Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.10.2004, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 21.10.2004, Qupperneq 22
22 21. október 2004 FIMMTUDAGUR LEIKFÖNGIN EIGA SVIÐIÐ Geomag eða Segulmagnaður heimur er meðal leikfanganna sem eru kynnt á Leikjahátíðinni 2004 sem hefst í Essen í Þýskalandi í dag. 686 fyrirtæki frá 24 lönd- um kynna vörur sínar á sýningunni, sem stendur fram á sunnudag. Mannabreytingar í Hæstarétti: Jón Steinar kominn í skikkjuna HÆSTIRÉTTUR Jón Steinar Gunn- laugsson, lögfræðingur, hóf störf við Hæstarétt á fimmtu- dag í síðustu viku. Síðan þá hef- ur hann hlýtt á munnlegan mál- flutning í þremur málum, nú síðast í gær. Einhver tími mun líða þar til Jón Steinar fellir sinn fyrsta dóm enda þurfa dómarar að fá gott andrúm til að vega mál og meta áður en dómsorð er kveðið upp. Níu dómarar eru við Hæsta- rétt og hafa þeir í nægu að snú- ast. Á síðasta ári bárust réttin- um 497 ný mál til meðferðar og fellu 440 dómar. - bþs Í heljargreipum heróínsins Bókin Eftirmál eftir feðgana Frey Njarðarson og Njörð P. Njarðvík kemur út í dag. Í henni er sagt frá hrikalegu lífi Freys í viðjum heróínfíknar en hún hefur fylgt honum um undirheima Kaupmannahafnar og Amsterdam. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI! Sólbakka 8 310 Borgarnesi Miðási 23 700 Egilsstöðum Víkurbraut 4 780 Höfn Gagnheiði 13 800 Selfossi Hlíðarvegi 2-4 860 Hvolsvelli Njarðarnesi 1 603 Akureyri Skeifunni 3c 108 Reykjavík Viðarhöfða 6 110 Reykjavík Melabraut 24 220 Hafnarfirði Iðavöllum 8 230 Keflavík Flugumýri 16 270 Mosfellsbæ Smiðjuvegur 6 200 Kópavogi LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI ...einfaldlega betri! JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON HORFIR ÍBYGGNUM AUGUM Í ÁTT TIL VERJANDA Við hlið hans stendur Árni Kolbeinsson og virðir fyrir sér gögn Jóns en yst stendur Ólafur Börkur Þorvaldsson og brosir við. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Árið 1984 skrifuðu Freyr og Njörður bókina Ekkert mál. Í henni sagði af hrikalegu lífi Freys í fíkniefnaheimum Kaupmanna- hafnar. Tæpum tuttugu árum síð- ar bjó hann í Amsterdam og lifði enn hrikalegra lífi. Svo hrikalegu að sumir eiga bágt með að skilja að hann skuli enn vera lifandi. En hann tórir og vel það. Vegnar bara býsna vel að sögn föðurins. „Hins vegar verðum við öll að skilja að leiðin til baka er erfið,“ segir Njörður. „Þessu fólki er ekki auðvelduð sú leið því það hefur langa sögu á eftir sér. Nafn Freys er þekkt, flestir sem hitta hann vita að hann hefur verið í eiturlyfjum. Það er ekki auðvelt fyrir svona mann að fá vinnu eða leigða íbúð. Og svo eru það peningamálin, þetta fólk er ekki að kaupa hlutabréf í KB banka.“ Lýsingarnar í bókinni á hörmungum heróínsjúk- lingsins eru hrikalegar. Hvert orð er satt og ekkert dregið undan. „Það sem fyrst og fremst vakir fyrir okkur er að lýsa þessum heimi. Og ef þú ætlar að lýsa honum þá verður þú að lýsa hon- um eins og hann er,“ segir Njörð- ur sem mátt hefur þola margt um ævina vegna fíknar sonarins. „Bókin er skrifuð án fordæm- ingar og predikunar. Það er ekki hlutverk hennar að ætla sér að leysa þetta vandamál. Hlutverk bókarinnar er að lýsa þessum heimi eins vel og á eins raunsæjan hátt og við getum og síðan sendum við spurningu óbeint til lesandans. Þetta er heimurinn, mundir þú vilja þetta?“ Fyrri bókin vakti mikla athygli á sínum tíma, hún seldist vel og hefur allar götur síðan verið lesin í framhaldsskólum. Forvarnar- gildið er talsvert. „Við höfum stundum velt fyrir okkur hvort Ekkert mál eigi hugsanlega sinn þátt í að heróín er ekki í umferð á Íslandi. Um það er ómögulegt að segja en hins vegar er það eigin- lega það eina jákvæða við eitur- lyfjaheiminn að heróín hefur ekki enn borist til landsins.“ Um mögu- leg áhrif nýju bókarinnar segir Njörður: „Ég veit ekki hver þau verða, get ómögulega ráðið í það. Ég vona hinsvegar að hún verði til þess að fólk sjái hversu skelfilegt þetta er allt saman.“ Freyr Njarðarson er 42 ára. Hann hefur marga hildi háð um ævina en er á beinu brautinni í dag. „Samkvæmt tölfræðinni er líf hans hálfnað, við lifum jú flest fram yfir áttrætt. Ef hann nær að rífa sig upp úr þessu þá á hann vonandi 40 góð ár eftir,“ segir Njörður. „En það er erfitt að koma út í hið venjulega líf. Freyr er í góðum tengslum við Þórarin Tyrf- ingsson hjá SÁÁ og nýtur stuðn- ings hans og okkar sem að honum stöndum. Lífið er ekki búið.“ Ítarlegt viðtal við Njörð P. Njarðvík birtist í Birtu á morgun. bjorn@frettabladid.is ,,Nafn Freys er þekkt, flestir sem hitta hann vita að hann hefur verið í eiturlyfjum. FREYR NJARÐARSON OG NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK HAUSTIÐ 2004 „Það sem fyrst og fremst vakir fyrir okkur er að lýsa þessum heimi. Og ef þú ætlar að lýsa honum þá verður þú að lýsa honum eins og hann er,“ segir Njörður. Til hliðar er mynd sem tekin var af feðgunum árið 1984 þegar Ekkert mál kom út. RÁÐHERRA RÆÐIR VIÐ BÖRNIN Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra heimsótti í gær ungmennin á skrifstofu barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna í Skaftahlíð. Vinnusmiðja á Íslandi: Ein mínúta um lýðræði BARNAHJÁLP Tuttugu ungmenni frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi eru samankomin í Reykjavík til þess að vinna að framleiðslu einnar-mínútu mynd- banda um lýðræði og þátttöku ungs fólks í samfélaginu. Það er barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og mennta- málaráðuneytið sem standa að vinnusmiðjunni sem lýkur í dag. Vinnusmiðjan er haldin hér á landi í tengslum við ráðstefnu Norrænu ráðherranefndarinnar um „Menntun og þátttöku ungs fólks“ sem haldin verður á Sel- fossi. Eftir vinnusmiðjuna munu ungmennin sitja ráðstefnuna og sýna myndböndin. Ríkissjónvarpið, sænska sjón- varpsstöðin SVT og finnska stöðin YLE munu framleiða 25 mínútna heimildarmynd um vinnusmiðjuna og verður hún sýnd á stöðvunum síðar á árinu. Vinnusmiðja einnar-mínútu- myndbanda hefur verið haldin víða um heim síðan árið 1999.- th MÓTMÆLT Í RÓM Miklar deilur hafa risið á Ítalíu um bygg- ingu sorpbrennslu í Acerra í sunnanverðu landinu. Urðun og eyðsla rusls hefur verið í lamasessi á svæðinu um margra ára skeið og því safnast upp mikið ruslafjall, íbúum til lítillar ánægju. Þeir telja sorp- brennsluna hins vegar vera á vitlausum stað og ekki nógu öfluga því mörg ár tekur að brenna rusli sem hefur safnast upp síðustu árin. ÍKVEIKJUR Kveikt var í strætó- skýli við Hofstaðaskóla í Garða- bæ í gærmorgun. Slökkvistarf gekk fljótt og vel fyrir sig. Lengri tíma tók hins vegar að ráða niðurlögum elds í blaðagámi á Álftanesi þar sem einnig hafði verið kveikt í. 22-23 20.10.2004 18:53 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.