Tíminn - 20.01.1974, Page 33

Tíminn - 20.01.1974, Page 33
Sunnudagur 20. janúar 1974. TÍMINN 33 Þú færð ekki inngöngu, sagði vörðurinn hann á laxana, sem hann hafði dregið forðum, og það hafði verið ólikt skemmtilegra. Og máluðu ávextina var ekki hægt að eta, það var enginn ilmur af blómunum og þau hreyfðust ekki i andvaranum. Brosið á ungu stúlkunum var alltaf eins og þær voru alltaf i sömu fötun- um. Og landslagsmyndirnar voru óumbreytan- legar þar sem hvorki haustblær né vorblær, hvorki snjór né gróður, engir ávextir og trén laufguðust aldrei. Nei, myndirnar voru endursendar, allar með tölu og loks var kóngurinn farinn að grýta þeim framan i málarana og öskraði, að hann vildi ekki hafa fleiri myndir. En samt komu sifellt fleiri og fleiri og loks varð hann að banna að taka við þeim i höllinni og leggja þunga refs- ingu við ef það var gert. Versta refsingin, sem hann gat hugsað sér fyrir málarana, var sú, að eiga að sitja heilt ár i skuggalegum fangaklefa, með mynd eftir sjálfan sig andspænis sér. Þeg- ar málararnir fréttu þetta steinhættu þeir að senda myndir. En svo var það einn sólskinsdag, að tötralegur umrenningur barði að dyrum i höll- inni. Hann var með eins konar ferhyrnt spjald á bakinu vafið inn i druslur — það var grun- samlega likt málverki. Varðmaðurinn ætlaði að stöðva hann, en hann lét engar ógnanir á sig fá. ,,Fylgdu mér til konungsins!” sagði hann ,,ég ætla að sjá um, að hann fái mynd, sem hann verður aldrei þreyttur af að horfa á”. ,,Veiztu ekki hvað við liggur?” spurði varð- maðurinn og glotti. — ,,Refsingin er handa hinum, ekki mér, ég er óhræddur og fylgdu mér nú til konungsins”, sagði umrenningurinn. Og svo komst hann inn. Kóngurinn lá i rúmi með tjaldhimni yfir og stundi þungan. En umrenningurinn hljóp beint út að glugganum og sparkaði út öllum grænu og gulu rúðunum. Kóngurinn settist fokreiður upp i rúminu: „Dragsúgur, dragsúgur, flónið þitt”, öskraði hann fokvondur. ,,Biddu við, ég skal fljótlega gera við þetta”, sagði komumaður rólega og vafði druslurnar utan af byrði sinni. Þetta var þá bara venjulegur gluggi, en rúðan var spegil- fögur og gagnsæ. Hann var fljótur að koma henni fyrir i stað gömlu, dökku og óhreinu rúð- anna. Svo sneri hann sér að kónginum og sagði: ,,Þetta er mynd, sem ég hugsa að dugi!” Konungi var hjálpað upp i sjúkrastólinn sinn og ekið út að þessum nýja glugga. Sólin stafaði geislum sinum inn um gluggann og fyrir utan sá konungur ána og fossinn, trén, sem sveigð- ust i vindinum, skýjafarið á himninum, fólkið, sem fór um veginn, eða var við vinnu á akrin- um. Nú hafði komumaður sett annan glugga i og kóngurinn flýtti sér að ýta stólnum sinum þangað. Og þar sá hann höfnina með fallegum skipum og hvitum seglum og allt iðandi af fólki, en úr þriðja glugganum sá hann fjöllin og jöklana. ,,Þú hefur rétt að mæla,” sagði kóngurinn við glersliparann tötralega, ,,málverkið þitt er samboðið konungum. A þetta þreytist ég aldrei að horfa.” Og svo fékk fátæki umrenningurinn verð- launin. En konungurinn vildi ekki sleppa hon- um og gerði hann að fyrsta ráðgjafa sinum, Og af þvi að pilturinn reyndist bæði vitur og snar- ráður, var hann áður en langt um leið útnefnd- ur rikiserfingi. Þvi að konungurinn hætti alveg að hugsa um veikindi sin sin og um stjórnar- törfin. Hann sat frá morgni til kvölds við eitt- hvert af málverkunum sinum þremur og dáðist - að fegurð þeirra og fjölbreytni. Og hann varð aldrei leiður á þeim. Farðu burt með málverkið þitt! æpti kóngur Gamli kóngurinn þreyttist aldrei á að horfa út um gluggann Lionsmenn gefa glitmerki KINS OG undanfarin ár gaf l.ionsfólag Kjalarnesþings öllum neniendum skólans glitmerki til aö bera i yfirhöfnum sinum i skammdeginu. Merkin voru af- lient i umferöarkennslutimum, sem lögreglan i llafnarfirfti sá um. Byggft eykst nú hröftum skref- um i Mosfellssveit, og þar meft umferft, enda liggur Vesturlands- vegurinn um sveitina þvera. Veg- urinti er litt upplýstur og umferft- arhættan er gifurleg. l>etta framtak Lionsmanna er þvi lofs- vert og til eftirbreytní. Holtaskóli á Skólavörðu- holti? KKÆDSI.l'K Ai) Iteykjavfkur- borgar bel'ur lagt til aft Gagn- Iræftasköli Austurbæjar bciti framvegis lloltaskóli. Þessi ákvörftun mun tilkomin m.a. aft ósk skólastjóra gagnfræftaskól- ans, en nokkuft befur horift á,aft (íagnlræftaskóla Austurbæjar og Auslurbæjarskólanum, sein er liarna- og gagnlræftaskóli, liali verift ruglaft saman, og þvi er tal- ift aiskilegt aft greina á niilli þeirra meft óiikari nöfnum. Tillögur munu hal'a komift l'ram um vniis nöfn. — S.I. Köldustu mánuðir í hálfa öld J.Þ.-Siglufirði. Siftustu tveir mánuftir gamla ársins eru köldustu nóvember- og desembermánuftir, sem hér bafa komift i hálfa öld. Kn snjóþyngsli hafa oft verift meiri. Janúar hefur verift svo aft segja frostlaus, þaft sem af er, en umhleypinga- samur og smáblotar annaft slagift. Hér á Siglufirði er enginn héraðslæknir eins og er, og er enginn væntanlegur fyrr en i marz. Vængir fljúga hingað þris- var i viku, á þriðjudögum fimmtudögum og laugardög- um. Allir vegir eru færir eins og stendur. kr— Ávallt fyrstur r Q morgnana

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.