Fréttablaðið - 17.11.2004, Side 37

Fréttablaðið - 17.11.2004, Side 37
29MIÐVIKUDAGUR 17. nóvember 2004 Usher hefur látið gera jakka fyrirsig með nákvæmri eftirmynd af húðflúri Davids Beckham aftan á bakinu. Hann lét gera það sérstak- lega fyrir Amerísku tónlistarverðlaun- in þar sem hann vann í öllum fjórum flokkunum sem hann var tilnefndur. Fótboltastjarnan og söngvarinn hafa verið gagnkvæmir aðdáendur síðan þeir hittust fyrst fyrir þremur árum. „Ég gerðist fótbolta- aðdáandi vegna Davids. Hann er frábær leikmaður. Ég fylgist með hon- um sem skemmtikrafti, hvort sem það er vegna tísku eða fótbolta,“ sagði Usher eitt sinn. Beckham hef- ur einnig sagst eiga alla diskana sem Us- her hefur gefið út og hlusta mikið á hann. Leikkonan Renée Zellweger hefurmiklar áhyggjur af því að hún muni eiga erfiðara með að eignast börn eftir að hafa grennt sig og fitað til skiptis fyrir hlut- verk sitt sem Bridget Jones. „Ég er kunnug rann- sóknum sem hafa verið gerðar um þetta efni og um hvaða áhrif þetta getur haft á lík- amann. Mig langar mikið að verða móðir einhvern dag- inn. Ég hlakka til að verða ólétt og þyngjast náttúrulega,“ sagði Renée. Leikkonan segir samt þyngdaraukn- inguna virðast miklu meiri á skjánum en hún er í raun. „Myndavélin bætir við nokkrum kílóum og vegna þess hversu lítil ég er þá virðist ég mun feitari en raunin er.“ Jake Gyllenhaal segist hafa slasaðsig töluvert við tökur á ástarsenum með leikaranum Heath Ledger. Þeir leika kúreka sem verða ástfangnir í nýrri mynd, Brokeback Mountain. „Heath braut næstum því nefið á mér í senu þar sem við kyssumst. Hann grípur mig og ýtir mér fast upp að veggn- um og kyssir mig,“ sagði Gyllenhaal. „Og þá gríp ég hann og ýti honum upp að veggnum og kyssi hann. Svo eftir nokkrar tökur var ég allur orðinn lemstraður eftir átökin. Ég meiddi mig ekki eins mikið í slagsmálaatrið- unum!“ Brokeback Mountain verður frumsýnd í Bretlandi á næsta ári. Britney Spears hefur uppljóstraðsmáatriðum um brúð- kaupsferð hennar og Kevins Federline - í formi ljóðs. Söngkon- an giftist dansaran- um óvænt í september og fóru þau í ferð til Turtle Island á Fiji nokkr- um vikum seinna. Spears opinberaði ljóðið á aðdáenda- síðu þar sem hún lýsir „unaðslegum nóttum“ og ferðinni sem „litlu himnaríki“. Hún end- aði svo ljóðið á því að þakka öllum á Turtle Island. LÆTI Á VIBE-HÁTÍÐINNI Áhorfandi heldur á stól sér til varnar eftir að slagsmál brutust út á Vibe-hátíðinni í Barker Hangar í Santa Monica á mánudaginn var. Námskeið um Bókina Da Vinci lykilinn og kenningar hennar hófst á vegum Leikmannaskóla Þjóðkirkjunnar í síðustu viku. Á þriðja hundrað manns mættu á námskeiðið og fylltu safnaðar- heimili Grensáskirkju, en fram- hald námskeiðsins verður í dag og 21. nóvember. Aldrei hafa eins margir tekið þátt í námskeiði hjá Leikmannaskólanum. Á námskeiðinu er rakin saga kirkjunnar frá öndverðu og deilur hennar við leynireglur í gegnum aldirnar. Fjallað er um hugmyndir metsölubókarinnar Da Vinci lyk- illinn um Musterisriddarana, Jó- hannesarriddara, teutónsku ridd- arana, djöfulinn, ritsafn og mynd- un Nýja testamentisins, frímúr- ara, konur í kirkjunni og þá sérstaklega Maríu Magdalenu, Fimmstjörnuna, kaþólsk leynifé- lög og Gral. Á námskeiðinu er leitað svara m.a. við spurningunum: Er saga kirkjunnar blekking leynireglna karlaveldisins? Hver er hinn sögulegi sannleikur bak við myndun Nýja testamentisins? Hverjir voru Musterisriddarar, Jóhannesarriddar og teutónsku riddararnir? Var María Magda- lena gift Jesú? Átti Jesús börn? Hvað er Gralinn? Leiðbeinandi á námskeiðinu er sr. Þórhallur Heimisson prestur við Hafnarfjarðarkirkju. ■ Aðsóknarmet í Leikmannaskólanum Da Vinci lykillinn er uppspretta fjöl- menns námskeiðs hjá Leikmanna- skóla Þjóðkirkjunnar. FRÉTTIR AF FÓLKI 36-37 skrípó (28-29) 16.11.2004 19:35 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.