Fréttablaðið - 17.11.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.11.2004, Blaðsíða 10
17. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR Falluja: Stríðsglæpur í rannsókn AFP/CBS/AP Bandaríski herinn sagði í gær að rannsókn væri hafin á ásökun um að hermaður hefði skotið til bana óvopnaðan, særðan mann, þar sem hann lá í mosku í Falluja. „Hermaðurinn hefur verið fjarlægður af vígvellinum á með- an beðið er niðurstöðu rannsókn- ar,“ sagði í tilkynningu frá hernum. Rannsaka á hvort her- maðurinn brást við í sjálfsvörn, hvort hann braut herlög eða gegn alþjóðareglum um stríðsátök. Á mánudag sýndu bandarískar sjónvarpsstöðvar myndir af því þegar herdeildin kom inn í mosk- una þar sem nokkrir vígamenn lágu særðir og látnir. Önnur her- deild bandaríska hersins hafði deginum áður náð yfirráðum yfir svæðinu en skildi særða eftir á meðan bardagar voru enn í gangi. Seinni herdeildin vissi ekki af því. Á CBS News mátti heyra sam- tal hermannanna, þar sem einn segir að vígamaður sé að þykjast vera dauður, og annar bætir við „hann andar“. Þá sést hermaður skjóta manninn og svo heyrist „hann er dauður“. Samkvæmt Genfarsáttmálan- um skulu særðir og þeir sem hafa lagt niður vopn sín njóta mannúð- legrar meðferðar. ■ Menn eiga að hlýða lögum Lög eiga að ganga jafnt yfir alla og allir eiga hlýða lögum, hvort sem um olíufursta eða kennara er að ræða. Verkfall kennara er bannað. Kennarar eiga að mæta í vinnu. Annars gilda viðurlög samkvæmt lögum. KENNARADEILAN Í lögum eru ákvæði um viðurlög sem geta komið til greina ef fjarvera kenn- ara undanfarna daga telst brot á lögum. Starfsmanni er t.d. skylt að vinna án endurgjalds yfirvinnu allt að tvöföldum þeim tíma sem hann hefur verið frá starfi án gildra forfalla og hlíta því að dregið sé af launum sem því nem- ur. Einnig getur komið til brott- vikningar um stundarsakir eða fyrir fullt og allt. Óljóst er hvort skólayfirvöld muni ganga svo langt að krefjast refsingar yfir þeim kennurum sem hafa gerst brotlegir við lög. Verkföll og aðrar aðgerðir til að knýja fram aðra skipan kjara- mála en lög ákveða eru óheimil samkvæmt lögum ríkisstjórnar- innar sem sett voru til að stöðva verkfall kennara. Sigurður Líndal lagaprófessor segir ljóst að verk- fallið hafi verið bannað og kenn- arar verði því að sanna veikindi sín með læknisvottorði og eigi þá þann rétt. Annars sé um lagabrot að ræða. „Auðvitað er óþolandi að menn komist upp með að brjóta lögin jafnvel þó að þeir séu á móti lög- unum. Menn eiga að hlýða lögun- um. Ég held að það sé mjög sjald- gæft að menn brjóti svona lög,“ segir Sigurður. „Mér finnast þessi hópveikindi ekki mjög sannfær- andi. Þó að kennarar segist vera miður sín og illa farnir á taugum þá trúi ég því ekki að þeir séu svona illa farnir. Það er ekki eins og það sé verið að svelta þá. Ef þeir syltu og þyrftu að leggjast í ólöglegar aðgerðir til að bjarga lífi sínu þá gildir kannski öðru máli en ég held það sé kannski óþarfi að velta slíku fyrir sér.“ - ghs ■ ASÍA – hefur þú séð DV í dag? ÞRIGGJA BARNA MÓÐIR SVIPTI SIG LÍFI Í KVENNAFANGELSINU GAT EKKI GREITT SEKT OG VAR STUNGIÐ INN INDVERJAR FÆKKA Í KASMÍR Ind- verski herinn hefst fljótlega handa við að fækka hermönnum í Kasmír. Fækkunin er í samræmi við yfirlýsingu Manmohan Singh forsætisráðherra sem sagði á dögunum að friðvænlegra væri í héraðinu en áður. Búist er við að fækkað verði um 15 þúsund her- menn. KÍNVERJAR BIÐJAST AFSÖKUNAR Kínverjar hafa beðið Japana af- sökunar á því að kjarnorkukaf- bátur þeirra sigldi inn í japanska lögsögu án þess að tilkynnt væri um það. Japanar sögðust taka af- sökunarbeiðnina góða og gilda og að atvikið hefði engin eftirmál. LÖGGA BANAÐI TVEIMUR Lög- reglumaður skaut tvo menn til bana í þorpinu Weimo í Yunnan- héraði í suðvestanverðu Kína. Lögreglumaðurinn var á mótor- hjóli og keyrði á vegfaranda. Í stað þess að biðjast afsökunar öskraði lögreglumaðurinn á veg- farandann, upphófust deilur sem lauk með því að lögreglumaður- inn skaut manninn sem hann keyrði á og annan vegfaranda. SIGURÐUR LÍNDAL „Ég fæ ekki betur séð en að þetta sé mjög nærri því að vera ólöglegt,“ segir hann. LÖGREGLMÁL Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur aðeins mannafla til að vinna að rannsókn mála sem berast henni með kær- um en getur ekki hafið rannsókn mála að eigin frumkvæði. Þetta kom fram í svari Björns Bjarna- sonar dómsmálaráðherra við fyr- irspurn Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns. Dómsmálaráðherra telur hins vegar að það væri æskilegt að efnahagsbrotadeildin gæti sjálf hafið rannsókn mála vegna eðlis þeirra málaflokka sem hún fæst við. Brotaþolar eigi í flestum til- vikum erfitt með að gæta sjálfir réttar síns, ekki síst eigendur lít- ils hluta hlutafjár, aðilar að lífeyr- issjóði, skattgreiðendur og greið- endur vöru og þjónustu sem ekki eru í aðstöðu til að gæta réttinda sinna, til dæmis með því að vekja athygli yfirvalda og kæra til lög- reglu. Þá kemur fram í svarinu að dráttur á rannsókn mála hafi nokkrum sinnum leitt til þess að refsingar voru mildaðar. Umfang mála hafi aukist mikið en starfs- fólki sem sinnir rannsóknum fjölgaði úr tíu í fjórtán frá árinu 2001 til 2003. - ghg SÆRÐUR MAÐUR FELLDUR Myndin er af myndbandi CNN sem sýndi þegar hermaðurinn beindi vopni sínu að tveim særðum Írökum. Ekki var sýnt þegar skotið reið af. EMBÆTTI RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA Dráttur á rannsókn mála hefur nokkrum sinnum leitt til þess að refsingar voru mildaðar. Efnahagsbrotadeild: Getur ekki rannsakað mál að eigin frumkvæði 10-11 16.11.2004 21:17 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.