Tíminn - 10.02.1974, Page 11
Sunnudagur 10. febrúar 1974.
TtMINN*
11
Hér eru tveir synir Rosenberg-hjónanna, þeir Robertog Michael, sex og tiu ára gamlir. Myndin var tek in, er þeir voru aft koma úr heimsókn til
foreldra sinna i Sing-Sing-fangeisinu.
lögum, og fékk þyngsta dóm, sem
þar er hægt að fá, 15 ára fangels'i.
En fangaárin eru eins og allir vita
styttri en almanaksárin, og eftir 9
ár var Klaus Fuchs látinn laus og
fór hann þá beint til Rússlands.
Siðar settist hann að i Dresden i
Austur-Þýzkalandi, og var talinn
einhver mesti njósnari heimsins,
sem hvorki FBI né M 15 hafði tek-
izt að ná fyrr en það var orðið of
seint. Hann var gerður að
yfirmanni kjarnorkurannsóknar-
stöðvar i Dresden.
Hverjir voru njósnar-
arnir að baki Fuchs?
Raymond var nafn þess, sem
tók við upplýsingum frá Fuchs
um kjarnorkusprengjuna. Fuchs
þekkti ekki sjálfur hið rétta nafn
Raymond, og hann gat heldur
ekki gefið allt of nákvæma
lýsingu á honum: Hann var
þéttvaxinn, um fertugt, nokkuð
búlduleitur. Hann var ekki
kjarnorkufræðingur, en eftir þvi,
sem Fuchs vissi bezt var hann
efnafræðingur.
Þaö var eins og að leita að nál i
heystakki, að ætla að finna rétta
manninn eftir þessari lýsingu i
hinu mikla mannhafi Bandarikj-
anna. Hversu margir skyldu ekki
efnafræöingarnir vera i Banda-
rikjunum? í New York einni voru
á skrá 75.000 fyrirtæki á sviði
efnafræðinnar. Eftir ótrúlega
nákvæma rannsókn, sem náð
hafði út i hvern krók og kima
Bandarikjanna fóru menn að fá
mjög ákveðnar grunsemdir, og að
lokum gat FBI beint spjótum sin-
um að einum ákveðnum manni.
Hann hélt Harry Gold. Eftir stutt-
ar yfirheyrslur játaði hann. Hann
var félagi i njósnahring, sem
starfaði fyrir Rússa, og hann
hafði sjálfur farið með upplýsing-
arnar til rússneska vararæðis-
mannsins i New York, Anatoli A.
Yakolev.
Málið fór smátt og smátt að
skýrast, og ekki leið á löngu þar
til FBI gat látið taka David
Greenglass, sem unnið hafði I
kjarnorkurannsóknarstofunni i
Texas, fastan. Hann hafði einnig
gefið Rússum mjög þýftingar-
miklar upplýsingar. Greenglass
var mjög samvinnuþýður, senni-
lega til þess eins að bjarga
sjálfum sér. Hann skýrði frá þvi,
að Ethel og Július Rosenberg,
systir hans og mágur, væru
foringjar njósnahringsins.
Nánasti aðstoðarmaður þeirra
væri Morton Sobell. Allt var þetta
fólk Gyðingar, og sannir
kommúnistar að auki. Það var nú
tekið fast. Það má þykja næsta
undarlegt, að FBI skuli ekki fyrr
hafa veitt þessu fólki athygli,
þegar þess er gætt, að fyrrver-
andi njósnari og kommúnisti,
Elisabeth Bentley, hafði nokkru
fyrr komið af frjálsum og fúsum
vilja til FBI og veitt alrlkis-
lögreglunni upplýsingar um
kommúnistískt njósnaranet, og
þá meðal annars nefnt Harry
Gold.
Málaferlin gegn
Rosenberghjónunum
Nú hófust ein merkilegustu
réttarhöld, sem fram hafa farið i
Bandarikjunum eftir siðari
heimsstyrjöldina, og sem fjöl-
margir fylgdust með af geysileg-
um áhuga. Gold og Sobell játuðu
allt. Hins vegar héldu Rosenberg-
hjónin þvi fram allt til hinztu
stundar, að þau væru saklaus.
Þau voru handtekin i ágúst 1950,
og i april árift eftir voru þau
dæmd — hjónin voru dæmd til
dauða, en Sobell i 30 ára fangelsi.
Sjálfur fékk Greenglass ekki
nema 15 ára fangelsisdóm fyrir
nákvæmlega sömu afbrot og
hinir. A næstu 27 mánuðum var
allt gert, sem hægt var til þess að
fá dómnum yfir Rosenberg-hjón-
unum breytt. Sjö sinnum var
málinu áfrýjað, sjö sinnum var
það tekið fyrir i hæstarétti lands-
ins, án nokkurrar breytingar á
dómsorðinu. Að lokum' visaði
Eisenhower á bug beiðni um
náðun.
Fá dómsmál hafa valdið
jafnmiklum heilabrotum en
einmitt þetta. And-ameri'sk
bylgja gekk yfir hinn vestræna
heim, ekki sizt á Norðurlöndum.
Stór orð voru viðhöfð um réttar-
farið i Bandarikjunum og um
FBI, sem likt var við Gestapo
Þýzkalands. Sagt var að hér væri
verið að fremja morð með aðstoð
yfirvaldanna.
Bandariskur rithöfundur llkti
máli Rosenberg-hjónanna við
mál þýzka málarans Willi Goettl-
ing, sem tekin var fastur af
sovézkum yfirvöldum i Austur-
Berlin 17. júni 1953. Hann var
dæmdur til dauða án opinberra
réttarhalda, sagður hafa verið
njósnari. Siðan hafði hann verið
tekinn af lifi, og allt þetta mál
tekið 24 klukkustundir. Enginn
hafði hreyft andmælum. Tveimur
dögum siðar voru Rosenberg-
hjónin tekin af lifi, nær þrem
árum eftir að þau voru handtekin
og eftir 27 mánaða málaþjark.
Allur heimurinn stóð á öndinni og
fylgdist með.
Margar ástæður lágu til þess,
að fleiri en rétttrúaðir kommún-
istar mótmæltu aftöku hjónanna.
Margir töldu þau saklaus, enda
þótt margt hefði komið fram i
vitnaleiðslunum sem var þeim
andstætt. Þar við bættist að
margir litu svo á, að dómurinn
væri óréttlátur, þar sem njósnar-
arnir, sem höföu reynzt sam-
vinnuþýðir yfirvöldunum i
málaferlunum fengu vægari dóm
fyrir sömu afbrot. Enn aðrir
héldu þvi fram, að dómararnir
einkenndust af Gyðingahatri, og
mætti sjá, að það hefði haft áhrif
á dómarana, að þeir voru að
dæma i málum fjögurra Gyðinga.
Svo mátti heyra suma spyrja:
Voru ekki Rosenberg-hjónin
dæmd vegna þess að þau voru
kommúnistar?
Það var engin furða, að menn
skyldu spyrja, þvi Joseph R.
McCarthy var einmitt á hápunkti
valdaferils sins og Evrópúbúar
sáu I honum upphaf fasismans.
Kommúnistaofsóknir hans urðu
til þess að baka Bandarikjamönn-
um mikla óvild erlendis. Jafnvel
hinir ihaldssömustu stjórn-
málamenn horfðu á aðgerðir
McCarthys með mikilli skelfingu
og óttuðust áhrif þau, sem hann
hafði á hugsunarhátt landa sinna.
Þurftu Sovétmenn á
upplýsingunum um
kjarnorkusprengjuna að
halda?
Nú eru liðin tuttugu ár frá þvi
Júlíus og Ethel Rosenberg voru
tekin af lifi, og flestir hafa gleymt
þvi hvað málið vakti mikla
athygli og umtal á sinum tima.
Voru Rosenberghjónin sek? Eða
var þetta dómsmorð? Málið hefur
ekki upplýstst ennþá, en margt
bendir til þess, að þau hafi verið
njósnarar, þótt þau færu i gröfina
með leyndarmál sin. Enn þann
dág i dag eru eftir leifar af
njósnaranetinu, sem þau
tilheyrðu, þótt ekki séu þær mikl-
ar.
Meðal þeirra njósnara, sem
tókst að komast undan frá Banda-
rikjunum, þegar Rosenberg-
málið komst i hámæli, voru
kanadiski Gyðingurinn Morris
Cohn og kona hans. Þau komu
aftur fram i sviðsljósið árið 1961,
þegar þau voru handtekin i Eng-
landi, en þar gekk Morris undir
nafninu Peter Krogen, og hann og
kona hans ráku þar bókaverzlun.
Þau voru félagar i njósnahring
Gordons Lonsdales, sem hét öðru
nafni Konon Molodý. Þessi
njósnahringur hafði sent
upplýsingar til Sovétrikjanna um
fimm ára skeið, og aflað Sovét-
mönnum mikillar vitneskju um
helztu hernaðarleyndarmál Eng-
lands. Þessi njósnahringur var
að lokum afhjúpaður fyrir tilstilli
leyniþjónusta Bandarikjanna,
Kanada og Englands, sem höfðu
verift að vinna saman af meiri
alvöru eftir að Rosenberg-málið
kom upp.
Var það að þakka njósnum
Rosenberg-hjónanna, að
Sovétmönnum tókst að framleiða
kjarnorkusprengjuna ?
Areiðanlega ekki. Hin
stórkostlega framför, sem átt
hafði sér stað á sviði visinda og
tækni i Sovétrikjunum, réð þar
áreiöanlega miklu, og trúlega
hafa Sovétmenn alltaf verið rétt á
hælum Bandarikjamanna i þess-
ari framleiðslu. Sennilega hefðu
Sovétmenn getað búið til
kjarnorkusprengjuna án
upplýsinga þeirra, sem þeir fengu
frá Bandarikjunum, á nokkurn
veginn sama tima og þeir gerðu
það að lokum. Rússneski
visindamaðurinn Igor Kurchatov
þekkti öll aðalatriðin i sambandi
við framleiðslu kjarnorku-
sprengjunnar nokkru fyrr en
starfsbræður hans i Bandarikjun-
um, ef treysta má staðhæfingum
bandariska blaðsins Time. I
blaö'inu var þvi einnig haldið
fram, að Rússarnir hefði á
mörgum sviðum verið komnir
lengra en visindamennirnir i
Bandarikjunum um þetta leyti.
Spurningin er sú, hvort
dómurinn yfir Rosenberghjónun-
um hefði orðið jafn þungur, ef
menn hefðu vitað fyrir vist,
hversu langt Rússarnir voru
komnir á sviði kjarnorkuvisind-
anna. Það var algjörlega rangt,
og einungis áróðursbragð, að
segja, að Rosenberghjónin hefðu
gert Sovétrikin að kjarnorku-
veldi. En það er ekki hægt að
fullyrða neitt um þessi mál.
aðeins leiða getur að hinu og
þessu.
Njósnarinn var sekur —
en ^ar sleppt
Bandarikin eru land andstæðn-
anna. Það eru oft á tiðum glæpa-
menn og stjórnmálamenn, sem
berjast um völd og frægð, og
mismunandi mikiðandlega bilað-
ar kvikmyndastjörnur, sem vekja
þar hvað mesta athygli. En þetta
fólk er þó ekki i meirihluta i
Bandarikjunum. Það er heldur
ekki hinn táknræni Bandarikja-
maður. 1 þessu stóra landi eru
annars konar manneskjur, sem
mega ekki vamm sitt vita. og
reyna eftir fremsta megni að
vera heiðarlegar i daglegum
viðskiptum við annað fólk.
Sjálfstætt fólk, opið fyrir nýjung-
um og frjálslegt i hugsunarhætti.
Um þetta fólk er ekki mjög mikið
talað, en það hefur þó oft töluverð
áhrif i raun og veru, og getur
ráðið úrslitum i stjórnmála-
heiminum og i samfélaginu yfir-
leitt. Allir þeir, sem urðu
uppvægir út af Rosenberg-málinu
hefðu mjög gjarnan átt að kynna
sér Judith Coplon, sem einnig var
njósnari.
Hún var ung og vel gefin
háskólamenntuð kona, og var i
ábyrgðarstöðu i dómsmála-
ráðuneytinu, en FBI velur einmitt
fólk i stöftur sem hennar. Hun
varp einnig njósnari fyrir Rússa.
Kvöld nokkurt i marz 1949 var
hún tekin föst i götu i New York.
þar sem hún var i fylgd með
Yalentin A. Gubitschev, l'ulltrúa
Sovétrikjanna hjá Sameinuðu
þjóðunum. 1 tösku Judith Coplons
fundust skjöl. sem hefðu sannar-
lega átt að nægja til þess að hún
fengi fyrir ferðina. sém sannur
njósnari. Þar voru m.a.
uppiýsingar. sem hún haffti stolið
úr skjalasafni FBl. og ætlaði sér
að afhenda Rússunum.
Hún var dregin fynr rétt.
Kviðdómurinn neitaði hreint og
heint að trúa skýringum hennar
um að þarna liefði aðeins verið
Framhald á 3 6. siðu.
Mikil mótmælaalda reis, þegar dómurinn yfir Ethel og Júiius Rosenberg var kunngerður. Myndin var
tckin i 17th Avenue I New York, nokkrum stundum áftur en taka átti hjónin af lífi.