Tíminn - 10.02.1974, Síða 5

Tíminn - 10.02.1974, Síða 5
hunnudagur 10. febrúar 1974 TÍMINN 5 Finnst engin dyggðug kona? I Hellefors i Sviþjóð er til sjóður, sem ætlaður er til að verðlauna og styrkja sérstak- legar dyggðugar konur, sem uppfylla viss skilyrði, sem i lögum sjóðsins eru nánar skilgreind. Siðustu þrjú árin hefur ekki farið fram úthlutun úr þessum sjóði. Engin kona, sem sótt hefur úr styrk úr sjóðnum, hefur fullnægt skilyrðunum, sem sett voru af stofnendum hans! Sjóðurinn var stofnaður fyrir 100 árum af hjónum, sem áttu silfur- brúðkaup og gáfu þá 500 sænska rikisdali til stofnunar hans. 1 skilmálunum fyrir þvi, hver skuli hljóta peninga úr honum stendur, að verðlaun eða styrkur skuli veita konu úr vinnukonustétt, sem sé heiðarleg, dyggðug i fyllsta máta og skirlif, — en nú er eins og gangi illa að finna slika konu I Sviþjóð á þessum siðustu og verstu timum. Leningrad endurbyggð Leningrad, næststærsta borg Sovétrikjanna, er byggð á mörgum eyjum, og mörg gömul hverfi hennar eru mjög þétt- byggð. Nú er hafin allsherjar endurbygging og umbætur mið- borgarhverfisins. Húsin eru lát- in halda sinum gömlu framhlið- um, en ibúðunum er breytt i nýtizku 2-3 herbergja ibúðir með öllum þægindum. Hinir ill- ræmdu garðbrunnar og ótal viðbyggingar eru fjarlægðar. Hið endurbyggða hverfi verður rúmbetra og bjartara, og þar verða leiksvæði fyrir börn og trjágróður. Og heilbrigðisað- stæður allar verða stórbættar. Unnið er nú að undurbúningi tilsvarandi endurbyggingar bæjarhluta á öðrum eyjum Leningradborgar. Ladabílaverk- smiðjan á fullum afköstum Hin stóra bifreiðaverksmiðja i Togliatti við Volgu, þar sem Ladabifreiðirnar eru fram- leiddar, hefur nú náð fullum af- köstum — 660 þúsund bifreiðum á ári. Sendi hún milljónasta bil- inn frá sér fyrir skömmu. Nú kemur nýr bill af aðalfæriband- inu 27. hverja sekúndu. Það svarar til 2000 bila á dag. Lada- bifreiðar eru nú i notkun i 25 löndum. * Saga síðari heimsstyrjaldar- innar í 12 bindum Fyrsta bindið i nýju ritsafni, „Saga siðari heimsstyrjaldar- innar — 1939-45”, er komið út á vegum útgáfufyrirtækis sovézka varnarmálaráðu- neytisins. Fyrsta bindið ber nafnið „Upphaf striðsins — bar- átta framfaraaflanna fyrir varðveizlu friðarins”. Um út- gáfu verksins, sem verður 12 bindi sjá Styrjaldar sögustofn unin, Marx-Leniniska stofnunin Rannsóknarstofnun veraldar- sögunnar og sögu Sovétrikj- anna. Formaður útgáfustjórnar er Andrei Gretsjko, varnar- málaráðherra. Við samningu þessa nýja verks eru notuð skjöl frá fjölda sovézkra og erlendra safna. Skógar í austasta hluta Síberíu Útreikningar á timburmagni i austustu héruðum Sovtrikjanna sýna, að þar eru samankomin a.m.k. 16% af skóglendi i Sovét- rikjunum og 3% af öllu skóg- lendi I heiminum. Á þessum slóðum finnast plöntutegundir frá næstum öllum heimshlutum. Amma er -X sprengju- [y sérfræðingur? r Flestar ömmur vilja baka brauð og kökur eða hugsa um garðinn sinn. Anna Knighton hefur svolitið sérstæð áhugamál. Hún er ötul, 61 árs gömul og amma 10 barna — og hún er sprengju- sérfræðingur! Hún var konan i Rhodesiu sem veitt var sérstakt leyfi til að meðhöndla sprengj- ur. Hún er orðin þaulvön að koma sprengjum fyrir áður en sprengingar eru framkvæmdar. Anna hefur unnið með manni sinum við þetta starf i mörg ár. — Ég reyndi að fá áhuga á garð- yrkju einu sinni, en mér likaði betur við það að grafa niður sprengjur heldur en blóm. Aðal- ástæðan fyrir þvi, að hún byrj- aði á þessu starfi, var, að tveir synirhennar höfðu engan áhuga á þvi, að fara út i þetta starf með föður sinum, Hún er oftast 9 klukkustundir á dag i heitri sólinni og rykinu við vinnu sina. Þetta er mjög hættuleg atvinnu- grein, en það er einmitt hættan, sém mér fellur bezt, segir Anna. o

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.