Tíminn - 30.09.1973, Blaðsíða 7
Sunnudagur 30. september 1973
tíminn
7
KOM TIL AKUREYRAR 1938, EFTIR AÐ ÓLAFSFIRÐING-
AR HÖFÐU MISST ALLA BÁTANA í STORMI.
FLUTTI í TORFBÆ, EN REKUR NÚ UMSVIFAMIKIÐ
IÐNFYRIRTÆKI OG VERZLUN MEÐ FATNAÐ.
TÍMINN RÆÐIR VIÐJÓN M. JÓNSSON, FORSTJÓRA JMJ
þá starfsemi og forstjóra hennai;
Jón M. Jónsson klæðskera-
meistaraað þessu sinni, en blaðið
átti við hann eftirfarandi viðtal
nú á dögunum. Jón M. Jónsson er
ef til vill gott dæmi um brautryðj-
endur I sinu fagi. Jón M Jónsson
er fæddur árið 1923 á Dalvik, en er
alinn upp á Ólafsfirði fram yfir
fermingu.
Talað við JMJ sjálfan —
Jón M. Jónsson
klæðskerameistara
— Ég ólst upp á ólafsfirði, þar
sem faðir minn var verkamaður.
Hann hét Jón Jónsson og var frá
Stærra-Arskógi á Arskógströnd.
Hann er nú látinn fyrir nokkrum
árum, en móðir min Sigurbjörg
Magnúsdóttir var frá ólafsfirði,
og hún lifir enn og vinnur meira
að segja ennþá hjá okkur.
Ég byrjaði snemma að hjálpa
til, eins og allir strákar i ólafs-
firði á þeim árum. Vann alla al-
genga vinnu, stokkaði upp linu,
saltaði fisk og reif upp fisk og
vann hvaðeina, sem þá var siður.
Þetta voru erfið ár. 1 rauninni
skilur maður ekki hvernig fólkið
komst af. A Ólafsfirði var aðeins
sumarvinna og höfðu flestir ein-
hvern smábúskap með, sér til
lifsframfæris. Ég veit ekki
hvernig þetta var annars staðar i
sjávarplássum, en vafalaust hef-
ur það verið eitthvað svipað.
Erfið lifskjör i
Ólafsfirði
Sem dæmi um kjörin má nefna,
að þegar ég var 10 ára skall á
óskaplegt norðanveður aðfarar-
nótt hvitasunnudags. Stóð það yf-
ir hátiðina. Ég man, að þegar ég
kom heim um kvöldið var blið-
skaparveður. Seinni part nætur
vakna ég við það, að pabbi var að
vekja okkur bræðurna, þvl að við
þurftum að fara út að láta inn fé,
sem búið var að sleppa. Brutumst
viö um að leita kindanna. Þetta
var hræðilegt óveður og allar
trillur i plássinu fóru upp i botn-
inn og sömuleiðis rak alla mótor-
bátana á land, nema tvo. Flestir
bátarnir urðu aldrei sjófærir á ný
og aðrir höfðu orðið fyrir miklum
skemmdum. Þetta var mikið
reiðaslag, þvi að með þessu var
sumarvinnan farin veg allrar
veraldar. Heimilisfeður, sem
treystu á sumarvinnu, urðu nú að
fara að heiman i kaupavinnu um
sumarið. Faðir minn fór til
Skagafjarðar og var þar um
sumarið. Konur þessara manna
sátu heima yfir börnum sinum i
allsleysi. Ég man,að þá strengdi
ég þess heit að verða útgerðar-
maður, þegar ég yrði stór, og þá
myndu allir fá vinnu. Nú út-
geröarmaður varð ég ekki, en
þessi barnshugsun hefur þó loðað
við mig, og ég hefi ávallt haft
áhuga á að veita fólki vinnu.
Atvinnutæki Ólafsfirðinga voru
ekki vátryggð, nema ég heyrði
siðar, að einn maður hefði fengið
1500 króna tryggingabætur fyrir
einhverja vél. Aðrir urðu sjálfir
að bera tjón sitt, og Ólafsfjörður
bar ekki sitt barr i mörg ár eftir
þetta, og á fermingardaginn.minn
árið 1938 fluttumst við inn til
Akureyrar, þar sem lifsvon átti
að vera meiri.
Fluttu i torfbæ á
Akureyri 1938
— Fjáreigandi
fram á siðustu ár
Viö fengum húsnæði i Glerár-
þorpi i gömlum torfbæ, sem hét
Lynghóll. Bærinn var þá klæddur
innan og með stafgólfi. Nokkur
grasnyt fylgdi kotinu, og hafði
faðir minn eina kú og fáeinar
kindur. Nú fóru i hönd tiltölulega
betri timar, þvi hann fékk starf á
póstbátnum MJOLNI, sem gekk á
sumrin til Ólafsfjarðar og Siglu-
fjarðar frá Akureyri. Auðvitað
var þetta aðeins yfir sumarið,
sem báturinn gekk, en á vetrum
var vinna stopul á Akureyri fyrir
verkamenn. Helzt var það upp-
skipun, þegar komu kolaskip eða
sementsskip, og svo þurfti að af-
greiða Eimskipafélagsskipin og
strandferðaskipin. Verkamenn-
irnir fóru eldsnemma á morgn-
ana, hvernig sem viðraði, i von
um starf, en oftast brást það þó
yfir vetrarmánuðina. Þá var ekki
nein útgerð stunduð frá Akureyri,
en sildveiðar á sumrum. Arið eft-
ir fluttum við svo inn til Akureyr-
ar úr Glerárþorpinu, sem var
hentugra. Ekki skar faðir minn
samt fé sitt, heldur hélt áfram að
eiga fáeinar kindur — og ég svo
með honum seinustu árin, og
hættum við ekki að dunda með fé,
fyrr en það fór að byggjast svo
mikið fyrir ofan bæinn, að þetta
var ekki hægt lengur. Attum við
þetta 50-60 kindur, og vildi ég ekki
hafa misst af þessum fjárbúskap
fyrir nokkurn mun. Faöir minn
hélt hinsvegar af á eyrarvinnu
Magnús Jónsson, klæðskerameistari og verksmiðjustjóri JMJ. Magnús
er bróðir jóns M. forstjóra. Það kemur i hans hlut aö reka hina af-
kastamiklu saumastofu, þar sem 50 manns vinna daglega aö fram-
leiðslu á fjölþættum fatnaði.
JMJ jr., sendiherra og aðstoðarforstjóri hjá fyrirtækinu á sumrin.
Ótsala hjá JMJ, en þær eru landsfrægar. Þar skipta föt og herravörur um eigendur fyrir milljónir króna
á örfáum dögum. Myndin er frá herradeildinni i Gránufélagsgötu 4, Akureyri.
Þúsund buxur. Hjá JMJ taka þeir ekki i mál að sniða minna en 1000 buxur i einu. 2000 buxur cr algeng-
ast. liér er verið aðundirbúa snið. Ef vel er að gáð, má sjá, að efnisbunkinn er um 20sentimetra þykkur.