Tíminn - 30.09.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.09.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur :iO. september 1973 L / J llerradeildin vib Itábhústnrg 3. /nplianias Jnsepssnn pressari aft starfi. framundir strið, er hann fór að vinna i verksmiðjum SÍS hér á Akureyri, og þar vann hann til dauðadags. Sendiherra hjá KEA — sendlar bera orðstir Ég fékk vinnu sem sendisveinn hjá KEA. Ég var i kjötbúð KEA, og ég held,að við ættum að kalla sendisveinana sendiherra, þvi þeir eru þeir einu, sem bera það nafn með rentu, sannir diplomat- ar og bera heimarikinu mikinn orðstir. 1 þá daga var ekkert flutt á bilum, heldur á sendiferðahjól- um. Oft var svo þungt hlass á hjá manni, að maður ætlaði ekki að geta haldið afturhjólinu niðri, og þá var erfitt að rogast upp brekkurnar. Um þetta leyti var Vilhjálmur Þór að hætta hjá KEA og Jakob Frimannsson að taka við. Þetta voru voldugir menn, sem allir litu upp til. Mér likaði Var talað um, að ég greiddi skuldina á ákveðnum tima. En nú syrti i álinn. Faðir minn veiktist af lungnabólgu og gat ekki unnið um skeið, og ég varð að láta allt kaupið mitt heim á meðan. A sama tima gerðist það, að Jón þurfti mikið á peningum að halda og sagðist þurfa að fá alla skuld- ina greidda. Nú voru góð ráð dýr. Mér leið illa og sá engin ráð. Ég svaf ekki einu sinni. Einhvern veginn komst kjötbúðarstjóri KEA, Jóhann Kröyjer, i málið,og hann ráðlagði mér að fara og tala við kaupfélagsstjórann, Jakob Frimannsson og gá hvort hann gæti ekki hjálpað mér. Þá var mér nú öllum lokið. Að fara og tala við kaupfélagsstjórann sjálf- an um þetta mál! Ég var tvo daga að hafa mig i viðtalið. Jakob tók mér ljúfmannlega og hlustaði á vandamál min, svo skrifaði hann eitthvað á blað. — Farðu með þetta fram til hans Baldurs og segðu honum, að þú sért að koma frá mér. Það gerði ég, og Baldur borgaði mér út 70 krónur og sagð- ist svo taka framvegis tiu krónur á mánuði af kaupinu, unz skuldin væri kvittuð, og það var svo sannarlega ánægður maður, sem gekk út frá skrifstofu KEA, og finnst mér ég ávallt vera i mikilli þakkarskuld við Jakob Frimannsson upp frá þvi. Skreðaranám á Akur- eyri — Ekkert kaup, en fæði og húsnæði. Skúraði verkstæðið fyrir 75 krón- ur á mánuði Arið 1941 stóð til að ég fengi stöðu innanbúðar hjá kaupfélag- inu. Einhverra hluta vegna varð þó ekki af þvi. Nokkuð mun það hafa ráðið, að mig langaði frekar til þess að læra eitthvað gagnlegt og varð það úr, að ég hóf nám i klæðskeraiðn hjá Braga Bryn- jólfssyni klæðskera, sem nú starf- ar i Reykjavik. Byrjaði ég námið hjá Braga i nóvembermánuði ár- ið 1941. Þar með var teningunum kastað. 1 þá daga voru fjölmargir klæð- skerar á Akureyri. Ég man að minnsta kosti eftir fimm klæð- skerum, sem höfðu saumastofur þar, og nóg var að gera. Akur- eyringar voru finir i tauinu þá, ekki siður en nú, og það var mikið af velklæddum herrum i bænum. 011 herraföt voru handsaumuð eftir máli. Klæðskerastofa Braga var i Brekkugötu 5. Þarna unnu fimm manns, og allt var i gamla stiln- um. Aðeins ein saumavél fyrir beinan saum, hitt gert i höndum, og fólkið sat flötum beinum uppi á borði daginn út og inn. Ég hafði ekkert kaup, aðeins fæði og hús- næði og ein föt á ári, og siðar fékk ég 75 krónur á mánuði fyrir að skúra gólf á verkstæðinu. Skreðarasaumuð föt kostuðu 200 krónur 1 þá daga kostuðu klæðskera- saumuð föt á Akureyri 200 krón- ur, en verðið var eitthvað hærra fyrir sunnan. Afköstin voru tveir jakkar á viku, eða tæplega það. Við saumuðum jakkaföt, kjólföt og smokingklæðnaði. Einstaka jacket, en jacket notuðu þá orðið fáir nema helzt Bogi Hólm. Aður var ekki óalgengt að sjá Akur- eyringa i City-dressi með röndótt- ar buxur við, bóler og regnhlif, eins og maður sér i London nú á dögum. Aristokratarnir áttu þetta allt saman til, og þetta kom oft til viðgerðar. Menn eins og Steindór Jóhannesson fiskimats- maður, Brynleifur Tobiasson yfirkennari, Jón E. Sigurðsson i Akra og Agúst Kvaran, leikstjóri og umboðsmaður I. Brynjólfsson & Kvaran i Reykjavik. Tizkan kom beint frá London til Akureyrar Mikið var um saum á kjólföt- um, og er enn á Akureyri. Það gera Odfellow og frimúrara stúkurnar, og mikið var um fin samkvæmi hér á vetrum. Fata- efnin og tizkan komu beint frá London, og svo frá Ameriku á striðsárunum. Það voru mikil amerisk tizkuáhrif hér i striðinu, en svo lagðist það nú af. Flutt til Reykjavíkur. Iðnskóli og iþróttir Bragi Brynjólfsson klæðskeri flutti til Reykjavfkur með stofuna meðan ég var enn við nám. Ég fór suður með honum og hélt áfram námi. Bragi settist að i húsnæði að Hverfisgötu 117. Ég hafði gott af þessari til- breytingu.og þóttekki væri mikið um fjármuni, þá blessaðist það einhvern veginn allt. Ég fékk 75 krónur fyrir að skúra, og þeim eyddi ég i skiðaferðir i Hveradali. Ég hvorki reykti né drakk og varði öllum fristundum til iþrótta. Ég náði ágætum árangri i iþróttum, varð nokkrum sinnum Islandsmeistari i Alpagreinum á skiðum, setti Islandsmet i 400 metra- grindahlaupi og varö nokkrum sinnum meistari I frjálsum iþróttum. Að ég minnist á iþróttaiðkanir, er nú fyrst og fremst vegna þess, að ég tel mig og fleiri eiga iþróttunum mikið að þakka, bæði heilbrigðislega séð, og ekki siður, að i brekkunum I Hveradölunum kynntist ég mörgum af minum beztu vinum, sem haldið hafa vináttu við mig ætið siðan. Á ég þar við menn eins og Þóri Jónsson skiðakappa, sem landskunnur er af störfum sfnum og fyrirtækjum, Lárus Guðmundsson i Ræsi og Harald Björnsson forstjóra hjá S. Arnason & co., og ef til vill marga fleiri. Þessir menn, sem maður kynntist i iþróttunum, halda við mann meiri tryggð en almennt gerist. Þess vegna finnst mér, að það megi ekki gleymast, að gegn- um iþróttastarfið eignast menn góða vini, og það gerir iþróttirnar ekki sizt mikils virði. Ég þekkti llluti af saumastofu JMJ á Akureyri. Flíkurnar ganga frá einni saumvélinni I aöra, og skipulag er grundvallað á visindalegri tækniþróun. Fyrirtækið hefur fengið erlenda tæknimenn og verkfræðinga sér til aðstoöar í skipulagi saumastofunnar, og verksmiðjan er búin fultkomnustu ve*fum. . Hjá JMJ fyrirtækjunum vinna 50-60 manns. Hefur fyrirtækið notið tryggðar hjá starfsfólki, sem margt hefur unnið hjá fyrirtækinu frá stofnun þess. starfið vel og hafði 75 krónur á mánuði i kaup. Fyrstu skiðin kostuðu 70 kr — Fyrsta peningalánið Ég man eftir einu atviki frá þessum árum, sem ég held ég gleymi aldrei. Svo var mál meö vexti, að ég hafði stundað skiði og lært á skiðum i Ólafsfirði eins og allir strákar þar. Mig langaði mikið til að eignast almennileg skiði og átti kost á að kaupa skiði, sem Magnús Fr. Árnason, lögfr. Búnaðarbankans, átti þá og var nýbúinn að verða islandsmeistari á vestur á tsafirði. Skiðin kostuðu 70 krónur. Eina ráðið til að kaupa skiöin var að fá einhversstaðar lánaða peninga. Jón Þorvaldsson i Nýju kjötbúðinni, þar sem ég hafði áður unnið um tima, lánaði mér peningana og ég keypti skið- in af Magnúsi. Limpressa hjá JMJ. Millifóður og alls konar „innmatur” i fötum, sem við kiinnum ekki skil á, er nú limdur i nákvæmum pressum. Þetta leys- ir af hólmi liina gömlu „nálastunguaðferð”, sem var timafrek og sein- leg. Limið þolir fatahreinsun og alla algenga meðferð og hefur siður en svo reynzt verr en saumaskapur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.