Fréttablaðið - 21.10.2004, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 21.10.2004, Blaðsíða 58
Í spilaranum hjá ritstjórninni Cake: Pressure Chief, Brain Police: Electric Fungus, Quarashi: Guerilla Disco, Fatboy Slim: Palookaville, The Killers: Hot Fuss, Duran Duran: Astronaut og Green Day: American Idiot. Jólahlaðborð Að hætti Eika Veislustjóri: Flosi Ólafsson 20. 26. og 27. nóvember 3. 4. 10. og 11. desember Drekkhlaðin veisluborðin svigna undan gómsætum kræsingum úr smiðju matreiðslumeistara Hótel Arkar. Verð: 4.490,- krónur (Með gistingu kr. 8.790,- á mann í tvíbýli) Föstudagstilboð: 3.990,- krónur (Með gistingu kr. 7.990,- á mann í tvíbýli) Uppselt í gistingu 20. og 27. nóvember og 4. og 11. desember. Laust í sal. AÐRIR DAGAR ÓÐUM AÐ FYLLAST! PANTIÐ TÍMALEGA. HÓTEL ÖRK SÍMI 483 4700 „Some people call it a one night stand, but we can call it paradise!“ - Simon le Bon er greinilega sjálfsöruggur í bólinu, eins og kemur fram í Duran Duran-laginu Save a Prayer. 42 21. október 2004 FIMMTUDAGUR Benni, konungur undirdjúpanna og umsjónarmaður Karate á X- inu 97.7 „Af erlendu atriðunum er ég mest spenntur fyrir ensku hljómsveitinni Hot Chip, kanadíska hip- hop-listamann- inum Kid Koala og svo stefni ég auðvitað á Lista- safn Reykjavíkur til að sjá alla tónlistarmenn- ina sem spila á Domino-kvöld- inu. Maður reyn- ir að sjá The Shins ef það verður ekki of troðið. Af því íslenska langar mig mest til þess að sjá Mugison, Kimono, Þóri, Brúðarbandið, Ghostigital og Bacon: Live Support Unit.“ Óli Palli, forseti Rokklands, Rás 2 „Ég sá Þóri, Geira Harðar og KK á Nasa í gærkvöld. Svo byrjar vesenið. Ég hugsa að ég haldi mig nú að mestu við Listasafnið vegna þess að það er eins konar „heimavöllur“ Rás- ar 2 á Airwaves í ár. Við á Rásinni ætl- um að taka þar upp allt sem við fáum grænt ljós á um helgina og ým- islegt spennandi er framundan. Ís- lensku böndin Maus, Tenderfoot, Bang Gang, Leaves, og Slowblow, til dæmis og svo erlendu nöfnin, Magnet, Keane, Hood, Adem ofl. Ég er spenntur fyrir mörgu, The Shins, Sahara Hotnights, Non Phixion, Klink, Kimono, Hjálm- um, Skyttunum, Júníor frænda og fé- lögum í Solid I.V. Brainpolice, Frogsplanet, Mugison, Bravery ofl. Ég gæti haldið lengi áfram. Ég ætla að flytja úr Hafnarfirði og í miðbæinn um helgina. Airwaves lengi lifi!“ Gísli Galdur Þorgeirsson, plötu- snúður og tónlistarmaður „Fúúffff... þessi hátíð í ár er ekkert grín. Allt of mikið sem mig langar að sjá. Til dæmis Hiphopkvöldið á Gauknum á fimmtudag, Æla, Dr. Spock, Mínus, Skakka- mannage og allt á Nasa á föstudags- kvöldið. 9-11’s, Hermigervill, Mugi- son, Unsound, Gusgus og Ho- neymoon á laugardag. Þetta er bara brot... getur einhver klónað mig, takk fyrir !“ Á HVAÐ ÆTLA GRÚSKARARNIR AÐ SJÁ Á AIRWAVES-HÁTÍÐINNI? Í lok næsta mánaðar fá aðdáendur Nirvana óvæntan glaðning þegar sveitin gefur út safnkassann With the Lights On. Af þeirri 81 upp- töku, sem þar verður að finna, verða 68 sem aldrei hafa komið fyrir eyru almennings áður. Upptökurnar eru af sveitinni á æfingu og úr hljóðveri. Einnig voru nokkrar upptökur gerðar af forsprakkanum Kurt Cobain heima hjá sér á fjögurra rása upp- tökutæki. Aðdáendur geta líka bú- ist við því að heyra útvarpsupp- tökur af nokkrum af þekktari lög- um sveitarinnar. Í kassanum verður einnig DVD-diskur sem inniheldur fullt af myndbandsupptökum sem liðs- menn sveitarinnar gerðu sjálfir. Þar verða einnig tónleikaupptök- ur og 20 mínútna sýnishorn af æf- ingu. Þar sést sveitin meðal ann- ars spila lagið Seasons in the Sun eftir Terry Jacks. Sem sagt nóg af nostalgíu fyrir aðdáendur Nirvana á næstunni. ■ Umsjón: BIRGIR ÖRN STEINARSSON. biggi@frettabladid.is Óvæntur glaðningur KURT COBAIN Á nýjum diski verða 68 áður óútgefin lög. Mikið hefur verið skrifaðum þær erlendu sveitirsem ætla að prýða tónlist- aráhugamenn á Airwaves-hátíð- inni sem hófst í gær. Oftast er það þannig að tónlistarhátíðum lokn- um að nýliðarnir standa upp úr. Enda er það gömul saga og ný að það sem kemur mest á óvart, fest- ist best í heilaberkinum. Hér á Íslandi er ótrúlega rík sena af ferskum og áhugaverðum nýliðum. Nöfnum sem gætu hæg- lega, með dugnaði og þrautseigju, komið sér í hóp stærstu sveita landsins. Rjómi þessara lista- manna kemur fram á hátíðinni í ár. Fréttablaðið leit yfir listann og merkti við það sem stendur upp úr. Þórir opnaði hátíðina ásamt KK og Geir Harðarsyni á Nasa. Þarna er ungur trúbadúr á ferð sem skartar mjög fallegri og brot- hættri röddu. Skakkamanage er frábært tríó sem skartar ungum hjónum og vini þeirra. Tónlistin minnir á köflum á Interpol og Stereolab. Þjóðleikhúskjallarinn, föstudagur kl. 22.45. Lára gaf út sína fyrstu plötu í fyrra og heillaði marga upp úr skónum þegar hún hitaði upp fyr- ir Damien Rice á dögunum. Er nú m.a. að daðra við raftóna í sam- starfi við deLpHi. Þjóðleikhús- kjallarinn, föstudagur kl. 01.10. Úlpa telst varla nýliði lengur en hefur nú skipt út gamla stílnum sínum fyrir eitthvað miklu áhuga- verðara. Nasa, fimmtudagur kl. 22.30. Dáðadrengir eru í blóma þessa dagana. Undirbúa útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar og hafa leyft sér að þroskast vel frá því að þeir unnu Músíktilraunir í fyrra. Nasa, föstudagur, kl. 21.15. Skytturnar er besta hiphopsveit landsins. Nasa, föstudagur, kl. 22.00. Hjálmar eru nýbúnir að gefa út bestu íslensku reggíplötu lands- ins. Nasa, föstudag, kl. 00.15. Manhattan ein af uppáhaldsnýliðum X-ins 97,7. Spilar á stærsta rokkkvöldi hátíð- arinnar. Gaukurinn, föstudagur, kl. 21.15. Hölt hóra er rokksveit utan að landi sem hefur getið sér gott orð fyrir frumleika, fíflalæti og ótrú- lega sviðsframkomu. Gaukurinn, laugardagur, kl. 21.15. Tenderfoot leikur angurværa, órafmagnaða og fallega tónlist fyrir þá sem vilja taka því rólega. Ein bjartasta von Íslands þegar kemur að smásigrum fyrir utan landsteinanna. Listasafn Reykja- víkur, föstudagur, kl. 21.45. The Honeymoon er dúett Þórunn- ar Antóníu sem gaf nýlega út plötu um alla Evrópu á vegum BMG. Listasafn Reykjavíkur, laugardagur, kl. 20.15. Jan Mayen er nýjasta leynivopn Smekkleysu sem var að gefa út aðra breiðskífu þeirra. Sveitin hefur verið að byggja í kringum sig aðdáendahóp með dugnaði og mikilli spilamennsku. Grand Rokk, fimmtudagur, kl. 20.30. I Adapt er þéttasta harðkjarn- arokksveit landsins. Fáar íslensk- ar sveitir leika með jafn mikilli sál og þessi. Grand Rokk, fimmtu- dag kl. 23.30. Isidor er bráðefnileg síðrokksveit sem gaf út sína fyrstu breiðskífu fyrir skemmstu. Grand Rokk, föstudagur, kl. 23.30. Lokbrá leikur nýbylgjuhipparokk og öllum lífs- og sálarkröftum. Ein þéttasta og melódískasta rokksveit yngri kynslóðarinnar. Fara alltaf úr að ofan á tónleikum. Grand Rokk, laugardagur, kl. 22.45. Lights on the Highway, angurvær kassagítardúett með tveimur ótrúlegum söngvurum. Grand Rokk, föstudagur, kl. 01.45. 9/11ís er kröftug og ærslafull pön- krokksveit sem stendur undir ósmekklegu nafni sínu. Ekki fyrir viðkvæma. Grand Rokk, laugar- dagur, kl. 01.45. biggi@frettabladid.is ICELANDIC AIRWAVES: ÍSLENSKIR NÝLIÐAR Áhugaverðir nýliðar á Airwaves-hátíðinni Dáðadrengir Lára Hjálmar Tenderfoot Skytturnar The Honeymoon I adapt Hölt hóra Jan Mayen Úlpa 58-59 (42-43) Tónlist 20.10.2004 19:13 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.