Tíminn - 20.01.1974, Síða 14
14
TÍMINN
Sunnudagur 20. janúar 1974.
HEFUR VEÐUR-
FARIÐ ÁHRIF
Á SKAPFERLI
FÓLKS?
Löndum raðað eftir tíðni sjálfsmorða, um- feröarslysa o.fl. Meðal- hiti heitasta mánaðar Tala þrumu- veðurs daga á ári
Aiisturríl'i 19,4 23,2
Japan 26,1 2c,o
Vestur-Þ5rzliala'n cl 13,3 22,6
Fra’J'land 2 0,0 17,o .
Italxa 24,4 16,3
Bel.^áa 1?, 2 17,6
T)anmör!: 16,6 1 n
JVÍSG 2o, o 12,3
Forocur 16,6 6,2
Finnland. 17,2 lo,l
SvxÞjoo 16,6 1° ,7
T3s.ndarl’:in 22,2 -7.n q J 1 3 ^
Astralía 21,6 13,c
T.T01 i_and 17.7 27,4
"nr o -1 o 2o, o lo,6
!!'r'■a-1 iái a -id ’u KJ — 17,2 -7 r 1 ) •-9
F: tóra-Bre tlar.d 16,1 r\ n ;S ^ 3 ^
Tv.i o 1 r r -- 5 ✓ r O U , J
Ahrif veðurfars á fólk eru meiri
en margur ætlar. Margir hafa
samt reynt hver áhrif „gott” veð-
ur og „slæmt” hefur á skap
þeirra. Sumir eru öðrum næmari
i þessu tilliti og fá undan-
tekningalitið gigtarkast, höfuð
verk eða astmakast, þegar veður
eru i þann mund að skiptast.
Nýlega færði irski sálfræði-
prófessorinn Richard Lynn fram
þá kenningu, að veðurfar hafi
áhrif á hátterni heilla þjóða.
Hann telur að lyndiseinkunn
einstakra þjóða markist að
nokkru af veðrinu. Þessi kenning
á þó að sjálfsögðu ekkert skylt við
þá sleggjudóma um einkenni
ákveðinna þjóða, sem stundum
má heyra, eins og þann að Finnar
séu drykkfelldir slagsmálahund-
ar, sem berjist með hnifum. Þess
i stað færir prófessorinn sér i nyt
haldbetri upplýsingar á borð við
tiðni sjálfsmorða, umferðarslysa
og hjartasjúkdóma ásamt
áfengissýki. A vesturlöndum er
þvi svo farið, að náið samband er
á milli þessara atriða.
Þrjú undanfarin ár hafa
visindamenn á efnahags- og
félagsvisindastofnuninni i
Dyflinni unnið að þvi undir stjórn
prófessor Lynns, að bera saraan
veðurfar og tiðni áðurnefndra at-
riða i einstökum löndum — og
komizt að raun um að þar er um
tölfræðilegt samband að ræða.
Austurrikismenn með
streitu og irskir rósemd-
armenn
Fyrst völdu visindamennirnir
lönd, sem voru á svipuðu þróun-
arstigi og flokkuðu þau siðan eftir
„spennu”. Þau lönd, þar sem
mikiö er um sjálfsmorð, áfengis-
sjúklinga og umferðarslys voru
talin hafa mikla spennu og öfugt.
Eins og ráða má af töflunni,
sem fylgir þessari grein, ættu
Austurrikismenn samkvæmt
henni að vera allilla haldnir af
streitu, en Irar ættu hins vegar
yfirleitt að vera rólyndir. Þá
verður að ætla, að Norður-Irland
hafi ekki verið tekið með i þess-
ari athugun, þvi að þar vantar
sizt ógnvekjandi atburði!
Samkvæmt opinberum skýrsl-
um fremja aðeins þrir af hverjum
eitt hundrað þúsund trum sjálfs-
morð á ári hverju. Samsvarandi
tala i Austurriki er 23. Ennfremur
eru dauðaslys i umferðinni þrisv-
ar sinnum algengari i Austurriki
en á Irlandi.
Hvað veldur þessum mun? Ég
fékk ekki betur séð en veðurfarið
væri einn þeirra þátta, sem helzt
kæmu til greina, segir prófessor
Lynn og staðreyndirnar styðja þá
ályktun.
Irsku visindamennirnir völdu
tvö atriði, sem ekki þótti ótrúlegt
að hefðu áhrif á hugarástand
fólks, þ.e. sumarhitann og tiðni
þrumuveðra.
Akveðið samband kom fljótlega
I ljós. I þeim löndum, þar sem
spennan er hæst, var meðalhiti
heitasta sumarmánaðarins yfir-
leitt einnig hæstur og sama máli
gegndi um þrumuveðrin, sem
voru algeng i þeim löndum. Að
minu viti er erfitt að skýra þetta,
án þess að gangast inn á að
veðurfarið hafi einhver sálræn
áhrif á fólk, segir prófessor Lynn.
Ahrif veðurs á tiðni sjálfs-
moröa, svo að dæmi sé tekið, hafa
hins vegar verið bannlýst meðal
vísindamanna ailt frá dögum
franska félagsfræöingsins Emile
Durkheim, sem réðst harkalega
gegn vangaveltum af þessu tagi
fyrir sjötiu árum. Hann nýtur
mikils álits meðal visindamanna,
eins og marka má .af þvi, að allt
til þessa dags hafa menn ekki
árætt að efast um réttmæti orða
hans. Rannsóknir prófessors
Lynns eru svo nýjar af nálinni að
sálfræðingum og félagsfræðing-
um er yfirleitt ekki kunnugt
um þær.Hins vegar hefur læknum
um langa hrið verið ljóst, að
veðurfar hefur áhrif á velliðan
manna. Danski læknisfræðipróf.,
dr. med. Poul Bonnevie, sem
stýrir Heilsufræðistofnun Kaup-
mannahafnarháskóla kemst svo
aö orði i kennslubók, sem hann
hefur skrifað: „Mannkynssagan
sýnir, að hin fyrstu meiri háttar
samfélög komust á legg i löndum,
þar sem meðalárshiti er um 21
stig. Hún sýnir ennfremur að hin
mestu tækni- og menningarafrek
hafa þær þjóðir unnið, sem
byggja lönd, þar sem veðurfar er
breytilegt en þó yfirleitt temprað
(meðalsumarhiti um 18 stig að
sumarlagi, en fimm stig að vori)
en slikt veðurfar örvar menn
augsýnilega og eflir þá til af-
reka”.
Prófessor Bonnevie nefnir
dæmi um það, hver áhrif hitastig
og loftræsting hafi á vinnuafköst,
blóðrás og annað. Mjög hátt hita-
stig leiðir einkum af sér almenna
þreytu og af henni leiðir siðan
aukna slysatiðni, aðallega meðal
fólks við aldur, segir prófessorinn
o nefnir i þvi sambandi ýmis önn-
ur áhrif, sem mikill hiti hefur, svo
sem slen, höfuðverk og svima.
Margt bendir með öðrum orð-
um til þess, að andleg velliðan
standi a.m.k. i sambandi við hit-
ann og að hann hafi þar með áhrif
á lundareinkunn heilla þjóða á
þann hátt, sem prófessor Lynn
vill vera láta. Hvernig er þessu þá
farið i sambandi við illviðrí? Hef-
ur það nokkur áhrif á velliðan
manna sem hafast við innan
húss?
Skera ekki upp, þegar
hnúkaþeyrinn blæs
Læknar telja tæpast nokkurn
vafa leika á þvi. Fjöldi visinda-
manna hefur rannsakað sálræn
áhrif þrumuveöurs og margir
álita að rafmagnið i loftinu hafi
áhrif á sálarástand fólks. Athygli
sumra visindamanna hefur eink-
um beinzt að rafsegulmögnuðum
langbylgjum, sem myndast, þeg-
ar óveður geisa, en þeirra gætir
einnig meira, þegar mikið er um
sólbletti. Margir visindamenn
halda þvi fram, að umferðarslys-
um og sjálfsmorðum fjölgi, þegar
hinna rafsegulmögnuðu lang-
bylgna gætir mikið.
Poul Bonnevie segir i bók sinni
að tölfræðilegt samband sé einnig
á milli breytinga, sem verða á
hinum hærri loftlögum og bráðra
sjúkdómskasta á borð við blóð-
tappa og bráðra sjúkdóma i
kviðarholi og að þessa verði vart
á þann hátt, að þá fjölgi þeim,
sem fluttir eru i skyndi á sjúkra-
hús.
Ýmislegt bendir til þess, að
sitthvað sé hæft i kenningum
Richards Lynns prófessors, segir
annar sérfræðingur. Sá, er svo
kemst að orði er prófessor I verk-
fræði i Tækniháskóla Danmerkur
og heitir Vagn Korsgaard. Hann
stýrir þeirri tilraunastofu skól-
ans, þar sem fjallað er um hita-
einangrun.
Mér kæmi ekki á óvart, þótt i
ljós kæmi að tengsl væru á milli
mikils hita, deyfðar i mönnum og
umferðarslysa, segir hann.
Þá telja margir að mikilsverð-
ur sé sá fjöldi fareinda (jóna),
sem er i andrúmsloftinu i þrumu-
veðri og hvassvirði, en það hefur
ekki enn verið sannað visinda-
lega. Alkunnugt er hvert mein
mörgum Alpabúum er að hnúka-
þeynum ( föhn-vindinum ).
Hnúkaþeyrinn getur orðið ærið
snarpur og þá hækkar hitinn og
þá breytist um leið fjöldi neikvætt
og jákvætt hlaöinna fareinda i
loftinu og þessu fylgja ýmis
likamleg og sálræn einkenni. M.a.
hækkar blóðþrýstingur fólks og
höfuðverkjarköst aukast. Margir
skurðlæknar vilja ekki skera upp
á meðan hnúkaþeyrinn blæs, af
þvi að i ljós hefur komið, að þá er
sjúklingnum hættara við tauga-
áfalli.
— Þó finnst mér ýmislegt
Þessa töflu bjuggu þeir til, Lynn
prófessor hinn Irski og samverka-
menn hans, þegar þeir
rannsökuðu hver áhrif veðurfar
kynni að hafa á lyndiseinkunn
einstakra þjóða.
í dálknum lengst til vinstri er
löndunum raðað með tilliti til
tiðni sjálfsmorða, umferðarslysa
og raunar fleiri atriða, reiknað
eftir ákveðnum reglum. Efst eru
þau þjóðlönd, þar sem atvik af
þessu tagi eru tíð. Ekki er
athugavert við þessa irsku
rannsókn, segir Korsgaard
prófessor ennfremur. Mér finnst
það til að mynda undarlegt að
rannsaka tiðni umferðarslysa, án
þess að hafa hliðsjón af þvi
hversu mjkil umferðin er, eða
hvernig vegakerfinu er háttað.
Þá mun einnig vafamál, hvort
opinberum tölum um sjálfsmorð
sé treystandi, ekki sizt meðal
kaþólskra þjóða, þar sem hætt er
við að menn hilmi yfir slikt af
trúarástæðum. Hins vegar er
þess að geta, að bæði trland og
Austurriki eru nær einvörðungu
byggð kaþólsku fólki, en samt er
annað landið efst á listanum en
hitt neðst.
Að þvi er veðurhitann varðar,
tel ég að irsku visindamennirnir
fullkomið samræmi á milli tiðni
þeirra tvika, sem tekin eru með
og dálksins lengst til hægri, þar
sem greinir frá einu atriði veður-
fars. Samt er svo að sjá, sem
nokkurt samhengi sé þar á milli,
einkum að þvi er tekur til
Evrópulanda. (Auðvitað hljóta
miklu fleiri atriði að hafa áhrif i
þessu sambandi eins og hver
maður hlýtur að sjá — enda er
raunar litiilega að því vikið i
greininni. Aths. þýðanda.)
hefðu getað gert sér ljósari grein
fyrir áhrifum hans, ef þeir hefðu
borið saman slysafjöldann og
hitastigið á nokkrum sumardög-
um til dæmis að taka — i stað þess
að miða við heilan mánuð. Margir
eru nefnilega þeirrar skoðunar,
að það séu einmitt breytingar á
hitanum, sem geti haft áhrif á
heilsufar manna. Og þvi er
þannig farið að ekki munar miklu
á meðalhita heitasta mánaðarins
i trlandi og Austurriki. Hins veg-
ar rikir meginlandsloftslag i
Austurriki, en það er eitt ein-
kenna þess að miklar hitasveiflur
geta orðið i sama mánuðinum.
Irar búa aftur við úthafsloftslag,
þar sem ekki munar jafn miklu á
hitanum.
(HHJ þýddi).
Veldur veðurfarið einhverju um þann Nokkrir írskir visindamenn hafa
mikla mun, sem er á tiðni sjálfs- rannsakað þessa kenningu — og eru
morða, umferðarslysa, drykkjusýki að rannsókn lokinni þeirrar skoðun-
o.fl. atriða i einstökum Löndum? ar,aðmargtbendi til þess að svo sé.