Tíminn - 30.09.1973, Blaðsíða 4
4
TÍMINN
Sunnudagur 30. september 1973
AAálverkaleiga
Þjóðverji nokkur i Frankfurt
am Main hefur byrjað all-
nýstárlega lánastarfsemi. Hann
hefur sankað að sér fjölda mál-
verka og annarra listmuna og
leigir hverjum sem hafa vill
listaverkin i viku eða mánaðar-
tlma. Þannig geta þeir, sem
halda móttökur eða veizlur, haft
á veggjum dýrmæt málverk
handa gestunum að dást að, án
þess aö kosta miklu til. Fyrir
dálitið hærri f járhæð geta menn
fengið einhvern listamanninn i
veizluna hjá sér, svona til þess
að sýna hversu miklir list-
unnendur þeir séu.
u-
Allt um
öryggisnælur
Það þykir ekki myndarlegt eða
snyrtilegt að nota öryggisnælur
i stað þess að festa i tölu eða
krók, eða setja teygjuband i
buxur. Samt hafa öryggisnælur
oft komið sér vel og bjargað
konum og körlum i vandræðum.
Þetta er ekki ný uppfinning —
siður en svo. Fyrir meira en tvó
þúsund árum voru notaðar
nokkurs konar nælur til að halda
saman fötum. Það voru hinir
fornu Rómverjar, sem voru
svona hugvitsamir. Siðan voru
nælur notaðar á ítaliu fram eftir
öldum. Þær voru mikið notaðar
til skrauts, og voru iburðar-
miklar nælur stundum notaðar i
rómverskar skikkjur. Þaðan
eru komnar hinar skrautlegu
brjóstnælur, sem seinna náðu
vinsældum viða um lönd..
Oryggisnælan, eins og við
þekkjum hana nú til dags, var
ð
Skrýtinn fótur
Það er stundum sagt um menn,
sem þykja klaufskir i hönd-
unum, að þeir séu með eintóma
þumalfingur, og má af þvi ráða,
að þeir séu heldur stirðbusa-
legir til handanna. En hafið þið
nokkurn tima heyrt talað um
svo klaufskan dansara, að það
sé eins og hann sé með þumal-
fingur á fótunum? — Hér er
mynd af einum slikum!
☆
fyrst búin til um það leyti sem
Borgarastyrjöldin (þræla-
striðið) geisaði i Bandarikj-
unum. Það var einn hugvits-
samur verzlunarmaður, sem
fann upp að búa til nælu úr stál-
vir og hóf hann framleiðslu á
nælum. Það varð þó ekki fyrr en
árið 1869, sem einkaleyfi var
gefið út fyrir öryggisnælum.
Þær náðu strax mikilli út-
breiðslu, og vinsældir þeirra
hafa haldizt fram á þennan dag.