Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 4
4 23. september 2004 FIMMTUDAGUR Íbúar í Þorlákshöfn vöknuðu við sprengingar lögreglu: Eins og húsþökin þrýstust niður LÖGREGLUMÁL Íbúar í Þorlákshöfn vöknuðu við mikla hvelli um fjög- urleytið í fyrrinótt. Þar var á ferð- inni sérsveit lögreglunnar við hefðbundnar sprengjuæfingar. Fólk vissi hins vegar ekki hvað var um að vera og varð sumt ótta- slegið. „Þetta voru eins og rosalega þung skot,“ sagði Erlendur Jóns- son, íbúi í Þorlákshöfn, einn þeirra sem æfingin hélt vöku fyrir. „Það mynduðust eins konar höggbylgjur, eins og húsþökin væru að þrýstast niður.“ Að sögn íbúa sem blaðið ræddi við stóðu hvellirnir vel fram á fimmta tímann í fyrrinótt. Að sögn Jóns Bjartmarz, hjá embætti ríkislögreglustjóra, var sérsveit lögreglunnar að æfingum í Ölfusi á þessum tíma. Jón kvaðst ekki vilja tjá sig um í hverju þær æfingar væru fólgnar, en þær færu fram með reglulegu millibili, meðal annars þegar væri verið að taka ný- liða inn. Hann sagði að lögreglan hefði haft aðstöðu í Ölfusi um árabil og kannaðist ekki við að það hefði valdið fólki ónæði fyrr. ■ Ráðuneytið þrefalt dýrara þegar Siv fór Útgjöld umhverfisráðuneytis þrefölduðust í tíð Sivjar Friðleifsdóttur. Útgjöld utanríkisráðuneytis tvöfölduðust í tíð Halldórs Ásgrímssonar en forsætisráðuneytið dróst saman undir stjórn Davíðs Oddssonar. STJÓRNMÁL Útgjöld umhverfisráðu- neytisins á yfirstandandi ári, 2004, eiga að vera 4,1 milljarður samkvæmt fjárlögum. Þetta þýðir að útgjöld ráðuneytisins hafa þre- faldast, hækkað úr 1,3 milljörðum í rúma fjóra í fimm ára valdatíð Sivjar Friðleifsdóttur. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, sagði í sam- tali við Fréttablaðið að verulegur hluti af auknum útgjöldum um- hverfisráðuneytisins væri tilkom- inn vegna svokallaðs úrvinnslu- sjóðs sem hefði sérstakar tekjur og ætti að standa undir sínum verkefnum við úrvinnslu. Þetta væri nýr fjárlagaliður á síðustu fjárlögum upp á rúman milljarð. „Það hefur verið gætt ítrasta sparnaðar,“ sagði Siv um ráð- herratíð sína og sagði að óskir ráðuneytisins um útgjöld hefðu iðulega verið skornar verulega niður í fjárlagagerð. Aukningin í umhverfisráðu- neytinu er talsvert meiri hlutfalls- leg aukning en hjá hinum tveimur ráðherrunum sem yfirgáfu ráðu- neyti sín, Halldóri Ásgrímssyni og Davíð Oddssyni, sé litið yfir valda- tíð þeirra. Halldór rúmlega tvö- faldaði útgjöld síns ráðuneytis eins og Fréttablaðið skýrði frá í gær. Stór hluti aukningarinnar er á sviði þróunarmála og friðar- gæslu sem víðtæk pólitísk sam- staða er um. Davíð Oddsson er þriðji ráð- herrann sem stóð upp úr ráðherra- stól við uppstokkun ríkisstjórnar- innar. Útgjöld forsætisráðuneytis- ins drógust hins vegar saman á valdatíma hans, sé miðað við fyrsta ár hans í embætti 1991. Þetta skýrist að stórum hluta af því að árið 1991 voru Byggðastofn- un og framkvæmdasjóður á herð- um forsætisráðuneytisins en eru það ekki lengur. Rekstur ráðuneyt- isins þegar Davíð settist í forsætis- ráðuneytið kostaði 5,4 milljarða á núverði – fimm sinnum meira en á síðasta ári hans reiknað til núvirð- is. En jafnvel þótt þessir liðir séu dregnir frá hafa útgjöldin lækkað verulega eða úr tveim milljörðum í rétt rúmlega einn. Hins vegar juk- ust útgjöld ráðuneytisins og minnkuðu á víxl á árunum í kring- um 1991 og því er erfitt að draga mjög ákveðnar ályktanir. Þá er rétt að geta þess að laga- breyting um breytt reiknisskil sem tók gildi 1998 gerir saman- burð nokkuð erfiðan. a.snaevarr@frettabladid.is Flugmálastjórn: Flugslys í Reykjavík SAMGÖNGUR Á morgun hefst á Reykjavíkurflugvelli flugslysa- æfing sem stendur fram á sunnu- daginn 26. september. Æfð verða viðbrögð við því þegar flugvél með 90 manns innanborðs hlekkist á við austurenda flugvallarins. Slysið verður sviðsett á laugardaginn. Í tilkynningu Flugmálastjórnar kemur fram að alls muni hátt á sjötta hundrað manns taka þátt í æfing- unni, frá björgunarsveitum, lög- regluembættum, Flugmálastjórn, flugrekendum, heilbrigðisstofnun- um, slökkviliðum, Rannsóknarnefnd flugslysa, Rauða krossinum, sóknar- prestum og fleirum. ■ Alþýðusamband Íslands: Aðför að kjörum ATVINNA Sú aðgerð Brims að stofna sérstaka útgerð um rekstur togar- ans Sólbaks og gera áhöfninni að vera utan stéttarfélaga er aðför að skipulögðum vinnumarkaði og umsömdum lágmarkskjörum, segir í ályktun miðstjórnar Al- þýðusambands Íslands, sem fund- aði um málið í gær. „Það er rétt að árétta að um þessa ályktun var algjör sam- staða,“ sagði Grétar Þorsteinsson, formaður ASÍ. „Við höfum ríka ástæðu til að ætla að menn hafi staðið frammi fyrir því að annað hvort skrifa undir samninga eða taka pokann sinn,“ segir Grétar og telur það hvergi nærri við- unandi. ■ Áhöfn Sólbaks: Vísar fullyrðing- um á bug SJÁVARÚTVEGUR Áhöfn Sólbaks EA- 7 segir í yfirlýsingu að með orð- um sínum geri forystumenn samtaka sjómanna, skipstjórn- enda og vélstjóra, lítið úr áhöfn Sólbaks. „Ítrekað hefur verið fullyrt að okkur hafi verið stillt upp við vegg af útgerð skipsins eða við „hengdir upp á snaga,“ eins og formaður Félags skip- stjórnarmanna komst svo ósmekklega að orði í viðtali á einum vefmiðli í gær. Fullyrð- ingum um meintan þrýsting og hótanir af hendi útgerðarinnar í okkar garð er harðlega vísað á bug sem rakalausum þvætt- ingi,“ segir í yfirlýsingunni og farið fram á að forystumenn samtaka sjómanna ræði málið á hófstilltari og málefnalegri hátt en verið hefur. ■ Hryðjuverkavarnir: Aukin völd stofnana MOSKVA, AP Stofnanir sem berjast gegn hryðjuverkum fá aukin völd, samkvæmt nýrri og viðamikilli áætlun sem neðri deild rússneska þingsins samþykkti á fundi sínum í gær. Enn fremur verður hægt að refsa embættismönnum sem bregð- ast í því að koma í veg fyrir hryðju- verkaárásir. Meðal þess sem er lagt til er að tekið verði upp vegabréfaeftirlit innan vissra svæða í Rússlandi, að aukið eftirlit verði með fjármunum sem berast til landsins frá útlöndum og aukið eftirlit um borð í lestum og flugvélum. Þá eru lögð aukin fjárút- lát til baráttunnar gegn hryðjuverk- um og hærri bótagreiðslur til fórn- arlamba hryðjuverkaárása. ■ BLAIR MEÐ FORSKOT Breskir kjósendur bera meira traust til Verkamannaflokksins en stjórn- arandstöðuflokkanna samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Samkvæmt henni treysta 46 prósent Verka- mannaflokknum til að mynda næstu stjórn, 31 prósent Íhalds- flokknum og 26 prósent Frjáls- lyndum jafnaðarmönnum. MYRT MEÐ HANDSPRENGJU Hálf- fertugur austurrískur karlmaður er grunaður um að hafa notað handsprengju til að myrða konu sem vann fyrir hann. Lík hennar fannst á víðavangi eftir ábendingu til fjölmiðils um að ólögleg vopna- sala ætti sér stað þar. Maðurinn segir lát konunnar hafa verið slys. ■ EVRÓPA Ráða sveitarfélögin við rekstur grunnskóla? Spurning dagsins í dag: Fórstu frítt í strætó á bíllausa deginum? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 67,8% 32,2% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Ný tilgáta sett fram um andlát frægasta flugkappa fyrri heimsstyrjaldar: Heilaskaði skerti dóm- greind Rauða barónsins BANDARÍKIN, AP Tæpum níu áratug- um eftir að frægasti flugkappi fyrri heimsstyrjaldar lést telja tveir bandarískir fræðimenn sig hafa fundið orsökina að því að Manfred von Richtofen, sem lengi virtist ósigrandi, lét lífið í bardaga. Taugalífeðlisfræðingarnir Daniel Orme og Tom Hyatt, sem báðir rannsökuðu áhrif höfuðá- verka á flugmenn fyrir bandaríska flugherinn, segja að höfuðmeiðsl von Richtofens sem hann hlaut níu mánuðum áður en hann lést hafi markað upphafið að endalokum eins frægasta flugkappa sögunnar. Rauði baróninn, eins og von Richtofen var kallaður, dvaldi um skeið á sjúkrahúsi eftir að hann varð fyrir höfuðmeiðslum 6. júlí 1917. Eftir það þótti hann hegða sér öðruvísi en áður og telja Orme og Hyatt að þetta geti skýrt hvers vegna von Richtofen þverbraut all- ar reglur sínar um varkárni og flaug langt yfir á svæði banda- manna daginn sem hann lést. Þeir segja meiðslin hafa skert dóm- greind hans. „Gjörðir Rauða bar- ónsins og hegðun eru sígilt dæmi um það sem kallað er eftir-heila- hristings heilkenni,“ sagði Orme. ■ RAUÐI BARÓNINN Manfred von Richtofen barón virtist ósigrandi. Hann lést hins vegar skömmu fyrir lok fyrri heimsstyrjaldar. SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR FER AF SÍÐASTA RÍKISRÁÐSFUNDI Útgjöld ráðuneytis hennar fóru úr rúmum einum milljarði í fjóra. UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ: 1999 1,3 milljarður 0,5% ríkisútgjalda 2004 4,1 milljarður 1,5% ríkisútgjalda Aukning: 215% UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ: 1995 2,6 milljarðar 1,47% ríkisútgjalda 2004 5,5 milljarðar 2% ríkisútgjalda Aukning: 111% FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ÍBÚAR ANDVAKA Íbúar í Þorlákshöfn vöknuðu við vondan draum um fjögurleytið í fyrrinótt við sprengju- æfingar sérsveitar lögreglunnar sem fram fóru í Ölfusi. FUNDAÐ Í MOSKVU Mikhail Fradkov forsætisráðherra og Vla- dimir Pútín forsætisráðherra. Völd þeirra kunna að aukast. 04-05 22.9.2004 22:09 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.