Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 46
Á þessum degi var William Bonney, síðar betur þekktur sem Billy the Kid, handtekinn í fyrsta skipti. Hann var aðeins 15 ára gamall þegar hann var gripinn glóðvolgur en saklaus með þvott sem félagi hans hafði stolið og var fyrir vikið settur saklaus í fangelsi. Billi missti móður sína 14 ára gamall en þrátt fyrir erfiða æsku benti flest til þess að hann kæmist sæmilega til manns og gæti orðið góður og gegn borgari. Þetta breyttist allt þegar innilokunarkennd þjakaði hann í fangelsinu, sem varð að lokum til þess að hann strauk eftir tveggja daga dvöl í grjótinu. Þá var ekki aft- ur snúið, glæpaferill útlagans hófst og það leið ekki á löngu þar til Billi var hundeltur af laganna vörðum fyrir miklu alvarlegri glæpi en stuld á hreinu taui. Honum var nefnilega ansi laus gikkfingurinn og kom ófáum í hel með marghleypunni. BILLI BARNUNGI Það benti ekkert til annars en að hann yrði hinn vænsti dreng- ur þar til honum var stungið i steininn 15 ára gömlum fyrir að stela þvotti. RAY CHARLES Þessi glaðlegi tónlistarmaður fæddist á þessum degi árið 1930, fyrir 74 árum. „Ást er sérstakt orð og ég nota það aðeins þegar ég meina það. Ef maður notar þetta orð of mikið gengisfellur það.“ – Ray Charles veit hvað hann syngur þegar ástin er annars vegar, fer sparlega með dýr orð. Sólveig Anspach fjallar um stóra málverkafölsunarmálið í nýjustu heimildarmyndinni sinni Faux, sem verður frumsýnd í Reykja- vík í dag í tengslum við Nordisk Panorama, heimildar- og stutt- myndahátíðina sem hefst form- lega á morgun. Sólveig lagði loka- hönd á myndina úti í París í gær og er komin með hana glóðvolga til Íslands en hér verður hún sýnd undir nafninu Í þessu máli. „Það má segja að þetta sé documentary comedy, eða gamansöm heimildarmynd, sem sýni hversu þetta mál allt er súr- realískt,“ segir Sólveig, sem segir málið svo flókið að hún hafi talið þann kost vænstan að skoða það í einhvers konar spéspegli. „Ég vona líka að myndin gefi mynd af íslensku samfélagi í gegnum fólkið sem talar um málið í henni og held að í henni birtist dæmigerður íslenskur húmor en Íslendingar eru mjög oft alvarlegir þegar þeir eru fyndnir. Þeir brosa ekki mikið og hlæja ekki að bröndurunum sín- um og gefa oft engar vísbend- ingar fyrir fram um að þeir séu að slá á létta strengi.“ Lykilmennirnir í málverka- fölsunarmálinu, þeir Jónas Frey- dal og Pétur Þór Gunnarsson, koma að sjálfsögðu mikið við sögu en auk þess ræðir Sólveig við lögreglumenn og fólk sem keypti falsaðar myndir. „Ég vona að allir hafi húmor fyrir efnistök- unum,“ segir Sólveig og leggur ríka áherslu á að hún sé ekki að gera gys að málsaðilum. „Það er frekar að viðmælendurnir sjálfir komi með skoplegu hliðarnar en sagan er í raun sögð á afskaplega venjulegan hátt.“ Sólveig segist síður en svo hafa stokkið á málið þegar henni var bent á að það gæti verið skemmtilegur efniviður í heim- ildarmynd. „Mér fannst þetta allt of flókið og gafst upp en eftir því sem ég hugsaði meira um þetta sá ég að þetta væri kómískt, sérstaklega þar sem enginn hafði dáið eða beðið var- anlegan skaða þó að málið sé vissulega sorglegt.“ Sólveig kom þrisvar til Ís- lands til þess að taka upp efni fyrir myndina og kom meðal annars við í fangelsinu á Kvía- bryggju þar sem Pétur Þór dvaldi í sex mánuði. „Það var mjög áhugavert. Svo vorum við líka með Pétri í tökum þegar hann fékk lokaniðurstöðu Hæstaréttar og það var auðvitað mjög spennandi.“ Tvær aðrar myndir eftir Sól- veigu, Borgarálfar og Upp með hendur!, verða sýndar á Nordisk Panorama. „Mér þykir mjög vænt um Borgarálfa en hún hefur aldrei verið sýnd á Íslandi áður. Þar skoða ég Reykjavík í gegnum ungt fólk og líf þess. Krakkarnir sem ég fékk til liðs við mig voru ofsalega skemmtilegir, lítríkir, fullir af orku og fjöri.“ thorarinn@frettabladid.is 34 17. september 2004 FÖSTUDAGUR Fölsuð list í spaugilegu ljósi SÓLVEIG ANSPACH : FRUMSÝNIR MYND UM MÁLVERKAFÖLSUNARMÁLIÐ timamot@frettabladid.is SÓLVEIG ANSPACH Kláraði heimildarmyndina Í þessu máli í París í gær, rauk með hana beint út í flugvél og sýnir hana í Regnboganum í dag. Myndin fjallar um stóra málverkaföls- unarmálið og því má heyra í henni falskan tón. „Það var lögð mikil vinna í hljóðrásina en þar sem myndin snýst um fölsun vildi ég ekki að það heyrðust nein ranveruleg hljóð nema þegar fólk talar. Hljóðrásin er því fölsk og kallast þannig á við innihald myndarinnar.“ 23. september 1875ÞETTA GERÐIST Móðir mín, amma okkar og langamma, Stefanía Stefánsdóttir áður til heimilis að Bergþórugötu 33, sem lést á Hrafnistu 16. september, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 24. september. Sigríður Alexander, Kristinn Guðjónsson, Stefanía Guðjónsdóttir, Katrín Guðjónsdóttir, Rúnar og Guðbjörg. Okkar elskulegi Haukur (Denni) Snorrason síðast til heimilis að Meðalholti 7, Reykjavík, lést þriðjudaginn 14. september á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni, 24. september klukkan 13.30. Oddný Halla Hauksdóttir, Snorri Hauksson, Soffía Eyrún Egilsdóttir, Stefán Örn Hauksson, Helga Rúna Gústafsdóttir, Margrét Hafdís Hauksdóttir, Friðrik Þorgeir Stefánsson, Ásta Kristín Hauksdóttir, Kristján Guðmundur Arngrímsson, Hulda Ragnarsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín Ágústa Margrét Ólafsdóttir Húsfreyja, Úthlíð Biskupstungum Lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt 20. september. Fyrir hönd fjölskyldunnar Björn Sigurðsson. MERKISATBURÐIR 1780 Breski njósnarinn John Andre er handtekinn með skjöl sem gefa til kynna að Benedict Arnold ætli að láta Bretum virkið West Point í New York eftir. 1846 Stjörnufræðingurinn Jo- hann Gottfried Galle finnur reikistjörnuna Neptúnus. 1897 Fyrsta skráða banaslysið í breskri umferð á sér stað. 1930 Johannes Ostermeier fær einkaleyfi fyrir flassmynda- perunni. 1939 Sigmund Freud andast í London. 1973 Juan Peron, fyrrverandi for- seti Argentínu, nær völd- um í landinu á ný en hon- um hafði verið steypt af stóli 1955. 1990 Írakar hóta að eyða olíu- lindum Mið-Austurlanda og ráðast á Ísrael ef nokk- ur þjóð reynir að flæma þá frá Kúvæt. ANDLÁT Hjalti Þorfinnsson lést 10. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Emelía Kofoed-Hansen Lyberopoulos lést 17. september. Ágústa Margrét Ólafsdóttir, Úthlíð, Biskupstungum, lést 20. september. Jóhannes Zoega, fyrrverandi hitaveitu- stjóri, lést 21. september. JARÐARFARIR 10.30 Halldóra Ingibjörg Ingólfsdóttir (Inga), Lyngbrekku 1, verður jarð- sungin frá Digraneskirkju. 13.30 Unnur Aldís Svavarsdóttir, Stóra- gerði 19, verður jarðsungin frá Grensáskirkju. 13.30 Gunnar H. Sigurðsson, Hjallalandi 7, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju. 13.30 Þorsteinn Sæmundsson, Hátúni 10a, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju. 14.00 Kristín Jónsdóttir, frá Ytri-Tungu, Tjörnesi, verður jarðsungin frá Höfðakapellu. GLÆPAFERILL BILLA BARNUNGA HEFST Barnungur bófi byrjar glæpaferil Hljómsveitin Hudson Wayne gefur út 7“ smáskífu á vínyl í dag en í fljótu bragði virðist það skjóta skökku við að hljómsveit skuli á öndverðri 21. öldinni taka upp á því að gefa tónlist út á formi sem hefur fyrir löngu vikið fyrir stafrænni tækni og geisladiskum. „Það er gaman að gefa út á ein- hverju öðru formi og við höfum mjög gaman af vínyl og finnst þetta gamla plötuform bara miklu fallegra en geisladiskurinn,“ segir Hákon Aðalsteinsson, sem er einn fjögurra liðsmanna Hud- son Wayne. „Þótt það sé ekki mik- ið gert af þessu hérna heima þá er enn töluvert gefið út á vínyl í út- löndum.“ Það mætti þó ætla að það spillti fyrir sölu að gefa út á vínyl þar sem plötuspilarar eru ekki bein- línis algeng heimilistæki nú til dags. Hákon er þó hvergi banginn og telur nýju sjötommuna eiga góða möguleika. „Ég held nú að flestir alvörutónlistaráhugamenn eigi plötuspilara og svo er auðvit- að ennþá hægt að kaupa sér plötu- spilara.“ Hudson Wayne er, auk Hákonar, skipuð þeim Þráni Óskarssyni, Helga Alexander Sigurðssyni og Birgi Viðarssyni. „Við stofnuðum sveitina sumairð 2002 en höfðum áður verið í hinum ýmsu hljóm- sveitum og kynntumst þegar við deildum æfingahúsnæði. Þetta er hefðbundin uppstilling hjá okkur: tveir gítarar, bassi, tromma og söngur,“ segir Hákon en þeir félag- ar ætla að fagna útkomu litlu plöt- unnar, Sentimental Sweater, með tónleikum á Grand Rokk klukkan 21.30 í kvöld. „Skífan inniheldur lög af væntanlegri plötu sem við stefnum á að gefa út snemma á næsta ári. Sú plata verður á geisla- diski. Við gefum smáskífuna út sjálfir og hún verður til sölu á tón- leikunum í kvöld. 12 tónar gefa svo stóru plötuna út.“ Hudson Wayne hafa í nógu að snúast en strákarnir eru á leiðinni til Parísar í næstu viku þar sem þeir spila á Íslandskynningu í safninu Pompidou. „Svo er Air- waves næsta mál á dagskrá en annars erum við á fullu í upptök- um fyrir nýju plötuna.“ ■ Vínyllinn er miklu fallegri HUDSON WAYNE Gefur út gamaldags vínylplötu í dag og fagnar með tónleikum á Grand Rokk. Bob Justman, sem er sólóverkefni Kristins Gunnars Blöndal í Ensími, hitar upp fyrir Hudson Wayne á Grand Rokk í kvöld. 46-47 (34-35) Timamot 22.9.2004 20:15 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.