Fréttablaðið - 21.10.2004, Page 72

Fréttablaðið - 21.10.2004, Page 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 SMS LEIKUR EINTAK Á 199 KRÓNUR? 199 kr/skeytið Kem ur 5. nóv. PC CD-ROM PC CD-ROM Einelti Ég hef hitt ýmislegt óskemmtilegtfólk á leiðinni sem einhverra hluta vegna hefur haft horn í síðu minni. Ég hef oft kennt öðrum um hvernig mér hefur gengið en engum er eins mikið um að kenna og ákveðnum manni sem hefur elt mig á röndum alla ævi og lagt mig í kerfisbundið einelti. Hann hefur ósjaldan setið fyrir mér og ráðist á mig án nokkurar viðvörunar. Þegar síst varir og ég á alls ekki von á honum skýtur hann upp kollinum. Honum tekst alltaf að koma aftan að mér. HANN er einstök slettireka og leið- indapúki. Þegar ég hef gert eitthvað sem ég hef verið ánægður með, og hefur alveg verið ágætt, hefur hann lagt sig fram um að gera lítið úr því. Jafnvel þegar hundrað manns hrósa mér fyrir eitthvað þarf hann að ein- blína á þann eina sem var ekki ánægður. Og svo þegar ég segi: „Það voru nú allir frekar ánægðir með þetta,“ þá svarar hann: „Ekki alveg allir. Þessi eini þarna var ekki ánægður.“ Hann dregur fram ein- hver smáatriði sem hefðu getað ver- ið betri. Hann sjálfur er aldrei ánægður með neitt sem ég geri. Það vantar alltaf herslumuninn. Þegar ég tala á hann það jafnvel til að hlæja og herma eftir mér. Það finnst mér mjög leiðinlegt. ENGINN hefur lagt aðra eins steina í götu mína og þessi maður. Hann hefur reynt að hindra mig í nær öllu sem ég hef viljað taka mér fyrir hendur. Hann reynir að hræða mig. Og tekst það oft. Hann er sér- fræðingur í að draga úr mér kjarkinn. „Þetta á eftir að misheppn- ast,“ segir hann. „Það eiga allir eftir að hlæja að þér!“ Enginn hefur eins gott lag og hann á að draga mig nið- ur. Enginn annar maður hefur skemmt eins mikið fyrir mér og hann. Hann hefur oftar en ekki orðið til þess að ég hef sleppt því að gera eitthvað sem ég hugðist gera. NÚ er ég í fyrsta skipti byrjaður að svara honum. Hann er búinn að eyðileggja svo mikið fyrir mér í gegnum tíðina. Ég er farinn að segja honum að þegja. Og ég er farinn að gera hlutina þótt hann sé eitthvað röflandi um, á bakvið mig, að þetta eigi allt eftir að misheppnast. HANN er eini maðurinn sem hefur staðið í vegi fyrir því að ég nyti al- gjörrar hamingju í lífinu. Þessi mað- ur er ég sjálfur. ■ JÓNS GNARR BAKÞANKAR 72 bak 20.10.2004 19:02 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.