Tíminn - 30.09.1973, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.09.1973, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 30. september 1973 Reykjavikurmótið i handknattleik I kvöld kl. 8.15 leika: ÍR — Ármann Fylkir— Þróttur H.K.R.R. Landhelgisgæslan Landhelgisgæzlan vill ráða tvo vélstjóra nú þegar. Upplýsingar hjá ráðningar- stjóra i sima 17650. ATHUGIÐ NÝ MATSTOFA Höfum heitan mat og kaffi á boðstólnum alla virka daga. Útbúum einnig nestispakka. Hentugur áningastaður fyrir bifreiða- stjóra á vöruflutninga- og langferðabilum. Næg bilastæði. Opið mánud.-föstud. frá 09-12.30. laugardaga frá 09-16.00 Matstofa AAiðfells hf. Funahöfða 7, (s. 84939) Ártúnshöfða Smjörlíki h/f hefur ákveðið að efna til samkeppni um beztu smáréttina. Verðlaun nema samtals 80 þúsund krónum. Samkeppnin ber heitið: Ljóma smáréttasam- keppnin. Þátttakendur í samkeppninni þurfa aðeins að senda inn uppskrift af bragðgóðum, skemmtilegum smárétti, sem búa má til á fljótlegan og einfaldan hátt. Fyrstu verðlaun samkeppninnar verða 40 þúsund krónur, önnur verðlaun 20 þúsund krónur, þriðju verð- laun 10 þúsund krónur, fjórðu og fimmtu verðlaun 5 þúsund krónur hvor. Þátttaka i Ljóma-smáréttasamkeppninni er öllum heimil, konum og körlum, nema þeim, sem hafa matar- gerð að atvinnu, starfandi húsmæðrakennurum, lærðum bökurum og brytum. Kjörorð samkeppninnar er: „Alveg ljómandi“. Samkeppnisreglur: IÞátttakendur mega senda svo margar uppskriftir, sem þeir óska. 2Vélritið, eða skrifið prent- störfum, allt í uppskriftinni. Gleymið ekki að gefa upp nákvæmt mál eða vigt, bök- unartíma/suðutíma og hita- stig. Nafn á smáréttinum ef þér hafið það. 5Veljið yður dulnefni og skrifið það á uppskriftar- blaðið. Látið síðan nafn yð- ar, heimilisfang og síma á annað blað og setjið það í umslag merkt dulnefninu. Hvort tveggja er síðan látið í umslag merkt: „Alveg ljómandi", pósthólf 5133, Reykjavík. Umslagið verður að hafa borizt okkur í síð- asta lagi 16. október, 1973. Skilyrði fyrir þátttöku er: a) að Ljóma-smjörlíki sé notað á einhvern hátt í uppskriftinni og b) önnur efni, sem fáan- leg eru í verzlunum hér- ienais, c) að smárétturinn sé fljót- gerður. Smjörlíki h/f áskilur sér * rétt til að nota allar upp- skriftir, sem berast í aug- lýsingar, í uppskriftabæk- ur, eða með öðrum hætti og án þóknunar til sendanda eða höfundar. Uppskriftirn- ar verða ekki endursendar eða verður unnt að gera til- kall til þeirra á annan hátt, enda hafi enginn einkarétt á þeim. 6Fimm réttir komast í úr- slit. Sendendum þeirra verð- ur boðið að vera viðstaddir, þegar úrslit verða tilkynnt af dómnefnd 15. nóvember 1973. Fargjöld og uppihald verður greitt fyrir þátttak- endur utan af landi. 7Sérstök dómnefnd mun fjalla um uppskriftirnar, en hana skipa: Agla Marta Marteinsdóttir, húsmóðir. Dröfn Farestveit, húsmæðrakennari. Elsa Stefánsdóttir, húsmóðir. Jón Ásgeirsson, fréttamaður. Skúli Þorvaldsson, veitingamaður. Haukur Hjaltason, matreiðslumaður, og er hann jafnframt fo'r- maður dómnefndar. Ath.: Nánari upplýsingar, ef óskað er, veitir Smjörlíki h/f, Þverholti 19, Reykjavík. Sími: 26300. Sendið okkur eftirlætisupp- skrift yðar strax í dag. Hver veit nema einmitt yðar upp- skrift verði metin fjörutíu þús- und króna virði? smjörlíki hf. ÞVERHOLTI 19, SlMI 26300 REYKJAVlK. Sendinefnd Islands á allsherjar- þinginu SENDINEFND tslands á 28. alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna, sem sett var í aðalstöðvum sam- takanna i New York 18. september s.l., hefur fyrir nokkru verið skipuð. Fulltrúar verða Einar Ágústs- son utanrikisráðherra, formaður sendinefndar: Ingvi Ingvarsson sendiherra, fastafulltrúi Islands hjá S.þ., varaforrrfaður: Hans G. Andersen sendiherra: Hörður Helgason, skrifstofustjóri utan- rikisráðuneytisins: og Gunnar G. Schram, varafastafulltrúi tslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Varafulltrúar og jafnframt full- trúar þingflokka verða Baldvin Jónsson hæstaréttarlögmaður, Hannes Pálsson, bankastjóri, Magnús Jónsson alþingismaður, Sigurður Blöndal, skógarvörður og borsteinn Jónatansson ritstjóri. Ráðgjafar verða Haraldur Kröyer sendiherra og tvar Guðmundsson ræðismaður. Einar Ágústsson utanrikisráð- herra mun taka þátt í almennu umræðunum á allsherjarþinginu og flytur ræðu sina mánudaginn 1. október n.k. Féll fram af björgum gbk-Reykjavik. Sá atburður gerðist miðvikudaginn 26. sept, að maður féll fram af björgum rétt hjá Máná á Tjörnesi og slasaðist talsvert illa. Aðdragandi málsins var sá, að menn úr björgunarsveitinni á Húsavik voru að svipast um eftir báti, sem saknað var. Munu bil- ljós hafa blindað einn þeirra, svo að hann gekk fram af björgunum, Fallið var um 20-30 metrar. Steypustyrktar- járni stolið gbk-Reykjavik. Föstudaginn 28. sept. var stolið talsverðu magni af steypustyrktarjárni að Lækjarteigi 1, meðan starfsmenn voru f matarhléi. Fyrirtækið Aðalbraut hf. er að byggja hús fyrir Rafveituna á þessum stað. Steypustyrktarjárn af þeirri tegund, sem stolið var, mun vera ófáanlegt i landinu. Aðfaranótt laugardagsins var brotizt inn i vinnuskúra Aðalbrautar hf. á þessum sama stað og talsverðar skemmdir unnar. Starfs- kynning una- W templara í DAG, sunnudaginn 30. sept, kl. 14-19, fer fram starfskynning á vegum islenzkra ungtemplara i 9 skólum á höfuðborgarsvæðinu. Þrir fulltrúar frá ÍÚT munu verða á hverjum stað, þar sem þeir munu svara fyrirspurnum og kynna starfsemina. Ennfremur liggja frammi bæklingar um ýmis mál. Skólarnir, sem um ræðir, eru Gangfræðaskóli Austurbæjar, Álftamýrarskóli, Arbæjarskóli. Breiðholtsskóli, Hagaskóli, Réttarholtsskóli, Langholtsskóli, Laugalækjarskóli og Gagnfræða- skóli Kópavogs. Kynningin miðast við aldurinn 14-25 ára, en allir eru velkomnir. Markmið kynninganna er að fá sem flesta til að gangast undir merki sam- takanna. —hs—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.