Tíminn - 10.02.1974, Side 28
28'
TlMIIsm
Suninidagúr 10. febtúár 19X4.’
Fjalla-Eyvindur 1922. Aftasta röð frá vinstri: Haraldur lljörnsson, Árni Óiafsson, Sigtryggur
Þorstcinsson, Jónas Jónasson, Páll G. Vatnsdal, Jóhanncs Jónasson. Miðröð: Þóra Hallgríms-
dóttir, Gísli R. Magnússon, Guðrún Indriðadóttir, Álfhciður Einarsdóttir. Fremsta röð: Anna
Flóvcntsdóttir, Ilulda O. Sveinbjörnsdóttir og Sigurcy Sigurðardóttir.
Fjalla-Eyvindur 1943. Frá vinstri: Þórir Guðjónsson, Sólvcig Ágústsdóttir, Guðmundur Gunn-
arsson, Ásdís Karlsdóttir, Vigfúsa Vigfúsdóttir, Bcncdikt Hermannsson, Björn Sigmundsson
Halldór Jónsson, Ragnhciður Söcbeck, Guðrún Oddsdóttir, Stcfán Halldórsson, Björn Júlíus-
son, Jón Ingimarsson, Freyja Antonsdóttir, Jón Norðfjörð og Ingibjörg Stcinsdóttir.
Fjalla-Eyvindur. Sigurveig Jónsdóttir, Þráinn Karlsson og Jón Kristinsson í hlutvcrkum sínum
MARZ 1973
Jónas Guðmundsson: Síðari grein
Leikfélag Akureyrar
Rifjað upp eitt og annað úr
sögu LA fró fyrri árum
Sýningar voru 1500 á 55 leikárum,
á 142 verkefnum
1 fyrri grein, þar sem rifjað var
upp eitt og annað úr sögu Leik-
félags Akureyrar, var nuinið
staðar við árin 1930-31, er ekkcrt
var leikið, vegna þess að bæjar-
stjórnin hafði lækkað styrk þann,
er hún veitti félaginu, en næsta
leikár var aftur hafizt handa um
leiksýningar, þar eð bæjar-
stjórnin hafði aftur hækkað styrk-
inn. Eitthvað virðist hafa gengið
á í stjórnmálunum og í afmælis-
riti, sem gefið var út á 30 ára af-
mælinu og mikið er stuðzt við
hér, segir Hallgrimur Valdimars-
son á þessa leið:
Pólitikin
i leikhúsið
Veturinn 1929-30 tók Freymóður
Jóhannsson að sér að koma upp
sjónleiknum TVEIR HEIMAR
eftir Jón Björnsson. 1 sambandi
við það gerðust stórtiðindi. Jón
Björnsson var þá ritstjóri blaðs-
ins Norðlings hér. Andstæðingar
hans i stjórnmálum vildu þá
klekkja á honum með þvi að
koma i veg fyrir, að leikfélagið
sýndi leikrit hans. Urðu blaða-
deilur milli Verkamannsins og
Norðlings út af þessu, og kom
þetta leikhúsmál fyrir bæjar-
stjórn. Vildu andstæðingar Jóns
koma á eftirliti með leikritavali
félagsins, sem skilyrði fyrir
styrkveitingu, og fengu það sam-
þykkt á bæjarstjórnarfundi 19.
nóv. 1929, en árið eftir 4. febr. bar
Ingimar Eydal, sem þá var
bæjarfulltrúi, fram á fundi bæjar-
stjórnar svohljóðandi tillögu:
„Bæjarstjórn samþykkir, að skil-
yrði það, er sett var á bæjar-
stjórnarfundi 19. nóv. siðastliðinn
fyrir styrk til Leikfélags Akur-
eyrar, um eftirlitsnefnd, skuli
falla niður”. Tillaga þessi var
samþykkt með 8 atkvæðum gegn
tveim.
Leikrit Jóns Björnssonar var
siðan tekið til sýningar ásamt
FRANSKA kVINTÝRINU.
Af stað með
Húrra krakki
Eftir hvildina 1931-32 var farið
af stað með gamanleikinn
HORRA KRAKKI, eftir Arnold og
Bach og hann sýndur 9 sinnum og
farið var með leikinn til Siglu-
fjarðar og hann sýndur þar f jögur
kvöld.
Þá kom LANDAFRÆÐI OG
ÁST, með Mörtu Kalman leik-
konu frá Reykjavik, sem lék
gestaleik. FRÖKEN JULIA,
Strindbergs og HINRIK OG PER-
NILLA, ÆVINTÝRI A GÖNGU-
FöR og IMYNDUNARVEIKIN
kom i kjölfarið og Friðfinnur
Guðjónsson frá Reykjavik lék
sem gestur i aðalhlutverkinu, Ar-
gan, og fleiri gestir léku i þessari
sýningu.
Nú komst mikill skriður á starf-
semina. Ýmis þekkt verk voru
tekin til sýningar, sem ógjörning-
ur er að telja upp hér.
Aldarafmæli
séra Matthiasar
Árið 1935, 11. nóvember, minnt-
ist félagið aldarafmælis
Matthiasar Jochumssonar með
hátiðarsýningu á SKUGGA-
SVEINI og var leikurinn sýndur 9
sinnum. Jón Steingrimsson hafði
með þessari sýningu leikið Svein
36 kvöld alls og Páll Vatnsdal
sömuleiðis leikið Ketil og Hró-
bjart jafnoft, en það var þá sýn-
ingarmet i einstökum hlutverk-
um,
Á 30 ára afmæli LA árið 1947
hafði félagið tekið til meðferðar
53 leikrit og haft á þeim 476 sýn-
ingar.
Það kemur i ljós að islenzk leik-
rit hafa verið betur sótt en erlend
leikverk. Við athugun, sem gerð
var á sýningafjölda árið 1972,
kemur i ljós, að á 55 árum setti
félagið á svið 142 verkefni, þar af
45 eftir islenzka höfunda, og leik-
sýningar voru orðnar 1496.
Gestakomur til LA
Það hefur komið fram hér að
framan, að ýmsir gestir hafa sótt
LA heim og félagið hefur endur-
goldið þessar heimsóknir og farið
i leikferðir. Má þvi hiklaust telja
að félagið hafi unnið mikið gagn i
leiklistarmálum norðanlands. 1
afmælisriti á 30 ára afmæli LA
segir Hallgrimur Valdimarsson á
þessa leið:
„Allmikið hefir verið um leik-
farirúr höfuðstaðnum til Norður-
lands og þá fyrst og fremst til
Akureyrar. Hafa þær sett stór-
mikinn svip á leiklistarlif bæjar-
ins. Sumarið 1931 sýndi Leikfélag
Reykiavikur hér Hallstein og
Dóru, eftir Einar H. Kvaran.
Næst var svo Jósafat, eftir sama
höfund. Léku þar nokkrir leikend-
ur hér með. Munu þeir Haraldur
Björnsson og Freymóður Jó-
hannsson hafa haft fjárhagslega
mestan veg og vanda af þeirri
leikför. Þá hefir verið komið með
óperetturnar, Bláu kápuna og
Nitouche. Stóðu að þeim leikför-
um tónlistarmenn Reykjavikur
og að Nitouche, að nokkru, Leik-
félag Reykjavikur. Leikstjórn á
öllum þessum sýningum hafði
Haraldur Björnsson á hendi. Sið-
asta leikför Leikfélags Reykja-
vikur hingað var með Orðið, eftir
Kaj Munk. Leikstjóri var Lárus
Pálsson.
Þá vil ég geta hér einnar leik-
sýningar, er hér hefir farið fram,
en það er þegar hinn mikli, danski
leikari, Poul Reumert, kom hing-
að árið 1929, ásamt önnu Borg,
leikkonu. Sýndu þau leikinn
Galgemanden, sem er i einum
þætti. Ennfremur las Reumert
upp. Var stórmikill fengur að
kynnast list þessara frægu
gesta.”
Leikarar LA
1917-1930
Ef haldið er við þeirri skipt- .
ingu, sem viða kemur fram hjá
þeim,er ritað hafa um LA, það er
starf félagsins fyrir og eftir leik-
árið 1930-31, er ekkert var leikið,
voru helztu leikendur hjá félaginu
Gisli R. Magnússon. Gisli var
einnig gjaldkeri félagsins um
skeið. Um þetta segir Hallgrimur
Valdimarsson i afmælisriti
félagsins (30 ára):
Gisli var og gjaldkeri félagsins.
Steinþór Guðmundsson klæðskeri
var um nokkur ár, eða 1924-29, i
félaginu og tók mikinn þátt i
starfi þess. Hann er tvimælalaust
einn af beztu leikurum, er það
hefir haft á að skipa, og leiðbeindi
leikendum allmikið. Þá má telja
til góðra leikara þá Sigtrygg Þor-
steinsson, Ingimar Eydal, Jó-
hannes Jónasson, Pál Vatnsdal,
Svein Bjarman, Jóhann Þ.
Kröyer, Sigurð E. Hliðar,
Tryggva Jónatansson o.fl.
Af konum nefni ég Alfheiði
Einarsdóttur, ennfremur Þóru
Havsteen og Þóru Hallgrimsdótt-
ur, sem allar léku talsvert og
tókst vel. Þá léku og Anna Fló-
ventsdóttir, Anna Pálsdóttir, Jó-
hanna Jóhannsdóttir (Johnsen)
Sigriður Ragnars, Þuriðui
Stefánsdóttir, Dagrún Halldórs
dóttir, Jóhanna ÞóFðardóttir
Ingibjörg Steinsdóttir, Emilia
Jónasdóttir og fleiri mætti nefna?
Leikkonur
1930-47
Af leikendum eftir 1930, þ.e.
timabilið 1930-1947, nefnir sami
höfundur þessa:
„Af konum ber þá fyrst að telja
Svövu Jónsdóttur, sem tvimæla-
laust er ein af allra beztu leikkon-
um, er á Norðurlandi hafa dvalið.
Hún mun og hafa leikið fleiri hlut-
verk en flestir eða allir aðrir
leikendur hér á þeim 47 árum,
sem liðin eru, frá þvi hún kom
fyrst á sviðið. Og margvisleg eru
þau orðin. Af þeim nefni ég að-
eins: Abigael i Ambrosius, frú
Midget i A útleið, Unu i Dansinum
i Hruna, Grimu i Skrúðsbóndan-
um og nú siðast Helgu Magnús-
dóttur i Bræðratungu, i Skálholti.
Þá hefir Sigurjóna Jakobsdóttir
leikið allmörg hlutverk og leyst
þau flest ágætlega af hendi.
Meðal þeirra Malla i Landafræði
og ást, Þórgrima i Fróðá, Helga i
Fvrsta stjórn
Leikfélags Akureyrar.
Hiillj’iiinin- 1’iiUiimarssoii.
Sigurður E. Hliðnr.
Jiilius Havstern.