Tíminn - 20.01.1974, Qupperneq 11
Sunnudagur 20. janúar 1974.
TÍMINN
n
synjavörum, er við flytjum inn.
Siðan hefur þetta þróazt nokkuð
jafnt, en það er fyrst á seinustu
tveim árum, að verulegur kippur
kemur i smásöluverzlunina hér i
Reykjavik, en þá keypti Sam-
bandið húseignina Suðurlands-
braut 32 undir þessa starfsemi.
Fram til þess tima hafði deildin
búið við ákaflega erfitt og ófull-
komið húsnæði, fyrst i Austur-
stræti, þar sem verið var með
verzlun i kjaliara og siðar i
Hafnarstræti, þar sem búið var
við mikil þrengsli.
Hérna á Suðurlandsbrautinni
erum við i rauninni mjög
miðsvæðis með þessar vörur. Allt
i kringum okkur eru svipaðar
verzlanir, og hingað eru greiðar
leiðir fyrir bila og næg bilastæði
fyrir viðskiptavinina.
Alhliða þjónusta
Deild 45 er siðan skipt niður i
þrjár undirdeildir, eða einingar.
Þar er fyrst að telja verzlunina,
sem er á fyrstu hæð á Suðurlands-
braut 32. Það er alhliða bygginga-
vöruverzlun, sem verzlar með
allar smærri byggingavörur, svo
sem hreinlætistæki, blöndunar-
tæki, baðflisar eða veggflisar og
alls konar vegg- og gólfefni, enn-
fremur efni til innréttinga, járn-
vörur og verkfæri, að ógleymdri
málningu.
A annarri hæð erum við með
Alexander Sigsteinsson sölustjóri og Sveinn Jónsson bilstjóri I afgreiöslu
nýja teppadeild, sem tók til starfa
á siðasta ári. Þar seljum við gólf-
dúka, teppi og veggfóður og
klæðningar og siðan er svo deild
með timbur, steypujárn, rör,
miðstöðvarofna, einangrunarefni
og allskonar þilplötur og reyndar
allt grófara og þyngra bygginga-
efni. Þessi deiid er i bakhúsinu
hér, en tilheyrir Armúla 29.
Þegar húsið var keypt, var lóð-
in girt, skipt var um jarðveg og
malbikað. Þarna geymum við, og
afgreiðum útivörur, þ.e. steypu-
styrktarjárn, rör og timbur. Inni
eru svo fittings, ofnar, þilplötur,
einangrun og klæðningar.
Ennfremur er girðingaefni,
staurar og gaddavir til sölu og af-
greiðslu i Armúladeildinni.
Verðhækkanir á
byggingavörum
— Hvernig er ástandið hjá ykk-
ur núna? Er mikil gróska i sölu á
byggingavörum?
— Það má segja, að siðasta ár
hafi dregið dám af heimsástand-
inu. Sumar byggingavörur hafa
hækkaö um allt að 100% eða yfir
það. Sérstaklega hefur orðið mik-
il hækkun á timbri, steypujárni,
þakplötum og þakpappa. Þetta
hefur auðvitað valdið erfiðleik-
um, kallað á aukið fjármagn i
reksturinn, en fjárþörfin var þó
ærin fyrir. Jafnframt þessu hefur
salan, eða vörumagnið aukizt
mjög mikið hjá deildinni og veld-
ur það auðvitað erfiðleikum, þvi
að við verðum helzt að reyna að
halda uppi svipuðu vörumagni á
lager, svo ekki sé meira sagt. Að
Ilaukur Jósefsson
við Ármúla.
Bjarni N'jálsson i verkfæradeild.