Fréttablaðið - 17.11.2004, Síða 39

Fréttablaðið - 17.11.2004, Síða 39
31MIÐVIKUDAGUR 17. nóvember 2004 Vinnustofa SÍBS Sími 5628500 bréfabindin www.mulalundur.is NOVUS B 425 4ra gata endingargóður gatari með kvarða. Allur úr málmi og tekur 25 síður. Verð 2.995 kr/stk Í þessu máliÖ. (Faux) Sólveig Anspach horfir sposkum augum á mál- verkafölsunarmálið mikla er hófst er hundruð fals- aðra málverka fóru inn á íslenskan myndlistar- markað í gegnum Gallerí Borg á tíunda áratugun- um, og lauk þegar aðstandendur gallerísins voru sýknaðir af ásökunum um að tengjast málinu í Hæstarétti í maí 2004. Lifandi í limbói (Alive in Limbo) Árið 1993 hittu kvikmyndagerðarkonurnar fimm börn í Líbanon og ræddu við þau um lífið og til- veruna, vonir þeirra og framtíðardrauma. Þau Wasim, Nisreen, Mostafa og Manal eru palestínskir flóttamenn í Shatila-búðunum í Beirút, en Hussein er líbanskur drengur sem orðið hefur fyrir barðinu á stríðsátökunum við Ísraela í heimalandi sínu. Á árunum 1999 til 2002 eru ungmennin heimsótt á ný, og afdrif drauma þeirra könnuð. Konunglegt bros Konunglegt bros fjallar um Frikka Frikk, sem telur sig bera af öðrum mönnum hvað listrænt innsæi og kvenhylli varðar. Hann vinnur að metnaðarfullu verkefni á sviði fjöltæknimyndlistar, sem felst í því að láta konur falla fyrir sér, segja þeim upp og smella af þeim mynd. Stjórnstöðin í Listasafninu Heimildarmyndin Control Room, eða Stjórnstöðin, er ein þeirra mynda sem verða sýndar utan þemadagskrár Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Stjórnstöðin hefur vakið athygli víða um heim, en þar sækir bandarísk-arabíski leikstjórinn Jehane Noujaim til þekkingar sinnar á bandarískum og arabísk- um menningarheimi, er hann dregur upp mynd af ólíkum áherslum í bandarískum og arabískum fréttaflutningi af Íraksstríðinu vorið 2003. Í myndinni er rætt við frétta- menn í CentCom fréttamiðstöð Bandaríkjahers í Katar, og frétta- menn á arabísku Al-Jazeera fréttastofunni. Í myndinni er velt er upp spurningum um frétta- flutning og túlkun viðburða, auk þess sem tekið er á þeirri aðkallandi spurningu hvort að- gerðir Bandaríkjanna í Mið-Aust- urlöndum séu til þess fallnar að koma þar á stöðugleika eða auka á hugmyndafræðilegan ágreining milli Vesturlanda og Mið-Austur- landa. Stjórnstöðin var sýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni árið 2004, og vann til verðlauna á Full Frame heimildarmyndahátíð- inni og kvikmyndahátíðinni í Sydney. Stjórnstöðin verður sýnd klukkan 19.30 í Listasafni Reykja- víkur, Hafnarhúsi. Að sýningu lokinni taka við pallborðsumræð- ur um myndina og viðfangsefni hennar. Þátttakendur í umræðun- um um verða Karl Blöndal aðstoð- arritstjóri, Brynhildur Ólafsdótt- ir, fréttamaður, Sigríður Víðis Jónsdóttir, sem heimsótti Al- Jazeera fréttastofuna í Katar, Jó- hanna Kristjónsdóttir blaðamað- ur, Davíð Logi Sigurðsson blaða- maður og Hjálmar Sveinsson út- varpsfréttamaður sem stýrir jafnframt umræðum. ■ STJÓRNSTÖÐIN Hefur vakið athygli að undanförnu en hún tekur á fjölmiðlaum- fjöllun um Íraksstríðið 2003, og varpar ljósi á ólíkar áherslur vestrænna, einkum bandarískra fjölmiðla, og arabísku frétta- stöðvarinnar Al Jazeera. 38-39 auka fólk (30-31) 16.11.2004 19:00 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.