Tíminn - 30.09.1973, Blaðsíða 27
Sunnudagur 30. september 1973
TÍMINN
27
Farið yfir lækinn til að
sækja vatn
— Nú hljóta framkvæmdir eins
og þær, sem þú hefur lýst, að
kosta fjármagn. Ráðið þið við
það?
— Félag okkar er fjölmennt, og
eldri Víkingar hafa sýnt félagi
sinu mikla tryggð. Með þátttöku
þeirra, svo og yngri félaga, mun
takast að skapa þessa aðstöðu.
En óneitanlega finnst manni þó
sem borgaryfirvöld fari yfir
lækinn til að sækja vatn með þvi
að verja mörgum milljónum
króna til uppbyggingar æskulýðs-
starfs annars staðar i hverfinu,
einvörðungu byggðu upp með
launuðu starfsfólki, i stað þess að
rétta okkur áhugamönnunum
hjálparhönd. Borgaryfirvöld
hefðu getað sparað sér stórfé
með því að leggja okkur lið i stað
þess að byggja upp aðstöðu
annars staðar, sem mun verða
mjög dýr i rekstri.
Nýjar deildir—skortur á
æfingatimum.
— Það hefur vakið töluverða at-
hygli, Jón Aðalsteinn, að þið hafið
nú á skömmum tima stofnað
þrjár nýjar iþróttadeildir. Eru
ekki erfiðleikar á að útvega
æfingatima fyrir þessar nýju
deildir?
— Það virðist alltaf vera hörg-
ull á æfingatimum i þrótta-
húsum borgarinnar. Mér sýnist
þó að okkar mál muni leysast
farsællega. Við þurfum engar
áhyggjur að hafa af borðtennis-
deildinni, þvi að hún fær aðstöðu i
félagsheimilinu, en hinar deild-
irnar tvær, badminton- og blak-
deild, fá tima i iþróttasölum skól-
anna. Það hjálpar einnig upp á
sakirnar, að knattspyrnudeildin
mun eftirláta nokkra tima, þar
sem eldri knattspyrnumenn
félagsins munu æfa meira utan-
húss en áður, þegar bað — og bún-
ingsaðstaðan i félagsheimilinu
verður tilbúin. Raunar tel ég það
eðlilegt, að knattspyrnumenn
elztu flokkanna æfi eingöngu
utanhúss, þar þeir leggja ekki
eins mikla áherzlu á „tekniskar”
æfingar, sem yngri flokkarnir
gera aftur á móti og þurfa að-
stöðu til þess innanhúss.
ÍBR úthluti æfingatim-
unum
En i sambandi við æfinga-
timana I skólahúsum borgarinnar
er eftirtektarvert, að á sama tima
og öll iþróttafélögin i Reykjavik
bera sig illa undan skorti á
æfingatimum, skuli það við-
gangast, að einkaaðilar skuli ein-
oka suma iþróttasalina mörg
kvöld i viku. Sömuleiðis hef ég
öruggar heimildir fyrir þvi, að
utanbæjarfélög hafi nokkra tima
á viku i einu iþróttahúsanna.
Þetta er erfitt að liða, og mér
finnst einsýnt, að tBR, sem á að
hafa milligöngu með leigu á
öllum lausum timum i Iþrótta-
húsum borgarinnar, utan þeirra,
sem skólarnir nota sjálfir, verði
að fylgjast betur með, svo að ekki
sé níðzt á Reykjavíkurfélögun-
um.
Hafa augastað á Foss-
voginum
— Vikingur hefur sótt um við-
bótarsvæði i Fossvogi. Hvað
hefurðu um það að segja?
— Það er löngu ljóst, að
núverandi Iþróttasvæði Vikings
er of litið. Þess vegna er það
okkur kappsmál að auka og bæta
við okkur landi, svo að unnt sé að
byggja grasvelli, sem ekki eru
fyrir hendi á svæði okkar nú.
Möguleikar til stækkunar á nú-
verandi svæði eru engir. Þess
vegna höfum við haft augastaö á
Fossvoginum. Við höfum nú sótt
um land þar, og gerum okkur
góðar vonir um að fá það, þó að
það séu okkur talsverð vonbrigði,
að borgaryfirvöld skyldu skerða
það land með þvi að úthluta
gróðrarstöð hluta af þvi. Hins
vegar setjum við það ekki fyrir
Hvað er nú það?????
COOKY er óblandað úðunarefni, sem kemur í
veg fyrir að kakan festist í forminu eða matur-
inn á pönnunni. COOKY er ólitað með smjör-
bragði. Uppþvotturinn verður léttari eftir
COOKY úðun.
Haldið dósinni uppréttri og úðið í hring í hér
um bil 30 cm fjarlægð, tómt og kalt ílátið.
Kakan mun detta úr forminu.
Léttara er að losa rjómaísinn eða ísmolana
eftir COOKY úðum.
COOKY er lausnarorð fyrir þá, sem eru í
matarkúr eða verða að halda sig frá fitu eða
kolvetnaríkri fæðu. Matur lagaður með
COOKY mun ekki innihalda fleiri hitaeiningar
en þótt hann væri soðinn. COOKY þránarekki
og þarf því ekki að geyma i kæli. COOKY
geymist óendanlega.
Framleiðsla þessi inniheldur Lecithine, hreint
jurtaefni, og Freon 11/12 til úðunar.
Dósin er undir þrýstingi. Gerið því ekki gat á
hana og látið hana ekki koma nálægt loga.
Úðið ekki yfir eld eða hita yfir 50 gráður
Celcius.
COOKY spararog erdrjúgt í notkun, þvi dósin
úðar 100 sinnum. Hvort sem þér ætlið að baka
pönnukökur, steikja egg, fiskbollur, fiskflök,
blóðmör, kótilettur eða fugla, þá úðið ílátið
með COOKY.
Innihald 300 grömm.
Framleitt af: ENNA NEDERLANDSE
AEROSOLS N.V., Holland.
Heildsöiubirgðir: Þ. ÞORGRÍMSSON & CO.
Sími 38640, Suðurlandsbraut 6, Reykjavík.
okkur, þó að við verðum að vera
með aðstöðu okkar i tvennu lagi.
Við gerum okkur grein fyrir, að
það er i okkar verkahring, sem
hverfafélags fyrir Fossvogs-
hverfi jafnt sem Bústaðahverfi,
að veita börnum og unglingum i
þvi hverfi þjónustu. Það er m.a.
þess vegna, sem við leggjum
áherzlu á að fá landrými i Foss-
vogsdal.
En öðrum þræði verðum við
lika að útvega okkar ágætu
knattspyrnumönnum frambæri-
lega aðstöðu. Okkur er ljóst, að
enda þótt okkur verði úthlutað
svæði i Fossvogi, er borin von, að
þar verði tilbúnir.grasvellir fyrir
næsta sumar. Stjórn félagsins
vinnur að þvi nú að finna heppi-
lega æfingaaðstöðu, og mun ekki
láta sitja við orðin tóm i þvi el'ni.
— Nokkuð að lokum, Jón Aðal-
steinn?
— Ekki annað en það, að mér
virðist mikil gróska vera i félags-
málum Vikings. Það er sama
hvert maður leitar, hvort sem það
er til yngri eða eldri félaga, allir
virðast vera boðnir og búnir til að
leggja sitt af mörkum til að efla
Viking. —alf.
Hafsteinn
fimmtugur
á morgun
Hafstejnn Guðmundsson,
formaður lþróttabandalags
Keflavikur, er fimmtugur á
morgun, mánudag. Án þess að
kasta rýrð á nokkurn, er óhætt
að segja, að Hafsteinn eigi
mestan þátt i velgengni ÍBK á
undaníörnum árum, en með elju
sinni og dugnaði hefur honum
tekizt, með hjálp góðra manna
i Keflavík, að gera ÍBK að stór-
veldi á knattspyrnusviðinu.
iþróttasiða Timans vill nota
þetta tækifæri til að þakka
Hafsteini Guðmundssyni fyrir
ánægjulegt samstarf á liðnum
árum um leið og hún óskar
honum og fjölskyldu hans til
hamingju á þessum
timamótum.
Hafsteinn Giiðnuindsson.
WKARNABÆR
Stórar vinsælar plötur
Litlar vinsælar plötur
The Alman brothers band/broter and
sister.
Carlos Saptana, John Macloghin/love
devotion surrender.
Roger Mcguin/roger mcguin.
Aiye-keta/third world.
Janis Joplin's Greatest hits.
10 CC/lOcc.
Rick Grech/the last five years.
Chicken Shack/unlucky boy.
Harry Nilson/a little touch of
schmilsson..
Mealine/at carnegie Hall.
Carol King/fantasy.
Bloodrock/passage.
Glencoe/the spirit of glencoe.
Rabbit/broken arrows.
The return of Ken Whaley/happy
days.
Cabarett/orginal.
Lisa Minnelli/cabarett maby this
time.
The very best of Melanie.
Symphonie^ for the seventies/waldo
de los rios.
Mosart in the seventies/waldo de los
rios.
Jethro tull/passion play.
Paul Simon/there goes Rymin Simon.
Manfred Man/the gratest hits.
Leon Russel/leon live.
Chicago VI.
Cat Stevens/foreigncr.
Ten Years After/record live.
Strawbs/bursting at the seams.
Wings/red rose speedway.
Osmond/the plan.
Wisbone Ash/wisbone four.
Spirit of rock/the probe family.
Ellis/why not.
Rich Man/climax chicago.
The faust tapest.
West, Bruce, Laing/whatever turns
you on.
Ilome/the alchemist.
Canned Ileat/the new age.
Aretha Franklin/hey now hey.
Heaven and earth/refuge.
Budgie/never turn your back on a
friend.
Fleetwood Mac/penguin.
Golden earring/hearing earring.
Johnny Winter/still alive and well.
Badger/ronelive badger.
Roy Wood/boulders.
You are the music. We are just the
hand/ Trape.
Dr. John/the night tripper.
Hookfoot/communication.
Stevie Wonder/talking book.
Stevie Wonder/ music of mind.
Wan Morrisson/hard nose the
highway.
John Entwistles/rigor mortis sets in.
Bull dog/bull dog.
Boh Dylan/pat carrett and billy the
kid.
Shoot/on the frontier.
Temptations/masterpier.
Bronco/smoking mixture.
Michael Jackson/niusic and me.
Brian Augers/close to it.
B.J. Tomas/songs....
union silver/Middle of the Road.
skweeze me, pleeze me/Slade.
honaloocic boogie/Mott the Iloople.
get down/Gilbert O’Sullivan.
power to aII our friends/Cliff Richard.
rising sun/Medicine Head.
the groover/T:Rex.
john browns down/Blue Mink.
hocus pocus/Focus..
cindy incidentally/Faces.
tu te reconnaitras/Annc Marie David.
kodachrome/Paul Simon.
going home/Osmond.
thc hurt/Cat Stevens.
red eycdlaby/Gcordie.
see my baby jive/Wissard.
livc and let die/Wings.
hallelujah day/Jackson 5.
run-run-run/Lou Reed.
wouldnt bc someonc/Bee Gees.
thc twelfth of ncver/Donny Osmond.
rose/Mott the lloople.
hell raiser/Swcet
covcr of rolling stones/Dr. Honk.
give my love/George Harrison.
so many things to say/Wisbone Ash.
fclling stronger every day/Chicago.
did you ever love me/Fleedwood Mac.
swcet disire/Family.
hobo/Fresh Meat.
angie/RoIling Stones.
yakettyyak.smaketty smack/Change.
dont try to fool me/Jóhann G.
Jóhannsson.
I dilnt know/Magnús Kjartansson.
þú vilt ganga þinn veg/Einar ólafsson.
minning um mann/Logar.
kalli kvennagull/Svanfriður.
Póstsendum um allt landið.
PIOIMEER