo um alla sölu.
Þetta hefur i för með sér mikla
hagræðingu fyrir báða aðila, og
þetta var einmitt sú leið, er
norskir sérfræðingar, sem rann-
sökuðu fataiðnaðinn, lögðu til að
farin yrði hér á landi og rutt hafði
sér til rúms erlendis, sumsé sam-
vinna fyrirtækja um framleiðslu
og sölu. Samkeppnin heldur hins
vegar áfram við aðrar rekstrar-
heildir og erlenda aðila.
Ný tækni — fötin limd
i vélum — hagræðin
Siðan árið 1969 höfum við svo
rekið fatagerð, eða klæðaverk-
smiðju, sem framleiðir herraföt
og sportfatnað og allt sem til fell-
ur, herraskyrtur og ótalmarg
fleira. Markmiðið er fyrst og
fremst það, að sauma fleiri flikur
með nútima vinnuaðferðum og
fyrir lægri kostnað. Þarna er
saumað i margvislegum vélum,
sem afkasta miklu. Oll millifóður
eru nú límd i jakka i sérstökum
pressum, en ekki þrædd upp, og
limið gefur sig ekki. Innlegg i föt
hefurlika breytzt, og tæknin grip-
ur sifellt yfir ný og ný svið, sem
tryggir meiri framleiðsluhraða
og vörugæði. Fataframleiðendur
hafa varið stórfé i allskonar sér-
fræði og hagræðingu, en samt
hefur ekki tekizt að ná sambæri-
legum afköstum og erlendis. Við
stöndum nú i samningum við
verkalýðsfélögin, viðkvæmum
samningum vildi ég segja. beir
eru svo forsenda fyrir nýrri sókn,
sem á að tryggja meiri fram-
leiðslu, hærri laun og betri fram-
leiðslu. Það væri ósanngjarnt að
kenna vandamál fataiðnaðarins
einhverjum einum aðila, en, i
harðri samkeppni við innflutning
frá háþróuðum iðnaði erlendra
stórþjóða verðum við að vera vel
á verði, ef við ætlum að tryggja
samkeppnisaðstöðuna.
Verzlun með fatnað —
JMJ fataverzlun á
Akureyri — Tilviljun?
JMJ fyrirtækið rekur nú tvær
herrafataverzlanir á Akureyri.
Aðra á Gránufélagsgötu 4, en
hina við Ráðhústorg 3. Þessi
verzlun byrjaði eiginlega hjá mér
fyrir tilviljun.
Saumastofa Kaupfélagsins var
til húsa I húsi kaupfélagsins að
Strandgötu 7. Fáum árum siðar
tók ég mig til og flutti starfsem-
ina I hús, sem konan min átti að
Glerárgötu 6, en þar hafði verið
heimili foreldra hennar. betta
var „útúr” þá, en mig langaði til
að fá rýmra húsnæði fyrir sauma-
stofuna og betri starfsaðstöðu.
Smám saman, og áður en maður
eiginlega vissi, hafði afgreiðsla
saumastofunnar breytzt i herra-
búð. Þetta er upphafið að herra-
deild JMJ. Þarna var fyrirtækið
rekið til ársins 1969, er við fluttum
alla starfsemina i Gránufélags-
götu 4, þar sem við höfum nú
herrafataverzlun og saumastofur
á' þrem þrjúhundruð fermetra
hæðum.
Selja föt um allt
land — og á fiskimiðin
1 herrafatabúðunum seljum við
allar fatnaðarvörur og tilheyr-
andi fyrir herra. Þar eru okkar
föt og erlendur fatnaður i miklu
úrvali. Auk þess seljum við föt út
um allt land, og ég held.að vörur
frá okkur séu til sölu i svo til öll-
um búðum landinu, sem á annað
borð selja fatnað. Það kemur
meira að segja fyrir, að við af-
greiðum föt út á fiskimiðin. Sjó-
menn hringja til okkar og biðja
okkur að senda föt á tilteknar
hafnir, þar sem skipið ráðgerir að
koma. Við sendum föt þannig til
ótrúlegustu staða i póstkröfu.
Heildarlaunagreiðsla
18 milljónir á ári
— Veltan 51 milljón
króna.
Hjá okkur vinna að staðaldri 50-
60 manns. Verksmiðjustjóri er
Magnús Jónsson bróðir minn og
meðeigandi, en verzlunarstjóri
við Ráðhústorg er Siguróli
Sigurðsson, sem verið hefur hér i
áratug, og I verzluninni i Gránu-
félagsgötu er Ragnar Sverrisson.
Margt af starfsfólkinu hefur unn-
ið hjá okkur i mjög langan tima
og hefur sýnt mikla tryggð við
fyrirtækið, sumar vélarnar eru
frá fyrstu árunum i Strandgöt-
unni, og sumar notum við litils-
háttar enn þann dag i dag.
Heildarlaunagreiðslur JMJ nema
um 18 milljónum króna, og
heildarvelta fyrirtækjanna er um
51 milljón króna.
*
Að lokum spyrjum við Jón M.
Jónsson um það, hvort hann sé
ánægður með þróun fataiðnaðar-
ins og hvort hugsanlegt sé, að
handiðnin megi aftur hljóta sess
hjá þjóðinni. Og eftir nokkra um-
hugsun, svarar hann á þessa leið:
Handsaumuð föt koma
ekki aftur — en munur-
inn er minni en
flestir halda
— Ég geri ekki ráð fyrir, að
menn eigi eftir að setjast upp á
borð og sauma herraföt i höndun-
um. Samt er ég ekki viss um, að
þetta hafi breytzt eins mikið og
menn halda. Manneskjan ræður
enn mestu. Það verður að taka
ákvarðanir um fataefni. Við not-
um aldrei meira en einn stranga
af hverju efni. Annars væri hættta
á að allir væru eins klæddir á
sama tima. Við veljum snið, og
það gerum við af meiri kostgæni
en maður skyldi álita. Sniðakerf-
in eru orðin svo fullkomin, að all-
ir, eða svo til allirteiga að geta
fengið föt af réttri stærð og við sitt
hæfi. Þetta getur manneskjan að-
eins sjálf framkvæmt, en ekki
vélarnar. bannig er fagmaðurinn
á bak við gerð hverra fata, og
ekki siður en þegar fáir útvaldir
gengu i skreðarasaumuðum föt-
um. Falleg föt áttu aðeins heldri
menn hér fyrr á öldum, og þeir
voru einir um að ganga i skarlats-
klæðum. Almúginn var með öðru
sniði og nöturlegra. Nú eiga allir
að geta gengið i fögrum klæðum
og við sitt hæfi, og auðvita er það
dýrmætara en nokkuð annað, og
þvi er mér það ánægjuefni að geta
lagt þvi máli lið, segir Jón M.
Jónsson að lokum.
Jónas Guðmundsson