Tíminn - 30.09.1973, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.09.1973, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 30. september 1973 Pétur Guðjónsson: Ályktun stjórnarmanna Verzlunarráðsins ÞAÐ rak margan verzlunar- manninn i rogastanz, þegar hann horföi á sjónvarpiö á miðviku- dagskvöldið, leit siöan á öftustu siöu Morgunblaðsins á fimmtu- daginn og sá ályktun, sem Verzl- unarráð Islands hafði gert i sam- bandi við hugsanleg stjórnmála- slit tslands við Bretland, vegna siendurtekinna ásiglinga brezkra herskipa á islenzk varðskip. Asiglingar þessar eru gerðar samkvæmt fyrirskipunum brezku rlkisstjórnarinnar til hertækja sinna á tslandsmiðum, sem tefla hvaða dag sem er lifi tuga is- lenzkra sjómanna I mikla lifs- hættu. Þvi miður hefur þetta til tæki brezkra stjórnvalda nú þegar kostað islenzkt mannslif. Þegar smáriki eins og tsland er að reyna að verja gegn tortim- ingu þá einu náttúruauðlind, sem gerir þjóðinni mögulegt að lifa menningarlifi i landi sinu, og fær á sig hernaðarofbeldisárás frá einu stærsta og rikasta iðnaðar- riki i heimi til þess að tryggja áframhald rányrkju og eyðilegg- ingu á þessari náttúruauðlind I stað skilnings á aðstæðum, þá er ekki lengur það ástand, að eðlileg stjórnmálatengsl geti verið milli landanna. Hefði átt að slita stjórnmálasambandi við Breta undir eins og fyrsta brezka her- skipið sigldi innfyrir 50 milurnar. Við hefði mátt bUast, þegar um slikar aðstæður er að ræða eins og hér að framan hefur verið lýst, að þjóðin stæði sem einn maður á bak við sina rikisstjórn, er hUn gefur hið eina svar, sem sjálf- stætt lýðveldi vcröurað gefa við þessar aðstæður, slit á stjórn- málasambandi. Það er blátt áfram fáranlegt, aö brezkt sendi- ráð skuli vera opið við Laufásveg, á sama tima og við getum átt von á þeirri frétt, að tugir Islenzkra landhelgisgæzlumanna hafi látið lifið vegna fyrirfram ákveðinna aðgerða brezka hernaðartækja við tsland. Verzlunarráð Islands er félag sem saman koma I hin ýmsu félög verzlunarstéttarinnar og iðnað- arins, ásamt ýmsum verzlunar- og iðnfyrirtækjum, sem eru beinir aðilar að ráðinu. Ályktun- in, sem Verzlunarráðið lét frá sér fara, er að öllu leyti það óvenju- leg, að eina eölileg afgreiðsla hennar hefði verið, að hUn hefði fyrst verið rædd i hinum ýmsu félögum, sem aðild eiga að ráöinu, og er hUn hefði verið þar . rædd og samþykkt, þá fariö til stjórnar Verzlunarráðsins og þar endanlega frágengin. Þessi hátt- ur var ekki viðhafður, ogþvi verður að teljast, vegna alvarlegra formgalla og skorts á umboði frá þeim einstaklingum, sem innan Verzlunarráðsins teljast , að þeir aöilar, sem undir ályktunina skrifa og eru I stjórn Verzlunar- ráösins, geri það sem einstakling- ar en ekki sem stjórnarmenn Verzlunarráðsins. En ennþá Pétur Guðjónsson alvarlegri hlutir verða uppi á ten- ingnum, þegarskyggnzter niður i efnishlið ályktunarinnar. Þar koma fram órökstuddar fullyrð- ingar, villandi upplýsingar um alþjóðleg viðskiptamál og fjár- mál og algjör vantrU á kunnáttu, reynslu og hæfni islenzkrar verzl- unarstéttar til að leysa þau vandamál, sem upp kynnu að koma, ef Bretar ásamt öðrum NATO og og Efnahagsbandalags- þjóðum hygðust beita Islendinga frekari efnahagslegum refsiað- gerðum en orðið er. Einmitt hin góöa menntun, kunnátta og reynsla islenzkrar verzlunar- stéttar er eitt af vopnum ís- lendinga fdag og getur að engu gert allar tilraunir Breta og refsi- aögerðabandamanna þeirra i Efnahagsbandalaginu. Ekki efast ég um að hver einstaklingur inn- an verzlunarstéttarinnar sé tilbU- inn að færa þær fórnir, sem nauð- synlegar eru til þess að full- ur sigur náist i þessu lifshags- munamáli þjóðarinnar, máli, sem þjóðartilvera tslendinga byggist á. Þvi hefði ég frekar bU- izt við að ályktun Verzlunarráðs- ins hefði verið að efni til tilkynn- ing til rikisstjórnarinnar um að öll starfsorka, kunnátta og reynsla verzlunarstéttarinnar væru til reiðu til að leysa hver þau viðskiptaleg og fjármálaleg vandamál, er Bretar reyndu að valda okkur i staðinn fyrir það væl, sem ályktunin er. Mun nU vikið að ályktuninni lið fyrir lið: 1. Meta ber og virða gott kynning- arstarf á vegum Verzlunar- ráðsins á málstað Islendinga I landhelgisdeilunni við Breta. En ekki eru Bretar sama álits og Verzlunarráðið I sambandi við efnahagslegar refsiað- gerðir, þar sem þeir eru bUnir að draga allt Efnahagsbanda- lagið i dilk með sér til að refsa tslendingum. Þær refsiað- gerðir eru staðreynd i dag, þar sem tollaákvæði hagstæð tslendingum koma ekki til framkvæmda við innflutning á fiskafurðum til Efnahags- bandalagslandanna vegna fisk- veiðideilu Islendinga og Breta. Hér er meira að segja Danmörk farin að refsa Islendingum vegna landhelgis- málsins, og öll NATO-löndin I Efnahagsbandalaginu refsa Islendingum i dag vegna land- helgisdeilunnar, þrátt fyrir þá staðreynd, að við, ásamt Bandarikjamönnum, gefum þessum þjóðum varnaraðstöð- una i nyrzta hluta Atlantshafs- ins: Okkar framlagrlandfræði- lega aðstaðan, er að minnsta kosti 100 milljóna dollara virði á ársgrundvelli ef ekki langtum meira. Það er orðið hart og eitthvað bogið i meira lagi, þegar þiggjendur mikilla v a r n a r v e r ð m æ t a af tslendingum eru á sama tima efnahagslegir refsendur þeirra fyrir að reyna að tryggja lifs- afkomu sina. 2. Ég fæ ekki séð, hvernig vin- veittar þjóðir okkar ættu að missa álit á okkur við að svara stigmögnun Breta i landhelgis- deilunni á hefðbundinn hátt. Islendingar eiga engan annan kost en að fara Ut i aðgerðir til verndar lifshagsmunum sinum, og það er fullkomlega eðlilegt, að slikt fáist ekki Hagkvæmt er heimanám ‘^qkóv-' Bréfaskóli SIS og ASÍ býður yður kennslu i 40 námsgreinum. Eftir- farandi greinargerð ber fjölbreytninni vitni. I. ATVINNULÍFIÐ 1. LandbUnaður. Búvélar.6. bréf. Kennari Gunnar Gunnarsáon bUfræðikandidat. Náms- gjald kr. 1.000.- Búreikningar. Kennari Guðmundur Sigþórsson búnaðarhagfræðingur. Námsgjald kr. 1.700.- 2. Sjávárútvegur. Siglingafræði. 4. bréf. Kennari Jónas Sigurðsson skólastjóri. Náms- gjald kr. 1.400.- Mótorfræði I. 6. bréf. Um benzinvélar. Kennari Andrés Guöjónsson skólastjóri. Námsgjald kr. 1.400.- Mótorfræði II. 6. bréf. Um dieselvélar. Kennari Andrés Guðjónsson skólastjóri. Námsgjald kr. 1.400.- 3. Viðskipti og verzlun. Bókfærsla 1.7 bréf. Kennari Þorleifur Þórðarson forstj. F.R.Færslu- bækur og eyðublöð fylgja. Námsgjald kr 1.400,- Bókfærsla II.6bréf. Kennari Þorleifur Þórðarson forstj. F.R. Færslu- bækur og eyðublöð fylgja. Námsgjald kr. 1 700,- Auglýsingatcikning. 4. bréf ásamt nauðsydcgum áhöldum. Kennari Hörður Haraldsson viðskiptafræðingur. Námsgjald kr. 700,- Almenn búðarstörf. Kennslubók ásamt 5 spurningabréfum. Kennari Höskuldur Goði Karlsson frkvstj. Námsgjald kr. 800,- Kjörbúðin. 4. bref. Kennari HUnbogi Þorsteinsson. Námsgj. kr. 700.- Betri verzlunarstjórn I og II.8. bréf i hvorum flokki. Kennari HUnbogi Þorsteinsson. Námsgjald kr. 1.250.- Skipulag og starfshættir samvinnuféiaga. 5. bréf. Kennari Eirikur Pálsson lögfræðingur. Námsgjald kr. 600.- II. ERLENDMAL. Danska I. 5 bréf og Litla dönskubókin. Kennari AgUst Sigurðsson cand.mag. Námsgjald kr. 1.100.- Danska II.8 bréf og Kennslubók i dönsku I. Sami kennari. Námsgjald kr. 1.300,- Danska III. 7. bréf og Kennslubók i dönsku III., lesbók, orðabók og stilahefti. Sami kennari. Námsgjald kr. 1.400.- Enska I. og II.7 bréf i hvorum flokki og lesbækui;orðabók og málfræði. Kennari Eysteinn Sigurðsson cand.mag. Námsgjald kr. 1.400.- i hvorum flokki. Ensk verzlunarbréf. 8. bréf.Kennari Snorri Þorsteinsson yfirkennari. Nokkur enskukunnátta nauðsynleg. Námsgjald. kr. 1.400.- Þýzka.5. bréf. Kennari Ingvar G. Brynjólfsson yfirkennari. Námsgjald kr. 1.400.- Franska. 10. bréf. Kennari MagnUs G. Jónsson dósent. Námsgjald. kr. 1.400.- Spænska.10. bréf. Kennari MagnUs G. Jónsson dósent. Námsgjald kr. 1.400.- Sagnahefti fylgir. Esperanto. 8. bréf. lesbók og framburöarhefti. Kennari Olafur S. MagnUsson. Orðabækur fyrirliggjandi. Framburðarkennsla er gegnum rikisUtvarpið yfir vetrarmánuðina I öllum erlendu málunum. Náms- gjald kr. 900.- III. ALMENNFRÆÐI Eðlisfræði6. bréf og kennslubók J.A.B. Kennari Sigurður Ingimundar- son efnafræðingur. Námsgjald kr. 1.000,- lslenzk málfræði. 6. bréf og kennslubók H.H. Kennari Eysteinn Sigurðsson cand. mag. Námsgjald kr. 1.400,- tslenzk bragfræði. 3 bréf og kennslubók. Kennari Sveinbjörn Sigur- jónsson mag.art. Námsgjald kr. 700.- tslenzk réttritun. 6. bréf. Kennari Sveinbjörn Sigurjónsson mag.art. Námsgjald kr. 1.400.- Reikningur. 10. bréf. Kennari Þorleifur Þórðarson forstjóri F.R. Má skipta i tvö námskeið. Námsgjald kr. 1.400.- Algebra.5. bréf. Kennari Þóroddur Oddsson yfirkennari. Námsgjald kr. 1.100.- Starfsfræðsla. Bókin „Starfsval” með eyðublöðum. Ólafur Gunnars- son sálfræðingur svarar spurningum og leiðbeinir um stöðuval. — Gjald kr. 750,- IV. FÉLAGSFRÆÐI Sálar- og uppeldisfræði. 4. bréf. Kennari Þuriður Kristjánsdóttir upp- eldisfræðingur. Námsgjald kr. 800.- Saga samvinnuhreyfingarinnar. 8. bréf og þrjár fræðslubækur. Kennari Guðmundur Sveinsson skólastjóri. Námsgjald kr. 900.- Afengismál 1.3bréf um áfengismál frá fræðilegu sjónarmiöi. Kennari Baldur Johnsen læknir. Námsgjald. kr. 600.- Fundarstjórn og fundarreglur. 3. bréf. Kennari Eiríkur Pálsson lögfræðingur. Námsgjald kr. 800,- Bókhaid verkalýðsfélaga. 4 bréf ásamt færslubókum og eyðublöðum. Kennari Guðmundur AgUstsson hagfræðingur. Námsgj. kr. 700,- Staða kvenna i heimili og þjóðfélagi. 4..bréf. Kennari Sigriður Thorla- cius ritstjóri. Námsgjald kr. 800.- Lærið á réttan hátt.4. bréf um námstækni. Kennari Hrafn MagnUsson, Námsgjald kr. 800.- Hagræðing og vinnurannsóknir.4. bréf aö minnsta kosti. Hagræðingar- deild ASl leiðbeinir. Námsgjald kr. 800.- Leshringurinn. 3 bréf. Kennari Guðmundur Sveinsson skólastjóri og fleiri. Námsgjald kr. 900.- V. TÓMSTUNDASTÖRF Skák. I 5. bréf. Kennari Sveinn Kristinsson skákmeistari. Námsgjald kr. 800,- Skák II. 4. bréf. Kennari Sveinn Kristinsson skákmeistari. Námsgjíld kr. 800.- Gitarskólinn. 8 bréf og lög á nótum. Kennari Ólafur Gaukur hljóm- listarmaður. Námsgjald kr. 900.- TAKIÐ EFTIR:Bre'faskóli SIS og ASl veitir öllum tækifæri til að afla sér I fristundum fróðleiks, sem allir hafa gagn af. Með bréfaskólanámi getið þér aukið á möguleika yöar til að komast áfram i lifinu og m.a. búið yður undir nám við aðra skóla. Þér getið gerzt nemandi hvenær sem er og ráðið námshraða að mestu leyti sjálf. Skólinn starfar allt árið. Bréfaskóli StS og ASt býður yður velkomin. Undirritaöur óskar að gerast nemandi i eftirt. námsgr.: □ Vinsaml. sendið gegn póstkröfu. □ Greiðsla hjálögð kr_______________ (Nafn) (Heimilisfang) Klippið auglýsinguna Ur blaðinu og geymið. Bréfaskóli SÍS & ASÍ ARMÚLA 3, REYKJAVtK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.