Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.11.2004, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 17.11.2004, Qupperneq 12
12 17. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR Stjórnmálaflokkar: Vill opið bókhald STJÓRNMÁL Bókhald stjórnmála- flokka á að vera opið og aðgengilegt að mati Ólafs Ólafssonar, stjórnar- formanns Samskipa. Hann telur það setja fyrirtæki í erfiða stöðu þegar þau styðja félagsstarf þar sem eitt- hvert pukur er í gangi. „Alþingi á að taka það upp hjá sjálfu sér að skýra leikreglurnar þannig að það sé ekki verið að hringja í fyrirtæki úti í bæ til að spyrja hvort þau hafi styrkt stjórnmálaflokkana. Upplýsingar um það eiga ekki að vera leyndar- mál því það kallar bara á tortr- yggni.“ ■ Átök milli lögreglu og íbúa þegar hús voru rýmd: Hrakin burt með valdi KÍNA, AFP Ein kona slasaðist og var borin alblóðug út af heimili sínu þegar til átaka kom í Peking. Hundrað lögreglumenn og fjöldi aðstoðarmanna þeirra báru fólk út af heimilum sínum svo rífa mætti húsin og byggja fjölbýlis- hús í þeirra stað. Algengt er að hús fólks í borg- um Kína séu hrifsuð af fólki og þau rifin til að rýma til fyrir nýrri byggð. Þrátt fyrir að ný lög hafi verið sett í mars til að verja hag húseigenda er enn mikið um að brotið sé á rétti þeirra. Fólk fær lágar bætur fyrir hús sín, iðulega einungis þriðjung til helming þess sem húsnæði á svipuðum slóðum kostar. Fólk neyðist því til að flytja úr miðborgum í ódýrt húsnæði í úthverfum. Um þúsund manns bjuggu í hús- unum sem byrjað var að rífa í gær. Húsin eru einnar hæðar og öll komin til ára sinna, byggð fyrir hundrað árum eða meira. Mörg húsin hafa verið í eigu sömu fjöl- skyldnanna kynslóð eftir kynslóð og því í einkaeign ólíkt meirihluta þeirra húsa sem hafa verið rifin.■ Norður Kórea: Kim Jong Il tekinn niður AP Eftir því sem rússneska fréttastofan ITAR-Tass segir frá, er verið að fjarlægja myndir af leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong Il. Ekki er ljóst af hverju myndir af honum ættu að vera teknar niður. Fréttastofan hefur eftir diplómat í Norður-Kóreu, sem segir að í nýlegri veislu utanríkisráðuneytisins hafi ein- ungis hangið uppi myndir af föður Kim, Kim Il Sung heitnum. „Ferkantaður blettur og nagli í veggnum voru einu ummerkin þar sem mynd af Kim Jong Il áður hékk,“ er haft eftir diplómatinum. ■ Siglinganefnd: Jöfn skipting milli kynja HEILBRIGÐISMÁL Jöfn skipting kynja er í nýskipaðri siglingan- efnd Tryggingastofnunar ríkis- ins. Á fyrsta fundi nýrrar stjórn- ar stofnunarinnar var skipað í nefndina sem metur hvort brýna nauðsyn beri til að senda fólk utan til læknisaðgerða. Kona hefur ekki áður setið í siglinganefnd sem aðalmaður. Af fimm aðalmönnum eru nú tvær konur og þrjár konur af fimm varamönnum. Einnig var gengið frá skipan fulltrúa Tryggingastofnunar í samninganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og þar verður einnig jöfn skipting milli kynja. - jss Vín með jólamatnum 2004 Vínsýning á Nordica Hotel 20.-21. nóvember Vínsýning verður haldin á Nordica Hotel 20.-21. nóvember, kl. 14-18 báða dagana, á vegum Vínþjónasamtaka Íslands og Vínbúða. Aðgangseyrir er 1000 kr. og Riedel-glas fylgir með á meðan birgðir endast.Aldurstakmark er 20 ár. NRK, AFTENPOSTEN Samkvæmt nýrri skoðanakönnun í Noregi, sem gerð var fyrir norska Ríkisútvarpið og Aftenposten, segist meira en helm- ingur Norðmanna vilja ganga í Evrópusambandið. Af þeim sem tóku afstöðu svöruðu 56 prósent því játandi að ganga í ESB en 44 prósent vilja það ekki. Ef einnig er tekið tillit til þeirra sem ekki hafa tekið afstöðu segja 48 prósent já, 38 prósent nei, en 13 prósent eru óákveðin. Síðasta skoðanakönnunin um afstöðu Norðmanna til Evrópusam- bandsins var gerð í ágúst. Þá voru 16 prósent óákveðin og hefur þeim því fækkað nokkuð. Af þeim sem taka afstöðu hefur skoðun Norð- manna lítið breyst frá því í ágúst, þegar 55 prósent voru því fylgjandi að ganga í Evrópusambandið en 45 prósent voru á móti. Helst eru það karlar og fólk á aldrinum 30-44 ára sem er jákvæðast gagnvart inn- göngu í ESB. Einnig kemur það fram að 20 prósent af þeim sem kusu gegn aðild í þjóðaratkvæða- greiðslunni 1991 vilja nú ganga í ESB. Fimm prósent þeirra sem kusu með aðild 1994 hafa nú skipt um skoðun. ■ Noregur: Meirihluti vill inn ÓLAFUR ÓLAFSSON Segir fyrirtæki í erfiðri stöðu þegar pukur sé í kringum fjármál stjórnmálaflokkanna. EVRÓPUSAMBANDSAÐILD Stuðningur við Evrópusambandsaðild fer aftur vaxandi í Noregi eftir að ný aðildar- lönd bættust við. HÚS RIFIN Í PEKING Húsin sem fólkið var flæmt úr voru upphaflega reist sem hermannabústaðir í kringum þarsíðustu aldamót. » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á MIÐVIKUDÖGUM 12-13 16.11.2004 19:21 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.