Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.10.2004, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 21.10.2004, Qupperneq 6
6 21. október 2004 FIMMTUDAGUR Fréttamenn RÚV styrkja kennara: Segja styrk ekki stuðning í deilu STJÓRNMÁL Félag fréttamanna á Ríkisútvarpinu og Ríkissjón- varpinu hefur afthent verkfalls- sjóði Kennarasambands Íslands styrk að upphæð 220 þúsund krón- ur. Jón Gunnar Grjetarsson, for- maður félagsins vísar því á bug að með þessu séu fréttamenn ríkis- fjölmiðlanna orðnir vanhæfir til að fjalla um kennaradeiluna. „Já, ég tel að við getum alveg fjallað hlutlægt um þessa deilu. Þetta er aðeins táknrænn stuðningur stétt- arfélags.“ Jón Gunnar þvertekur fyrir að tekin sé afstaða með kennurum í deilunni með þessum fjárstuðningi. Fjárstyrkurinn sé hluti af stuðningi Bandalags há- skólamanna við kennara en Félag fréttamanna eigi aðild að því. Bogi Ágústsson, yfirmaður fréttasviðs útvarps og sjónvarps ríkisins, hafði ekki heyrt af sam- þykktinni þegar Fréttablaðið hafði samband við hann og sagðist þurfa að kynna sér málið. Spurn- ing um vanhæfni hefði vissulega vaknað ef lýst hefði verið stuðn- ingi við málstað verkfallsmanna en svo virtist ekki vera. - ás Kynbundinn munur sá sami og almennt gerist Launamunur kynjanna hjá ríki og bæ er sá sami og á almennum vinnu- markaði. Ný rannsókn sýnir að fólk telur launaleynd skaðlega, en hún virðist aukast. Margir stunda símenntun sem þó hækkar ekki laun. KJARAMÁL Karlar eru með 17 prósent hærri heildarlaun á mán- uði en konur, samkvæmt könnun sem Hagrannsóknarstofnun sam- taka launafólks í almannaþjónustu (HASLA) lét gera á starfskjörum félaga í aðildarfélögum Bandalags háskólamanna (BHM), Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) og Kennarasambands Íslands (KÍ). Munurinn er skýrður með aukagreiðslum sem karlar fá frekar en konur. Sé eingöngu horft til fastra mánaðarlauna er kynbundinn launamunur 7 prósent, en í tölun- um er búið að leiðrétta fyrir vinnutíma, menntun, aldur og starf, þannig að horft er til fólks með sömu menntun við sambæri- leg störf. Án slíkrar leiðréttingar væru föst laun karla 10 prósentum hærri en kvenna og heildarlaunin 28 prósentum hærri. Að sögn Kristjönu Stellu Blöndal, aðstoðar- forstöðumanns Félagsvísinda- stofnunar Háskólans, sem ásamt Heiði Hrund Halldórsdóttur vann skýrsluna, er kynbundni launa- munurinn sem þarna kemur fram sambærilegur við launamun sem fram hefur komið í launa- könnunum Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Í máli aðstandenda könnunar- innar kom fram að þótt lesa mætti út úr henni upplýsingar um viðhorf starfsfólks og launamun kynjanna, væru meðallaunatölur sem í henni koma fram of háar vegna þess að yngra fólk og launa- lægra í félögunum hafi látið hjá líða að svara könnuninni sem var póstkönnun. Rúmlega 50 prósent svöruðu könnuninni sem gerð var í vor, 75 prósent konur og 25 prósent karlar. Kynjahlutfallið endurspeglar kynjasamsetning- una í félögunum þremur. Spurt var um fjölda atriða í könnuninni, meðal annars um við- horf til launaleyndar, en 65 pró- sent svarenda telur hana skaða kjör launafólks. Ögmundur Jónas- son, formaður BSRB, segir áhyggjuefni sem kemur fram að fimmtungur forstjóra opinberra fyrirtækja og stofnana krefjist launaleyndar. „Þessi þróun virðist færast í aukana, líkt og á almenn- um vinnumarkaði, en launaleynd þarf að uppræta,“ segir hann. Um leið taldi Ögmundur ánægjuefni hversu margir nýttu sér tækifæri til símenntunar, eða um 77 pró- sent. Af þeim sögðu þó 92 prósent að símenntunin hefði ekki skilað sér í hærri launum. Ögmundur áréttaði að símenntun væri eftir- sóknarverð í sjálfu sér og taldi varhugavert að tengja hana beint við laun, en Halldóra Friðjónsdótt- ir, formaður BHM, taldi eðlilegt að fólk hefði væntingar til þess að fá hærri laun eftir því sem hæfni þess sem starfskraftur yrði meiri. olikr@frettabladid.is Kosningar í Írak: Veita ekki næga aðstoð ÍRAK, AP Sameinuðu þjóðirnar standa ekki undir væntingum þegar kemur að aðstoð við undirbúning kosninganna í Írak sem fram eiga að fara í janúar. Þetta sagði Hoshyar Zebari, utanríkisráðherra í írösku bráðabirgðastjórninni. Allt starfsfólk Sameinuðu þjóð- anna í Írak var flutt frá landinu eftir mannskæða árás á höfuðstöðv- ar þeirra í Bagdad fyrir ári. Síðan þá hafa Sameinuðu þjóðirnar sent fámennara starfslið til landsins en Kofi Annan, aðalritari samtakanna, segir að fjölmennara starfslið verði ekki sent á vettvang fyrr en öryggi starfsmanna verði tryggt. ■ ■ ALÞINGI VEISTU SVARIÐ? 1Hvað voru margir í bílbelti af 40 far-þegum í rútu sem valt undir Akra- fjalli? 2Hvaða alþingismaður hefur krafisthluthafafundar í Landssímanum? 3Veiðar á hvaða sjávardýri verðabannaðar í Ísafjarðardjúpi í vetur? Svörin eru á bls. 54 STJÓRNMÁL Valgerður Sverrisdótt- ir, viðskipta- og iðnaðarráðherra, segir uppgreiðslugjald ekki bann- að í íslenskum neytendalögum og sama gildi um löggjöf í nágranna- löndunum. Ákvæði um þetta mætti að hluta rekja til tilskipana Evrópusambandsins. Í svari við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur Samfylkingu sagði viðskiptaráðherra að bankar hefðu ekki ótakmarkað svigrúm til gjaldtöku, það yrði að vera rök- studd ákvörðun þar sem sýnt væri fram á kostnað. „Það kemur vel til greina að setja frekari skorður við uppgreiðslugjaldi“. Fyrirspyrjandinn Jóhanna Sig- urðardóttir sagði að það gæti kostað 160 þúsund krónur að borga 8 milljóna skuld. „Það er óþolandi að fólki sé refsað svo harkalega fyrir að greiða skuldir sínar.“ Sagði Jóhanna svar ráð- herra opið í báða enda, þó bæri að fagna að til greina kæmi að setja frekari skorður við slíkri gjald- töku. - ás Viðskiptaráðherra um fjármálaeftirlitið: Stjórnvalds- sektir koma til greina STJÓRNMÁL Valgerður Sverris- dóttir, viðskiptaráðherra segir koma til greina að Fjármálaeft- irlitið fái heimild til að beita stjórnvaldssektum. Ráðherrann lét þau orð falla í svari við fyrir- spurn Jóhönnu Sigurðardóttur Samfylkingu á Alþingi í gær. Jóhanna benti á að í nýlegri tilskipun Evrópusambandsins væri kveðið á um að eftirlitsað- ilar skuli búa yfir heimildum til þess að beita stjórnsýsluviður- lögum. Þetta ætti sérstaklega við um innherjasvik og mark- aðsmisnotkun á verðbréfamark- aðnum. - ás FRÉTTAMENN VANHÆFIR? Fréttamenn RÚV segjast ekki vanhæfir til að fjalla um kennaradeiluna þótt þeir hafi styrkt annan deiluaðila fjárhagslega. NIÐURSTÖÐURNAR KYNNTAR Kristjana Stella Blöndal, aðstoðarforstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, kynnti niðurstöður nýrrar skýrslu um starfskjör fólks í BHM, BSRB og KÍ. Einnig má þekkja á myndinni Halldóru Friðjónsdóttur, formann BHM, og Ögmund Jónasson, formann BSRB. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Uppgreiðslugjald lána: Frekari skorður koma til greina VIÐSKIPTARÁÐHERRA segir flest benda til að upp- greiðslugjald sé löglegt en til greina komi að setja frekari skorður í lögum.FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA GERVITUNGL Þrettán þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunar- tillögu þar sem menntamálaráð- herra er falið að láta Ríkisút- varpið gera áætlun um að meta kostnað við að senda dagskrá sína út um gervitungl. UPPKAUP BÚJARÐA Tvær utan- dagskrárumræður fara fram á Alþingi í dag. Jón Bjarnason, Vinstri grænum, er málshefjandi í umræðum um uppkaup á bú- jörðum og samþjöppun fram- leiðsluréttar. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra er til and- svara. ÁFENGISAUGLÝSINGAR Þá er Mörður Árnason Samfylkingu málshefjandi þegar rætt verður um áfengisauglýsingar utan dag- skrár en Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra er til andsvara. 06-07 20.10.2004 21:25 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.