Tíminn - 20.01.1974, Page 9

Tíminn - 20.01.1974, Page 9
Sunnudagur 20. janúar 1074. TÍMINN 9 I Boðberi, Marion, ásamt Hananum háttprúða. Leikendur eru i sömu röð, Guðmundur ólafsson, hildur Þorleifsdóttir og Gestur Einar Jónasson. Þór- að halda hlut sinum á sviðinu á móti eins fjölhæfum túlkanda og Arnar Jónsson er, en það tekst Mahan kafteini oftastnær. Ef til vill hefði gervi þeirra beggja mátt vera betra, þvi að stundum virtust þeir of ungir til að fara með þetta svartagalls- raus, sem höfundur leggur þeim I munn. Aðalsteinn Bergdal leikur lið- þjálfa af mikilli snilld. Nær sanni væri þó að segja að hann léki herinn. Ég veit ekki mikið um reynslu hans á leiksviði, en merkilegt má vera, ef þar fer ekki maður með hreina guðs- gáfu. Jón Kristinsson, leikur sóknarprestinn af myndugleik og krafti. Hann drepur menn, hvað þá annað. Hann er i gerð höfundarins all hrikalegur per- sónuleiki, sem ekki er auðvelt að koma til skila, svo við verði unað, en þetta tekst Jóni Kristinssyni merkilega vel, en mjög gjarnan hefði mátt ætla honum einhverja betri aðstoð (Leikenda og ljósa) við að drepa bilstjórann, því það er sánnarlega ekki daglegt brauð hér að prestar beinlinis drepi sóknarbörn sin, þótt eitthvað fari úrskeiðis. Jón Kristinsson er gott dæmi um ágæta leikkrafta, sem viða er að finna hér á landi og eiga að komast til skila, ef við eignumst fleiri leikhús, en nú eru til. Lorna er leikin af Jóninu ólafsdóttur, sem kom frá London tii að setja upp þertnari' leik með manni ginum» David Scott, leikstjóra. Vitneskjan um það atriði, hefur ef til vill spillt nokkuð fyrir, þar eð maður hélt að fólk kæmi ekki alla leið frá London, til að leika annað en meiriháttar hlutverk. Lorna býður ekki upp á nein átök, eða erfiða túlkun, en hún og Þór- hildur Þorleifsdóttir, sem Sviðsmynd úr Hananum. Efst á flaggstönginni er skipstjórinn Mahan, sjóari og móflutningamaður (Þráinn Karlsson), i miðjunni er Michael Marthraun, bóndi og peningapúki, en hann ieggur fyrir af mósölu < Arnar Jónsson) og neðst situr liðþjálfinn, eða irski herinn, en hann leikur Aðalsteinn Bergdal. leikur vinnukonu Michaels mósala og bónda léku hlutverk sin af námkvæmni og þokka. Sama er að segja um Loreieen, sem leikin var af Sögu Jóns- dóttur, nema gervi hinnar siðasttöidu var i litlu samræmi við alla léttúðina, en auðvitað geta verið skiptar skoðanir um það. Shanaar, leikinn af ólafi Axelssyni var ágætur. Sam- bland af heilögum manni og vitringi, fullur af dul og ógn- vekjandi hjátrú. Svona karla skilja fslendingar betur en margt annað.------og siðast en ekki sizt er það sjálfur haninn, spaugfuglinn mikli, en hann var leikinn af Gesti Einari Jónssyni og vakti ávallt mikla kátinu leikhúsgesta. Þar segir sina sögu. Það koma alls um 20 manns fram i þessum leik, ef þeir eru taldir, er gengu fram á sviðið i leikslok. Leikstjóri var David Scott. Arangur hans, sem leik- stjóra var mjög góður, þvi sýningin er heilsteypt, og sviðiö er nýtt út i hörgul. Helzt ætti að finna að morð eða mann- drápsatriðinu, sem áður sagði og svo hefði gjarnan mátt láta Boðberann, sem leikinn var af Guðmundi Ólafssyni syngja meira fram i sal. Guðmundur hefur ágæta rödd, en til hans heyrist illa fram i salinn. Þessu tvennu mætti breyta, eða taka til ein- hvers konar endurskoðunar. Sviðið er ágætt og er skemmtilega notað. Leik- myndina gerði Magnús Pálsson og hefur tekist mjög vel, og hlýtur það að vera traust byggt. þvi mikið gekk á. Búningar voru yfirleitt góðir, nema á kvenfólkinu. Manni er til efs að sveitafólk á trlandi sé svona til fara kvundags. ( Er ekki átt við grimubúningana) Sú breyting hefur nú orðið á, að Leikfélag Akureyrar hefur nú fastráðið 8 leikara. Þeir eru að visu i hálfu starfi ennþá, en þó ber að ifta öðrum augum á það félag nú, en gert hefur verið hingað til. F’élagið ræður yfir nokkrum úrvals leikkröftum og leikhússtjórinn er gagn- menntaður i sinu fagi. Það er þó of snemmt að spá um það, hvert flokkurinn getur náð. Um það verður ekki sagt eftir eina sýningu — jafnvel ekki svo góða, sem þessa, á Hananum háttprúða, en þó sýnir hún okkur að mikils má vænta. Þá skal þess að lokum getið, að vegna erfiðleika á flugi, komst undirritaður ekki á réttum tima á sýninguna,- og missti því af alfyrstu atriðunum. Jónas Guðmundsson. 1 I tatra Drif á öllum hjólum. Mismunadrifsás á öllum öxlum. Mismunadrif milli afturöxla. Hvert hjól meö sjálfstæöa fjöörun. W" Vél 212 (Din) hestöfl. Buröarþol 15 tonn. Stálpallur, hliðar- og endasturtur. 11/16 slrigalaga nylon hjólbaröar. Tilbúinn til notkunar um kr. 2.700.000.00 Möguleikar á afgreiöslu i febrúar-april EF PANTAÐ ER STRAX. TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-46 SlMI 42600 KÚPAVOGI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.