Fréttablaðið - 17.11.2004, Síða 29

Fréttablaðið - 17.11.2004, Síða 29
Haftasinna minnst Alvarlegustu afskipti stjórnmálamanna af olíuviðskiptunum á síðustu öld voru auðvitað áratugalöng verðstýring og svo sameiginleg opinber olíuinnkaup frá Sovétríkjunum. Þeim lauk ekki fyrr en eftir að verðlagslögin voru afnumin í tíð fyrstu ríkisstjórnar Davíðs Odds- sonar. Jón Baldvin Hannibalsson og Alþýðuflokksmenn mega eiga það að þeir tóku þátt í því með Sjálfstæðis- flokknum að afnema verðlagshöftin. Ólafur Ragnar Grímsson, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, Steingrímur J. Sigfús- son, Steingrímur Hermannsson, Mar- grét Frímannsdóttir og Jóhann Ársæls- son sáu sér hins vegar ekki fært að styðja það mál. Alþýðuflokksmenn reyndu hins vegar hvað þeir gátu til að koma í veg fyrir að ríkisbankarnir væru seldir frá stjórnmálamönnunum. Eftir að Samfylkingin var stofnuð reyndu þingmenn hennar áfram að koma í veg fyrir einkavæðingu bankanna með öll- um ráðum. Sjálfstæðisflokkurinn þurfti atbeina Framsóknarflokksins til að koma bönkunum undan pólitíkus- unum. Af Andriki.is Segja fjölmiðlar satt? Þrátt fyrir að við kvörtum oft yfir óvönd- uðum vinnubrögðum íslenskra fjölmiðla má segja að í seinni tíð taki þeir ekki skýra afstöðu með einum stjórnmálaflokki frekar en öðrum. Vissulega hneigjast sumir miðlar í ákveðna átt þótt allir gefi þeir sig út fyrir að vera hlutlausir. Líklega hefur Morg- unblaðið gengið lengst í því að taka skýra afstöðu í viðkvæmum málum þótt Fréttablaðið hafi tekið upp svipaða stefnu. Þessi stefna kemur fyrst og fremst fram í leiðaraskrifum eða viðhorfsgreinum blaðanna. Sumir telja að þess konar vinnubrögð þýði að draga eigi fréttaflutning þessara sömu miðla í efa, að hlutleysi þeirra sé þar með ógnað. Aðrir telja að fjölmiðl- ar geti aldrei verið hlutlausir, því frétta- val og þar með fréttaflutningur ein- kennist alltaf af viðhorfi þeirra sem fréttirnar skrifa. Eiga frétta- og blaða- menn að gefa upp afstöðu sína í ákveðnum málum? Er þeim frekar treystandi ef við vitum hvar þeir standa í pólitík? Baldvin Þór Bergsson á deiglan.com Fólkið sem aldrei var til Bandaríkjamenn segjast nú vera búnir að murka lífið úr 1200 vígamönnum í Fallúdja, en hafa misst 38 hermenn. Óbreyttir borgarar teljast ekki með enda allir löngu búnir að gefast upp á að telja þá. Því að ef við teljum ekki fólkið þá er það kannski ekki dáið og var kannski aldrei til. Þessum rökum hlíta allar fréttastofur á Vesturlöndum. Allar með tölu, því að enginn er sendur á vettvang til að telja fólkið sem Bandaríkjastjórn sér ekki ástæðu til að telja. Breska blaðið Lancet sagði raunar frá könnun bandarískra lækna á þessu og þeir töldu 100.000 látna vegna stríðsins. Sú tala er há en samt fékk fréttin engin viðbrögð. Því að þó að við fáum einhverja tölu þá eru mannslífin samt í þriðja heiminum og innst inni trúum við ekki að líf þessa fólks hafi haft nokkuð gildi. „Shit happens“ á þessum slóðum. Sverrir Jakobsson á murinn.is Alþjóðaviðskipti til góðs Í rannsókn á vegum National Bureau of Economic Research skoðuðu Eric Edmonds og Nina Pavcnik áhrif auk- innar alþjóðaverslunar í Víetnam. Árið 1993 ákváðu stjórnvöld í Víetnam að afnema höft á útflutning hrísgrjóna. Afleiðingin var tvöföldun í útflutningi á hrísgrjónum á árunum 1993 - 1998 sem og 30% hækkun á verði til innlendra framleiðenda. Hrísgrjóna- framleiðslan í Víetnam er að mestum hluta í höndum bænda á litlum búum þar sem fjölskyldan öll tekur þátt í uppskerunni. Í kjölfar hækkandi verðs óttuðust margir að afleiðingin yrði sú að fleiri börn yrðu kölluð heim úr skóla og send á akrana. Í raun gerðist það öfuga. Aukinn kaupmáttur bænda gaf þeim tækifæri til að láta börn sína hætta vinnu á ökrunum og senda þau í skóla. Afleiðingin var sú að um 9% vinnandi barna gátu hættu vinnu og farið í skóla, eða um 2.2 miljónir. Um- skiptin urðu mest hjá þeim börnum sem hvað mest unnu, stúlkur á aldrin- um 14 - 15 ára. Ýmir Örn Finnbogason á frelsi.is MIÐVIKUDAGUR 17. nóvember 2004 DAGGARVELLIR 6A OG 6B, HAFNARFIRÐI Lynghálsi 4 • 110 Reykjavík • akkurat@akkurat.is • www.akkurat.is • Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali Akkurat fasteignasala er með í einkasölu á þessum eftirsótta stað 28 íbúðir í nýju húsi. Fimm 2ja herb. Verð frá 13,5 millj. - 13,7 millj. Tíu 3ja herb. Verð frá 15,8 millj. - 16,9 millj. Þrettán 4ra herb. Verð frá 16,5 millj. - 18,9 millj. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna. Vandaðar eikarinnréttingar frá HTH. Vegghengd salerni. Þvottahús innan íbúða. Tæki frá AEG. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR, TEIKNINGAR OG SKILALÝSINGAR ER AÐ FÁ Á SKRIFSTOFU AKKURAT AÐ LYNGHÁLSI 4 EÐA Á www.akkurat.is 594-5000 Á LAUGARDÖGUM Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is AF NETINU 20-29 Leiðari (20-21) 16.11.2004 18:59 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.