Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 27
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 7 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 121 stk. Keypt & selt 32 stk. Þjónusta 36 stk. Heilsa 11 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 16 stk. Tómstundir & ferðir 7 stk. Húsnæði 24 stk. Atvinna 29 stk. Tilkynningar 5 stk. Ný skóverslun BLS. 2 Góðan dag! Í dag er fimmtudagurinn 23. september, 267. dagur ársins 2004. Reykjavík 7.14 13.20 19.24 Akureyri 6.58 13.05 19.09 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Inga Björg Stefánsdóttir söngkona á mál- verk inni í stofu hjá sér sem hún man eftir frá því að hún man fyrst eftir sjálfri sér: „Myndin er nokkurskonar sjávarlands- lag og á henni eru marglyttur, hafmeyjar, kastalar og skip. Hún er eftir Aðalbjörgu Sófaníasdóttur frá Loðmundarfirði sem var gift ömmubróður mínum og var mikið nátt- úrubarn. Amma og afi áttu myndina fyrst en amma gaf svo mömmu og pabba hana þegar þau fóru að búa þannig að ég hef alltaf haft hana fyrir augunum. Mér fannst báturinn sem flýtur á hafinu á myndinni alltaf vera Aðalbjörgin sem er bátur sem afi minn átti og pabbi á núna. Og trúði því auðvitað eins og nýju neti að það væru haf- meyjar neðansjávar sem pössuðu upp á að ekkert kæmi fyrir Aðalbjörgina okkar. Á stríðsárunum bjargaði afi tæplega tvö- hundruð mönnum úr breskum tundurspilli upp í Aðalbjörgina og ég var viss um að haf- meyjarnar hefðu hjálpað honum.“ Þegar Inga kom svo heim úr námi og keypti sér íbúð var hún að gramsa í geymsl- unni hjá foreldrum sínum og fann myndina. „Mér fannst ég verða að hafa hana heima hjá mér. Myndin er svo full af lífi, skemmti- lega naíf og alltaf hægt að finna eitthvað nýtt í henni. Á morgnana sit ég með sonum mínum við kertaljós og við horfum á mynd- ina áður en við förum út í daginn.“ Inga Björg Stefánsdóttir hefur ekki setið auðum höndum síðan hún flutti heim og tók nú síðast þátt í uppfærslu Sumaróperunnar á Happy End. Fyrir höndum eru tónleikar með Hrólfi Sæmundssyni og Valgerði Guðnadóttur í Iðnó sunnudaginn 10.október þar sem eflaust má heyra sírenusöng haf- meyjanna ef grannt er hlustað. brynhildurb@frettabladid.is Inga Björg Stefánsdóttir á sér eftirlætismynd: Hafmeyjar í sjávarháska ferdir@frettabladid.is Sérstakt kynningartilboð á golfferðum er í október hjá ferða- skrifstofunni Úrval-Útsýn. Hægt er að velja um tvo golfstaði á Spáni: Valle del Este og El Rompido. Kynningartilboðið felst í tíu þús- und króna afslátti af ferðum til Valle del Este og tuttugu þúsund króna afslátti af ferðum til El Rompido. Ferðir til Valle del Este eru 19. og 29. október en til El Rompido 10. október. Hægt er að kynna sér ferðirnar betur hjá Úrval-Útsýn eða á urvalutsyn.is. Skrifstofa Ferðaþjónustu bænda hf. og Ferðaþjónustan að Hólum í Hjaltadal náðu á dög- unum viðmiðum Green Globe 21 í umhverfismálum. Green Globe eru alþjóðleg samtök sem vinna að umhverfismálum með neyt- endum, fyrirtækjum og samfélög- um að þróun sjálfbærari ferða- þjónustu. 22 fyrirtæki og einn áfangastaður á Íslandi eru aðilar að Green Glober 21. Skrifstofa Ferðaþjónustu bænda hf. og Ferðaþjónustan að Hólum í Hjaltadal höfðu unnið að þessu markmiði í rúmt ár en næst á dagskrá er að fá vottun Green Globe 21. Til að fá slíka vottun þarf óháður þriðji aðili að votta að ferðaþjónustufyrirtæki hafi náð að uppfylla kröfur Green Globe 21 með tilliti til umhverfis- mála. Erlendum ferðamönnum fjölgar sífellt. Samkvæmt taln- ingu Ferðamálaráðs fóru 64.534 er- lendir gestir um Leifsstöð í ágústmánuði. Þetta eru nærri því sex þúsundum fleiri en á sama tíma í fyrra. Frá ára- mótum hefur ferðamönnum fjölgað um 15,4 prósent og nemur fjölgunin um 35.000 manns. Dönum fjölgaði um nærri þrjátíu prósent en fækkun var frá hinum Norðurlöndunum. Um tuttugu prósentum fleiri Bretar og Bandaríkjamenn ferðuðust hingað en Þjóðverjar voru sem fyrr fjölmennastir, tæplega ellefu þúsund Þjóðverjar heimsóttu klakann í síðasta mánuði. Skemmtisigling um suðræn höf er eflaust það sem marga dreymir um. Nú býður ferðaskrif- stofan Terra Nova upp á skemmtisiglingu með skemmti- ferðaskipinu Carnival Glory. Um er að ræða vikusiglingu um Aust- ur-Karíbahafið 25. desember til 1. janúar. Þetta er sannkölluð jóla- ferð enda vel hægt að halda veg- lega upp á jólin í skemmtiferða- skipinu sem hefur allt til alls. Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu Terra Nova, terranova.is, og í síma 591 9000. Samtök ferðaþjónustunnar vilja benda á ráðstefnu í Smára- lind 8. október næstkomandi klukkan 09.00 til 17.00. Ráð- stefnan er hentug fyrir þá sem vilja skapa sér viðskipti á netinu, hugsanlega í sambandi við ferða- þjónustu og ferðaiðnaðinn. Ráð- stefnan er um markaðssetningu á netinu og sjá íslensk fyrirtæki um hana. Félags- menn Samtaka ferðaþjónustunnar fá fimm þúsund króna afslátt af miðaverði. Hægt er að sækja skráningarblöð á vefnum sfa.is. Inga Björg byrjar daginn á að horfa á hafmeyjarnar. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í FERÐUM FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Góði Guð takk fyrir matinn… og mamma líka. Sixties Til sölu eldhúsinnrétting gegn því að fjarlægja hana úr húsi við Borgartún í Reykjavík. Uppl. í s 562 9888. Til sölu slöngubátur Zodiac 380 ‘04 + 15 hp Yamaha mótor, verð 190 þús. Uppl. í s. 869 6592. Tískan gengur í hringi; Mjó mittisbelti Það getur komið illa við budduna að fylgja straumunum í tísku- heiminum, margar tískubólur staldra stutt við og nýjar taka við. Það er því alltaf gaman þegar litlir hlutir sem setja nýjan svip á eldri flíkur koma í tísku. Um þessar mundir eru litlu mjóu leðurbeltin að ryðja sér til rúms og í rauninni eru þau góð og gild við allt, buxur og pils, utan yfir kápur, peysur og skyrtur, það er bara að vefja einu fallegu mjóu belti utan um sig miðjan og dressið er komið. Mjóu beltin eru líka mjög dömuleg og minna á margan hátt á gamla tíma. Gróf leðurbelti eru og verða líka mjög vinsæl í vetur en þau notast á annan hátt og henta kannski öðrum týpum. Beltin fást í Zöru og Top Shop. 27 (01) Allt forsíða 22.9.2004 15:59 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.