Tíminn - 30.09.1973, Blaðsíða 40

Tíminn - 30.09.1973, Blaðsíða 40
J > Ofveðurshelgi á öræfum uppi Um síðustu helgi var hópur sjálfboðaliöa á vegum Ferða- félags islands i Kerlingarfjöllum til þess að ræsta sæluhús þcss og gera á þeim smálagfæringar. Þá var einnig vinnu- flokkur við skiðaskálann i Kerlingarfjöllum að stækka aöalhús hans. Að þessu sinni verður aukið við það til norð- urs, en siðar verður bætt við suðurendann. Þetta var einmitt um helgina, er veðrið mikla gekk yfir landið. Gott veður var þó þarna inn frá á laugardaginn, og siðari hluta þess dags fóru ferðafélagsmenn inn á Hvera velli til hreinsunar og lagfæringa, en á sunnudaginn i Þjófadali og þaðan siðdegis i Hvitárnes .Gistingin i Hvitárnesi varð eftirminnileg, þvi að þá nótt var veðrið harðast. Þó urðu þar ékki neinar skemmdir. Aftur á móti urðu nokkrar skemmdir á húsum i Kerlingarfjöllum. A mánudaginn lægði veðrið, og þá var komið við hjá Haga- vatni og litið eftir skálanum þar. Aðalhús skiðaskólans, sem nú er veriö að stækka. Mannvirkjagerð i Kerlingarfjöllum cr kannski meiri cn ókunnuga grunar. Þcssi mynd sýnir stiflugarð og uppislöðulón i Asgarðsá, þar scm rafstöð skiðaskólans er, og þrihyrnurnar inn í kvosinni eru i eigu lians. I.jósinyiidir: Stcfán Nikulásson. OFSÓKNUM OG AFTÖKUM HALDIÐ ÁFRAM í CHILE NTB-Santiago — Enn er haldið áfram handtökum vinstri manna i Chile, og fara óhugnanlegar sögur af framferði hers og lögreglu herforingjastjórnar- innar. Talsmenn stjórnarinnar neita, að fjöldi manns hafi verið tekinn af lifi án dóms og laga eins og sagt hefur verið, en fjöldi vitna hefur borið að svo sé. Þá er enn haldið áfram að gera upptækar og brenna bækur, sem stjórnin telur hættulegar. Koparnámurnar færa Chile rösklega 80% af gjaldeyristekjum landsins. Þessar námur voru i eigu bandariskra auðhringa, áður en Allende tók i taumana og þjóð- nýtti þær. Stjórn Ailendes taldi ekki réttlátt að greiða bandarisku auðhringunum neinar bætur, þar eð þeir væru i rauninni skuldugir Chile miklar fjárhæðir fyrir allan þann gróða, sem þeir hefðu haft á brott úr landinu. Hinir nýju vald- hafar hafa hins, vegar lýst þvi yfir, að þeir muni greiða auð- hringunum skaðabætur, en treysta sér þó ekki til þess að afhenda þeim námurnar að nýju. Meðal þeirra, sem sagðir eru hafa verið handteknir, eru Luis Espionsa þingmaður og flokks- maður i sósialistaflokknum og Luis Coravlan Lepe aðalritari kommúnistaflokksins, en að fáum var eins leitað og honum og tölu- verðri fjárhæð heitið hverjum þeim, sem kæmi upp um hann. Gömul surtarbrandsnáma uppistöðulón rafstöðvar, sem nota á við rafþurrkun á heyi GAMLAR og yfirgefnar námur eru ekki víða á landi hér, enda hcfur námagröftur verið lítt stundaður hér og fósturjörðin snauð af þeim efnum, er svara þykir kostnaði að grafa eftir. Enn fátiöara er, að menn eigi i landi sinu námu, sem geti komið að gagni við rafvirkjun. Svo er þessu þó farið i Botni i Súgandafirði. Þar er hátt i hlið gömul surtarbrandsnáma, sem nytjuð hefur verið i eldsneytis- skorti af völdum ófriðar og sigl- ingateppu. Friðbert bónda Pétursson fýsti að auka afl raf- stöðvar sinnar og safna vatni vegna hennar i uppistöðulóni, svo að vatnsskortur yrði ekki til baga i langvinnum þurrkum, og þá hugkvæmdist honum að veita lækjum i hliðinni i þessa gömlu námu og hafa hana til vatns- miðlunar. Þannig fær hann hundrað og tiu metra fallhæð og þrjátiu kilóvatta rafstöð. Var um lúsin mannin- heilsusamleg? daga. sem nu hafa FYRfR okkar iesum blöðin, mun það veriö þó nokkuð útbreidd trú i landinu, að lús væri ómissandi til þess að halda i skefjum vondum vessum. Til eru frá- sagnir um fólk, sem ekki leizt á blikuna, þegar átti að fara að afiúsa það i krafti nýrra kenninga um þrifnað og heiisurækt. En viti menn: Til eru þeir, sem I fullri alvöru orða það I nafni vísindanna, að gamla fólkið meö vondu vess- ana kunni að hafa haft rétt fyrir Sér. Einn af prófessorum Cam- bridge-háskólans hefur að minnsta kosti sett fram þá kenningu, að lús hafi á sinn hátt verið heilsusamleg og haldið i skefjum sumum þeim sjúkdómum, sem nú eru hvað skæðastir fólki, er aldur færist yfir það. Það er einkum blóðtappi, sem hafður er i huga, og hafi náttúrlegt sambýli manns og lúsar átt þátt i þvi að verja manninn fyrir áföllum af þvi tagi. Segja má, að lúsin, s'em út- rýmt hefur verið i nálega heilum löndum, án þess að nokkur orði náttúruvernd, hafi hlotið nokkra uppreisn æru, úr þvi að hún er orðið slikt rann- sóknarefni i háskólum heims- ins, hverjar sem niðurstöð- urnar verða, þegar allt hefur verið kannað til þrautar. En þar með er ekki öll sagan sögð. Svona stóra vill Friðbert hafa rafstöðina til þess, að geta tekið grasið nýslegið af ljánum og þurrkað það við rafhita, i stáo þess að eiga allt sitt undir sól og regni, svo sem bændur hafa löngum orðið að sætta sig við. Mun mörgun þykja þetta stór- hugur og framkvæmdasemi og leika forvitni á þvi, hvernig þetta gefst'hjá Botnsbóndanum. — Þetta er nú ekki komið i framkvæmd, sagði Friðbert við blaðamann Timans, og sumt enn laust i reipunum, en það er fyrir- hugað að reyna þetta næsta sumar. Sjálfsagt verður maður að þreifa sig áfram, en nú er hug- myndin helzt sú að taka grasið af Aleigunrtí sfollð — meðan hann vann að hreinsun kirkjugarðsins gbk-Reykjavik. Franskur maður varð fyrir þvi, að tjaldi hans var stolið og nokkrum munum öðrum. Frakkinn hafði skilið eignir sinar eftir i Laugardalnum, meðan hann vann við hreinsun i kirkju- garðinum i Vestmannaeyjum. Allir, sem einhverjar upplýsingar geta gefið um málið. eru beðnir að láta lögregluna vita. ljánum og aka þvi i hús, þar sem það verður sett á rimla, og blása þar i gegnum það lofti, sem hefur verið hitað. Blaðburð- arfólk óskast Hraunteigur, Sogavegur, Sundlaugavegur, sendlar óskast fyrirog eftir hádegi. Sími 12323

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.