Tíminn - 30.09.1973, Blaðsíða 11
Sunnudagur 30. september 1973
TÍMINN
11
llér eru þau komin upp á aöra hæð Vörumarkaösins við Armúla, i húsgagna- og heiinilistækjadeildina,
og virða fyrir scr fjögurra manna sænskt borðstofusett úr liikkuðu brenni. Enda þótt fjölmargt girnilegt
væri þarna á boöstólnum, voru þau ekki lengi að ákvcða sig og völdu þetta sett.
Texti:
Steingrímur
Pétursson
AAyndir: Róbert
til þess að fá lánið, en svo koma
börnin, plássið verður ófullnægj-
andi og þau þurfa að fara að
byggja á nýjan leik. I okkar til-
felli gerðu tviburarnir gæfumun-
inn. Ella hefðum við ekki fengið
húsnæðismálastjórnarlán út á
þessa 140 fermetra.
Unga fólkið dvelur
áfrarh
Atvinnuástand mjög gott
Við spyrjum ungu hjónin,
hvernig þeim liki að búa i Ólafs-
firöi, hvort þau hyggist dvelja þar
til frambúðar og hvernig að-
stæður til búsetu séu þar yfirleitt i
dag.
— Okkur likar ákaflega vel að
búa á Ólafsfirði og erum ákveðin i
þvi að búa þar áfram. Hvergi
betra að vera. t samanburði við
höfuðborgarsvæðið er ,,him-
neskt” að vera hér. Maður hefur
miklum mun minna af öllum
hraða og taugaslitandi lifsgæða-
kapphlaupinu að segja hér.
— Hér er veðurbliða alveg ein-
stök, enda þótt snjóþyngsli séu að
visu ákaflega mikil yfir veturinn.
Núna iseptemberhefur t.d. hitinn
farið jafnvel yfir 20 stig. Það er
svo skjólsælt hér. Um samgöng-
urnar er það að segja, að á sumr-
in gengur áætlunarbill daglega
frá Siglufirði til Akureyrar, um
Ólafsfjörð og Dalvik. Einnig er
reynt að halda þessum ferðum i
gangi á veturna, en ófærð hamlar
þó oft. Það vantar mjög stórvirk-
ari snjómoksturstæki. En á vet-
urna kemur Drangur hingað
tvisvar i viku.
— Þegar Múlavegurinn kom til
fyrir nokkrum árum, varð algjör
bylting i samgöngumáium hér.
Nú er t.d. ekki nema klukku-
stundar akstur til Akureyrar, en
þangað sækir fólk mikiö héðan,
t.d. i sérverzlanir og til skemmt-
ana. Hér eru aðeins tvær verzlan-
ir og skemmtanalifið verður að
teljast heldur fábreytt. Eftir að
hafa verið læknislaus um tima,
erum við nú búin að fá hingað
lækni aftur. Einar Helgason, og
er það fólki hér mjög mikill léttir.
— Það þarf sannarlega enginn
að kvarta undan þvi að búa hér i
dag. 1 ólafsfirði búa nú um eitt
þúsund manns. Við erum bjart-
sýn á framtið bæjarins. Fólki lik-
ar mjög vel hér, sem sýnir sig i
þvi, að unga fólkið hverfur litt
héðan. Þaö kemur i miklum mæli
hingað aftur að loknu hinu ýmsa
námi utan staöarins. Það er lika
nokkuð um, að fólk flytjist hingað
utan að frá. Húsnæðisskortur hef-
ur þó hamlað mjög upp á siðkast-
ið, en um leið hefur hlaupið mikil
gróska i byggingariðnaðinn. A
þessu ári hefur verið byrjað á 13
nýjum húsum, en fleiri eru i
smiðum.
— Atvinnuástand hér hefur ver-
ið mjög gótt á þessu ári, og þó
einkum i sumar. Hefur frekar
vantað vinnuafl heldur en hitt.
Byggingaiðnaðurinn hefur ekki
sizt tekið til sin vinnuafl.
„Hér snýst allt
um fiskinn"
— Helzt vantar hingað léttan
iðnað. En auðvitað er það fiskur-
inn, sem allt snýst um hér. Ef
hann skyldi bregðast, myndi
hringrásin stöðvast. Hér eru tvö
stór frystihús, auk smærri fisk-
vinnslustöðva. Agæt vinna hefur
verið i þeim á þessu ári. Nýi jap-
anski skuttogarinn hefur orðið og
á væntanlega ekki sízt eftir að
verða lyftistöng, og á næsta ári
er . von á öðrum frá Frakklandi.
Annars virðist þróunin vera sú
hér, að menn gera meir út á eigin
spýtur, þetta 14 tonna báta.
Já, það er gott aö búa á Ólafs-
firði.
Glaöhlakkalegir virða þeir fyrir sér smiði og samsetningu eins stólsins
úr settinu. Gunnlaugur og deildarstjórinn. Gunnlaugur verður jú að
kunna skil á þvi að setja settið saman, er það kemur norður.
sjöunda himni, — er við loks lét-
umst sannfærast.
Flytja í 140 fm
einbýlishús aö vori
— aðeins tvítug
Gunnlaugur rekur ásamt föður
sinum raftækjavinnustofu á
Ólafsfirði og annast sölu Electro-
luxheimilistækjaþar nyröra fyrir
Vörumarkaðinn. Hann hitti þvi
ekki sér framandi menn, er hann
og þau hjónin fóru i Vörumarkað-
inn á þriðjudaginn var að velja
sér muni út á vinninginn.
Þau höfðu alveg sérstakt i
huga, borðstofusett, og fóru þvi
rakleitt i húsgagnadeildina, þar
sem Kristján ólafsson deildar-
stjóri i húsgagna- og heimilis-
tækjadeild tók á móti þeim. Og
innan skamms höfðu þau valið
sér fjögurra manna sett, sænskt,
úr lökkuðu brenni.
Aður en þau kvöddu, bauð
Kristján þeim að velja sér
kristalvasa sem gjöf frá verzlun-
inni, en allt þetta sjáum við á
meðfylgjandi myndum.
Annars eru þau hjónin, Gunn-
laugur og Ásta, allvel á veg kom-
in með ,,að koma sér fyrir i lif-
inu”, eins og það er kallað. Sem
stendur búa- þau i tveggja her-
bergja ibúð að Aðalgötu 30 á
Ólafsfirði, en einbýlishús þeirra
að Hrannarbyggð 20 er i smiðum.
Hér er ekki um neit smáhýsi að
ræða, þvi að það er upp á 140 fer-
metra, einlyft, með fjórum her-
bergjum auk þessa venjulega,
stofu, eldhúss o.s.frv. Gunnlaug-
ur byrjaði á húsinu i mai i vor, sló
upp fyrir þvi sjálfur og hefur að
langmestu unnið að smiði þess
einn i sumar, sem kostað hefur
hann allar hugsanlegar fristundir
og kannski meira en það. — Hann
var iðulega að vinna langt fram á
nætur, segir Ásta.
En nú er húsið lika nokkurn
veginn komið undir þak. Gunn-
laugur getur þvi haldið áfram að
vinna að þvi i vetur, en þau búast
við að geta flutt inn næsta vor eða
sumar. Það er ekki litils virði að
geta unnið svo mikið að bygging-
unni sjálfur. Án þess að reikna
með eigin vinnu telur Gunnlaugur
húsið kosta fokhelt um 1.100 þús-
und, en fullgert um eða yfir 3
milljónir.
Þrjár milljónir fyrir svo mikið
hús i dag. Það þætti harla vel'
sloppið i Reykjavik (og viðar).
„Viljiði byggja stórt strax
— Eignist þá tvíbura!"
Ungu hjónin eiga þegar allmik-
ið af heimilistækjum og ýmsum
munum öðrum til uppfyllingar og
beinna nota i nýja húsinu. En
borðstofusett vantaði þau sér-
staklega, og þvi voru þau ekki
neitt að tvinóna með, hvað velja
skyldi.
Um fjárhagsbaggann af þvi að
byggja svona stórt hús og það svo
snemma á starfsævi: — Vissu-
lega verður þetta nokkur baggi á
okkur næstu árin, en lánin hjálpa
manni hér á veg, segir Gunnlaug-
ur.
— Annars tel ég, að fyrirkomu-
lag húsnæðismálalána sé ekki
sem skyldi. Eins og nú er neyðast
barnlaus hjón til að byggja smátt
r
Agústsson
„Brúðhjón mánaöarins”, Gunnlaugur Magnússon og Asta Siguröardóttir, fyrir skömmu komin I bæinn noröan frá Ólafsfirði, eru hér á leiö á
aöalskrifstofur Timans að Aöalstræti 7.