Tíminn - 10.02.1974, Síða 8
8
TÍMÍNN
Gamli maðurinn við höfnina á Kristjánsey. t baksýn reykhúsin gömlu, sem ekki eru lengur notuð.
Öldungur
á ey í
Eystrasalti
Ibúarnir 110 — venzlamennirnir 75
LÍTIL eyja er eins og heimur út af
fyrir sig. A slikum stað lifir fólkið
i nánu saml'clagi, hvort sem
eyjan heitir Grimsey eða Flatey
og það gerþekktir hvað annað.
Þar er mannlifið ekki hlaðið
þeirri spennu, sem fylgir fjölbýlli
stöðum, heldur er þvi að jafnaði
að líkja við lygnstrcymt fljót.
Óðagotið og fumið nær þangað
ekki og flest fer fram með friði og
spekt.
Við ætlum hér að segja frá
lítilli eyju, sem raunar er ekki við
tslandsstrendur, og öldruðum
ibúa hennar, sem raunar er yngri
en Inga i Grimsey, en á ærið
marga niðja i heimabyggð sinni
eins og hún. Þetta er Kristjánsey i
Eystrasalti, og elzti eyjar-
skegginn er rösklega áttræður
fiskimaður, Karl Anker.
Áður fyrr var Kristjánsey vig-
girt. Kristján V lét reisa þar
virki, og þessi ey, sem áður fyrr
var eitt af trompunum i togstreitu
rlkja um völd og yfirdrottnun, er
nú friðað land vegna fuglalifsins
þar. Raunar eru þarna tvær
eyjar, kenndar við konunga,
Kristjánsey og Friðriksey, og
snúa bökum saman, og milli
þeirra mjó brú, sem fætur
margra kynslóða hafa troðið.
Það er þekkilegur blær, sem
leikur um þessar eyjar. En það
hefur þó ekki alltaf verið, þvi að
sú var tfðin, að þar voru vistaðir
fangar, sem stjórnarvöldum
fannst þeim stafa af sérstök
hætta. Klappirnar eru gular, og
hafið safirblátt, þegar veður eru
bliö. Og hin gömlu virki gefa
eynni einnig sérkennilegan svip.
A sumrin hitar sólskinið
klappirnar, og á kvöldin blika
stjörnur lágt á flauelssvörtum
himni. Á vetrum eru hvassviðri
tið og brimasamt við ströndina. Á
vorin garga mávar yfir vikum og
klöppum og rauðum húsþökum. Á
haustin vagga skútur sér við
bryggjurnar og bjórinn freyðir i
kránni.
Flestir, sem.einu sinni hafa
komið tii Kristjánseyjar, leita
þangað aftur. En þá eru ekki
hafðir i huga skyndigestir, sem
þeysast i flokkum um allar
trissur og helzt er að likja við
sildartorfur.
Karl Anker á reyndar heima á
Friðriksey. Hann er samgróinn
sögu þessa staðar.
Viðskulum heilsa upp á þennan
fiskimann, og það er að minnsta
kosti borgarbúa, sem i litilli
snertingu hefur verið við
náttúruna, likt dalitlu ævintýri að
taka i höndina á fiskimanni,
sterka, gilda og hrjúfa eins ng
sandpappir. En slikar eru
gjarnan hendur gestrisinna og
hjartahlýrra manna, enda þótt
þeir beri ekki tilfinningarnar utan
á sér.
Karl Anker hefur stritað alla
ævi. Hann er þungstigur, þegar
hann öslar márhálminn á milli
klappa, og margur steinninn á
þessum stað myndi kannast við
hendur hans, ef steinn hefði
skynjun og minni — sem kannski
er. Karl Anker fæddist á þessum
stað á liðinni öld, og hér lék hann
sér barn á bryggjunum og milli
litlu reykhúsanna ofan við
höfnina — litlu reykhúsanna, sem
nú hefur verið lokað fyrir löngu.
Hér dreymdi hann sina draum'a,
og hér fann hann unnustuna. En
það var ekki nein tilviljun — hún
kom ekki af himnum ofan i fangið
á honum. Þau höfðu þekkzt frá
bernsku, og ævi þeirra fléttaðist
saman á svipað hátt og lyngið
vefur sig um steininn.
Nú er . .Karl Anker orðinn
ekkill, og lífið hefur fært honum
fjölda niðja i fang. Hann hefur séð
konuna sina deyja, aldna að
árum, og nýjar kynslóðir fæðast.
Kinnar hans eru veðurbarðar,
en það er lifsvizka i augum hans
og brosviprur i augnakrókunum.
Og nú skulum við fylgja honum
dálrtinn spöl. Það er þokan yfir
eynni þennan dag, og þokulúður-
inn i vitanum gaular annað veifið.
Við þrömmum eftir einu götunni
á Friðriksey, þar sem gul hús
með rauðum þökum standa i
ofurlitilli röð, og reykur stigur
upp úr reykháfum. Við sjáum
ekki nema spölkorn út á Eystra-
salt. Brátt ber okkur að brúnni,
og við fetum okkur yfir á
Kristjánsey að höfninni, þar sem
skýlla er. Bátarnir vagga við
bryggjurnar, og það leggur lykt
af hvitkáli út úr kránni. Á
Kristjánsey átti Karl Anker
heima i sjötiu og fimm ár.
Ibúar þessa staðar eru eitt
hundrað og tiu. Maðurinn sem við
höfum kynnt, er forfaðir eða
venzlamaður sjötiu og fimm
þeirra. En uppi i kirkjugarðinum
liggur Friða, kona hans, og það
'hafa verið höggvin þrep i
klappirnar þangað upp. Það er
mjög kyrrt og hljótt, og á kvöldin
er næstum því, að maður skynji,
hvernig stjörnurnar hreyfast á
himninum. Karl Anker bendir á
kirkjuna:
— Þarna tróð ég belginn, þegar
organistinn spilaði, segir hann.
Þá var ég fimmtán ára. Mig
langaði alltaf til þess að verða
kennari. En ég var fiskimanns-
sonur, og ég varð sjálfur fiski-
maður. Það voru fimmtiu börn á
eynni, þegar ég var i skóla, og
presturinn var eini kennarinn.
Hann kenndi ekki á laugardögum,
þvi að þá var hann að semja stól-
ræðuna. Nema hvað hann bjó
okkur þá undir ferminguna. Þá
voru hér þrjú hundruð ibúar, og i
húsum, sem nú er i ein fjölskylda
voru þá fjórar. Þær voru allar um
sama eldhúsið, svo að það var
betra, að konunum kæmi vel
saman.
Hér bjuggu fiskimenn og
fáeinir handiðnaðarmenn, Og
vitavörður rétt eins og nú. 1
vitanum var brennt kolum, svo að
stundum komu stór kolaskip að
Sunnúdagur 1(). féb'r'úar 1974.
bryggju. Á vetrum voru skipa-
komur strjálar.
Sumir áttu eina eða tvær kýr i
gamla daga, og presturinn átti
einnhest. Þegar póstbáturinn var
að koma, hrópaði hann til mad-
dömunnar: — Spenntu klárinn
fyrir vagninn, kona. Svo stökk
hann upp i ekilssætið og ók niður á
bryggjuna. Þegar hann kom aftur
heim, hropaði hann á ný: — Þú
skalt taka af vagninum og spenna
klárinn frá!
Eitthvað á þessa leið er frásögn
gamla mannsins. Samkomuhús
eyjarskeggja er kallað Máninn,
og þangað fór hann á dansleiki
með unnustuna hér á árunum. Og
hann sveiar þeim dansi, sem nú
er dansaður i Mánanum og finnst
litið til um.
Fyrsta bát sinn eignaðist Karl
Anker árið 1920, og þá i félagi við
bróður sinn. Þeir smiðuðu hann
sjálfir. Og i hann var sett vél.
Aldrei á ævi sinni segist hann
hafa reykt sigarettu, en aftur
situr hann stundum með langa
pipu i sér. Þau hjónin eignuðust
fjögur börn, og bráðum býzt
gamli maðurinn við að flytjast til
þeirra, þótt hann hafizt enn við i
húsinu, þar sem þau hjónin áttu
heima. Það er venja á eynni, að
börn og barnabörn annist gamla
fólkið, þegar það er ekki lengur
sjálfbjarga. Þar er þeim ekki
dembt á elliheimili, enda er það
ekki til.
A hverjum degi gengur Karl
Anker niður að höfninni, ef veðrið
er hreint ekki afleitt. Þar voru
haldinTippboð á fiski, þegar hann
var ungur og laxinn seldur dýrum
dómum. En nú sigla allir með
afla sinn til Borgundarhólms,
Sextiu og fimm ára gamall
hætti Karl Anker útgerð. Bróðir
hans var þá orðinn svo þjáður af
gigt, að hann gat ekki lengur
stundað sjó. Hann gaf sig þá að
þvi að kryddsalta sild.
1 seinni tið hefur hann haldið sig
heima. Það eru orðinn fimm ár
siðan hann kom siðast til
Borgundarhólms. Hann lifir lifi
meðal munanna, sem þau hjónin
áttu Friða og hann, og bregður
sér annað veifið upp i kirkju-
garðinn, þegar hann hefur litazt
um við höfnina. Og nógir eru til
þess að hlynna að honum, ef með
þarf. Barnabörnin á eynni eru
tuttugu og börn þeirra seytján. og
svo er allt venzlafólkið. Og margt
kvöldið fá börnin að heyra sögur
frá fyrri tið, kviðlinga og
lagstúfa.
Þannig er lif gamla manns á
þessari Eystrasaltsey, þar sem
svona viðlika margt fólk á heima
og i Grimsey okkar.
Leiði Friðu Anker I kirkjugarðinum á Kristjánsey