Fréttablaðið - 17.11.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.11.2004, Blaðsíða 1
● málar í frístundum Alan Borgvardt: ▲ SÍÐA 38 Lykilmaður í Ís- landsmeistaraliði FH ● verður árlegur viðburður Hrönn Marinósdóttir: ▲ SÍÐA 30 Alþjóðlega kvikmynda- hátíðin í Reykjavík ● world cup hófst í gær Íslenska handboltalandsliðið: ▲ SÍÐA 26 Tap gegn Þjóðverjum MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MIÐVIKUDAGUR ALÞJÓÐADÓMSTÓLAR Málstofa um þróun á vettvangi alþjóðadómstóla verður haldin í Lögbergi klukkan 12.15. Þórdís Ingadóttir, lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, mun meðal annars fjalla um helstu álitaefni sem hafa risið í tengslum við aukna starfsemi og aukið umfang alþjóðadómstóla. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 17. nóvember 2004 – 315. tölublað – 4. árgangur VILJA ÚR BANDALAGINU Stjórnar- andstaðan krafðist þess á Alþingi í gær að Ísland segði sig úr bandalagi hinna stað- föstu í Írak. Sjá síðu 2 UPPSAGNIR KENNARA Kennarar á Hólmavík og Fáskrúðsfirði hafa sagt upp störfum. Kennarar um allt land íhuga upp- sagnir. Ætla að halda uppsögnunum til streitu náist ekki samkomulag um viðun- andi laun. Sjá síðu 4 LÉST EFTIR HNEFAHÖGG Danski hermaðurinn lést vegna heilablæðingar sem varð vegna höggs á hægri kjálka. Scott Ramsay hefur játað að hafa slegið mann- inn. Sjá síðu 6 MILLJÓNIR Í BÆTUR Kvikmyndafyrir- tækið Sögn var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmt til að greiða Síldarvinnslunni 73,4 milljónir króna vegna bruna sem varð í frystihúsinu í Neskaupstað. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 Sigurður Hreiðar Hreiðarsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Saga bílsins á bók ● bílar FROST OG VÍÐA ÉL Síst þó suðvestan til. Víða talsverður vindur með morgninum, lægir smám saman en búast má við stormi suðaustan til fram á kvöld. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 25-50 ára Me›allestur dagblaða Allt landið Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04 71% 46% MorgunblaðiðFréttablaðið SKÓLAMÁL Sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu hafa leitað sam- eiginlegrar lausnar á deilu kenn- ara og sveitarfélaganna og eru sveitarstjórnarmenn bjartsýnir á að hún sé að leysast samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Full- trúar samninganefndar sveitar- félaga og kennara voru enn á fundi seint í gærkvöld þegar Fréttablaðið fór í prentun. Þá höfðu þeir setið sleitulaust á fundi síðan klukkan tíu um morguninn. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, segir að reynt verði til þrautar að semja í dag: „Hvort tekst að semja er ekki hægt að segja til um fyrir fram. Ef ekki semst gerist ekki annað en að það verður einn dagur enn. Menn ætla að vinna alla vikuna og leita allra leiða.“ Undir það tekur Stefán Jón Hafstein, formaður Fræðsluráðs Reykjavíkur. Hann væntir mikils af fundi samninganefndanna í dag. Hvers sé að vænta vill hann ekki svara: „Það er rík ástæða fyrir því að menn tali varlega. Hún er sú að það vill enginn vera ábyrgur fyrir því að lestin fari út af sporinu síðasta spölinn.“ Um helmingur grunnskóla- kennara í Reykjavík mætti til starfa í gær. Brestir voru víða í skólastarfi á höfuðborgarsvæð- inu. Aðeins einn af þrjátíu kennur- um Álftanesskóla í Bessastaða- hreppi mætti. Víða hafa kennarar sagt upp störfum og hafa hópupp- sagnir orðið í grunnskólum Mos- fellsbæjar, Hólmavíkur og Fá- skrúðsfjarðar. Skólastjórar um allt land segja kennara slegna. Grunnskólakennarar ákváðu á fundum í gær að mæta aftur til vinnu. Ingunn Snædal, kennari í Borgarskóla í Reykjavík, segir að erfitt hafi verið að sannfæra kennara í mörgum skólum að mæta aftur til starfa og augljóst sé að skólastarf geti ekki gengið með eðlilegum hætti. Kennarar séu ekki undirbúnir. Þeir geti ekki unnið eftir úreltum kennslu- áætlunum. „Það er bara ekki hægt að taka upp þráðinn að nýju. Í nauðungar- vinnu leggur maður ekki á sig neina sjálfboðavinnu til að bæta það sem upp á vantar,“ segir Ing- unn. Það liggi í augum uppi að ekki verði hægt að halda sam- ræmd próf í vor: „Ég veit ekki um neinn sveitarstjórnarmann sem er tilbúinn að borga kennurum þá yfirvinnu sem til þarf til að prófin geti farið fram.“ - gag Írak: Hassan tekin af lífi ÍRAK, AP Íraskir gíslatökumenn hafa myrt Margaret Hassan, stjórnanda hjálparsamtakanna CARE, sam- kvæmt arabísku sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera. Sjónvarpsstöðin sagðist í gær vera með myndbandsupp- töku af morðinu undir höndum en birti hana ekki. Jihad Ballout, talsmaður Al- Jazeera, sagði sjónvarpsstöðina hafa fengið upp- tökuna fyrir nokkrum dögum. Nú hafi verið gengið úr skugga um að kona sem var skotin í höfuðið á myndbandinu hafi verið Hassan. Hassan var rænt í Bagdad 19. október. Engin samtök hafa lýst ábyrgð á hendur sér. ■ SNJÓ KYNGDI NIÐUR Á SUÐVESTURHORNINU Mikið snjóaði á höfuðborgarsvæðinu í gær, umferðarþunginn var mikill og gat tekið langan tíma að komast á milli staða. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík voru það helst þeir sem enn voru á sumardekkjum sem töfðu fyrir ökumönnum á betur búnum bílum. Frá hádegi og fram yfir kvöldmat urðu 25 árekstrar í Reykjavík. Sveitarstjórnarmenn eru bjartsýnir á lausn Kennarar snúa aftur til starfa í dag. Sveitarstjórnarmenn eru bjartsýnir á lausn deilunnar en segja fátt svo lestin fari ekki út af sporinu síðasta spölinn. Grunnskólakennari segir ekki að vænta að skólastarf verði með eðlilegum hætti. Í nauðungarvinnu sé ekki unnin sjálfboðavinna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. MARGARET HASSAN Hassan var rænt 19. október síðast- liðinn. Falluja: Umdeild dráp í mosku BANDARÍKIN, AP Bandaríski herinn er að rannsaka hvers vegna bandarísk- ur hermaður skaut Íraka sem lá særður inni í mosku í Falluja. Drápið var sýnt á sjónvarpsstöð- inni NBC í gær og hefur vakið gríðar- lega hörð viðbrögð. Á myndunum sést maðurinn liggja nánast hreyf- ingarlaus á gólfi moskunnar þegar hermaðurinn skýtur hann. Bandarísk hermálayfirvöld segjast ætla að rannsaka málið með tilliti til þess hvort hermaðurinn hafi skotið mann- inn í sjálfsvörn. Af myndunum að dæma er ekki hægt að sjá að það hafi verið reyndin. Drápið virðist vera brot á alþjóðalögum og hefur her- manninum verið vikið úr starfi á meðan rannsóknin fer fram. ■ Fundur Davíðs Oddssonar með Colin Powell: Varnarliðið verður hér VARNARSAMNINGUR Stórt skref var stigið í þá átt að varnarliðið í Keflavík verði áfram hér á landi. Þetta sagði Davíð Oddsson utan- ríkisráðherra í viðtali við Ríkis- sjónvarpið eftir fund hans með Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington í gær. Davíð sagði að ákveðið hefði verið að halda viðræðunum áfram í janúar en þá munu emb- ættismenn ríkjanna funda. Á þeim fundi verður gengið form- lega frá því hvernig vörnum Ís- lands verður háttað í samræmi við varnarsamning ríkjanna. Davíð sagði að Powell hefði gefið það sterklega til kynna að ekki kæmi til greina að taka varnarlið- ið héðan. Fundur Davíðs með Powell hófst í gær klukkan 18.30 að ís- lenskum tíma og lauk skömmu eftir klukkan 19. Davíð mun næst hitta utanríkisráðherra Banda- ríkjanna á ráðherrafundi Atlants- hafsbandalagsins í desember. ■ RÁÐHERRAR HEILSAST Davíð Oddsson utanríkisráðherra fundaði með Colin Powell í gær. 01 Forsíða 16.11.2004 22:39 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.