Tíminn - 10.02.1974, Qupperneq 24

Tíminn - 10.02.1974, Qupperneq 24
, TÍMINN Swinyijtígnr, 1Q; fpj)rýar,;19r4. .■21 Hann náöi taki á einum hringnum og hélt fast. Baujan slagaði út í hliðina við þunga hans, og grængol- andi sjórinn luktist yf ir höfði hans, en svo rétti hún sig viðog hóf hann upp með feiknaraf li sínu, þangað tilsólin skein framan í hann. Með nánast ofurmannlegu þreki tókst honum að ná í hringinn við veif una og komast upp á stóra málmhvelfinguna, þarsem hann settist niður, með veifuna og luktina klemmda á milli nakinna fót- anna. Þessa stundina var hann öruggur, og meðan baujan vaggaði og snerist undir honum, jafnaði hann sig og lit- aðist um. Það var naumast hægt að greina ströndina yf ir græn- golandi öldurnar, og enda þótt skipið væri á næsta leiti, virtist það vera langt í burtu. Hann veifaði i átt til skips- ins, hló og hrópaði, en tók síðan til við starf sitt. Hann leysti línuna af mitti sér og festi hana vandlega við eina festinguna. Síðan reif hann veifustöngina og luktina upp úr hylkjunum og kastaði þeim í sjóinn, til þess að línan gæti ekki flækzt í neinu. Nú var aöeins um að gera að komast aftur til bátsins. Hann sat kyrr og beið eftir hentugu lagi, þegar baujan væri svo til stöðug. Allt í einu gafst það. Hann reis á fæt- ur, henti sér í sjóinn og f lýtti sér að synda hæf ilega langt í burtu frá henni, svo að honum stafaði ekki hætta frá l henni. Síðan synti hann rólega í átt til bátsins, og andar- taki síðar var honum kippt um borð í bátinn. Nú var róið aftur til skipsins með skutullínuna, meðan f immta bauja héltsigri hrósandi áfram baksi sinu. Hún hæddi hverja bylgju, sem á vegi hennar varð, kerrti hnakkann að, „Girling forseta", þegar hún steðjaði framhjá, og hróp- i aði: ,,Af stað, af stað til Tottori-eyjar, og einsömul íj þokkabót!" En hún var nú ekki komin ýkjalangt f rá skipinu, þegar rykkur vakti hana til meðvitundar. Það var skutullínan, sem hélt aftur af henni. Að vera dregin upp úr sjónum í vitlausu veðri, lemja sundur nokkrar plötur í skipshliðinni í leiðinni og helzt drepa einhvern, um leið og hún ylti inn á þilfarið, það hefði sannarlega glatt hennar illa hjarta. En að vera tjóðruð við skutinn eins og dráttarprammi og hanga þai; þangað til veðrið skánaði, það var refsingin, sem hún hlaut. I. Launin Jónas hafði ekki verið meðal mannanna í bátnum. Hann var undir þiljum, þegar skipunin var gefin, og missti þess vegna af tækifærinu. Hann kom ekki upp fyrr en báturinn var farinn, og þá sá hann, að hver ein- asti maður skyggndist útá haf ið, að undanskildum þeim, sem stunduðu skyldustörf neðan þilja eða voru við stýr- ið. Þegar hann hafði fengið vitneskju um, hvað gekk á, var hann fljótur að finna sér góðan stað. Gagnrýnum augum virti hann bátinn f yrir sér. Hvað í ósköpunum ætlaðist Eiríkur fyrir? Ætlaði hann kannski að blistra á baujuna? Það fór hrollur um Jónas, þegar hann sá hann synda i veg fyrir baujuna. Hann vissi, hversu hættulegt þetta var. Þarna stóð hann og hvatti vin sinn í hálfum hljóðum: — Gættu þess nú, að hún nái ekki í línuna! Gáðu að hringnum! Svona! Gáðu að þér! Þarna, nú náði hún hon- um inn undir sig.Nei, reyndar ekki! Hann náði henni! Hann er að klifra upp! Og nú situr hann á henni! Jónas tók líka af einlægni þátt í fagnaðarópinu, sem steig upp f rá skipinu,en Eiríkur heyrði ekki, því að eyru hans voru f ull af sjó. En þegar hættan var um garð geng- in og báturinn snéri aftur til skipsins, fylltist Jónas af- brýðissemi og öfund. Ekki stóð það nú samt lengi, því að nú kom forlagatrú- in í staðinn. Hvað var svosem til að gremjast yf ir? Hann var ekki eins snjall og Eiríkur, og við því var ekkert að gera. Hann sagði svo sem ekki við sjálfan sig, að Eiríkur væri snjallari en hann. Hann valdi neikvæðara og kven- legra sjónarmið, sem sé að hann væri minni maður en Eiríkur, sem gaf honum upplagt tækifæri til að kvelja sig og brjóta heilann yfir. Síðar meir myndi hann áreið- anlega upphefja hetjudáð vinarins í Ijóði, sumpart af einlægri aðdáun og sumpart af sætsúrri sjálfsafneitun þess, sem aðeins getur sungið um dáðir annarra. Þegar Eirikur kom um borð, sló Briem á öxlina á hon- um og hældi honum á hvert reipi með málskrúði, sem lít ill möguleiki er til að endurtaka á prenti. Síðan skellti Eiríkur sér inn í kokkhús og fékk sér heitan kaffisopa. Yfirmenn skipsins snæddu kvöldverð í borðsal yfir- manna klukkan hálfsjö, og klukkan hálf-átta bárust Eiríki fyrirmæli um, að Gröndal skipstjóri vildi tala við hann. Nú var það svo, að Eiríki var ekki eins illa við neitt og opinþert þakklæti eða hól, en slikt gat fyllt hann jafn mikilli reiði og hefði hann verið móðgaður. — Það væri gaman að vita, hvað hann vildi, sagði Eiríkur og fór í jakkann sinn. Hann gekk aftur á og inn í borðsalinn. Kvöldverðinum var lokið, og loftið var mettað vindlareyk. Gröndal skip- stjóri sat fyrir enda borðsins, en meðfram því fyrsti og annar stýrimaður, tæknifræðingarnir þrír, Briem yfir- verkfræðingur, skipslæknirinn, fyrsti vélstjóri, haffræð- ingurinn Ammundsen og bókhaldarinn. 7Sérgrein „Sprengja tengd Íw^Einhver hefur farið i. ^^bilinn.0^ SkrýtiðFlast VKomdu inn.Það lylki. Lucky ^er bezt að koma | kann ekki >sérNú biður Lucky Jað tapa. M eftir hvellinum. Luckys kveikjunni áðu, Gein ll^Veit ekki hverju Vampýrurnar? Trúirðu á þær? tt ' Hver ert þú? Þetta var eina ljósið i húsi hér. 011 hin eru tóm. ^ skal trúa. Við eruml ihrædd, en ég ferlr ftekki héðan og sel JÞ . þeim ekki j- tfTTTVhúsið. Veiztu ) j af hverju? .Þarna koma fck'7 þeir , H^aftur. y Ég heiti Walker. flkáiiaií Sem þýðir „Andinn gangandi Ég held ég ^ hafi ekki mikið tón listareyra, Kubbur. Þú þarft bara að berja trommuna me þessum 'prikum. Ég veit, en mér / ^ genqur heldur ekki vel að~ hitta. / HVEll G E I R I D R E K I K U B B U R ÍU:il:iliIl | Sunnudagur 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. Ferr- ante og Teicher leika saman á tvö píanó. 9.00Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Svita nr. 1 f C-dúr eftir Johann Sebast- in Bach. Kammerhljóm- sveit Bath-hátíðanna leikur, Yehudi - Menuhin stj. b. Pianókonsert nr. 13 i C-dúr (K 415) eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Ingrid Haebler og Sinfóniuhljóm- sveitin i Lundúnum leika, Colin Davis stj. b. „Bene- dictus” og átta Mariuljóð eftir Max Reger. Kemmer kór finnska útvarpsins syngur, Harald Andersen stj. 11.00 Messa i Kópavogskirkju. Prestur: Séra Arni Pálsson. Organleikari: Guðmundur Gilsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.15 Götuskeggjar og annað gott fólk. ólafur Halldórs- son cand. mag. flytur fyrra hádegiserindi sitt. 14.00 Á listabrautinni. Jón B. Gunnlaugsson, kynnir ungt listafólk. 15.00 Miðdegistónleikar. Frá hljómleikum Filharmóniu- sveitarinnar i Munchen i september s.l. Stjórnandi: Rudolf Kempe. a. Sinfónia nr. 7 i C-dúr „Hádegis- hljómkviðan” eftir Joseph Haydn. b. Sinfónia nr. 4 i B- dúr op. 60 eftir Ludwig van Beethoven. 16.00 Lúðrasveit Hafnarfjarð- ar leikur létt lög i útvarps- sal. Stjórnandi: Hans Plauder Franzson. 16.25 Þjóðlagaþáttur i umsjá Kristinar ólafsdóttur. 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 17.10 Ótvarpssaga barnanna: „Smyglararnir i skerja- garðinum”eftir Jón Björns- son. Margrét Helga Jó- hannsdóttir les (7). 17.30 Sunnudagslögin. Til- kynningar. 18.30 Frcttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Varnarmálin. Tvö stutt erindi flytja: Ólaf- ur Gislason kennari og Styrmir Gunnarsson rit- stjóri. 19.30 Barið að dyrum.Þórunn Sigurðardóttir fer i heim- sókn að Fögrubrekku við Hafnarfjörð. 20.00 „Pétur Gautur”, svita nr. 1 op. 46 eftir Edward Grieg. óperuhljómsveitin i Vinarborg leikur, Herman Scherchen stj. 20.15 „DagbuU vitstola manns”, smásaga eftir Lu Hsun.Erlingur E. Halldórs- son les þýðingu sina. 20.50 Tónlistarsaga. Atli Heimir Sveinsson skýrir hana með tóndæmum (14). 21.20 tslandsmótið i hand- knattleik. Jón Asgeirsson lýsir frá Hafnarfirði. 21.30 Atriði úr óperunni „La Bohéme” eftir Puccini. Carlo Bergonzi, Renata Tebaldi o.fl. syngja ásamt kór tónlistarskólans Santa Cecilia i Róm, Tulli Serafin stjórnar. 21.45 Um átrúnað: Úr fyrir- brigðafræði trúarbragða. Jóhann Hannesson prófess- or talar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. (22.30 tslandsmótið i hand- knattleik: Jón Ásgeirsson lýsir frá Hafnarfirði). 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Mánudagur 11. febrúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnirkl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.