Tíminn - 10.02.1974, Page 2

Tíminn - 10.02.1974, Page 2
2 TÍMINN Sunnudagur 10. febrúar 1974 Vatnsberin (20. jan.—18. febr.) Þú hefur fulla ástæðu til að búast við einhverjum gleðilegum atburðum innan fjölskyldunnar i dag, — en skilaboðanna, eða fréttanna, sem þú varst að búast við, skaltu ekki vænta strax, eða i annarri mynd en þú áttir von á. Fiskarnir (19. febr.—20. marz) Þú skalt búa þig undir spennandi dag, og það má mikið vera, ef það er ekki eitthvað i sambandi við rómantik og ástamál. Þú færð að likindum ráðleggingar I einhverjum efnum — en þú skyld- ir varast að fara ógætilega með peninga. Hrúturinn (21. marz-fl9. april) Hrútar af hrifnæmari gerðinni ættu að fara var- lega með afbrigðum i dag, þvi að þetta er mikill umhleypingadagur. Þeir ættu sérstaklega að varast að gefa nokkur skyndiloforð, þvi að þá mun iðra þess, þótt síðar verði. Nautið (20. april—20. mai) Þú hefur ástæðu til að búast við óvæntum og skemmtilegum atburðum I dag. Þetta er dálítið óviss dagur, en það er þó nokkurn veginn vist, að vandamál, sem hefur þjáð þig um skeið, leysist á þann hátt, sem þiþ hefur naumast órað fyrir. Tviburar (21. mai—20. júní) Það litur út fyrir, að einhver kunningi þinn eða vinur hafi sært þig með leiðindaathugasemd, sem hefur valdið þér hugarangri. Slittu ekki vin- Skapnum út af þessu, en notaðu daginn til þess að kippa þessu i lag. Krabbinn (21. júni—22. júli) Það eru einhverjar breytingar að gerast um- hverfis þig, en vertu rólegur, þú getur lika tekið þátt I þeim, þó að þinn timi sé ekki kominn. Ras- aðu ekki um ráð fram. Sumir dagar eru ekki til þess að beita dugnaðinum. Þetta er einn þeirra. Ljónið (23. júll—23. ágúst) Það er kirkjudagur þá þér i dag, og eftir hádegið átt þú að sinna tómstundastörfunum. Það er ekkert, sem mælir á móti þvi að fara i heimsókn I kvöld, þvi að það litur út fyrir, að þú veröir þér úti um tilboð, sem þú hefur hagnað af, Jómfrúin (23. ágúst—22. sept.) Kunningi þinn, sem litur meira að segja út fyrir að vera einmana, þarfnast skilnings þins. Það skaltu athuga vel. í ástamálunum hins vegar skaltu slita sambandi, sem þú ert búinn að sann- reyna, að getur alls ekki varað. Vogin (23. sept.—22. okt.) Þú gerir alltof mikið úr vandræðum þinum. Þetta er alltof góður dagur til þess að vera að vola yfir smámunum. Hertu upp hugann og mundu, að það ert þú sjálfur og enginn annar, sem ræður fram úr vandræðum þinum, sérstak- lega þeim smáu. Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) Þetta er góður dagur. Þú hefur verið að glima við eitthvert vandamál, og I dag fæst endanleg lausn. Reyndu að lyfta þér upp, útilif er heppi- legt i dag, hvernig svo sem veðrið er, og sæktu þér þrek til nýrra átaka I útiloftið. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Þetta er útilifsdagur fyrir bogmennina. Bezt að taka daginn snemma til að fá sem mest út úr honum, ferðast eitthvað og lyfta sér reglulega upp. Eitthvað gerist i kvöld, sem gleður þig, og er þar liklega um símtal að ræða. 4 Steingeitin (22. des.—1-19. jan.) Það litur út fyrir, að þú sért haldinn einhverri óvissu eða leiðindum i dag, — jafnvel án þess að þú gerir þér það fyllilega ljóst sjálfur. Hristu af þér slenið og sýndu, hvaða dugur er i þér. Þú skalt þiggja boð, sem þú færð I kvöld. Auglýsið í Tímanum ÞJÓÐMINJASAFNIÐ FÆR STÓRMERKA GJÖF VS-Reykjavik — Hinn 6. febrúar var liðið 121 ár siðan Magnús Benjaminsson úrsmiður fæddist. 1 tilefni af þvi komu dóttir hans og sonardóttir i Þjóðminjasafnið og gáfu þvi forkunnargóða klukku, smiðaða af Magnúsi. Þetta er borðklukka sem sýnir vikudaga, mánaðardaga og tunglkomur, auk hins venjulega stundatals, sem allar klukkur sýna. Auk þessa færðu þær safninu aðra hluti, sem Magnús hafði smiðað, og má þar til dæmis nefna litið kvenúr, en kassann um það smiðaði Magnús einnig. Magnús Benjaminsson var einhver fremsti úrsmiður, sem hér hefur starfað, og smlðaði meðal annars nokkra regulatora, það er áð segja klukkur með mjög. nákvæmum gangi, sem hafðar eru til þess að stilla aðrar klukkur eftir. Fyrstir á . morgnana Fyrirtækið Magnús og er eitt elzta fyrirtæki i Benjaminsson & Co. starfar enn, Reykjavik, stofnað árið 1881. / Þessa merkilegu klukku smiðaði Magnús Benjamfnsson, sá mikli. völundur. Vissulega er hún nú komin á góðan stað, þar sem hennar verður vonandi notið bæði vel og lengi. Timamynd GE. SAMVINNUTRYGGINGAR SQJMUilQ ía “V Við bjóðum yður velkomin á Aðalskrifstofu okkar í Ármúla 3. Starfsfólkið þar er reiðubuið til að ganga frá nauð- synlegum tryggingum fyrir yður og gera áætlun um heildartryggingaþörf yðar persónulega eða fyrirtækis yðar. Skoðunarmenn tjóna eru sérmenntaðir á sínu sviði og leggja kapp á að hraða uppgjöri hvers konar tjóna og láta sanngirni ráða við ákvörðun tjónbóta. Eftirlitsmenn á sviði eldvarna og tjónavarna veita yður leiðbeiningar um varnir gegn slysum á vinnustöðum og eldsvoða'hjá atvinnufyrirtækjum. Við erum reiðubúin að leysa hvers konar vandamál yðar á sviði trygginga, tjóna og tjónavarna. Þér eruð velkomin í Ármúla 3. ______ SIMI 38500

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.