Tíminn - 20.01.1974, Page 27

Tíminn - 20.01.1974, Page 27
Sunnudagur 20. janúar 1974. Tí MIN N_______________________________________________________________________27 þ.e. það sem við köllum rugby. Við horfðum á eina æfingu hjá Duke-liðinu. A þeirri æfingu var vörnin eingöngu æfð, en siðustu vlkurnar á undan var ekkert ann- að æft en varnarleikurinn. Eftir æfinguna röbbuöum við viö aðal- þjálfara Duke og spurðum hann m.a., hvers vegna hann legði svona mikla áherzlu á vörnina. Hann svaraði þvi, að sóknin kæmi meira af sjálfu sér og menn hefðu hana meira i sér, en vörnina þyrftj að æfa, þvi það héldist oft i hendur, að ef vörnin væri léleg, þá væri sóknarleikurinn ekki góð- ur heldur. Ennfremur sagði hann, að háskólaliðin frá Maryland, Duke og Wake Forest, væru hvort um sig jafn góð, ef ekki betri en sjálft Ólympiulið USA. Til þessa hefur enginn kastað rýrð á getu bandariska Ólympiuliðsins, svo að hver og einn getur imyndað sér getu þessara liða, sem við lékum á móti. 1 islenzka liðinu, sem fór i þessa Islenzka landsliðið i körfuknattleik, sem keppti i Bandarikjunum. Bandarikjaför, voru aðeins 3 leik- menn af 14, sem leikið höfðu landsleik, og allt ungir piltar. A þessu sést, að liðið var algjörlega reynslulaust, enda var þessi ferð farin gagngert til að öðlast meiri þekkingu og reynslu og auka breiddina i islenzkum körfuknatt- leik. Kom þetta og á daginn, þvi i siðasta leik ferðarinnar, gegn jþuther, sýndi liðið stórkostlega góðan kafla i seinni hálfleik. A þeim kafla lagaði liöið stöðuna úr 53:33 i 71:65, og ekki er að vita hvernig farið hefði, ef Kristinn Jörundsson fyrirliði hefði ekki orðið að vikja af leikvelli með 5 villur. Luther lék með sina beztu menn inná þennan tima. Sá mað- ur, sem var ánægðastur með þennan kafla, var Kent Finanger, þjálfari Luther, en KKt stendur i mikilli þakkarskuld við hann. Þrir fyrstu leikirnir töpuðust með að jafnaði 90 stiga mun. Það er að visu mikill munur, en ef við segjum, að eitt mark i handbolta samsvari 5 stigum i körfuknatt- leik, sem er ekki óraunhæft, þá hefur islenzka landsliðið i hand bolta tapað með um 100 stiga mun i einhverjum landsleiknum i Þýzkalandi, og það með alla sina reynslu. A sama tima og islenzka liðið dvalist i USA, var danska lands- liðið i körfuknattleik einnig i keppnisferð þar. Þeir töpuðu einnig stórt, og ivið meira var tapið hjá þeim fyrir áþekkum lið- um og við lékum gegn. Þetta af- sakar okkur-ekki neitt, og ánægjulegra heföi verið, ef betri árangur hefði náðst. Margt skemmtilegt henti okkur i ferðinni. T.d. hitti Kári Mariss. af tilviljun á einum flugvellinum bandariskan mann, sem hann hafði unnið með hér heima. Urðu þar miklir fagnaðarfundir, þvi hvorugur vissi af hinum. A einum staðnum, þar sem við lékum, misstum við af hinni vinsælu hljómsveit Focus, en þeir héldu hljómleika kvöldið áður en við komum þangað, okkur til sárra vonbrigða. Samt urðu vonbrigðin enn meiri i borginni St. Paul. A sama tima og við lékum þar, sýndu snillingar Harlem-sýn- ingarliðsins fræga listir sinar i körfuknattleik. Við reyndum að fá leiktima okkar breytt, þvi gaman hefði verið að sjá þessa heimsfrægu listamenn sýna, en allt kom fyrir ekki. Margir héldu að lið okkar væri mjög sterkt er þeir fréttu, að við höfðum leikið gegn Marylandhá- skólanum, en leikmenn Mary- lands eru álika þekktir i USA og beztu atvinnumennirnir i ensku knattspyrnunni eru þekktir i Bretlandi, þvi það eru engir auk- visar, sem leika venjulega gegn Marylandháskólanum. Fjöldi fólks varð mjög undrandi er við sögðum, að allir lærðu tvö erlend tungumál á Islandi fyrir utan móðurmálið, margir lærðu þrjú, og sumir kynnu fjögur til fimm mál. Það er næsta fátitt að hitta mann, sem kann fleiri en tvö tungumál þar vestra. Sumir áttu erfitt með að trúa þvi, að þessi fá- menna þjóð, sem býr á tslandi, hefði sitt eigið tungumál og gæti lesið aldagamlar bækur. — Jæja, svo þið eruð frá Is- landi, eyjunni i Atlantshafi, sem Bobby Fisher gerði fræga, þegar hann malaði Spassky i einviginu um heimsmeistaratitilinn i skák 1972. Þannig komst einn að orði, sem við hittum. Hann sagði enn- fremur, að þeir væru fáir, sem hefðu vitað nokkuð um Island fyr- ireinvigið, — og þið megið þakka Fisher fyrir hina miklu auglýs- ingu sem þið fenguð á landi ykk- ar. Hún var meiri en þegar Nixon og Pompidou hittust þar. Hann hélt áfram og sagðist hafa heyrt, að Island væri stundum nefnt skákeyjan i norðri, þvi nær allir karlmenn kynnu mannganginn þar einnig margar af kvenþjóö inni. Hann spurði, hvort skák væri á skyldunámsskránni i skól- um. Hann vissi, og að við áttum nokkra sterka skákmenn. Um landhelaisdeiluna vissu fáir, sem við hittum, en þeir sem eitthvað vissu, voru mjög hissa á þvi, hvernig við þorðum að vera i striði gegn Bretum. Okkur fannst bærinn Decorah, þar sem Luther-háskólinn er, vera okkar annað heimili. Við dvöldum þar tvivegis, og i seinna skiptið varð einum okkar að orði, er þangað kom: — Alltaf er nú gott að koma heim aftur. Decorah er litill bær, mjög vinalegur, og fólkið er sérstaklega vingjarn- legt, en flestir eiga ættir sinar að rekja til Norðurlanda. A sumrin eru haldin þar kennaranámskeið, og hafa margir sótt þau bæði héð- an og frá öðrum Norðurlöndum. — Þetta hefur allt verið sómafólk á námskeiðunum, sérstaklega ts- lendingarnir. Það hefur aðeins einn valdið okkur einhverjum erf- iðleikum, sagöi einn af forsvars- mönnum þessara námskeiða. A nokkrum stöðum, sem við lékum á, fóru nokkrir af okkur i kennslustundir i gagnfræðaskóla viðkomandi staðar til að segja frá og svara spurningum um tsland. t Oskaloosa fengum við klapplið frá gagnfræðaskólanum, og átt- um við áhorfendur til jafns við mótherjana. Meira að segja skólastjóri gagnfræðaskólans var harður stuðningsmaður okkar. Hann sagði eftir leikinn, aö þau væru fá skiptin, sem hann hefði gleymt sér i starfi, — en nú gerði ég það, þvi leikurinn var jafn og spennandi. Nær allir skólar i Bandarikjunum hafa stúlkur i þessum klappliðum, sem dansa og hvetja skólalið sin. Spurningarnar um tsland voru óteljandi, og spurt var um hina ó- túlegustu hluti, t.d. hvort ekki væru Eskimóar þar. Sumir héldu, að tsland væri nálægt Alaska. Samt könnuðust flestir við Loft- leiðir eða skákeinvigið milli Fisc- hers og Spassky, sem vissu eitt- hvað um tsland á annað borð. Nokkrir urðu á vegi okkar, sem sögðust hafa ferðazt með Loft- leiðum, og þeir sem ekki höfðu dvalið hér i svokölluðu ,,stop ov- er", voru staðráðnir i að vera 2—3 daga á lslandi, næst þegar þeir ætluðu til Evrópu, þvi það væri ekkert dýrara, aðeins uppihalds- kostnaður bættist við, og að sjálf- sögðu ætluðu þeir að fljúga með Loftleiðum. Orkusparnaður var mikið á vörum fólks þar vestra, og marg- ir spurðu, hvernig lslendingar myndu taka á þvi vandamáli. Er við svöruðum þvi, að meirihluti húsa væri hitaður upp með iarð- hita, urðu margir undrandi. Einn sagði: — Það getur ekki verið, ekki á tslandi, þvi þar ér svo kalt. En undrunin varð enn meiri þeg- ar við sögðum, að alla oliu keypt- um við frá Rússum, og við hefð- um jafnframtbandariskan her. — Þið hljótið að hafa stórveldin i vasanum, sagði einn, er hann heyrði einnig um striðið við Breta. Það þótti einnig ótrúlegt, að engin fátækrahverfi væru til á lslandi. Eigum til afgreiðslu nú þegar— eða á næstu dög- um — ný-innf luttar vinnuvélar meðal annars: Broyt X2 með ámokstursarmi. Ár- gerð 1969. Broyt X2B með gröfuarmi. Árgerð 1970.__________ Allen 20 tonna kranabifreið. Árgerð 1966. Einnig ALLEN, 15 tonna. Ár- gerðir 1966-58. Caterpillar 933F beltaskóflu, 1 og 1/2 cubic-yard. Bray 570 ámokstursskóflur. 3 og 1/2 cubic-yard. 225 hest- öfl. Árgerðir 1968 og 1969. Ford 13/16 traktorsgröfur. Árgerðir 1968 og 1969. Afgreiðum af lager — eða með stuttum fyrir- vara varahluti í allar tegundir vinnuvéla H.f. Hörður Gunnarsson HEILDVERZLUN Skúlatúni 6 — Simi 3-50-55 Pósthólf 104 — Reykjavík Þórir Magnússon, reyndasti leikmaöur liösins. Þessi mynd er tekin fyrir utan stórt verzlunarhús.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.