Tíminn - 10.02.1974, Side 1
Áætlunarstaðir:
Akranes - Blöndúós
Flateyri - Gjögur
Hólmavík - Hvammstangi
Rif - Siglufjörður
Stykkishólmur
Sjúkra- og leiguflug um
allt land
Simar:
2-60-60 &
2-60-66
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga kl. 1 til 3
Simi 40-102
íslenzk skip í skæðustu sjóorrustunni:
Enskur rithöfundur
snýr sér til áhafna
á Fjallfossi, Goðafossi og Selfossi í marz 1943
Enginn ýkir, þótt hann fullyröi, aö áhugi á skák sé mikill hér-
lendis, enda eru taflmót, þar sem heimsmeistarar þreyta iþrótt
sina, til þess failin aö glæöa hann. En þá fyrst er þetta saga til
næsta bæjar, þegar kettirnir setjast að tafli, ibyggnir eins og þeir
séu i þann veginn aö krækja sér í réttindi til þess að skora heims-
meistarann á hólm.
Boðið að sýna
ótta listaverk
— í einni fremstu iistamiðstöð Frakklands
FRÖNSK listasamtök, sem nefn-
ast Alþjóðleg nútimalist, hafa
boöiö Mattheu Jónsdóttur list-
málara að sýna átta verk eftir
eigin vali á sýningu, sem haidin
verður i marzmánuði I Lyon. Á
undanförnum árum hafa lista-
menn frá fjörutiu löndum sýnt
listaverk sin á vegum þessara
samtaka, sem verðlaunað hafa
meira en tvö hundruð og fimmtiu
iistamenn og iistiðnaðarmenn frá
fjölda þjóðlanda.
Listamenn telja sér mikinn
heiður sýndan, er þeim er boðin
þátttaka á þessum sýningum, og
hefur Matthea þegar ákveðið að
þiggja boðið, enda ein helzta
listamiðstöð i Frakklandi, er að
þvi stendur.
Hér heima hefur Matthea hald-
ið tvær sjálfstæðar sýningar, 1967
og 1970, auk þess sem hún hefur
átt verk á haustsýningum Félags
islenzkra listamanna og á lista-
hátið á Kjarvalsstöðum og viðar.
Árin 1969 og 1971 tók hún þátt L
stórri álþjóðasýningu i Belgiu, er
efnt var til að tilhlutan Evrópu-
ráðsins. Hlaut hún viðurkenningu
fyrir verk, er hún sendi á þessar
sýningar, og loflega dóma i blöð-
um i Belgiu og Frakklandi. Þar
munu forystumenn Alþjóðlegrar
nútimalistar hafa kynnzt verkum
Mattheu.
Verk sin á sýninguna i Lyon
mun Matthea senda til Frakk-
lands i þessum mánuði, en sjálf
hyggst hún fara þangað, áður en
sýningin verður opnuð, ef unnt
verður.
Flugufregnir af þessu tagi
geta verið okkur hættulegar
— segir Lúðvík Jósepsson um fregnina um hótanir Rússa
HHJ-Reykjavík—Lúðvik Jósefs-
son viðskiptaráðherra kvaddi
fréttamenn á sinn fund i gær-
morgun vegna þeirra frétta,sem
birzt hafa um oliuviðskipti okkar
við Rússa að undanförnu. Á
fundinum gerði Lúðvik ásamt
þeim Þórhalli Ásgeirssyni ráðu-
neytisstjóra og Valgeiri Ársæls-
syni deildarstjóra grein fyrir
þessum málum.
— Viðskiptaráðuneytið sér
formlega um viðskiptin við
Rússa, sagði Lúðvik. Þess vegna
viljum við að fram komi af okkar
hálfu, að allar fregnir um rúss-
neskar hótanir eru staðlausir
stafir og ekkert i þeim hæft.
Eins og fram hefur komið hefur
orðið nokkur töf á oliuafgreiðslu
frá Sovétrikjunum fyrsta mánuð
ársins. Slikar tafir hafa orðið áð-
ur, en ástæðan er tæknilegs eðlis
og á ekkert skylt við neinar
annarlegar kröfur frá Rússum
um brottför hersins af landinu.
Slikar kröfur hafá aldrei verið
gerðar. Einar Ágústsson utan-
rikisráðherra hefur lýst þvi yfir
að þetta sé markleysa og hið
sama hefur Haraldur Kröyer
sendiherra okkar i Washington
gert og nú viljum við einnig lýsa
þessu yfir af hálfu viðskiptaráðu-
neytisins, sagði Lúðvik. Fyrir
þessu er enginn fótur.
Um afgreiðslu á oliu er það að
segja, aðRússar hafa lofað þvi að
öll sú olia, sem pöntuð hefur verið
og ókomin er enn, verði komin
Framhald á bls. 39.
hafi i marz 1943, þegar þýzkir
kafbátar réðust á tvær skipalestir
Bandarikjanna á austurleið og
tuttugu og tveim kaupskipum var
sökkt. 1 þessari árás varð mest
skipatjón i allri heimsstyrjöldinni
siðari”.
1 annarri skipalestinni, SC 122,
voru islenzku skipin þrjú, sem um
var getið, Fjallfoss, Goðafoss og
Selfoss. „Þessum islenzku skip-
um var ætlað að njóta sam-
fylgdarinnar hálfa leið yfir
Atlantshafið”, segir i bréfinu, ,,og
halda siðan norðar til íslands. En
eftir árásina þótti sjóliðsforingj-
um þeim, sem ferðinni réðu, ekki
vogandi aðslita sundur skipalest-
ina til þess að fylgja hinum is-
lenzku skipum til heimahafnar,
og áttu þau þvi að vera i lestinni
alla leið til Englands. Til allrar
hamingju komust islenzku skipin
þrjú klakklaust yfir hafið, þótt
Selfoss yrði viðskila við lestina i
stórviðri, og brytist siðan af eigin
rammleik án samfylgdar til
Reykjavikur.”
Höfundurinn fer þess á leit við
Timann, að hann veiti sér liðsinni
til þess að komast i samband við
menn, sem voru á islenzku skip-
unum i þessari ferð, þar sem
þeim hlýtur að vera hún minnis-
stæð, og þeim tilmælum er beint
jafnt til skipstjórnarmanna og
háseta. „Ég fer fram á”, segir
hann, „að þeir sendi mér nafn sitt
og heimilisfang og nafn skipsins,
sem þeir voru á i marzmánuði
1943, en siðan mun ég rita þeim og
láta þá vita nákvæmlega, hvers
konar upplýsinga ég óska. Bréfin
mega vera á ensku eða islenzku.
Mig langar til þess að birta sögur
manna allra þjóða, sem þátt tóku
i þessari sjóorrustu.”
Heim ilisfa ng MARTINS
Middlebrooks er: 48 Linden Way,
Boston, Lincs. PE21 9DS, Eng-
land.
Vonandi láta þeir, sem fóru
þessa eftirminnilegu ferð yfir
hafið fyrir þrjátiu árum, ekki hjá
liða að segja hinum enska rithöf-
undi sögu sina eins og hún er þeim
i minni, svo að sú hliðin, sem að
Islendingum snýr i hinni væntan- ■
legu bók, geti gefið sem gleggsta
og fyllsta mynd af þvi, er fyrir þá
bar.
Þess má geta lesendum til upp-
rifjunar, að rúmu hálfu öðru ári
siðar en sjóorrusta sú var háð, er
hinn enski rithöfundur hefur i
huga, sökkti þýzkur kafbátur
Goðafossi hér innan við Garð-
skaga, og fórust þar tuttugu og
fjórir menn, þrettan skipverjar
og tiu farþegar.
ENSKUR rithöfundur, Martin
Middlebrook, sem búsettur er i
Boston i Lincolnshire, er að
semja bók, sem nefnist Skipalest,
og segir þar frá atburðum, sem
gerðust á Norður-Atlantshafi i
marzmánuði árið 1943. Koma þar
við sögu þrjú íslenzk skip — Fjall-
foss, Goðafoss og Selfoss.
Blaðinu hefur borizt bréf frá
Martin Middlebrook, og segir þar
svo um þessa fyrirhuguðu bók:
„Næsta bók min, Skipalest, lýs-
ir sjóorrustu á Norður-Atlants-
Matthea Jónsdóttir.
Tillögum ufanríkisráðherra fagnað
Ríkisstjórninni heitið eindregnum stuðningi
Gó-Sauðárkróki. Stjórn
Kjördæm issambands Norður-
iandskjördæmis vestra hélt
fund á miðvikudaginn var og
gerði svolátandi ályktun:
„Fundur i stjórn
Kjördæmissambands
Framsóknarmanna í Norður-
landskjördæmi vestra,
haldinn 6. febrúar 1974, fagnar
tillögum utanrikisráðherra i
varnarmálum, sem nýlega
hafa verið lagðar fram, og
lýsir yfir eindregnum
stuðningi við þær. Leggur
fundurinn i þvi sambandi sér-
staka áherzlu á eftirfarandi
atriði:
1. Fundurinn minnir á marg-
endurteknar yfirfýsingar
flokksþinga Framsóknar-
flokksins um, að erlendur
her skuli ekki vera á tslandi
á friðartimum. Einnig
vekur hann athygli á, að við
stefnumótun Framsóknar-
flokksins i utanrikis- og
varnarmálum hefur ætið
verið gerður skýr greinar-
munur á þátttöku íslands i
Nató og setu erlends hers á
tslandi. Lýsir fundurinn yfir
fullkominni andstöðu við þá
skoðun, að herseta i landinu
sé nánast óhjákvæmileg af-
leiðing þátttökunnar i vest-
rænu samstarfi, og álitur
jafnframt, að tillögur utan-
rikisráðherra tryggi eðli-
legan framgang stefnu
Framsóknarflokksins i
varnarmálum.
2. Fundurinn vekur athygii á
ótviræðu ákvæði i málefna-
samningi rikisstjórnar
Ólafs Jóhannessonar um,
að stefnt skuli að brottför
hersins á kjörtimabilinu.
Vill fundurinn undirstrika
aðþar erumaðræða eitt af
meginatriðum i stefnu rikis-
stjórnarinnar, og fram-
kvæmdþess, meðalannars,
ein helzta forsendan fyrir
áframhaldandi samstarfi
umbótaflokkanna. Telur
fundurinn, að fyrirheiti
stjórnarsáttmálans um
brottför hersins muni verða
fullnægt eftir þeim leiðum,
sem tillögur utanrikisráð-
herra gera ráð fyrir.
3. Fundurinn itrekar
samþykkt framkvæmda-
stjórnar Framsóknar-
flokksins um, að beina þvi til
flokksmanna að taka ekki
þátt i neins konar undir-
skriftasöfnun i sambandi
við varnarmálin. Þvi
harmar fundurinn viðbrögð
súmra flokksmanna við
tillögu utanrikisráðherra,
en telur það ótviræða skyldu
Framsóknarmanna að slá
sem traustasta skjaldborg
um þá stefnu, sem mörkuð
hefur verið með tillögunum,
og vinna að framgangi
þeirra með öllum tiltækum
ráðum.”