Tíminn - 20.01.1974, Page 7
Sunnudagur 20. janúar 1974.
TÍMINN
7
verib að lesa. beim fannst ekki
ýkja mikið til koma og sögðu að-
eins, að slikt gerðist.
Dælan á götunni
Frá bókasafnsenglum til véla.
Nú ætla ég að segja frá nokkrum
tilvikum af tæknilegu tagi.
Eftir farandi sögu sagði mér
kunningi og ég bað hann að skrifa
hana niður og votta: ,
Hinn 2CT. mai 1972 stóð hópur
fólks við sundlaug eina i Sussex.
Laugin hafði verið dæmt, þar sem
gera átti við hana. En talsvert
vatn sat enn á botninum, þvi það
náði ekki tæmingarventlinum.
Meðan það var þarna, var ekki
hægt að hefja viðgerðina.
Rætt var um fram og aftur og
margir komu með tillögur, en
loks sagði einn viðstaddra, sem
var arkitekt: gþað sem okkur
vantar er dæla, en vandinn er
hvernig við eigum gð útvega
hana. Rétt i þvi heyrðist mikill
hávaði frá götunni, sem var 30-40
metra frá og stærðar flutningabill
ók fram hjá. A pallinum stóð
vatnsdæla. Arkitektinn brá við
skjótt, stökk inn i bil sinn og elti
hinn uppi og innan stundar var
ekki dropi eftir i sundlauginni.
Neyðarhemillinn
Næsta saga er einnig viðvikj-
andi tækninni, en af allt öðru tagi.
Af tillitssemi við fólk það, sem við
sögu kemur, hef ég orðið að leyna
nöfnum þess, en allt annað er
rétt:
Dag einn i nóvember gerðist
það, að ungur arkitekt er fengið
hafði taugaáfall, kastaði sér fyrir
neðanjarðarlest i Lundúnum.
Hann var fluttur á sjúkrahús, al-
varlega slasaður, en lifði þó af.
Ættingi mannsins, sem ég þekki
ekki, skrifaði mér og sagði mér
frá þessu, eftir að hafa lesið bók
mina „Rætur tilviijananna” og
skýrði mér frá einkennilegum ð-
stæðum i sambandi við atburðinn.
Nokkrum dögum siðar ræddi ég
við einn sjúkrahússlæknanna og
hann spurði hvort ég hefði heyrt
alla söguna um atburðinn, en hún
hefði vakið mikinn áhuga hjá
London Transport. Harold lifði
þetta sem sé ekki af vegna þess
að lestarstjórinn sá hann og greip
þess vegna i neyðarhemilinn,
heldur var það farþegi i lestinni,
sem af einhverjum óskiljanlegum
ástæðum stóð upp og greip i
hemilinn, en við þvi eru ströng
viðurlög. En það varð til þess, að
lestin var á mjög hægri ferð, er
hún ók á Harold. Ekki hefði mátt
muna nema i mesta lagi tveimur
sekúndum.
Fjarhrif?
Ef hægt væri að komast ná-
kvæmlega að þvi, hversu margir
reyna að fremja sjálfsm. á þess-
um stað og hversu margir gripa i
neyðarhemilinn á'ö ástæðulausu,
væri vafalaust hægt að segja sem
svo, að ekki þyrfti nema einfald-
an likindareikning til að sjá, að
svona lagað getur gerzt.
Hver sá, sem þekkir neðan-
jarðarlestir, veit, að það er alls-
endis ómögulegt fyrir farþega að
sjá, hvað er að gerast framan við
lestina. Lestarstjórinn sér út og
hann er þjálfaður i að bregða
snöggt við og gripa i neyðar-
hemilinn, en jafnvel hann náði
ekki að gera neitt, þegar Harold
henti sér fyrir lestina. Þetta má
þvi teljast atvik, sem flokka verð-
ur undir fjarhrif eða fyrirboða,
eða kannski sambland af hvoru
tveggja.
Fyrirboði
dauðsfalls
Siðasta sagan um fyrirboða,
sem ég segi hér, kom fram i les-
endabréfi i brezku læknatimariti,
sem venjulega birtir ekki þess-
háttar efni. Læknir i Accra i
Ghana sagði frá nokkrum furðu-
legum fyrirbærum, sem menn
rekast ekki ósjaldan á i hans
heimalandi. 1 siðasta hluta frá-
sagnar hans segir:
Eftirfarandi saga, sem ekki er
sérlega afrikönsk i eðli sinu, fjall-
ar um mina eigin fjölskyldu.
Föstudaginn 16. desember 1949
kom ég heim úr skólanum i Achi-
mota til að taka fimm vikna jóla-
leyfi. Bróðir minn Jerry var einn-
ig rétt kominn heim úr sinum
skóla. Þó að hans skóli ætti ekki
að byrja að nýju fyrr en tveimur
mánuðum siðar hélt Jerry alltaf
áfram að segja, að hann hefði
ekki leyfi nema eina viku. —
Láttu ekki svona. sagði ég við
hann. Ég veit, að þú hefir tvo
mánuði. — Ég hef bara eina viku,
sagði hann aðeins. Miðvikudag-
inn 21. des. hjálpuðum við
mömmu að baka kökur til jól-
anna, en Jerry sat úti i horni og
vildi engan þátt taka i þessu.
Viö spurðum hann, hvort hann
ætlaði bara að borða kökurnar, en
hann svaraði, að hann myndi
aldrei bragða þessar kökur og við
ekki heldur. Undarlegt af manni,
sem var mjög gefinn fyrir góðar
kökur. Mamma minntist eitthvað
á, að Jerry hefði verið skrýtinn
undanfarna daga.
Föstudaginn 23. des. fór fram
knattspyrnuleikur i Somanyu.
nokkrum kilómetrum i burtu.
Jerry var miðframherji og ég
vinstri innherji. Snemma i siðari
hálfleik laust mikilli eldingu niö-
ur á völlinn og ég brenndist á
hendi og andliti. Það var flautað
og skammt frá mér sá ég Jerry
liggja á bakinu. Hann var látinn.
Ég fékk taugaánall og tautaði
stöðugt, það sem Jerry hafði sagt
fyrir réttri viku, að hann ætti að-
eins viku leyfi. Við vorum öll i
sorg um jólin og enginn gat
bragðað á kökunum.
Siðar sagði ég skólafélögum
minum þetta og flestir hlustuðu
aðeins, án athugasemda. Einn
þeirra, sem hafði sálfræði að sér-
grein, útskýrði þó málið og sagði,
að þetta væri einfalt. Jerry hefði
aðeins verið einn af þeim, sem
ólánið elti öðrum fremur.
Striðnispúkar
Þá er komið að púkunum, þess-
um illgjörnu verum, sem eiga sök
á þvi, að maður týnir hlutunum
rétt við nefið á sér, heyrir bank
þar sem enginn er og að raf-
magnstæki og vélar veröa
skyndilega galin og gera allt
öfugt.
Fyrst er þekkt saga, sem gerð-
ist 1909 þegar Jung heimsótti
Freud i Vin. Þá var Jung afskap-
lega hrifinn af Freud og kenning-
um hans og áleit það að hitta hann
einn af hápunktum lifs sins.
Er þeir hittust og tóku að ræða
saman, tók Jung að tala um yfir-
náttúrleg fyrirbæri, sem hann
hafði alla tið trúað mjög á. Freud
trúði þessu ekki þá. þótt hann hafi
farið að gera það siðar. Jung hef-
ur sjálfur lýst atburðinum:
Meðan Freud var að tala, kom
yfir mig mjög einkennileg tilfinn-
ing. Það var eins og þindin i mér
væri úr járni og orðin rauðgló-
andi. 1 sama bili heyrðist mikill
brestur i bókahillunni fyrir ofan
okkur. Við spruttum báðir upp, af
ótta við að hún kynni að hrynja
yfir okkur. Ég sagði Freud, að
þarna hefði hann dæmi um fyrir-
boða. — Della, svaraði hann, en
ég sagði, að þar skjátlaðist hon-
um, þvi annar brestur kæmi
bráðum. Ég hafði varla sleppt
orðunum, áður en hann kom og
mun meiri.
Enn þann dag i dag veit ég ekki,
hvernig ég vissi það, en Freud
stóð bara og starði á mig með
skelfingarsvip. Ekki hef ég hug-
mynd um hvað hann hugsaöi, en
við minntumst aldrei framar á
þetta.
Ef sleppt er að láta sér detta i
hug, að Jung hafi búiö söguna til,
eða komið einhverjum hrossa-
bresti fyrir i bókahillunni, þá
verður að játa, að fyrirbærið er
afar einkennilegt.
Hitzt af tilviljun
Meðal algengustu „tilviljana”
er, að maður fer að hugsa um,
eða dreymir manneskju, sem
maður hefur hvorki séð né heyrt
um langa hrið, — daginn eftir
kemur ef til vill bréf frá viðkom-
andi eða maður hittir hann.
Mikið af þessu heyrir undir ein-
berar tilviljanir og i öðrum tilfell-
um man maður, að maður hefur
ótal sinnum hugsað um Tobba
frænda i Ameriku eða Siggu
frænku fyrir norðan, án þess að
bólaði á þeim að nokkru leyti.
En til eru tilvik, þar sem slikur
fundur hefur orðið og aðstæður
verið svo einkennilegar, að allt
virðist það stórfurðulegt.
Næsta saga er eins konar
kraftaverksaga og hafa bileig-
endur væntanlega gaman af
henni: Snemma morguns i mai sl.
ók flutningabill á minn bil, þar
sem hann stóð kyrr, og stór-
skemmdi hann. Flutningabillinn
hvarf á braut án þess að bilstjór-
inn gæfi sig fram. Verkamenn
handan götunnar sögðu mér, að
vegfarandi einn hefði stöövað
flutningabilinn og rætt við bil-
stjórann. Daginn eftir fann ég
miða liklega frá vegfaranda þess-
um, sem á stóð númer flutninga-
bflsins, nafn og heimilisfang eig-
andans. Neðsti hluti blaðsins var
rifinn af, eins og sendandinn hefði
rifið undirskrift sina frá á eftir
vegna þess að hann vildi ekki
blanda sér i neitt. Það reyndist
siðar rétt.
Tryggingafélag mitt hafði sam-
band við eiganda flutningabilsins,
sem neitaði öllu og mér var tjáð,
að ekkert væri hægt að gera, fyrr
en vitnið fyndist.
Nokkrum dögum siðar var ég
að leika krikket i Hurlingham og'
einn af leikmönnum hins liðsins,
maður, sem ég hafði ekki séð sið-
an á striðsárunum, i krikket lika,
kom til min og sagði, að ósköp
væru að sjá bilinn minn.
Ég skýrði honum frá málavöxt-
um, en hann greip fram I og ját-
aði, að þaö hefði verið hann, sem
stöðvaði flutningabilinn og setti
miðann i bilinn minn. Arangurinn
varð sá, að við fórum saman og
lögðum fram bótakröfu á eiganda
flutningabilsins. Ég fékk greidd
115 sterlingspund.
Krossgátur
Þessi saga er furðulegt sam-
safn af tilviljunum, þar sem
likurnar á þvi að hitta manninn
voru næstum engar, og að hann
skyldi vita, að ég ætti bilinn Hefð
um við hitzt i veizlu, hefði hann
aldrei vitað, hvaða bil ég ætti.
Það eru mjög margir krikketvell-
ir, þar sem hægt er að hafa bílinn
aiveg við.
Oftsinnis rekst maður á bóka-
safnsengla eöa orðabókarálfa i
krossgátum. Þeirsem gera mikið
að þvi að ráða krossgátur kannast
vafalaust við skrýtið orð og sjald-
gæft.sem kemur fyrir i krossgátu
og virðist en alltaf vera að þvæl-
ast fyrir þeim næstu dagana i
blöðum og bókum. Eða á hinn
veginn: Maður er að velta fyrir
sér einhverju ákveðnu máli og
rekst svo á orðið daginn eftir i
krossgátu dagblaðsins.
Lykilorð D-dagsins
Eitt af furðulegum fyrirbærum
I þessa veru átti sér stað I kross-
gátu Daily Telegraph dagana fyr-
ir D-dag, 6. júni 1944, er
Bandamenn stigu á land i
Evrópu.
Lykilorðin yfir einstakar að-
gerðir voru áreiðanlega ein bezt
Framhald á bls. 39.
HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN
ríkisins mmm
EINDAGINN 1, FEBRÚAR 1974
FYRIR LÁNSUAASÓKNIR
VEGNA IBUÐA I SMIÐUM
Ilúsnæðismálastofnunin vekur athygli
aðila á neðangreindum atriðum:
IEinstaklingar er hyggjast hefja byggingu ibúöa eða festa
• kaup á nýjum ibúðum (ibúöum i smiöum) á næsta ári,
1974, og vilja koma til greina viö veitingu lánsloforöa á þvi
ári, skulu senda lánsumsóknir sinar meö tilgreindum veö-
staöog tilskildum gögnum og vottoröum til stofnunarinn-
ar fyrir 1. febrúar 1974.
2Framkvæmdaaðilar I byggingariönaöinum er hyggjast
• sækja um framkvæmdalán til ibúða, sem þeir hyggjast
byggja á næsta ári, 1974, skulu gcra þaö meö sérstakri
umsókn, er verður að berast stofnuninni fyrir 1. febrúar
1974, enda hafi þeir ekki áöur sótt um sllkt lán til sömu
ibúöa.
3Sveitarfélög, félagasamtök, einstaklingar og fyrirtæki, er
• hyggjast sækja um lán til byggingar leiguibúða á næsta
ári, i kaupstööum, kauptúnum og á öörum skipulags-
bundnum stöðum, skv. 1. nr. 30/1970, skuiu gera það fyrir
1. febrúar 1974.
4Sveitarstjórnir, er hyggjast sækja um lán til nýsmiöi
• ibúða á næsta ári (leiguibúða eða söluibúöa) i stað heilsu-
spillandi húsnæðis, er lagt veröur niður, skulu senda
stofnuninni þar að lútandi lánsumsóknir sinar fyrir 1. feb-
rúar 1974,ásamt tilskildum gögnum sbr. rlg. nr. 202/1970,
VI. kafli.
5Þeir, sem nú eiga óafgreiddar lánsumsóknir hjá stofnun-
• inni, þurfa ekki að endurnýja þær.
6. Umsóknir um ofangreind lán, er berast
eftir 31. janúar 1974, verða ekki teknar til
meðferðar við veitingu lánsloforða á
næsta ári.
Reykjavik, 15. nóvember 1973.
HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS
LAUGAVEG! 77, SlMI 22453