Fréttablaðið - 21.10.2004, Side 24

Fréttablaðið - 21.10.2004, Side 24
24 21. október 2004 FIMMTUDAGUR ALLT TIL FYRIR HREKKJAVÖKU Grímur, dúkkur og önnur leikföng fyrir hrekkjavöku eru í algleymingi í bás Castle One leikfangaframleiðandans á þrettándu alþjóðlegu leikfanga- og gjafasýningunni í Hong Kong. Rúmlega þrjú þúsund fyrirtæki frá 33 löndum sýna vörur sínar og búist er við meira en 60 þúsund gestum. Fulltrúum alþjóðlegra hjálpar-samtaka er oft mikil hætta búin í þeim löndum sem þeir starfa í en starfsmanni einna slíkra samtaka var á þriðjudaginn rænt í Írak. Íslenskir sendifulltrú- ar Rauða krossins hafa oft komist í hann krappann en fyrir tólf árum var einn þeirra, Jón Karls- son hjúkrunarfræðingur, myrtur í Afganistan. Mannrán í Írak Ránið á Margaret Hassan, yfir- manni hjálparstofnunarinnar CARE í Írak, hefur vakið óhug víða um heim. Hassan hefur unnið við hjálparstörf í þrjátíu ár og hefur íraskt ríkisfang en það kom ekki í veg fyrir að óþekktir öfgamenn námu hana á brott. Myndir hafa birst á sjón- varpsstöðinni Al-Jazeera af henni bundinni og gefa örlög annars bresks gísl, Kenneths Bigley, ekki tilefni til bjartsýni. Guðbjörg Sveinsdóttir hjúkr- unarfræðingur fór til Íraks á vegum Alþjóða Rauða krossins í fyrrasumar og hitti þar Margar- et Hassan á fundi um skipulag hjálparstarfs í landinu. Ræddu þær stuttlega saman og kom Hassan Guðbjörgu fyrir sjónir sem „afar skýr og skelegg og flott kona“. Guðbjörg segir Hassan hafa talað af mikilli þekkingu um aðstæður og horfur í landinu og hafa flestar hennar spár um þróun mála ræst. Guðbjörgu var mjög brugðið við að heyra af ráninu á Hassan. „Þegar maður hefur hitt manneskjuna og veit um hennar hagi og hversu mikið hún ber hag þessarar þjóðar fyrir brjósti þyrmir yfir mann.“ Á meðan á dvöl hennar í Írak stóð lenti Guðbjörg sjálf aldrei í verulegri hættu, fyrir utan eitt skipti þegar skothríð hófst fyrir utan matvörubúð sem hún var stödd í. Biðu menn þá átekta þar til allt féll í ljúfa löð. Stórhættulegar aðstæður. Ránið á Margaret Hassan vekur upp spurningar um öryggi starfsfólks hjálparsamtaka á átakasvæðum. Svo virðist að alþjóðlegar hjálparstofnanir séu í síauknum mæli skotmörk hryðjuverkamanna og öfgahópa og má í því sambandi minna á þegar höfuðstöðvar Alþjóða Rauða krossins í Bagdad voru sprengdar upp fyrir um ári síðan. Mannræningjar velja sér gjarnan fórnarlömb með hliðsjón af því hversu mikla athygli mannránið vekur og vera má að Hassan hafi verið rænt af þeim sökum, svo sem sjá má af athygl- inni sem ránið hefur vakið. Rauði kross Íslands hefur um árabil gert út sendifulltrúa víða um heim og reynir hann af fremsta megni að tryggja öryggi þeirra en að sögn Þóris Guðmunds- sonar, upplýsingafulltrúa RKÍ, verður aldrei mögulegt að útiloka alla hættu. „Menn hafa miðað við að ef beinlínis er verið að Hverfafundir borgarstjóra eru nauðsynlegur vettvangur milliliðalausrar samræðu milli borgaryfirvalda og íbúa. Þeir eru árviss málþing um hagsmunamál íbúa og ég vona að þú sjáir þér fært að koma og ræða málin á fundi í þínu hverfi. Hittumst heil, Þórólfur Árnason M IX A • fít • 0 3 0 1 4 Þjónustan í borginni Næstu hverfafundir: Miðborg – mánudaginn 25. október kl. 20 í Austurbæjarskóla. Vesturbær – þriðjudaginn 26. október kl. 20 í Vesturbæjarskóla. hverfafundir borgarstjóra 2004 nánari upplýsingar á www.reykjavik.is Grafarvogur Víkurskóla í kvöld kl. 20 SVEINN GUÐMARSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING HJÁLPARSTARF Á ÓFRIÐARSVÆÐUM ÞORKELL DIEGO ÞORKELSSON Þorkell hefur komist í hann krappann víða um heim, til dæmis í Júgóslavíu. MARGARET HASSAN Hassan er með íraskt ríkisfang og hefur starfað í landinu í 30 ár. Samt var henni rænt. Starfsmenn hjálpar- samtaka í stórhættu Breskum starfsmanni hjálparstofnunarinnar CARE var rænt í Írak í vik- unni. Mannránið vekur upp spurningar um öryggi fulltrúa hjálparsamtaka. M YN D /A P Sameining háskóla: Hvað á hann að heita? SKÓLAMÁL Enn er óvíst hvað nýr sameinaður skóli Háskólans í Reykjavík og Tækniháskóla Ís- lands mun heita enda barnið svo að segja nýfætt. Þeir sem unnu að sameiningunni létu það ógert að velta nafnamálum fyrir sér og ætla nýrri stjórn hins sameinaða skóla að sjá um málið. Sama máli gegnir um framtíðarstaðsetningu en ljóst er að húsakynni forver- anna eru fjarri því að rúma nýja skólann og landrými bjóða ekki upp á viðbyggingar. - bþs Íslenskt lambakjöt: Ódýrara í útlöndum NEYTENDUR Íslenskt lambakjöt er ódýrara í útlöndum en hér heima. Bandarísk verslanakeðja í Wis- consin selur kílóið af íslensku lambalæri á 840 krónur en verslun- in Nóatún selur það á 1.198 krónur. Mörg ár eru síðan útflutnings- bætur voru aflagðar og því kemur Özuri Lárussyni, frkvstj. Lands- samtaka sauðfjárbænda þessi verð- munur á óvart. Hann segir að síðast þegar verð var kannað var það talsvert hærra. Því hljóti að vera um tilboð að ræða. - shg SKIPULAGSMÁL „Mér fundust fram- komnar tillögur slappar og vildi reyna að gera betur,“ segir Þröstur Þórsson lögmaður, sem hefur skipulagt gömlu höfnina í Reykjavík upp á nýtt og það upp á sitt einsdæmi. Annars vegar er um að ræða svæðið sem kennt er við Mýrargötu og Slippinn og hins vegar Austurhöfnina, þar sem tónlistarhúsið á að rísa. Í stuttu máli eru hugmyndir Þrastar þríþættar. Hann vill taka burtu Lækjargötuna norðan við Hverfisgötu en tengja Sæbraut- ina við Pósthússtræti. Þá götu vill hann hafa í jörðinni en þannig fæst aukið landrými. Þá vill hann fylla upp í austurhöfnina og að endingu færa tónlistarhúsið aust- ur fyrir Ingólfsgarð og reisa það á landfyllingu. Þröstur býr í miðborginni en honum er gamla hafnarsvæðið ekkert sérstaklega hugleikið. „Þetta er alls ekki gert af ein- hverri hugsjón. Þetta eru bara hugmyndir sem ég kem fram með og ef mönnum líst vel á þær þá er það fínt.“ Þröstur sinnir almennum lög- mannsstörfum á eigin stofu og hefur ekki látið skipulagsmál sig varða áður. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég geri eitthvað þessu líkt,“ segir hann. - bþs ÞRÖSTUR ÞÓRSSON VIÐ HÖFNINA Tillögur hans er hægt að skoða á simnet.is/trosturt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Þresti Þórssyni hugnuðust ekki hugmyndir hins opinbera: Skipulagði gamla hafnarsvæðið FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI 24-25 20.10.2004 21:49 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.