Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 11
11FIMMTUDAGUR 23. september 2004 ■ ÍRAK Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík · Sími 569 7700 · www.nyherji.is Nýjar leiðir til að ná betri árangri MARGMIÐLUNARLAUSNIR FYRIR KENNSLUSTOFUR Er skólinn þinn í takti við tímann? Toshiba T80 Fyrir staðbundna notkun · 1600 Ansi lumen. · XGA upplausn 1024x768. · Auðveldur að festa í loft. · Löng peruending. · Fjölinnganga (tvær tölvur). Tilboðsverð: 189.900 kr. Polyvision 60” · Einnig hægt að skrifa á með venjulegu tússi. · Enginn sérstakur hugbúnaður. · Eins einfalt í notkun og hægt er að hugsa sér. Tilboðsverð: 185.000 kr. Promethean 60” · Hannaðar af kennurum fyrir kennara. · Fullt af gagnlegum kennsluhugbúnaði. Tilboðsverð: 195.000 kr. Sony VPL EX1 Mjög meðfærilegur · 1500 Ansi lumen. · XGA upplausn 1024x768. · Glæsileg hönnun. · Sérlega einfaldur í notkun. · Lampaending 2000 klst. Tilboðsverð: 199.900 kr. Í samræmi við þá þróun að meginhluti kennsluefnis sé á tölvutæku formi verða skólar að búa yfir öflugum margmiðlunarlausnum. Þannig geta kennarar boðið nemendum upp á markvissari kennslu sem skilar betri árangri. Nýherji býður heildarlausnir fyrir kennslustofur þar sem gæði og traust þjónusta eru í fyrirrúmi. Má þar nefna myndvarpa, sýningartjöld, rafrænar kennslutöflur og raddhjálp. Hafðu samband við söluráðgjafa Nýherja sem bjóða þér faglega ráðgjöf við val á réttu margmiðlunarlausninni. Myndvarpar Staðalbúnaður í hverja stofu Rafrænar töflur Náðu betri tengslum við nemendur Raddhjálp Náðu athygli nemenda · Þráðlaus hljóðnemi (vinnur á innrauðu ljósi) þannig að ekki heyrist úr stofunni. · Hefur hjálpað mörgum lágrödduðum kennurum. · Hægt að tala yfir 20-30 manns. · Bose Mediamate hljóðkerfi fylgir með. Tilboðsverð: 49.000 kr. SKIPULAG Akureyringar eru sam- mála um að miðbæ bæjarins hafi hnignað á síðustu árum og rennur það til rifja. Miðbærinn þykir al- mennt óaðlaðandi, skuggsæll og vindasamur en þróuninni má snúa við. Þetta er meðal þess sem fram kom á íbúaþingi um miðbæinn sem haldið var á laugardag en niðurstöð- urnar voru kynntar í gærkvöld. Forsendur þess að þjónusta og mannlíf eflist í miðbænum á ný eru íbúar og matvöruverslun. Skjól og gróður eru líka nauðsyn. Umdeilt er hversu háar byggingar má reisa í miðbænum en meirihlutinn telur rétt að fara varlega í að raska bæjarmynd Akureyrar með miklu hærri húsum en þeim sem fyrir eru. Þá telja bæjar- búar fýsilegt að koma á fót bryggju- hverfi á Oddeyrartanga og tengja þannig Strandgötuna miðbænum enn frekar en nú er. Akureyrarvöllur hefur lengi verið bitbein bæjarbúa, sumir vilja að þar verði áfram leikin knattspyrna en aðrir vilja leggja völlinn undir blóm- legri starfsemi sem nýtist fleirum en íþróttaunnendum. Fram komu hug- myndir um að byggja verslanir og íbúðir á vallarsvæðinu en einnig að það verði áfram grænt og jafnvel breytt í fjölskyldugarð. Niðurstöðurnar verða nýttar sem grunnur í keppnislýsingu vegna al- þjóðlegrar hugmyndasamkeppni um nýjan miðbæ. Ráðgjafarfyrirtækið Alta annaðist framkvæmd þingsins og segir Sigurborg Kr. Hannesdóttir að vel hafi tekist til. „Þátttakendur í samkeppninni fá í hendur lýsingu á hugmyndum og vilja Akureyringa og þurfa að vinna út frá þeim.“ Því er tryggt að óskir heimamanna um framtíð miðbæjarins verða virtar. Eins og gengur voru hugmyndirn- ar misjafnar og meðal annars var stungið upp á að skíðabrekku yrði komið fyrir í Skátagilinu og að spor- vagn gengi upp og niður Listagilið. Óvíst er hvort af þessu verður. Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ og forsprakki verkefnisins Ak- ureyri í öndvegi, er afar ánægður með afraksturinn og segir hann ríma ágætlega við áform frumkvöðlanna. „Við erum að þessu til að efla miðbæ- inn og það er greinilegt að Akureyr- ingar eru sammála okkur um að ráð- ast í talsverðar framkvæmdir á svæðinu, mannlífinu til framdráttar.“ Íslendingar ættleiða: Börn frá Kína um 50 talsins Samkvæmt upplýsingum frá Ís- lenskri ættleiðingu hafa Íslend- ingar nú ættleitt um fimmtíu börn frá Kína síðan árið 2000 þegar fyrsti hópurinn á vegum Íslenskr- ar ættleiðingar fór til landsins að sækja þangað börn. Síðan þá hafa átta hópar farið út og fóru þeir síðustu í ágúst síðastliðnum. Áætlað er að næsti hópur fari seint í nóvember næstkomandi. Börnin sem ættleidd eru koma alls staðar að frá Kína. Áhugi á ættleiðingu kínverskra barna mun vera mikill hér á landi. ■ Gisti- og veitingahús: Raflögnum ábótavant RAFMAGN Raflögnum og rafbúnaði í íslenskum gisti- og veitingahús- um er víða ábótavant, samkvæmt skoðun rafmagnsöryggisdeildar Löggildingarstofu. Deildin hefur skoðað raflagnir á þriðja hundrað gisti- og veitingahúsa víðs vegar um landið undanfarin þrjú ár. Athugasemdir voru gerðar við merkingu búnaðar í rafmagnstöfl- um í 91% tilvika. Þá var gerð at- hugasemd við frágang tengla í 76% tilvika og töfluskápa í 76% tilvika. Gamall og bilaður rafbún- aður og aðgæsluleysi forráða- manna eru meðal helstu orsaka rafmagnsbruna í húsum. ■ RÁÐINN AF DÖGUM Fjölskylda Abu Anas al-Shami, trúarleiðtoga uppreisnarhreyfingarinnar Tawhid og Jihad, hreyfingar Jórdanans Abu Musab al- Zarqawi, segir að hann hafi verið ráðinn af dögum. Að sögn fjöl- skyldunnar skaut bandarísk her- flugvél flugskeyti að bíl hans og lést hann í sprengingunni. Niðurstöður íbúaþings um miðbæ Akureyrar liggja fyrir: Vantar fólk og matvöruverslun FRÁ MIÐBÆ AKUREYRAR Bæjarbúar telja nauðsynlegt að fjölga íbú- um og fá matvöruverslun í miðbæinn til að efla mannlíf og þjónustu. M YN D /G U N N AR PÁFINN Í SUMARFRÍI Jóhannes Páll páfi II er í sumarfríi í Castelgandolfo nálægt Rómaborg. Páfinn hefur verið heilsuveill um hríð og fer allra sinna ferða í rafknúnum bíl. BEREZOVSKY ÁKÆRÐUR Rússnesk- ir saksóknarar hafa birt nýjar ákærur á hendur auðjöfrinum Boris Berezovsky, sem er í útlegð í Bretlandi. Hann er sakaður um víð- tæk fjársvik og að hafa misnotað sér aðstöðu sína sem ráðgjafi Boris Jeltsín, fyrrum forseta Rússlands, til að eignast ríkiseignir. ■ EVRÓPA 10-11 22.9.2004 21:18 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.