Tíminn - 20.01.1974, Side 5

Tíminn - 20.01.1974, Side 5
Sunnudagur 20. janúar 1974. TÍMINN 5 Háættuð — en ekki hámenntuð Rétt áöur en brúðkaup Onnu prinsessu i Bretlandi og Mark Phillips fór fram, þá tóku þau þátt i sjónvarpsútsendingu, nokkurs konar viötali og tóku þau sig vel út og komu vel fyrir á skjánum. En áður en þessi upptaka á viðtalinu við þau var sýnd i sjónvarpinu fóru starfs- maður hirðarinnar (einhver prótokollumeistari) fram á að ritskoðuö væri umsögn þeirra, er þau töluðu um skólagöngu og menntun. Svar Onnu prinsessu við þvi, hvers vegna hún hefði ekki farið i menntaskóla eða háskóla, en hætt skólagöngu eftir gagnfræðapróf (high school), var: „Mér finnst (skólagangan) vera tómstunda- iðja, sem allt of mikið er lagt upp úr!” Mark Phillips samsinnti þessu og sagði, að hann hefði aldrei haft áhuga á að snúa sér að viðskiptum, verða lögfræðingur eða læknir, — og hvi skyldi ég þá vera að eyða timanum i að fara i háskóla? Þessi tilsvör þeirra þóttu ekki þannig, að þau myndu auka álit á konungsfjöl - skyldunni og hirðinni og voru þvi strokuð út úr viðtalinu, að þvi að sagt er. Mark Phillips gekk i herinn sem óbreyttur liðsmaður, eftir að hann hafði fallið á inntökuprófi i Sand- hurst herskólann, sem hefur svipað álit i Bretlandi og West Point i Bandarikjunum. En hann þótti mjög hæfur i herþjónustunni og eftir fáeina mánuði þá var Phillips sendur iSandhurst-skólann beint úr hernum og gekk þá allt vel. Anna prinsessa og Mark Phillips eru.mjög viðkunnanleg og geðfelld ung hjón, og þó að skólaganga þeirra eða menntun þyki ekki merkileg, þá hafa þau áhuga á mörgu, en þar er fyrst og fremst að nefna hesta- mennsku.og þar skara þau lika bæði fram úr. ★ 38 þúsund erlendir stúdentar við sovézka háskóla 38 þúsund erlendir stúdentar frá 135 löndum stunda nú nám við sovézka háskóla og æðri menntastofnanir. fyrir öll reiðhjólin sin. Hugsið ykkur vandræðin, ef allir hefðu komið akandi i bilum, eins og algengast er i öðrum heimshlut- um! Svona er það alls staðar Þar sem mikill fjöldi fólks kem- ur saman, er sama vandamálið alltaf upp á teningnum. Hvar i ósköpunum á að koma öllum farartækjum þess fyrir? Þessi mynd var tekin i Peking nýlega, þegar þar fór fram gifurlega fjölmennt iþróttamót. Kinverjarnir voru i stökustu vandræðum með að finna rúm Listaverk úr smjöri Mexikanski listamaðurinn Salvador Lara er sérfræðingur i að búa til skúlptúra úr smjöri og is. Á myndinni sést hann leggja siðustu hönd á verk, sem hann kallaði Adam. Það var úr smjöri og átti að fara á matar- borð i glæsilegri veizlu. Það er furðulegt, að fólk skuli hafa geð i sér til að ráðast á slik listaverk og hreinlega borða þau, en enn- þá merkilegra finnst okkur, að listamaður skuli ekki meta verk sin meira. f/fi ///// /. fl/ff f tfZZÉm Aukinn ferðamannastraumur í Póllandi Ferðamönnum hefur fjölgað mjög i Póllandi siðustu ár. Einkum hefur ferðum milli Pól- lands og Finnlands fjölgað og önnur samskipti aukizt. Hafa þeir úndirritað samninga um margs konar viðskipti þjóðanna. M.a. hafa þeir látið smiða stórar ferjur til flutninga um Eystrasalt. Pólverjar eiga stóra nýja ferju, sem tekur mörg hundruð farþega og um 150 bila og heitir „Gryf”. Sést ferjan hér i höfn i Helsinki með finnska fánann að húni. Þetta skip gengur á milli Gdansk i Póllandi og Helsinki. A annari mynd eru þarna Pólverjar á ferðalagi i Helsinki. Finnar eiga svo annað ferjuskip svipað að stærð, sem einnig hefur ferðir milli Finnlands til Póllands. Heitir það skip „Aallotar”. Vegna aukins ferðamanna- straums i Varsjá hafa risið þar upp ný hótel. Fyrsta nýja stór- hótelið, sem reist er aðallega fyrir erlent lánsfé, heitir „Forum” og er það þrjátiu og tvær hæðir og hið nýtizku- legasta.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.