Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 8
VIÐSKIPTI Ísland er nánast eina vest- ræna ríkið sem leggur stimpilgjöld á öll skuldabréfaviðskipti. Þetta er niðurstaðan af samantekt sem Samtök atvinnulífisins hafa gert um stimpilgjöld í átján Evrópu- ríkjum. Almennt þekkist ekki á Norðurlöndum að stimpilgjald sé lagt á í annað sinn í tengslum við endurfjármögnun lána. Ari Edwald, framkvæmda- stjóri SA, segir að hlutabréf og óþinglýst skuldabréf sem almennt eru notuð í viðskiptum beri ekki stimpilgjald í nágrannalöndunum. Eignaskjöl og veðlán vegna fast- eignaviðskipta bera mismunandi skatta eftir löndunum. „Við höfum undanfarin misseri rætt þessi mál út frá hagsmunum fyrirtækj- anna,“ segir Ari. Hann segir að vegna umræðu um stimpilgjöld einstaklinga í kjölfar íbúðalána hafi SA ákveðið að útbúa greinar- gott yfirlit um þessa skattheimtu í samanburðarlöndum okkar. Endurskoðunarfyrirtækið KPMG vann samantektina fyrir SA. „Á Íslandi hallar á skuldabréf án fasteignaveðs og endurfjár- mögnun á fasteignalánum. Það eru þeir þættir sem okkur finnst standa út af.“ Stærri fyrirtæki gera lánalínusamninga og komast þannig hjá stimpilgjöldum. Ein- staklingar og smærri fyrirtæki geta ekki gert slíka samninga. „Við teljum að þessi skattheimta á þinglýst skjöl skekki samkeppnis- stöðu smærri fyrirtækja og beini fjármögnun í óhagkvæmari far- veg. Líka hjá einstaklingum sem fjármagna sig frekar með yfir- drætti.“ Ari segir að varðandi endur- fjármögnun sé gjaldið markaðs- hindrun, þar sem það sé innheimt ef skipt er um lánveitanda, en ekki ef um sama lánveitanda er að ræða. Ari segir Samtök atvinnulífs- ins gera sér grein fyrir að tekju- stofn sem þessi verði ekki tekinn af í einu lagi. „En það væri eðli- legt að byrja á stimpilgjöldum af endurfjármögnun og þeim við- skiptapappírum sem ekki eru skattskyldir í nágrannalöndun- um.“ haflidi@frettabladid.is 8 23. september 2004 FIMMTUDAGUR Flugmálastjórnir Íslands og Írlands: Taka upp samstarf FLUGSAMGÖNGUR Ritað hefur verið undir nýtt samkomulag um undir- búning samstarfs flugmálastjórna Írlands og Íslands um fjarskipta- þjónustu á Norður-Atlantshafi. „Flugmálastjórn Íslands hefur komið á fót nýju hlutafélagi, Flug- fjarskiptum ehf., til að taka við öll- um rekstri flugfjarskiptamið- stöðvarinnar í Gufunesi. Þetta ger- ir kleift að taka upp samstarf við írsku flugmálastjórnina, sem rek- ur samsvarandi fjarskiptastöð í Ballygirreen skammt frá Shannon- flugvelli auk þess að gera starfs- mönnum mögulegt að takast á við fjölbreyttari verkefni,“ segir í til- kynningu Flugmálastjórnar. Gert er ráð fyrir að samræmdur rekstur fjarskiptastöðvanna tveggja hefjist í apríl á næsta ári og verði á tilraunastigi í eitt ár. „Jafn- framt verður unnið að því að skil- greina með hvaða hætti best væri að standa að áframhaldandi rekstri í framtíðinni. Markmiðið er að tryggja notendum betri fjarskipta- þjónustu í flugi yfir Norður-Atlants- haf og lægri kostnað þegar fram líða stundir,“ segir í tilkynningu. Írska flugmálastjórnin á eftir að festa kaup á sams konar skeyta- afgreiðslubúnaði og verið er að taka í notkun í Gufunesi um þessar mundir, en búnaðurinn er þróaður hér á landi af Flugkerfum hf. ■ SVONA ERUM VIÐ Hótel Rangá er fjögurra stjörnu sveitahótel á bökkum Rangár, milli Hellu og Hvolsvallar. Vi› bjó›um fyrirtaks fundar- og veislua›stö›u. Vertu velkominn! Sími: 487 5700 www.icehotels.is N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 3 3 8 9 Nordica • Loftlei›ir • Flughótel • Flú›ir • Rangá • Klaustur • Héra› 96 KM TIL REYKJAVÍKUR EINKAAFNOT MÖGULEG KJÖRI‹ FYRIR HVATAFER‹IR FRÁBÆRAR VEITINGAR HÓTEL RANGÁ fi E G A R H A L D A Á G Ó ‹ A N F U N D Nýtt framboði: Listalistinn – börnin heim SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Nýtt stjórnmálaafl býður sig fram til bæjarstjórnar í nýsameinuðu sveitarfélagi á Héraði. Framboð- inu hefur verið gefið nafnið Lista- listinn – börnin heim. Fram kemur í Austurglugganum að hreyfingunni sé einkum ætlað að skapa aðstöðu fyrir ungt fólk úr héraðinu sem hefur menntað sig í listum svo að það geti snúið aftur heim og starfað þar. Enn fremur setja forsvarsmenn framboðsins fræðslumál á oddinn og setja stefn- una á formennsku í menningar- málanefnd. Gengið verður til kosn- inga 16. október. ■ HVE MARGIR BERA NAFNIÐ ..... SEM FYRSTA NAFN? Árni 1.670 Björn 1.753 Davíð 938 Geir 306 Guðni 627 Halldór 1.524 Jón 5.546 Sigríður 3.905 Sturla 146 Valgerður 774 Þorgerður 273 Heimild: Hagstofa Íslands SAMKOMULAG UNDIRRITAÐ Við undirritunina voru stödd (frá vinstri talið): Philip Hughes, framkvæmdastjóri viðskipta- og þjálfunarsviðs Flugmálastjórnar Írlands, Eamonn Brennan, flugmálastjóri Írlands, Þor- geir Pálsson flugmálastjóri og Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri flugumferðarsviðs Flug- málastjórnar. Fyrir aftan þá standa Brandur S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Flugfjar- skipta ehf., og Sigrún Traustadóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Flugmálastjórnar. Endurfjármögnun hvergi skattlögð eins og hér Samtök atvinnulífsins hafa látið kanna stimpilgjöld í nágrannalöndum okkar. Íslendingar eru í sérflokki þegar litið er til þessa skatts. Bitnar á einstaklingum og smærri fyrirtækjum. STIMPILGJÖLD Land Skjöl Veðskuldabréf Önnur skuldabréf v/fasteignaviðskipta v/fasteignaviðskipta Danmörk 0,6% + 14.000 kr. 1,5 + 14.000 kr. 0% Finnland 4% 0% 0% Ísland 0,4% 1,5% 1,5% Noregur 2,5% 0% 12.000 kr. Svíþjóð 1,5-3% 2% 0% SKEKKIR SAMKEPPNISSTÖÐU Ari Edwald segir stimpilgjöld á óþinglýstum skuldabréfum skekkja samkeppnisstöðu smærri fyrirtækja gagnvart þeim stærri. Stór fyrirtæki komast hjá gjöldunum með gerð lánasamninga. Skattur á endurfjármögnun lána er hvergi jafn hár og á Íslandi. 08-09 22.9.2004 21:46 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.