Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.11.2004, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 17.11.2004, Qupperneq 22
Ef þú ert að selja bílinn þinn vertu þá hreinskilin/n. Ef einhver hringir til að spyrja um hann segðu viðkomandi allt sem hann þarf að vita svo hann verði ekki hissa þegar hann sér bílinn. Þannig sparar þú mikinn tíma og vesen.[ ] Verð kr. 39,900.- Ný námskeið vikulega, staðsetning Mjódd Sími: 894-2737 www.ovs.is Vinnuvélanámskeið Öryggis- hurðir B Í L S K Ú R S OG IÐNAÐAR H U RÐ I R Smíðað eftir máli Hurðir til á lager Eldvarnar- hurðir ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 Kassi á fjórum hjólum Sigurður Hreiðar Hreiðarsson höfundur bókarinnar Saga bílsins á Íslandi 1904-2004 segir ekkert tæki hafa breytt íslensku þjóðfélagi jafnmikið og bíllinn. Sigurður Hreiðar Hreiðarsson skrifaði bókina Saga bílsins á Íslandi 1904-2004 og segir það vera eitthvað sem hann hafi lengi langað til að gera. „Fyrsti bíllinn átti raunarsögu hér á landi og leist fólki ekkert á þetta fyrirbæri,“ segir Sigurður Hreið- ar en sá bíll var kallaður Thomsen bíllinn þar sem hann var í eigu Ditlev Thomsen sem fékk leyfi til að flytja hann til landsins. Bíllinn var ófullkominn og hentaði engan veginn fyrir íslenska vegi og var sendur út aftur. Hinsvegar er öld- in önnur í dag og nú getur fólk ekki lifað án bílsins. „Við þurfum nú ekki annað en að hugsa til þess hvernig allt væri hérna ef bílnum yrði kippt í burtu,“ segir Sigurður Hreiðar og brosir. „Ég staðhæfi að ekkert eitt tæki hefur breytt íslensku þjóðlífi eins mikið og bíllinn hefur gert, og held ég að enginn treysti sér að andmæla því,“ segir Sigurður Hreiðar sem sjálfur er mikill bíla- karl eins og gefur að skilja. „Ég er nú ekki einn af þeim sem er að eignast bíla og gera mikið við þá. Ég á yfirleitt aldrei nema einn bíl í einu,“ segir Sigurður Hreiðar sem ekur nú á Renault Laguna. „Það er bíll sem hentar mér af- skaplega vel og er hann þægileg- ur og góður í rekstri, en það eru nú eiginlega þær kröfur sem ég geri til bíls,“ segir Sigurður Hreiðar og minnist á að bíllinn hefur í grundvallaratriðum lítið breyst í gegnum söguna. „Vélin er með mjög svipuðum hætti þó að aflútfærslan til hjólanna hafi kannski tekið svolitlum framför- um. Í grunninn er þetta bara kassi á fjórum hjólum,“ segir Sigurður Hreiðar. kristineva@frettabladid.is Toyota Prius, sem var kynntur hér á landi í nýrri útfærslu í vor, hafði mikla yfirburði yfir hina sex bílana sem kepptu um titilinn. Toyota Prius er aðeins öðruvísi en aðrir tvinnbílar þar sem hann hefur tvær vélar; eina bensínvél og einn rafmótor. Þessar tvær vél- ar eru undir húddinu og vinna saman. Við akstur verður til tölu- verð orka í venjulegum bílum og breytir Toyota Prius þessari orku í rafmagn sem síðan knýr bílinn áfram ásamt bensínvélinni. Þetta þýðir að bíllinn eyðir 4,1 lítra á hverja hundrað kílómetra sem er um helmingur á við aðra bíla í sama stærðarflokki. Toyota Prius hefur verið á markaði frá 1997. Góð reynsla hefur verið af bílnum og mun Toyota nýta mikið af þeirri tækni sem þróuð hefur verið í Prius í aðrar gerðir bíla á næstu árum. Toyota Prius bíll ársins Toyota Prius hefur verið valinn bíll ársins 2005 í Evrópu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Hitaáklæði í bílinn Notalegt og notadrjúgt. Það dimmir fljótt á Klakanum og hitinn farinn að detta langt niður fyrir það sem góðu hófi gegnir. Kaldast er þó á kvöldin og á morgn- ana og ekki skemmtilegt að mæta kaldur og pirraður til vinnu eða skóla vegna þess að miðstöðin virkar ekki. Hiti í sætum er eitthvað sem er staðalbúnaður í mörgum nýjum bíl- um. En hvað með gömlu drusluna sem okkur þykir svo vænt um og viljum alls ekki henda - en viljum samt hita í sætin? Hvað eigum við að gera við hana? Í Á. G. Mótorsport að Klettahálsi 9 í Reykjavík er hægt að kaupa sér sniðugan búnað sem vermir kropp- inn frá hvirfli til ilja. Um er að ræða áklæði sem kemur í einni stærð og passar á öll sæti í bílum. Áklæðið er tengt við sígarettukveikjarann í bíln- um og slekkur þar af leiðandi sjálf- krafa á sér þegar drepið er á bílnum. Þetta er því afskaplega einfaldur búnaður sem hver sem er getur komið fyrir. Áklæðið er hægt að fá í gráu og kostar það um 4.900 krón- ur. Gæti það verið notalegra? Frá Toyota Prius kemur um einu tonni minna af koltvísýringi á ári en frá venjulegum bíl. Áklæðið passar á hvaða sæti sem er og er afskaplega einfalt í notkun. 22-23 bílar ofl (02-03) 16.11.2004 19:34 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.