Tíminn - 30.09.1973, Blaðsíða 18

Tíminn - 30.09.1973, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 30. september 1973 Hin úrelta stefna Sjálfstæðisflokksins Endurskoðun „sjálfstæðis- stefnunnar" Grein Björns Bjarnasonar um, aö Sjálfstæöisflokkurinn njóti ekki trausts á sviöi utanrikis- mála, hefur að vonum vakið tals- veröa athygli, þvi að hún er rituö af manni, sem áreiðanlega er hollur flokksmaður og ber velferö flokksins fyrir brjósti. En Björn er ekki einn um þessa skoðun af forsvarsmönnum flokksins, heldur gera aðalforingjar flokks- ins sér vafalaust fulla grein fyrir þessu. Þeim er áreiðanlega einn- ig ljóst, að þetta sama vantraust nær einnig til Sjálfstæðisflokksins á sviði innanlandsmála. Þess vegna var það ætlun þeirra í sam- bandi við siðasta landsfund flokksins að klæða stefnu flokks- ins I nýjan búning og reyna að afla flokknum trausts á þann hátt. Fyrir landsfundinn birtu Mbl. og Visir leyndardómsfullar greinar um endurskoðun á sjálf- stæðisstefnunni, en svo nefna þessi blöð þá stefnu, sern þau telja Sjálfstæðisflokkinn hafa. Skýrt var frá þvi, að fjölmargar nefndir ynnu að þessari endur- skoðun og mætti vissulega búast við nýstárlegum og merkilegum árangri af starfi þeirra. Af þess- um ástæðum var landsfundarins beðið af nokkurri eftirvæntingu. Niðurstaðan varð hins vegar allt önnur en skrif Mbl. og Visis höfðu gefið tilefni til að álykta. Nokkur merki þess er það, að Mbl. og Vis- ir vitna nú eins sjaldan i stefnu- skrá landsfundarins og þau fram- ast geta. Ureltur kapitalismi Að svo miklu leyti, sem stefnu- skrá landsfundarins er ekki hrein moðsuða, sem á aö gera flokkn- um fært aö leika áfram flokk allra stétta og allra stefna eftir þvi sem við á hverju sinni, þá er höfuðein- kenni hennar löngu úreltar kapitaliskar kenningar um skefjalausa samkeppni og sem mest frjálsræði hinna stóru fjár- aflamanna. Hafnað er sem mest samstarfi þegnanna um lausn hinna ýmsu þjóöfélagsmála, sem nýjar og breyttar aðstæður hafa skapað. Reynt er að koma óorði á allt skipulegt starf. Þetta er afturgenginn kapitalismi, sem m.a. leiddi til heimskreppunnar miklu. I stað þess að reyna að finna lausn á vandamálum fram- tiðarinnar, þá er horfið aftur i aldir og vakinn upp úreltur kapitalismi. Tveggja alda gömul Sá maður, sem hefur dregið upp einna gleggsta mynd af „sjálfstæöisstefnu” Sjálfstæðis- flokksins er Jónas Haralz banka- stjóri. Hann var þá að visu ekki oröinn helzti hugmyndafræðingur flokksins, eins og hann er nú. í ræðu, sem hann flutti 15. janúar 1946, lýsti hann henni alveg rétti- lega á þessa leið: „Hér á íslandi er það Sjálf- stæðisflokkurinn, sem er mál- svari auðvaldsskipulagsins, einkarekstursins og hins svokall- aöa frjálsa framtaks einstakl- ingsins. Þegar Sjálfstæðismenn eru að tala um, að stefna sú, sem þeir kalla Sjálfstæðisstefnu, sé eitthvaö sérstaklega islenzkt fyrirbrigði, þá er það hin mesta fásinna. Að þvi leyti, sem hér er um einhverja stefnu að ræða, þá er hún alþjóðlegt fyrirbrigði. Hún er ekkert annað en hin hér um bil tveggja alda gamla stefna hins óhefta einstaklingsframtaks og afskiptaleysis hins opinbera af atvinnumálum. Enda þótt þessi stefna hafi á sinum tima haft tals- f.augardaginn 33. september varð árekstur milli freigátunnar Licoln og Ægis úti af Austfjörðum. Freigátan sigldi í veg fyrir varöskipiö og varö árekstri ekki forðaö þótt Ægir sigldi meö fullu vélarafli afturábak. A myndinni sést greinilega aö skrúfulööur varöskipsins er fram meö bakborössiöu sem er ótviræð sönnun þess, að Ægir reynir aö foröa árekstri. vert til sins ágætis, þá er hún við þá þjóðfélagshætti, sem nú eru rikjandi, orðin gjörsamiega úrelt og gjaldþrota og megnar ekki á neinn hátt að leysa þau aðkall- andi þjóðfélagsvandamál, sem fyrir hendi eru”. Lítill árangur mikillar vinnu 1 lokaræðu, sem Jóhann Haf- stein flutti á landsfundinum, hélt hann pvi fram, að Jón Þorláksson hefði haldið umræddri stefnu fram með góöum árangri, þegar hann var að móta thaldsflokkinn, sem var undanfari Sjálfstæðis- flokksins. Af ýmsum ástæðum er hægt að fyrirgefa Jóni Þorláks syni, þótt hann flaggaði með þessari stefnu á þeim tima. Hún hafði þá ekki beðið sitt mesta skipsbrot þ.e. valdið heimskrepp- unni miklu. Siðan hefur undan- tekningalitiö verið viðurkennt, að hún sé orðin úrelt og eigi ekki við, nema þá að takmörkuðu leyti, i nútimaþjóðfélagi, þar sem nauð- synlegt, er að þegnarnir hafi með sér margvislegt samstarf i stað samkeppni og að þjóðfélagið hafi forustu á mörgum sviðum. Mbl. og Visir sögðu, eins og áður er rakið, að landsfundarályktunin heföi verið undirbúin af mörgum mönnum i marga mánuði. Allur árangurinn varð sá, að þeir fundu 200 ára gamla afturgöngu og gerðu hana að fána Sjálfstæðis- flokksins. Frelsi án skipulags Eins og hér hefur verið rakið, er það meginmarkmið hinnar gömlu stefnu, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur markað sér, að rikið hafi sem minnsta forustu og minnst afskipti. Þannig fái hinir athafnasömu einstaklingar notið sin bezt. Þeir eigi að hafa sem mest frjálsræði til að safna auði og yfirráðum. Afleiöing þessarar stefnu verður oftast mikill ójöfn- uður, eða gifurleg fjársöfnun fárra einstaklinga og mikil ör- birgð alls fjöldans. Ef skýra ætti þessa stefnu meö fáum oröum, mætti helzt gera það á þann hátt, að hún væri fólgin i frelsi, án skipulags. En þar sem lög eða skipulag vantar, skapast fyrr en varir óstjórn og óréttlæti. Sú hefur oftast orðin reynslan af þessari stefnu, sem er lika yfir- leitt talin úrelt fyrir löngu. Skipulag án frelsis Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins eru ekki einir um að halda dauða- haldi i úrelta stefnu. Marxisminn hefur beðið svipað skipbrot og kapitalisminn á undanförnum áratugum. Hann léggur megin- áherzlu á alveldi rikisins og strangt skipulag og þvi má lýsa honum á þann veg , að hann sé fólginn i skipulagi án frelsis. Hann hefur verið reyndur i þeim löndum, þar sem kommúnistar hafa náð völdum, og afleiðingarn- ar orðið þær, að persónufrelsi hefur orðið þar miklu minna og lifskjör lakari en viðast annars staðar. Þó eru til stjórnmála- foringjar, sem dreymir um marxistiskt stjórnarfar hér á landi. Þeir eru jafnmikið á eftir timanum og leiðtogar Sjálf- stæðisflokksins. Frelsi með skipulagi Ef reynt er að læra af reynslu þjóðanna á undanförnum árum, verður niðurstaðan ótvirætt sú, að þeim þjóðum hefur farnazt bezt, sem hafa hafnað bæði kenn- ingum kapitalismans og kommúnismans, en vaiið sér eins konar meöalveg milli þessara öfga. Segja mætti, aö stefna þeirra væri frelsi með skipulagi. Glöggt dæmi um þetta eru Norðurlönd, þar sem hægfara sósialdemókratar og umbóta- sinnaöir miðflokkar hafa mótað stjórnarfarið. Þar hefur stefnu hinnar skefjalausu samkeppni verið hafnað, en heldur ekki verið horfið til hins almáttuga rikis- valds. Þar hefur verið farið bil beggja. Reynt hefur verið að tryggja frjálsu framtaki hæfilegt svigrúm, en rikisvaldinu jafn- framt beitt til að hafa forustu um jöfnuð og skipulega stjórnarhætti. Hvergi hefur náðst betri árangur. Viða i þróunarlöndunum er vaxandi skilningur á þessari staðreynd. Þar sjá menn, að hvorki kapitalismi eða kommún- ismi fela i sér æskilega lausn. Þar er ekki sizt beint sjónum að Norðurlöndum. Fleiri og fleiri leiðtogar þessara landa leggja leiö sina þangað til að kynnast þeirri reynslu, sem þar hefur fengizt. AAisheppnuð stjórnarandstaða Af þvi, sem hefur verið rakið hér á undan, má vel ráða, að Sjálfstæðisflokknum hefur ekki tekizt betur stefnumótunin á sviði innanrikismála en utanríkismála. Hvort tveggja er állka misheppn- að. Þó er það ekki stefnumótunin, sem flokknum hefur misheppnazt mest. Ekkert hefur honum farizt verr úr hendi en stjórnarandstað- an. Hún hefur ýmist einkennzt af neikvæðu nuddi eða broslegum tilburðum til að reyna að spilla á milli stjórnarflokkanna. Morgun- blaðið hefur undantekningarlitið verið látið vera á móti öllu, sem stjórnin hefur gert, án þess að bent hafi verið á, hvað Sjálf- stæðisflokkurinn hafi álitið rétt að gera i umræddum tilfellum. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur látizt vera á móti eyðslu, en jafnhliöa stutt nær undantekningarlaust allar eyðslutillögur, sem fram hafa verið bornar. Nær aldrei hefur örlað á neinni ákveðinni málefna- legri baráttu hans. Einna greinilegast hefur þessi neikvæöi málflutningur komið i ljós i sambandi viö landhelgis- málið. í orði kveðnu hefur flokk- urinn þótzt vilja styðja að þjóðar- einingu, en i verki hefur hann reynt að vekja óánægju og deilur og reynt að gera úlfalda úr mý- flugu alls staðar, þar sem þvi hefur verið komið við. Sorglegt dæmi um þetta var framkoma Geirs Hallgrimssonar i sam- bandi við Evertonmálið. Gamalkunnar Gróusögur Af öllum mistökum Sjálfstæðis- flokksins i stefnumörkum og mál- flutningi, er þau einna broslegust, þegar blöð hans eru að reyna að rægja saman stjórnarflokkana og ráðherra þeirra. Þessa iðju hefur Mbl. alltaf ástundað, þegar flokk- arnir til vinstri hafa unnið saman. Einna frægasta dæmið um þetta er það, að Jónas Jónsson var stimplaður undirlægja kommún- ista áratugum saman. Nú reynir Mbl. að halda þvi fram, að ráð- herrar Framsóknarflokksins séu undirlægjur kommúnista. Ollum, sem til þekkja, mun koma saman um, að Eyjólfur Konráð er stór- um ósnjallari i þessum áróðri en Valtýr Stefánsson var, þótt ekki vanti viljann. Þeim Sjálfstæðis- mönnum fjölgar lika óðum, sem gera sér ljóst, að öll slik rógsiðja hljóti að misheppnast og sé stjórnarsamstarfinu frekar til styrktar en hið gagnstæða. En vonandi lætur Mbl. sér ekki segj- ast heldur kappkostar þetta áfram til ánægju fyrir þá, sem sjá hina broslegu hlið þessara vinnu- bragða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.