Tíminn - 30.09.1973, Blaðsíða 21

Tíminn - 30.09.1973, Blaðsíða 21
20 TÍMINN Sunnudagur 30. september 1973 % 'S ‘ STAFNSRETT ■ . .... ■ ■•••.•••. .> • ••. ■ ■ ■■ ■ : 'i %1 l l>eir hafa komið alla leið utan af Skagaströnd, faðir og sonur, og nú standa þeir hér og liorfa á, þegar safnið rennur yfir Svartá. EINHVEKJAR mestu og rómuö- ustu réttir landsins eru i Stafni i Svartárdal, og er til Stafnsréttar smalað bæði stóöi og fé. Leitar- svæðið er allt hálendiö og heiðarnar austan Blöndu til móts við leitir Skagfirðinga, er reka til réttar að Mælifelli. Allt svæðið milli Blöndu og Héraösvatna er sem kunnugt er innan sama girðingarhólfs, og má fé þar þvi ganga saman. Talsvert af fé úr Skagafirði er lika flutt til upprekstrar á bilum vestur i Svartárdal og þaðan upp á Eyvindarstaðaheiði suður að Galtará og jafnvel allt að Ströngukvisl eftir þvi sem færi og gróðurfari er háttað. Til Stafns- réttar kemur svo til allt fé bænda i Svartárdal og Blöndudal auk þess sem Skagfirðingar eiga þar jafnan afarmargt fé, einkum Lýtingar, sem eru næstu nágrannar að austan. Reka þeir fé sitt úr réttinni yfir svonefnt Kiðaskarð til Skagafjarðar. Stóðréttin er á miðvikudegi, en fjárréttin á fimmtudegi, að þessu sinni 19. og 20. september. Al- gengt mun, að fimmtán þúsund fjár sé í Stafnsrétt, og þangað drifur einnig að afarmargt fólk. Gleðskapur, sem um hönd er hafður, er einkum bundinn miðvikudeginum, enda annriki mikið siðari daginn við sundur- drátt á fénu, auk þess sem sumir eiga fyrir höndum langa leið, einkum Skagfirðingar. Fjallkóngur á Eyvindarstaða- heiði er nú Sigurður Guömunds- son á Fossum, fremsta bæ i Svartárdal, en áður faðir hans, Guömundur Guðmundsson, sem varð áttræður siðast liöið sumar. Hélt hann þá að kvöldlagi upp á afmæli sitt með grönnum sinum og góðvinum úr mörgum göngum frammi á heiði við Galtará, þar sem minningarnar eiga máttugt mál i öræfakyrrðinni. Að þessu sinni kom mjög margt fé til Stafnsréttar, og er til marks um það, að safnið var hálfa aðra klukkustund að renna niður Lækjahlið og yfir Svartá niður á eyrina, þar sem réttin er. Gizkað var á, að þarna hefðu verið um fimmtán þúsund fjár, og ætlaði Guðmundur á Fossum það ekki fjarri lagi, er hann kom einna fyrstur manna til réttar á fimmtudagsmorguninn, svo sem hans hefur jafnan verið vandi, og sá, að gerðið var nær þétt skipað fé. Sundurdráttur hófst jafnskjótt og markljóst var orðið, og svo greitt gekk hann, þótt margt væri féð, að Skagfirðingar komust úr réttinni með rekstur sinn svo snemma, að þeir töldu liklegt, að þeir hefðu birtu langleiðina yfir Kiðaskarð, sem þeim er eðlilega jafnan mikið kappsmál. Enn var bjartur dagur er allt var á brott horfið, menn og fé, bilar og hestar, söngurinn hljóönaður og hvergi nokkur sái undir réttarvegg eða úti um grundir og höll. Tveir gleðidagar voru farnir hjá með vinafundum sinum, ástarævintýrum og gleði yfir endurheimtum búfénaði og hvers konar upprifjunum frá fyrri árum. Eftir stóð auð réttin á grundinni með sýnileg merki þess, hversu margir fætur höfðu stigið þar til jarðar siðustu dægr- in. Og Guðmundur á Fossum kominn heim til sin með árin sin áttatiu á bakinu, einum réttar- degi auðugri en áður. Eins og nærri má geta, er það margt, sem til hefur borið i Stafnsrétt á liðnum árum og öld- um, og af ýmsu tagi. Sumt er i minnum haft, en hitt miklu fleira, sem fyrnzt hefur yfir. Til uppbót- ar þvi, hversu fátækleg þau orð eru, er hér fylgja hinum ágætu myndum Sigursteins Guðmunds- sonar héraðslæknis, tökum við okkur það bessaleyfi að birta eina kimilega frásögn, sem tengd er Stafnsrétt, sótt til fyrri aldar, er bragur var nokkur annar en nú gerist. Hana ritaði Jónas Illuga- son og nefndi Réttarslag. Hún er á þessa leið: „Árni er maður nefndur Arna- son. Hann átti sér kenningarnafn, var kallaður gersemi. Hann var lausingi og mjög kenndur við drykk. Eitt haust fékk hann hest og reiðtygi að láni og rfður til Stafnsréttar. Hafði hann nauts- sin i hendi og ekki annað vopna. Reið hann sem leið liggur fram Svartárdal að Stafni. Þetta var kvöldið fyrir réttina. Var á þeim árum fjölmenni mikið við réttina og komu flestir kvöldið áður. Varð oft mannmargt heima i Stafni um nóttina. Hús voru þar ekki stór, önnur en eldhúsið. Það var mikið að lengd og breidd en ekki hátt. Ei var það þiljað, en veggir voru þurrir og harðir af sóti. Hlóðir miklar voru fyrir öðr- um gafli hússins, mátti hafa þar þrjá elda i senn. Þó hús þetta væri ekki meir við skraut en sagt er, var það aðaldrykkjustofa um réttir. Sátu menn meðfram veggjum á kláfum og kirnum, en húsfreyja var i öndvegi og hitaði kaffi og munngát handa gestum. Sátu þá heldri menn úr Húna- vatnssýslu og Skagafirði hið næsta henni, á hlóðarsteinum og i öörum virðingarsætum. Var þar oft glaumur mikill og hornaskvol. Nú er að segja frá Arna, að hann kemur siðla um kvöldið til Stafns. Sleppti hann hesti sinum á túnið en reisti sinina upp við bæjarþil, þvi að enginn mátti með vopnum ganga til eldhúss. Dvald- ist honum lengi inni og kneyfði mörg horn. Var nokkuö liðið á nótt, er hann sneri til dyra. Þreif- aði hann fyrir sér eftir vopni sinu, er út kom, þvi að myrkur var og hann orðinn voteygur. Finnur hann ekki það, er hann leitaði. Spurði hann menn, er þar voru, hver mundi svo djarfur að taka vopn sin. Gat einhver þess, að hundur lægi þar i varpanum og nagaði eitthvað. Snarast Árni þangað. Lá þá seppi með sinina og hafði þegar stýft hana allt að miðju. Gripur Arni heftisins og bregður stúfnum og lýstur hund- inum mikið högg. Kvað seppi hátt við. Var eigandi hans þar ekki all- fjarri, brást hann reiður .við og býst til að hefna áverkans og snýr Allir dilkar eru fullir af fé. Það er tekiö i margt kindarhornið i Stafnsrétt. Hrossin leggja kollhúfur - þeim þykir liklega þröngt um sig eftir sumarfrelsið á heiðunum. Sunnudagur 30. september 1973 TIMINN 21 1 Ungir og rosknir svipast um eftir kindunum sinum. Þorleifur Jóhannesson frá Hvamini. Guðinundur Tryggvason i Finnstungu og fleiri aö kljásl við trippin. Ljósmyndir: Sigursteinn Guðmundsson héraðslæknir Itéltarhóndinn, Sigvaldi Halldórsson i Stafni, hefur fundið flekkott lamb, sem hann á. Grimur Gislason frá Saurbæ skálar við tengdason sinn, Sigurjón Stefánsson frá Steiná i Svartárdal. Þeir eiga lika ferhyrnt, Hún- vetningarnir, og sumum finnst það skemmtileg tilbreytni, ef slík kind er i hjörðinni. að Arna. Voru ýmsir vinir og drykkjubræður Arna þar nærri og hlupu til að veita honum. Skiptust menn þar i tvo flokka og sló i bar- daga. Gerðist nú hark mikið og vopnaburður og urðu brátt ákverkar með mönnum. Veitti hundingjum miður i fyrstu. Leit- uöu þeir sér þá vigis á fjóshaugn- um, þvi að hann var þar nærri. Létu þeir nú mykjuna ganga sem tiðast, en hinir börðu torfuskekl- um, er þeir rifu úr veggjum og á öðru sem til fannst, var nú orr- usta hin ákafasta og mátti ekki milli sjá hverjir sigra mundu. Bárust tiðindin til eldhússins, að fjölmenni berðist úti fyrir. Heitir húsfreyja á menn til fulltingis að stöðva bardagann og gekk hún fyrir út á vigvöllinn. Gekk hún þar á milli með menn sina. Urðu þeir skildir er börðust og varð griðum á komið. Gengu vinir beggja i milli að leita um sættir. Kom mönnum ásamt um að leggja málin I gjörð, voru valdir til þess hinir vitrustu menn.Sögðu þeir upp gjörðina þegar um nótt- ina. Skyldi jafnt, sinarátið og frumhlaupið, en húsfreyja kvaðst bæta frá sér Arna brennivins- staupi en hundinum grautar- sleikju, en öllum skyldi heimill bæjarlækurinn til afnota fyrir neðan bæ. Þótt húsfreyju vel far- ast og stórmannlega og hlaut hún virðing af málinu. Lauk þannig ófriði þeim hinum mikla er nafn- frægastur hefur oröið þar I sveit og lengi verið til vitnað”. Langt er siöan Arni gersemi var allur, og hinir helztu menn Svartdæla og Lýtinga sitja ekki lengur á hlóðarsteinum hjá hús- freyju i Stafni. Þaðan er af siður, að tangur eða tetur sé eftir af þeim nautssinum, sem menn höfðu i hendi, eða hundunum, sem þær áttu. Hver timi hefur sitt snið, en lifið flæðir áfram, til skiptis broslegt eða mikilfeng- legt, gleðilegt eða dapurlegt. Og svo vonum við að veröi um aldur og ævi, og eigi Stafnsrétt lengi eftir að eiga þar sitt ivaf. Skagfirðingar aö leggja af stað frá réttinni meö fé sitt. £*■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.