Fréttablaðið - 17.11.2004, Page 14

Fréttablaðið - 17.11.2004, Page 14
14 TÍU MANNS VORU SKRÁÐIR Í BAPTISTAKIRKJUNA Á ÍSLANDI UM SÍÐUSTU ÁRAMÓT. SEX KONUR OG FJÓRIR KARLAR. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. SVONA ERUM VIÐ „Mér finnst þetta vera geðveiki. Ég hef einu sinni farið til Vestmannaeyja og ef mig langaði óskaplega aftur þá gæti ég alveg eins flogið eða tekið ferju,“ segir Gunnar Lárus Hjálmars- son, tónlistarmaður, einnig þekktur sem Dr. Gunni. Hann telur út úr öllu korti að leggja í ógnarkostnað við að leggja jarðgöng milli lands og Eyja. „Þetta er fínasta eyja og allt það, en 27 milljarðar í göng eru bara geð- veiki. Íbúarnir verða þá að borga sjálfir. Það er enginn að biðja þetta fólk að búa þarna,“ segir hann og bætir við göngin séu „fáránlegt rugl“. Gunnar Lárus er þó ekki afhuga jarð- göngum í sjálfu sér og bendir á að Hvalfjarðargöngin nýtist mörgum og séu mikil samgöngubót. „En þessi göng myndu ekki nýtast öðrum en Vestmannaeyingum. Hvað hefur maður svo sem að gera til Vest- mannaeyja?“ spyr hann og hlær. „Það var fín upplifun á sínum tíma að koma þarna inn með Herjólfi.“ GUNNAR LÁRUS HJÁLMARSSON Göng eru geðveiki GÖNG TIL EYJA SJÓNARHÓLL Það verður tómlegt í fjárhúsunum hjá Margréti Kristjánsdóttur í Árgerði í Skagafirði í vetur. Í sumar sem leið þurfti að skera niður allt sauðfé á bæn- um vegna riðu, samtals um 500 fjár. Þar af voru um 200 fullorðnar ær. Hún hefur enn ekki ákveðið hvort hún hefur sauðfjárbúskap á nýjan leik, eða fær sér einungis fáeinar ær til heimilisnota. Riða hafði áður komið upp á bænum, árið 1985. „Eftir það fengum við fé af Ströndum,“ segir Margrét. „Þar er sterkur stofn, en féð var orðið blandað af sæðingastöðv- arhrútum. Á þeim stöðvum eiga að vera góðir hrútar, en ég held að þeir hafi ekki verið valdir með riðuna í huga. Féð getur verið misjafnlega næmt fyrir henni, þannig að mér finnst að þeir hefðu getað veikt mótstöðuna í mínum kindum. Þetta er nú mín persónulega skoðun. Það þurfa að líða tvö ár þar til taka má fé aftur,“ heldur hún áfram. „Það er óttalega tómlegt og eyðibýlislegt að láta fjárhúsin standa auð, en svo verður það að vera.“ Næsta skref er að rífa allt tréverk út úr fjárhúsunum í Árgerði og sótthreinsa þau í hólf og gólf. Þess utan er Margrét í hlutavinnu í sláturhúsinu og svo segist hún vera „handavinnukerling“. Auk þessa er hún skógarbóndi. Í sumar setti hún niður yfir 9.000 trjáplöntur í sam- starfi við Norðurlandsskóga. Um var að ræða lerki, ösp, birki og reyni. Þetta er þriðja árið sem hún setur niður og elstu plönturnar eru orðnar nær metra háar. „Það verður nóg að gera hjá mér í vetur og það er frekar að mig vanti fremur tíma heldur en hitt,“ segir hún. „En auðvitað kemur ekkert í staðinn fyrir féð.“ Tómlegt í fjárhúsunum í vetur EFTIRMÁL: MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR HÚSFREYJA Í ÁRGERÐI 17. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR Áfellisdómur yfir ráðakonum Eftirvænting ríkti meðal foreldra og nemenda í Austurbæjarskólanum í gærmorgun þegar for- eldrar komu með börnin í skólann. Þau biðu í ofvæni meðan foreldrar ræddu ástandið í skóla- málunum. Margir höfðu hringt fyrr um morguninn til að kanna hvort kennsla færi fram. Stefán Jónsson leikstjóri fylgdi átta ára syni sínum, Jóni Gunnari, í skólann. Til viðbótar á hann tvo stráka, 10 og 12 ára, í skólanum og var kennsla þegar hafin hjá þeim. „Það var glundroði hér í gær því að þá voru ekki svo margir kennarar mættir en í dag virðast kennarar ætla að mæta,“ sagði hann eftir að kennsla var hafin í bekknum hjá syni hans. „Þetta er ömurlegt. Margir upplifa þetta verkfall eins og tímaskekkju. Það er að koma á daginn hversu mikið sýndarvel- ferðarkerfi ríkir hér á landi. Við þykjumst og viljum telja okkur í hópi Norðurlandanna en í raun og veru erum við eftirbátar hinna Norðurlandanna og erum alltaf frekar að teygja okkur meira til Bandaríkjanna í hugsunarhætti.“ Eirðarleysi og doði „Kennarastéttin er kvennastétt og það virðist ekki hjálpa þeim frekar en fyrri daginn. Og kannski dálítill áfellisdómur yfir þeim konum sem hafa þó einhver völd í bæjarstjórn- um víða um land. Margar konur eru bæjarstjórar og menntamála- ráðherra er náttúrulega kona líka. Það er svo sem voðalega auðvelt fyrir ríkið að hafa hent þessum skólum yfir í sveitarfélögin og vilja svo ekki kannast við króg- ann.“ Stefán sagði barnagæsluna leysta í verkfall- inu með því að vera með krakk- ana í vinnunni og svo hafi börn komin á ákveð- inn aldur gengið sjálfala. „Maður hefur reynt að halda þeim réttu megin við lín- una. Þeir eru ekki farnir að brjóta lög eða neitt svoleiðis,“ sagði hann og taldi börnin hafa „skemmt sér konunglega. En svo hefur reyndar komið leiði í strákana. Dagarnir eru langir, það er eirðarleysi, leti og doði sem hef- ur sest í þá. En þetta er bara búið að vera ö m u r l e g t ástand og okkur öllum til háborinnar skammar að láta þetta viðgangast.“ Vonar það besta Ævar Ísberg, starfsmaður Ríkis- skattstjóra, fylgdi Karitas, sjö ára dóttur sinni, í Austurbæjarskólann í gærmorgun. „Við höfum getað bjargað okkur í verkfallinu og höfum ekki lent í neinum vandræð- um. Þetta er kjarabarátta kennara og maður verður bara að sætta sig við það,“ sagði hann og taldi flesta foreldra skilja og styðja k j a r a b a r á t t u kennara þó að ástandið í vik- unni hefði komið mismunandi illa við fólk. „Ég styð að sjálf- sögðu kjarabar- áttu kennara þó að ástandið sé hundfúlt. Við verðum bara að taka því. Anna Sigur- veig Magnús- dóttir tölvunarfræðingur skaust með dóttur sína, Þórunni Dís Hall- dórsdóttur, 6 ára, í skólann í gær. „Mér líst ekkert á þetta lengur,“ sagði hún. „Þetta verkfall hefur tekið alltof langan tíma. Við mætt- um hérna í gær [á mánudag] til að vera bara snúið við. Sex ára börn eru ofsalega vonsvikin að vera send til baka. Ég vona bara að ástandið leysist með þessum lög- um, það verði kennsla næstu mán- uði og tíminn geri það að verkum að það verði hægt að semja al- mennilega við kennara. Það er kannski borin von, ég veit það ekki, en maður vonar það besta,“ sagði hún. ghs@frettabladid.is 4,2% Kynntu þér kostina við íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Íbúðalán BEKKJARSYSTURNAR TELMA JÓHANNESDÓTTIR OG HARPA HJARTARDÓTTIR, 6 ÁRA. Þær biðu í ofvæni við hurðina að stofunni í Austurbæjarskólann í gærmorgun. ANNA SIGURVEIG MAGNÚSDÓTTIR OG ÞÓRUNN DÍS HALLDÓRS- DÓTTIR. „Mér líst ekkert á þetta lengur,“ sagði Anna. FEÐGARNIR STEF- ÁN JÓNSSON OG JÓN GUNNAR STEFÁNSSON Áður en kennsla hófst hjá Jóni Gunn- ari í gærmorgun. Helmingur kennara mætti til kennslu í Austurbæjarskóla á mánudag og helmingur sat heima. Í gær voru flestallir kenn- arar mættir og kennsla hafin á ný þó að margir kennarar hafi verið ósáttir og flestum hafi liðið illa vegna lagasetningar ríkisstjórn- arinnar. Von er á uppsögnum í Austurbæjar- skóla eins og fleiri skólum út um allt land í dag og næstu daga. Arnljót Ív- arsdóttir er deildarstjóri yngsta stigs og umsjónarkenn- ari í þriðja bekk. „Ég hef lítið heyrt í kennurum í morgun þannig að það er ekki hægt að segja hvernig við- horf þeirra eru í dag en hér eru langflestir mættir. Við tókum einarða afstöðu á tveimur sunnu- dagsfundum að sýna einhvers konar mótmæli í gær en það verður ekki meir. Hér reiknum við með eðlilegu skólahaldi frá og með deginum í dag,“ sagði hún í gær. „Það eru margir að íhuga upp- sagnir og það eru ekki bara sýndaruppsagnir heldur upp- sagnir sem fólk er búið að íhuga mjög lengi vegna þess að því finnst mælirinn vera orðinn full- ur. Fólki sem hefur kennt hérna mjög lengi finnst nóg komið. Þetta tengist líka kvennabaráttu því að þetta er kvennastétt og mörgum konum finnst þær þurfa að rísa upp.“ - ghs ARNLJÓT ÍVARS- DÓTTIR „Það eru margir að íhuga upp- sagnir,“ sagði hún í gær. „Fólki sem hefur kennt hérna mjög lengi finnst nóg komið.“ ÆVAR ÍSBERG OG DÓTTIR HANS KARITAS Á leið í skólann í gær. Austurbæjarskóli: Konur rísa upp FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA SÓTTHREINSUN Fyrir liggur að rífa allt tréverk út úr fjárhús- unum í Árgerði og sótthreinsa þau, segir Margrét Kristjánsdóttir sem hér stendur í auðu húsunum. 14-15 (24 klst) 16.11.2004 19:26 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.