Tíminn - 20.01.1974, Qupperneq 3

Tíminn - 20.01.1974, Qupperneq 3
Sunnudagur 20. janúar 1974. TÍMINN 3 u:us:: B Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga XIII Oainla Svalbarftskirkjan (Skureyrij 1971 „Öfeurleg er andans leið upp á sigurhæðir”. A myndinni gefur aö lita hús Matthíasar Jochumssonar, Sigurhæðir á Akureyri. Myndin er tekin i fögru veðri 13. júli 1966, og sér út á Pollinn, Oddeyrartanga og yfir i Vaðlaheiði, þar sem enn sitja skaflar uppi við brúnir. Það verður vist lengi bjart yfir Sigurhæðum i minningu manna. Nonnahús inni i „Fjörunnni” á Akureyri er eldra, byggt i gömlum stíl, mjög viðkunnan- legum (viðbygginging t.v. er ung en i sama stil). Þarna sleit Jón Sveinsson (Nonni) barns- skónum og fólk streymir að á sumrin til að sjá húsið og ýmsa muni frá tið Nonna, en hann er llklega einna viðfrægastur islenzkra rithöfunda. Ég man þegar Nonni kom til Seyöis- fjarðar á leið til alþingis- hátíðarinnar 1930. Fólk streymdi út á götu til að sjá hann. Nonni heilsaði ljúfmann- lega, spurði að ýmsu og beygði sig fagnandi niður að nýút- sprungnum hófsóleyjum við veginn. Myndin sýnir Nonnahús 15. ágúst 1971, lerkitré sjást til hægri. Skammt frá, á slóðum rifinnar Akureyrarkirkju, rétt við gömlu trjáræktarstöðina stendur nú litil timburkirkja, flutt þangað frá Svalbarðseyri á Svalbarðsströnd, þokkalegt hús. Roskinn maður var að taka upp kartöflur rétt hjá, 9. sept. 1971 og leit hornauga til fólks, sem gekk inn i Nonnahús. „Alveg er ég hissa hvernig þeir láta með gamla muni, þetta er bara tizka eins og kjólarnir kvenfólksins”, sagði karl og glotti við. Akureyrarbrekkur fyrir ofan eru frægt kartöfluland. Skammt héðan i norðurkinn Búðargils, móti sumri og sól, hóf Lever kaupmaður kartöflurækt fyrir 165 árum —- og enn spretta kartöflur vel i Akureyrar- brekkum. Útgerð og fiskverkun hefur lengi verið mikilvæg atvinnu- grein á Akureyri. Hér sjáiö þið saltfisk breiddan til þerris á strengda vira eöa virnet innar- lega I bænum 12. júli 1935. Elzta aðferöin mun hafa verið aö breiða fiskinn á klappir eða raða steinum i reiti undir hann. Nú leysir vélþurrkun gömlu aðferöirnar meir og meir af hólmi. — Hvaða móða og ólykt er þetta?, sagði margur maðurinn við komuna til Akureyrar, þegar hafgolan bar sildar- Nonnahús á Akurcyri 1971 vinnslubræluna frá Krossanesi yfir bæinn. Krossanesverk- smiöjan var reist á árunum 1912-1913 og mörgum hefur hún veitt atvinnu og mikið sildar- mjöl framleitt. Nú hefur engin sild borizt langa lengi eins og al- kunnugt er, en eitthvert annað hráefni berst þó stundum i verk- smiðjuna, og þannig var það t.d. 31. júli 1970, þegar myndin var tekin. Sauðfjárrækt á erfitt uppdráttar i borgum og stórum kaupstöðum,eins og eðlilegt er. Menn þoka með kindur sinar og hey út fyrir þéttbýlið og notast viö gamla skúra og annan frumstæðan útbúnað, likt og myndin sýnir, en hún er tekin utan við Glerárþorp. 9. sept. 1971. Sallfiskverkun á Akureyri 1935 Séft yfir Krossanesvcrksmiftju vift Eyjafjörft 1970 Séft yfir ,, Sigurhæftir” á Akureyri 1966 !■■■■■■■■■■■■■■!! «■■•■■■•■■■■■■■■■■■■■■■•••■■■■■■■■■■■■■1 M||A*|r----- ■BBOSII f------------ M Hey og fjárhús vift Glerárþorp á Akureyri 1971. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■iiSia

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.