Tíminn - 10.02.1974, Blaðsíða 21
Sunnudagur 10. febrúar 1974.
TÍMINN
21
— Spjallað við Einar
Þorsteinsson ráðunaut
um búskap, umgengni á
bæjum og sitthvað fleira
nær yfir, það er að segja i
Vestur-Skaftafellssýslu og i aust
ustu hreppum Rangárvallasýslu.
Vegna mikilla vegalengda hefur
þessi skipan þótt henta betur.
Eg hef að sjálfsögðu frá upphafi
unnið hvað sem að höndum hefur
borið i starfi minu. Eit't af minum
fyrstu verkefnum — hinum stærri
— var þegar Búnaðarsambandið
minntist fimmtiu ára afmælis
sins með landbúnaðarsýningu á
Selfossi 1958, og ég var ráðinn
framkvæmdastjóri sýningar-
innar. Satt að segja var það heil-
mikil eldskirn reynslulitlum
manni, nýkomnum úr skóla. Þó
gekk það allt sæmilega vel með
aðstoð góðs fólks á Selfossi og
starfsbræðra minna i Búnaðar-
sambandinu. Sýningin varð
fjölsótt og ég held, að hún hafi
orðið vinsæl.
— Er ekki mikið um að leitað sé
til ykkar með hin margvislegustu
vandamál?
— Jú, það er alltaf annað slagið
verið að þvi, að maður reynir að
leysa úr þeim eftir beztu getu.
Verksvið mitt er að vinna að
jarðrækt og búfjárrækt. Það
finnst mér fara vel saman, þvi að
ég hef alltaf haft hina mestu
ánægju af hvers konar ræktun,
hvort sem um hefur verið að ræða
kynbætur jurta eða dýra.
Ég hef mælt fyrir skurðum,
verið á sýningum og fundum og
tekið þátt I félagslifi bænda og
haldið erindi á fundum þeirra og
samkomum.
— Þetta hlýtur að vera
skemmtilegt, að minnsta kosti
innan um og saman við?
— Já, mikil ósköp, það er það.
Eins og þú minntist á áðan, þá er
leitað til min með marga hluti og
ólika, þvi að vandi fólks er harla
misjafn. En það er nú einu sinni
mitt verk að vera ráðgefandi og
ég hef reynt að leysa hvert mál
eins vel og ég hef getað. Ég hef
eignazt marga vini, en ég held að
mér sé óhætt að segja, að ég hafi
ekki eignazt neinn óvin. Ef ég hef
orðið einhverjum manni verulega
ósammála, höfum við venjulega
getað jafnað ágreininginn og
orðið vinir fljótlega aftur Það er
verulega gott að vinna með
sunnlenzkum bændum.
Sunnlenzkt sveitafólk er ákaflega
skemmtilegt, gestrisið, félagslynt
og framfarasinnað. Venjulega
finnst mér dagarnir of fáir og of
stuttir, þvi að ekki vantar
verkefnin og þau eru þess eðlis,
að maðurhlakkar tilaðfinna þau.
Það er gott að vera
bóndi
— Nú ert þú ekki aðeins
ráðunautur Búaðarsambands
Suðurlands, heldur lika bóndi.
Hvernig er að búa i Mýrdalnum?
— Það er ljómandi gott.
Mýrdalur er góð sveit, þvi að þar
er veðrátta mild, þótt úrkoman sé
mikil. 1 kringum Vik i Mýrdal er
vist jafnmesta úrkoma á íslandi,
en aftur á móti verður þar aldrei
verulega hart frost, og þess vegna
er sjaidgæft að þar verði mikill
skaði af kali i túnum. Það kemur
aðeins örsjaldan fyrir, og það út
af fyrir sig er gífurlegur kostur og
öryggi fyrir búskapinn.
— Rekur þú sjálfur stórt bú?
—Ég á dálitið bú sem ég vinn að
samhliða ráðunautsstarfinu. Ég
hef alltaf verið mjög búhneigður
og hef mikið yndi af þvi að um-
gangast skepnur og taka þátt i
hinum daglegu störfum. Mér
finnst ég hafa lært mikið á þvi, og
það er nú svo, að það sem maður
þykist hafa sjálfur reynt, það
þorir maður að ráðleggja öðrum
og segja þeim frá sinni reynslu.
— Þú getur borið um það, bæði
af reynslu og lærdómi, að bónda-
starfið sé nú reyndar ekki svo
slæm atvinna?
— Það er hafið yfir allan efa, að
bóndastarfið er ákaflega
skemmtilegt og heillandi i sjálfu
sér. Ræktun lands og ræktun
búpenings hlýtur að heilla hug
hvers manns, sem við hana fæst
og þvi meira sem menn sökkva
sér betur niður i verkefnið.
Sjálf hin daglegu störf eru lika
þess eðlis, aðmönnum leiðast þau
ógjarna. Vetur, sumar, vor og
haust bjóða hvert upp á sin til-
teknu verk, sem eru næsta ólik,
þannig að fátt verður mjög vana-
bundið.
Allir vita að skepnur eru ólikar
innbyrðis, þvi að engir tveir ein-
staklingar eru eins. Góður bóndi
þarf að þekkja vel sitt búfé, ekki
aðeins að greina einstaklingana
hvern frá öðrum heldur og að
vera skyggn á þarfir hvers
einstaklings i hópnum. Þarþurfa
persónuleg kynni að vera fyrir
hendi, ef vel á að fara.
Vist er það fyrirtæki að vera
bóndi. Búið er hans fyrirtæki, og
fjárhagsleg velgengni bóndans
fer eftir þvi, hvernig.honum tekst
að reka þetta fyrirtæki sitt. Og
þótt ýmsum kunni að þykja þetta
nokkuð bindandi starf, þá ber
hins' að gæta, að bóndinn getur
talsverðu um það ráðið, hvenær
hann vinnur sin verk, þótt
vissulega þurfi að vinna þau öll og
ekkert þeirra megi vanrækja.
Að vera bóndi á góðri jörð i
fallegri sveit, hafa sæmilegar
fjárhagsástæður og búa við eigin
fjölskyldulif, held ég að sé
einhver hamingjusamlegasta
jifsbraut sem menn geta kosið
sér. En að sjálfsögðu verður það
ekki alltaf háð eðli manna og
upplagi, hvað þeim þykir
skemmtilegt, — að hverju hugur
þeirra hneigist. — VS.
Einar Þorsteinsson ráðunautur Timamynd: Gunnar
FLESTIR KLÆÐA SIG EKKI í
SAMRÆMI VIÐ VEÐURFARIÐ
VtSINDAMENN hafa
verið að velta þvi fyrir
sér, hvernig fólk heldur
á sér hita, hvaða leiðir
séu beztar til þess, og
hvaða fatnaður sé
hentugastur. Þeir hafa
komizt að einni mjög
einfaldri niðurstöðu, en
hún er sú, að flestir
klæða sig ekki nægilega
vel að vetrarlagi.
Veðurfari hefur verið skipt og
það einkennt eftir þvi, hversu
mörg fatalög eru fólkinu nauð-
synleg. 1 Bretlandi er þriggja
laga veðurfar, en það þýðir, að
ekki nægja færri en þrjú lög af
einhvers konar fatnaði til þess að
halda hita á Bretum. Ekki vitum
við fyrir vist, hversu mög lögin
þurfa að vera hér á fslandi, en
sennilega að minnsta kosti einu
fleira en i Bretlandi.
1 grein, sem birtist nýlega i
brezku bíaði, segir, að maður,
sem þurfi að biða eftir strætis-
vagni að vetrarlagi, sé venjulega
i nærbuxum, sem framleiddar
séu fyrst og fremst með það fyrir
augum, að þær liti vel út og séu
fallegar fyrir augað. Minna sé
hugsað um, hversu hlýjar þær
eru, þegar þær eru búnar til.
Maður þessi er venjulega lika
með trefil um hálsinn og með
hanzka á höndunum, en honum er
samt kalt.
— Það er ekki að undra, segir
dr. Harwood Belding, prófesor i
umhverfiseðlisfræði við háskól-
ann i Pittsburgh. — Þessi maður
er að reyna að afbera þriggja
laga veðurfar, en þó er hann
aðeins klæddur eins og maður i
tveggja laga veðráttu, það er að
segja á búk og handleggjum, og
maður i eins lags veðráttu á fót-
leggjum, en aðeins hálfs lags á
höndunum.
Viða skin i bert
— Viö þetta bætist svo það, að
fatnaðurinn gapirhér og þar, og
inn á milli er greið leið fyrir
napran vindinn að komast að
nöktu hörundi mannsins. Svo má
jafnvel gera ráð fyrir, að þótt úti
geti verið rigning eða snjókoma,
þá sé maðurinn sennilega ekki
með hatt á höfðinu.
Stærstu mistökin i klæðnaðin-
um liggja einmitt i þvi, að maður-
inn er hattlaus, segja allir þeir
sérfræðingar, bæði vestan hafs og
austan, sem kynnt hafa sér þessi
mál.
Ef litið er á þjóðbúninga, sem
sérstaklega eru hugsaðir fyrir
þjóðflokka á köldum svæðum
jarðarinnar, til dæmis Lappa og
Eskimóa, þá má sjá, að þeim
fylgja skinnhöfuðföt. Þetta frum-
stæða fólk veit sem er, að mest
hitatapið er út um höfuðið og
hálsinn aftanverðan. Til þess að
viðhalda likamshitanum, dregur
likaminn sjálfkrafa úr blóð-
rennslinu út undir skinnið, sér-
staklega á fótum og höndum, en
hins vegar er ekki hægt að draga
úr blóðrennslinu tii höfuðsins.
Þess vegna fer mestur hiti til
spillis á höfðinu.
Öfgarnar verstar
Ef fólk er úti i miklum kulda,
ætti það að hugsa um það, að allur
likams hiti manns, sem erfiðar,
getur rokið út af höfðinu. Þvi er
meira að segja þannig varið, að
fjórðungur hitans, sem hverfur úr
likama þess, sem er I meðalheitu
herbergi, hverfur út um höfuðið.
og mestmegnis um þá hluta
höfuðsins, sem undir venjulegum
kringumstæðum ættu að vera
varðir af hatti eða húfu. Ef fólk
vill raunverulega reyna að halda
á sér hita, á það að hafa eitthvað
á höfðinu, þegar það er utan dyra.
Þegar menn koma inn úr köldu
veðri, klæða þeir sig venjulega úr
sem alira mestu þegar i stað. Dr.
Paul Siple, sérfræðingur i kulda-
klæðnaði hjá Bandarikjaher,
segir, að þetta sé álika kjánalegt
og að klæða sig illa utan dyra.
Fólki er heitt, og það rifur sig úr
fötunum, en það heldur áfram að
cvitna. Svitinn kólnar siðan fljótt.
þótt nokkuð hlýtt sé inni, og
afleiðingin er sú, að hroll setur að
manneskjunni.
Þegar komið er inn úr kulda, á
fólk að fara smátt og smátt úr
útifötunum, þannig aö likaminn
fái tækifæri til þess að aðlagast
aðstæðunum innan dyra.
Miklar framfarir hafa átt sér
stað meða! fataframleiðenda.
sem framleiða útifatnað, en
tvennt er það, sem erfitt hefur
reynzt að leysa. Fatnaður getur
verið nokkuð þungur, ekki sizt ef
lögin eru orðin mörg. Gerviefni
eru þó mun léttari en ullin og er
það nokkur bót. Hitt er það að
erfitt er að finna nægilega heita
vettlinga, sem um leið eru ekki
svo fyrirferðarmiklir, að þeir
komi i veg fyrir, að hægt sé að
vinna með þeim. Engin lausn
hefur fundizt á þessu tvennu.
Einu viljum við þó bæta.hér við
i sambandi við ullarfatnaðinn. og
það er, að þótt gerviefnin hafi nú
að nokkru leyti komið i staðinn
fyrir ullina, sem vel getur verið i
stórborgum erlendis þá getur
seint nokkuð komið i stað ullar-
innarhér á tslandi, og eitt er vist.
að lendi fólk i hrakningum. hvort
sem er uppi á öræfum lslands eða
á hafi úti. þá er ekkert sem getur
fremur bjargað lifi þess en góður
islenzkur ullarfatnaður. Það
hefur sýnt sig og sannað hvað
eftir annað. (Lauslega þytt fb)
Höfuðfatið er nauðsynlegt til
að halda á sér hita í kulda