Fréttablaðið - 21.11.2004, Side 10
Ég svaf hjá konunni minni um
daginn, sem er í sjálfu sér engin
stórfrétt, en vettvangurinn var
óvenjulegur; kvennadeild Land-
spítalans, nánar til tekið fæðing-
arstofa á þriðju hæð.
Þetta var fín nótt og við hlið
okkar hvíldi nokkurra klukku-
stunda gömul dóttir okkar, óþrif-
in, alsæl.
Vitaskuld man ég ekki þá stund
þegar faðir minn tók á móti mér
fyrir góðum fjörutíu árum, en ég
get fullyrt að hann svaf annars
staðar en hjá konunni sinni kvöld-
ið eftir fæðingu mína.
Og gott ef hann var
nokkuð viðstaddur fæð-
inguna.
Tímarnir hafa
breyst.
Það sem er sjálfsagt í
dag var tabú fyrri tíma.
Ég gleymi því ekki
þegar ég tók á móti
frumburði mínum fyrir
tuttugu árum. Þá var
vesalings barnið hrifsað
úr móðurkviði í þann
mund sem það barðist
fyrir fyrsta andardrætt-
inum og því snúið á
hvolf undir sterkum
ljósum fæðingarstof-
unnar og það hrist í
hrammi miðaldra lækn-
is. Ég gleymi ekki garg-
andi öskrinu sem fylgdi
á eftir og angistarfull-
um ópum þessa sama
hvítvoðungs þegar hann
var skrúbbaður hátt og
lágt og mældur að því
búnu á kaldri vigtinni.
Þetta voru náttúrlega
engar viðtökur.
Þetta var refsing
fæðingarinnar.
Og nú er allt ein-
hvern veginn breytt.
Heilbrigðisstéttun-
um hefur lærst á síðustu árum að
fæðing er eðlilegur gangur lífs-
ins. Engin ástæða er til að ráðast á
nýfætt barn með offorsi og græta
það svo mjög á fyrstu mínútum
lífsins að liggi við náttúruhamför-
unum. Og foreldrarnir bíði
álengdar, fullir sektarkenndar að
hafa búið til þetta nýja líf.
Nú er allt eðlilegra.
Litla stúlkan mín sem fæddist
um daginn var lögð í rólegheitun-
um ofan á brjóstið móður sinnar á
sömu sekúndum og hún kom í
heiminn. Fósturfitan storknaði á
litla þrútna líkamanum, belgvatn-
ið þornaði á dökkum hvirflinum,
naflastrengurinn lá um kyrrt eins
og sjálfsagður partur af sambandi
þeirra mæðgna. Og allt var rólegt;
enginn grátur – aðeins snörl í nös-
um föðurins sem getur ekki van-
ist því að eignast börn.
Og svo bara sofnaði barnið.
Öll vinna á fæðingarstofunni
féll eiginlega niður; læknir og
ljósmóðir á burtu og eftir stóð
þessa heilaga þrenning föður og
móður og barns og hlustaði á
þögnina umvefja þessa stórkost-
legu stund.
Það lá ekkert á.
Auðvitað liggur ekkert á.
Og svona á þetta náttúrlega að
vera.
Svona er þetta hjá öllum dýr-
um.
Þrifnaðaræðið sem hertók
ungbörn á fyrstu sekúndum lífs-
ins á fyrri árum er að baki. Bless-
unarlega. Og hver ákvað það eig-
inlega á einhverju fáránlegu
augnabliki læknisfræðanna að
börn væru óhrein um leið og þau
fæddust? Hver ákvað það eigin-
lega að það mikilvægasta á fyrstu
andartökum lífsins væri að hrista
börnin og snúa þeim á hvolf? Eða
að brýnasta erindi nýfæddra
barna væri að leggjast á kalda
vigtina?
Ungbarnaeftirlit hefur verið á
villigötum um margra áratuga
skeið. Ofuráherslan á þrifnað
hefur keyrt svo úr hófi fram að
öllu varnarkerfi líkamans hefur
samviskusamlega verið skolað
niður með baðvatninu; helst mörg-
um sinnum á dag. Það síðasta sem
nýfædd börn þurfa eru iðnaðar-
sápur auglýsingamennskunnar.
Öll þessi stórfurðulegu efni sem
hafa ráðist á kroppinn barnanna á
undanliðnum árum hafa kallað á
önnur sterkari efni til að bregðast
við húðsjúkdómum.
Nýjar rannsóknir á húðheilsu
barna á Íslandi sýna að hreins-
unaræði fyrri ára, þar sem notast
var við ýmis aðskotaefni sem eru
allsendis óskyld efnafræði
mannslíkamans, hefur hrundið af
stað exem-faraldri meðal ung-
menna, jafnframt því að valda
öðrum hvimleiðum húðsjúkdóm-
um. Nýja meginreglan er þessi;
settu það eitt á barnið
þitt sem þú getur sett
ofan í það. Og einhvern
veginn er þessi regla
svo sjálfsögð og eðlileg
að okkur yfirsást hún í
nálega mannsaldur.
Okkur hefur þótt í lagi
að brenna leifar nafla-
strengsins á ungabörn-
um með spritti í stað
þess einfaldlega að
strjúka hann með vætt-
um klúti. Og okkur hef-
ur lærst að púðra börnin
og bera á þau alls kyns
krem sem enginn heil-
vita maður myndi
nokkru sinni láta ofan í
sig. Og afhverju ætti
það þá að vera í lagi út-
vortis?
Nýja meginreglan er
þessi; þvoðu barninu þínu
eins sjaldan og hægt er –
leyfðu því að kynnast lík-
amslykt sinni, láttu þér
fátt um finnast þó barna-
fötin ilmi ekki af innflutt-
um sápum.
Þetta leiðir náttúr-
lega hugann að sjampó-
kynslóðinni sem hefur
vaxið upp á síðustu
árum með búkinn alsett-
an bætaefnamixtúrum.
Ákafinn að þrífa sig hef-
ur á köflum verið svo yfirþyrm-
andi að stappar nærri sterilíser-
íngu. Minnsta líkamslykt er um-
svifalaust afgreidd sem óeðli. Allt
skal nú ilma af auglýstum undr-
um efnafræðinnar.
Þetta þarf ekki að vera svona.
Og á ekki að vera svona.
Sú gullvæga regla að bera það
eitt á sig sem hægt er að borða
hefur einhvern veginn gleymst í
endalausri sókn eftir aðkeyptri
hamingju.
Það var og.
Mér er sagt að baða nýja barn-
ið mitt upp úr vatni með vænum
skammti af ólífuolíu; það sem
mýki meltingarveginn best mýki
húðina mest. Ég tel þetta vera
nokkuð væn vísindi – og veit núna
betur en áður hversu auðvelt það
er að gleyma því sjálfsagða. Og
upprunanum. ■
Ríkisstjórnin hefur nú birt áætlun sína um skattalækkanir næstu ára í
samræmi við kosningaloforð flokkanna sem að henni standa. Skattar
eru margslungið tæki. Þeir afla ríkissjóði tekna, þeir jafna kjör í sam-
félaginu og þeir hafa afgerandi áhrif á efnahagslífið.
Það er því ekki að undra að auðvelt sé að deila um aðgerðir í skatta-
málum. Ekki síst nú þegar þensluhætta er veruleg. Til að sporna gegn
þenslu eru þrjú meðöl nothæf; hækkun stýrivaxta, hækkun skatta og
niðurskurður ríkisútgjalda. Miðað við skattalækkunarhugmyndir ríkis-
stjórnarinnar verður að búast við að skorið verði niður í ríkisfjármál-
um frá því sem boðað var í fjárlagafrumvarpinu, sé stöðugleiki höfuð-
markmiðið. Hinn kosturinn er að skilja Seðlabankann eftir á berangri
með vaxtatækið sem leitt gæti til óhóflegrar styrkingar krónunnar,
dregið máttinn úr útflutnings- og samkeppnisgreinum og leitt til mik-
illar verðbólgu undir lok þenslutímans.
Ítrekað hefur verið varað við því að skattalækkanir á næstu tveim-
ur árum væru afar hættulegar, nema að á móti komi aðhaldsaðgerðir í
fjármálum hins opinbera. Nýgerðir kjarasamningar grunnskólakenn-
ara mega ekki verða fordæmi annarra launahækkana, heldur verður að
líta á þá sem skref í átt til leiðréttingar og tímabærs endurmats á vægi
menntunar fyrir hagsæld framtíðarinnar.
Það er vitaskuld dyggð að standa við kosningaloforð. Hins vegar
þarf ávallt að taka tillit til ytri aðstæðna þegar skrefin eru stigin. Ýmis-
legt hefur breyst frá því að kosningaloforðin voru gefin. Vextir hús-
næðislána hafa lækkað og ekki er fyllilega komið í ljós hvaða áhrif þær
breytingar hafa á ráðstöfunartekjur og einkaneyslu. Flest bendir til
þess að viðskiptahallinn verði geigvænlegur og veruleg hætta á að
hann grafi undan krónunni með tilheyrandi falli þegar spennan fer úr
hagkerfinu. Þess vegna hefði verið skynsamlegt að fara hægar í sak-
irnar úr því að ríkið treystir sér ekki til meiri niðurskurðar en fjár-
málafrumvarpið boðar.
Innihald skattatillagnanna er svo önnur saga. Afar jákvætt er að sjá
barnabætur færast í átt til fyrra horfs og sama má segja um skatt-
leysismörkin, sem hafa dregist aftur verðbólgunni á undanförnum
árum. Jákvætt er einnig að meginþunginn sé árið 2007 eftir að stóriðju-
framkvæmdum lýkur. Hins vegar kann vitundin um auknar tekjur á
því ári að leiða til meiri neyslu áður en það herrans ár lítur dagsins ljós.
Ríkisstjórnin boðar að skattleysismörk muni hækka um 20 prósent
á næstu þremur árum. Skattleysismörk hafa dregist aftur úr verðlagi
á undanförnum árum og hækkun þeirra kemur í krónutölu jafnt yfir
alla skattgreiðendur. Þeir sem minnst bera úr býtum fá því hlutfalls-
lega mest. Hins vegar er full ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að
ef ekki verður vel á spilum haldið næsta árið, þá stöndum við uppi með
skattleysismörk árið 2007 sem hækkað hafa um 20 prósent en samt
ekki gert mikið meira en að halda í við verðbólguna. ■
21. nóvember 2004 SUNNUDAGUR
SJÓNARMIÐ
HAFLIÐI HELGASON
Ríkisstjórnin þarf að tryggja að skattalækkanir
leiði ekki til aukinnar verðbólgu.
Skattalækkanir
ögra stöðugleika
FRÁ DEGI TIL DAGS
Ítrekað hefur verið varað við því að skattalækkanir
á næstu tveimur árum væru afar hættulegar, nema
að á móti komi aðhaldsaðgerðir í fjármálum hins opin-
bera. Nýgerðir kjarasamningar grunnskólakennara mega
ekki verða fordæmi annarra launahækkana, heldur verður
að líta á þá sem skref í átt til leiðréttingar og tímabærs
endurmats á vægi menntunar fyrir hagsæld framtíðarinn-
ar.
,,
SMS LEIKUR
Í vinning er:
• Spider-Man 2 á DVD
• Spider-Man 1 á DVD
• Aðrar DVD myndir
• Spider-Man varningur
• Margt fleira
Sendu SMS skeyti› BTL SPF á númeri›
1900 og þú gætir unni›.
11. hver vinnur!
Vinningar ver›a afhendir hjá BT Smáralind.
Kópavogi. Me› því a› taka þátt ertu kominn
í SMS klúbb. 199 kr/skeytið
Spider-Man 2
GLÆSILEGIR VINNINGAR!
VILTU
MYNDINA
Á 199 KR.?
Út úr hreinsunareldinum
Á allra vörum
Sú var tíð að það var svo sjaldgæft að
um Ísland væri fjallað í erlendum blöð-
um að fjölmiðlar hér skýrðu frá því
sem sérstökum viðburði. Erlendar
greinar um Ísland og íslensk málefni
voru þá yfirleitt þýddar og endurbirtar
hér. En nú opna menn varla svo erlend
dagblöð og tímarit að þar sé ekki með
einhverjum hætti
vikið að mönnum
og málefnum sem
tengjast Íslandi.
Sérstaklega á
þetta við um við-
skiptafréttir enda
má segja að ný
víkingaöld sé upp
runninn með út-
rás íslenskra fyrir-
tækja á erlenda
markaði. En það eru ekki aðeins við-
skiptafréttirnar sem vekja áhuga er-
lendra fjölmiðla. Á forsíðu International
Herald Tribune var á fimmtudaginn
fjallað um það hvernig Íslendingar tak-
ast á við myrkrið sem hvílir yfir landinu
yfir vetrarmánuðina. Hafði greinin áður
birst í New York Times. Spurt er: Verður
þjóðin ekki niðurdregin af því að sjá
svona lítið til sólar? Og svarið, sem haft
er eftir Andrési Magnússyni geðlækni,
þykir merkilegt: Nei, rannsóknir sýna
að Íslendingar þjást síður af skamm-
degisþunglyndi en aðrar þjóðir þrátt
fyrir allt myrkrið. Virðist sem náttúruval
hafi smám saman aðlagað landsmenn
að þessum aðstæðum.
Eldvirkni
Stórblaðið Financial Times birti á föstu-
daginn stóra grein þar sem eldvirkni á
Íslandi fyrr og nú er í brennidepli. Til-
efnið er gosið í Grímsvötnum. Blaðinu
finnst athyglisvert hvaða áhrif gosið
hafði á flugumferð í nágrenni Íslands.
Og það gefur svo ástæðu til að rifja
upp gosið í Lakagígjum árið 1783 en
ýmsir telja að áhrif þess hér á landi og
ekki síður í nágrannalöndunum hafi
verið slík að telja megi það þriðja
mannskæðasta eldgos á sögulegum
tímum. Haft er eftir Þorvaldi Þórðarsyni
jarðfræðingi að verði annað slíkt gos
mundu áhrifin verða margfalt meiri,
meðal annars á fjarskiptakerfi í okkar
heimshluta. Veltir hann upp þeirri
spurningu hvernig British Airways
mundi bregðast við ef þotur félagsins
gætu ekki flogið í fimm mánuði vegna
eldgoss á Íslandi. Ekki uppörvandi um-
hugsunarefni!
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI
RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is
SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
TÍÐARANDINN
SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON
TE
IK
N
. H
EL
G
I S
IG
. -
H
U
G
VE
R
K
A.
IS
10-11 LEIÐARI 20.11.2004 20:55 Page 2